Morgunblaðið - 07.08.1996, Page 52

Morgunblaðið - 07.08.1996, Page 52
 flYUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA \m Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 ■ FAX SSO-4001 MORGUNBLAÐIÐ, KRINCLAN 1. 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Stækkun Kröflu- virkjunar Boranir eftir lág- þrýstigufu hafnar JARÐBORANIR hf. hófu í gær- kvöldi borun annarrar af tveimur nýjum borholum við Kröflu en boranirnar eru þáttur í stækkun Kröfluvirkjunar. Ásgeir Margeirs- son, tæknistjóri hjá Jarðborunum, segir að borað sé eftir lágþrýsti- gufu á um 1.000-1.100 metra dýpi. Hann segir að svæðið sem borað verði á sé þekkt og óvissa um árangur sé þess vegna talin tiltölulega lítil. Ásgeir segir að framkvæmdirn- ar séu nauðsynlegur liður í fýrri áfanga af tveimur sem miða að því að fullnýta orkugetu Kröflu- stöðvar. Síðari vélin sett upp eftir nítján ára bið í fyrri áfanganum verður lokið við að setja upp síðari vél virkjun- arinnar sem beðið hefur uppsetn- ingar í stöðinni frá því að hún tók til starfa árið 1977. Gufuaflið úr nýju holunum mun síðan nýtast til að auka afl rafstöðvarinnar úr 30 megavöttum í 45 megavött. Verkið skiptist í þrennt, að sögn Ásgeirs, en auk borunar tveggja nýrra hola verður hreinsuð hola sem boruð var árið 1991. Hann segir ekki ljóst hversu langan tíma taki að hreinsa holuna en búast megi við að borun hvorrar holu um sig taki um einn mánuð. Þannig megi gera ráð fyrir að starfsmenn Jarðborana hf. verði við Kröflu að minnsta kosti út októbermánuð. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Viðræður ef skýring lækna dugir LÆKNAFÉLAG íslands mun funda fyrir hádegi í dag og skýra yfirlýs- ingu félagsins frá því í síðustu viku um ráðningar í störf heilsugæslu- lækna sem sagt hafa upp störfum. Sveinn Magnússon, varaformaður félagsins, telur líklegt að skýringin verði til þess að viðræður hefjist að nýju í deilu ríkisins við heilsugæslu- lækna. „Orðalagi yfirlýsingarinnar verður þó ekki breytt enda er hún í samræmi við lög Læknafélagsins." Þórir Einarsson ríkissáttasemjari segir að samningafundur verði boð- aður eftir hádegi í dag ef samninga- nefnd ríkisins sættist á skýringar lækna. ■ Óvissa víða mikil/4 Verðbréfaþing- íslands finnur að „leppviðskiptum“ Skandia og VIB breyti skráningu SIF-bréfa Myndar- legur borgarísjaki BORGARÍSJAKINN sem hér sést er hvorki meira né minna en 270 fet á hæð eða um 90 metrar. Myndin er tekin úr flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, í gærdag um 70 sjó- mílur norðvestur af Vestfjörð- um og umhverfis var mikið af stórum stökum jökum. Flugvél Landhelgisgæsl- unnar var í eftirlits- og ís- könnunarflugi á miðunum úti fyrir Vestfjörðum og Norður- landi. Flogið var eftir miðlínu frá Jan Mayen að Dohrn- banka og var enga ísspöng að sjá á þeirri leið. Borgar- ísjakar sáust djúpt norðvestur af Vestfjörðum og sáust vel á ratsjá. VERÐBRÉFAÞING íslands hefur beint þeim tilmælum til tveggja verð- bréfafyrirtækja, Fjárfestingar- félagsins Skandia og Verðbréfa- markaðar íslandsbanka, að þau breyti skráningu á hlutabréfum í SÍF sem skráð eru í þeirra nafni. Ástæða þessa er að fyrir liggur að umrædd hlutabréf eru ekki í eigu verðbréfafyrirtækjanna sjálfra, heldur umbjóðenda þeirra og þau séu því í raun aðeins „leppar" raunveru- legra eigenda. Telur Verðbréfaþing að þessi skráning bijóti í bága við þau ákvæði laga um verðbréfavið- skipti sem sporna eiga gegn sýndar- viðskiptum. Bæði verðbréfafyrir- tækin hafa í kjölfarið óskað eftir því við SÍF að skráningu hlutabréfanna verði breytt þannig að fram komi að þau annist einungis vörslu hluta- bréfanna fyrir umbjóðendur en séu ekki eiginlegir eigendur þeirra. Vangaveltur um, sýndarviðskipti í SIF Hins vegar hafa einnig vaknað upp spurningar um hvort sýndarvið- skiptum hafi verið beitt til þess að hafa óeðlileg