Morgunblaðið - 07.08.1996, Side 25

Morgunblaðið - 07.08.1996, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 25 milli Borgarspítala/Landakots og Ríkisspítala þann 18. apríl 1994. Meðal annars skyldi krabbameins- deild aðeins vera starfrækt á Land- spítala. Á síðasta ári var lögð fram í stjóm Borgarspítala tillaga sem festi aðra krabbameinsdeild þar í sessi. Ég taldi mér ekki fært að samþykkja það, þar sem heilbrigðis- ráðuneytið hafði ákveðið annað. Þess vegna var málinu frestað. Á næsta fundi stjómar var lagt fram bréf frá heilbrigðisráðuneytinu þar sem sjónarmið um krabbameins- deild á Borgarspítala voru studd! Þetta er ekki eina dæmið um ístöðuleysi ráðuneytisins. í sömu auglýsingu sagði að höfuðstöðvar bæklunarlækninga skyldu vera á Borgarspítala. Þróunin er síst í þá átt. Aðgerðaleysi varðandi þjón- ustusamninga er enn eitt dæmið. Ráðuneytið framfylgir ekki eigin stefnu. Framfylgið fyrri stefnu Kröfur um niðurskurð eða ós- anngjörn og niðrandi orð um fyrri árangur mega ekki veita illa ígrunduðum hugmyndum um eitt ríkissjúkrahús byr. Hafi heilbrigðisráðuneytið hins vegar vilja og styrk til að fram- kvæma þá stefnu sem mörkuð var fyrir 5 árum, má enn hagræða í heilbrigðiskerfinu og bæta þjón- ustuna. Það verður gert með því að framfylgja áætlunum fyrir hið nýja Sjúkrahús Reykjavíkur, stuðla að skýrari verkaskiptingu við Rík- isspítala og koma á stjórnunarfyrir- komulagi sem byggir á samningum ríkis og sjúkrahúss um þjónustuna. Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.