Morgunblaðið - 07.08.1996, Page 36

Morgunblaðið - 07.08.1996, Page 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ okkur fyrir hendur hvort sem það var píanónám, ballettnám, fótbolti eða framtíðaráætlanir okkar. Þú talaðir við okkur eins og jafningja og þannig leið okkur vel í návist þinni. En núna líður þér loksins vel, hvar sem þú ert þá vitum við að þér líður vel og að þú ert á góð- um stað og horfir brosmildur niður til okkar sem söknum þín svo sárt. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn telur tárin mín - ég trúi’ og huggast læt. (Kristján Jónsson) t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR HALLDÓRSDÓTTUR, Leifsgötu 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Ásgeirs Böðvarssonar læknis og alls starfs- fólks deildar A6 f Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Jóhann Jónsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Ragnar M. Amazeen, Margrét Jóhannsdóttir, Björn B. Jónsson, Jón Jóhannsson, Súsanna Steinþórsdóttir, Halldór Jóhannsson, Kristín Jóhannsdóttir, Hörður Ó. Guðmundsson og barnabörn. Elsku afi, takk fyrir góðar minn- ingar og megi Guð styrkja ömmu á þessum erfiðu tímamótum. Þórhildur Laufey, Margrét og Matthías Skjöldur. Elsku afi. Okkur systurnar langar til þess að minnast þín í fáeinum orðum. Fimmtudagurinn 25. júlí var ósköp venjulegur dagur, þar til við fengum þær sorglegu fréttir að afi okkar hefði yfirgefið þennan heim. Þú varst búinn að vera mikið veikur og síðast þegar við hittumst varst þú á spítala. En alltaf trúðum við því að þú kæmir heim til ömmu. Mikið var nú gott að koma i heim- sókn til afa og ömmu í Skriðustekk og skríða upp í hlýja fangið hans afa. Afi átti alltaf eitthvað gott i skápnum að gauka að okkur. Afi var mjög kátur maður og hafði gaman af því að gantast við okkur systurnar. Þökkum við þér allar samveru- stundirnar og það er trú okkar að þér líði vel hjá Guði. Við vitum að missir ömmu er mikill á þessari stundu og biðjum við góðan Guð að veita henni styrk. Guðrún ísabella og Hildur Ýr. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, AÐALBJARGAR JÓHANIMSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 1-A, Landakoti. Fanney Jóhannsdóttir, Helga Jóhannsdóttir og aðstandendur. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, GUÐJÓIMS V. ÞORSTEINSSONAR fyrrv. deildarstjóra. Helgi H. Guðjónsson, Guðlaug D. Jónsdóttir, Sverrir Guðjónsson, Erna A. Guðjónsdóttir, Valsteinn V. Guðjónsson, Kristín Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, SVEINN ÓLAFSSON fyrrv. deildarstjóri, Furugrund 70, Kópavogi, andaðist á gjörgæsludeild Landspítal- ans laugardaginn 3. ágúst. Aðalheiður P. Guðmundsdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug vegna andláts ástkærrar fósturmóður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR KRISTINSDÓTTUR, Seljahlíð, áður Hofteigi 8. Guð veri með ykkur. Bergljót Guðbj. Einarsdóttir, Rútur Kjartan Eggertsson, Gunnar Þór Guðmundsson, Inga Heiða Heimisdóttir, Eggert Sæmundur Rútsson, Birkir Rútsson, Kjartan Berg Rútsson, Kristján Rútur Gunnarsson. t Einlægar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og heiðruðu minningu ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS JÚLÍUSAR FERDINANDSSONAR, Álfhólsvegi 153. Sérstakar þakkir til deilda Landspítalans, sem önnuðust hann í veikindum hans, og heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Helga Óskarsdóttir, Alfreð S. Jóhannsson, Magdalena Sigurðardóttir, Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Eiríkur Jónsson, Oddný Sigurðardóttir, Ferdinand Jónsson og barnabörn. ATVINIÍUAUGiyS/NGAR Rafvirki óskast Rafvirki óskast til starfa sem fyrst. mikil vinna framundan. Framtíðarstarf í boði. Nánari upplýsingar veittar í síma 892 4548. Skriflegar umsóknir óskast sendar til Rás ehf., Selvogsbraut 4, 815 Þorlákshöfn. íþróttakennarar íþróttakennari óskast til afleysinga í heila stöðu við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 555 2911 eða 565 7246. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. Sölumaður - bílasala Óskum að ráða duglegan og áhugasaman sölumann notaðra bifreiða. Umsækjendur uppfylli eftirfarandi: ★ Hafi góða framkomu og séu samvisku- samir. ★ Stundvísir og geti hafið störf strax. ★ Hafi vélritunar- og tölvukunnáttu. ★ Lágmarksaldur 23 ára. ★ Geta útvegað meðmæli. Skriflegar umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 11. ágúst nk., merktar: „Bílasala - 1063“. Hárgreiðslufólk Hárgreiðslusvein- og nema vantar á hár- greiðslustofuna Cleó, Garðabæ. Upplýsingar veitir Guðrún á stofunni milli kl. 18.00 og 20.00. Hárgreiðslustofan Cleó Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausa stöðu skólastjóra Vestu r h I íða rskóla Vesturhlíðarskóli er skóli fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta nemendur. Skólinn er tví- tyngisskóli sem byggir á táknmáli og íslensku. Umsækjandi þarf að hafa kennaramenntun. Æskilegt er að hann hafi stjórnunarreynslu og hafi kunnáttu og færni í táknmáli. Umsækjandi þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum. Næsti yfirmaður: Fræðslustjórinn í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk. Umsóknir sendist starfsmannadeild Fræðslu- umiðstöðvar Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík. Reykjavík, 2. ágúst 1996. Fræðslustjórinn í Reykjavík. Rafvirki - rafvélavirki - rafiðnfræðingur Við leitum að fjölhæfum starfsmanni til starfa við sölu og þjónustu í Reykjavík. Viðkomandi á að sjá um viðgerðir á heimilis- tækjum, taka þátt í varahlutainnkaupum, sjá um heimkeyrslu og tengja ný tæki, sé þess óskað. Þá þarf viðkomandi að sýna frum- kvæði í starfi, vera þjónustulipur og hafa gaman af mannlegum samskiptum. Starfsumsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, þurfa að berast til afgreiðslu Mbl. í síðasta lagi 16. ágúst nk., merktar: „R - 18119". Laust embætti forstjóra Landmælinga íslands Laus er til umsóknar staða forstjóra Land- mælinga íslandsskv. 2. gr. laga nr. 31/1985. Staðan er veitt til 5 ára frá og með 1. septem- ber nk. Aðsetur stofnunan'nnar er nú í Reykjavík, en frá og með 1. janúar 1999 mun aðsetur stofn- unarinnar verða á Akranesi. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist ráðuneytinu eigi síðar en 9. ágúst nk. Nánari upplýsingar um stöðuna eru veittar í ráðuneytinu. Umhverfisráðuneytið, 12JÚIÍ1996.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.