áhrif á gengi hluta- bréfa í SÍF á dögunum. Er bent á viðskipti því til stuðnings þar sem gengi bréfanna hafi lækkað skyndi- lega án sýnilegs tilefnis strax í kjöl- far viðskipta á talsvert hærra gengi. Aðspurður um hvort Verðbréfa- þing íslands kunni að hafa fengið slíkt mál til umfjöllunar segir Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings, að sér sé ekki heim- ilt að veita upplýsingar um hvort þingið sé að kanna einstök mál eða ekki. Hann segist hins vegar telja að full þörf hafi verið á því að setja í lög ákvæði sem leggi bann við sýndarviðskiptum. ■ Brjóta í bága við/14 Endurnýting gamals malbiks Nota hálfu minna af nýju malbiki Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Smugan yfirgefin SÆNSKA verktakafyrirtækið Binab mun síðar í mánuðinum taka að sér að malbika á Hafnar- fjarðarvegi og á fjölförnum götum í Reykjavík með nýrri aðferð í samstarfi við verktakafyrirtækið Loftorku. Sænska aðferðin bygg- ist á því að gamalt malbik er skaf- ið upp, blandað nýju malbiki og lagt aftur. Sævar Jónsson, framkvæmda- stjóri Loftorku, segir að þessi að- ferð hafi mikinn sparnað í för með sér. Mun minna malbik þurfi að nota í verkið, en í stað 100 kg af nýju malbiki þarf aðeins að leggja um 45 kg á hvern fermetra með nýju aðferðinni. í annan stað verði malbikunin ódýrari með þessum hætti og telur Sævar að ef nýja lagið muni reynast eins vel og áður geti það skilað allt að 30% lækkun kostnaðar. Kemur í stað fræsingar Að sögn Sævars verður stór og mikil tækjasamstæða flutt inn frá Svíþjóð til verksins. „Þetta er unn- ið þannig að mikil lest af tækjum fer yfir götuna og hitar upp gamla malbikið,“ útskýrir Sævar. „Það er skafið upp og jafnað en síðan er nýju malbiki bíandað í á leið- inni. Loks er lagt nýtt malbikslag sem er blanda hins gamla og nýja.“ Aðferðin kemur í stað hefð- bundinnar fræsingar og endur- lagningar nýs malbiks. Sævar seg- ir að aðferðin hafi einnig þann kost að verkið sé unnið í einu lagi en það vilji oft gerast hér á landi að nokkur tími líði á milli fræsing- ar og malbikunar. Að þessu sinni verður m.a. malbikað með þessari aðferð á Hafnarfjarðarvegi og á Kringlu- mýrarbraut. Einnig kemur til greina, að sögn Sævars, að götur í Hafnarfirði og á Akureyri verði malbikaðar með nýju aðferðinni. Sævar segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort aðferðin muni leysa af hólmi viðteknar aðferðir við malbikun hér á landi. AFLATREGÐAN í Smugunni á sér ýmsar hliðar. Tvær ungar stúlkur sem og á frystitogar- anum Örfirisey voru orðnar leið- ar á aðgerðaleysinu um borð, fréttu af því að togarinn Stefnir ÍS væri á leið í land. Þær föluð- ust eftir fari heim og fengu það að sjálfsögðu, en á milli skipa fóru þær með gúmmíbát og voru hífðar um borð í Stefni. Nokkur kippur kom í veiðina í Smugunni um helgina en hún var var dottin niður aftur í gær. Nokkur skip hafa þegar gefið veiðarnar upp á bátinn en þau sem lengst hafa verið að eru búin að vera þama í um fjórar vikur. ■ Veiði g!æðist/C4 Haraldur Böðvarsson Hagnaður 178 milljón- ir fyrstu 6 mánuðina HAGNAÐUR Haralds Böðvars- sonar hf. (HB) nam 178 milljónum króna fyrstu sex mánuði þessa árs. Hefur hagnaðurinn aukist um 122% miðað við sama tímabil í fyrra en þá nam hann tæpum 80 milljónum. Þá er hagnaðurinn fyrstu sex mánuði þessa árs 43% meiri en allur hagnaður síðasta árs. Mest munar um aukinn hagn- að af reglulegri starfsemi fyrirtæk- isins. Velta HB nam rúmum 1.200 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tíma í fyrra nam veltan 500 milljónum en þá setti sjómannaverkfall strik í reikning- inn. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri HB, segir að afkoma félagsins á fyrri hluta ársins sé mjög vel viðunandi og vonar að reksturinn verði í jafnvægi síðari hluta ársins. ■ Hagnaður/14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.