Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skólavörðuholt í rigningunni Miklar breytingar á starfsemi Skógræktarfélags Reykjavíkur Öllu starfsfólki hef- ur verið sagl upp STARFSMÖNNUM Skógræktarfélags Reykjavíkur, um 15 talsins, hef- ur verið sagt upp störfum, samkvæmt upplýsingum Þorvaldar S. Þor- valdssonar, stjórnarformanns Skógræktarfélagsins. Reiknað er með að hluti starfsfólksins muni fá störf í Fossvogsstöðinni hf. Rækjustuldur á Drangsnesi Verðmæt- ið um 240 þúsund Drangsnesi. MorgunblaAið. BROTIST var inn í frystihús Hólmadrangs hf. á Drangsnesi um verslunarmannahelgina og stolið það- an 30 kössum af fiystri rækju. Þetta voru alls 360 kíló af stórri rækju í tveggja kílóa pakkningum í hæsta verðflokki. Sveinn Óskarsson, verkstjóri fiysti- hússins, segir að verðmæti rækjunnar sé um 230-40 þúsund krónur og aug- sýnilegt sé að þjófamir hafí stolið eins miklu og hefur komist í farar- tæki þeirra. Þjófamir spörkuðu upp hurð til að komast inn í húsið, eftir það var leikurinn auðveldur þar sem frystiklefínn var ólæstur. Sveinn segir að miklar líkur séu á að þjófnaðurinn hafí farið fram að- faranótt mánudagsins. Líklegt sé að þjófamir hafi nokkurt vit á rækju og rækjuvinnslu því að þeir vissu hvar átti að fínna úrvalsrækjuna. Hann segir að auðvelt sé koma rækjunni í verð með því að ganga í hús og selja. Rækjan er ekki í sérstaklega merkt- um pokum frá Hólmadrangi en rækj- una má þekkja með því að á pokunum stendur litlum stöfum ÍS-28. Sveinn segir að þetta sé í annað sinn sem brotist er inn í frystihúsið. I fyrra var brotist inn og stolið tölv- um. Hann segir að tími sé til kominn að setja upp öflugt þjófavamarkerfí svo að sagan endurtaki sig ekki. ------4--------- Þröstur stór- meistari? Gausdal. Morgunblaðið. ÞEIR Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson gerðu jafntefli í 6. umferð alþjóðlega skákmótsins í Gausdal í Noregi í gær. Það er talið duga Þresti til að mælast með 2.500 skákstig en það er skilyrðið sem Þröstur átti eftir að uppfylla til að verða útnefndur stórmeistari af al- þjóða skáksambandinu, FIDE. Það verður endanlega ljóst á þingi FIDE í Armeníu í næsta mánuði hvort Þröstur fær titilinn. Önnur úrslit í skákum íslendinga urðu þau að Margeir Pétursson vann rússneska stórmeistarann Mikhaíl Ivanov. Helgi Áss Grétarsson tapaði fyrir norska stórmeistaranum Rune Djurhuus og Helgi Ólafsson vann Jóhann Hjartarson. Fimm eru jafnir og efstir með 5 vinninga eftir 6 umferðir, þeir Mar- geir, Hannes, Þröstur, Helgi Ólafs- son og Djurhuus. Næstu menn hafa 4 vinninga, þar á meðal Jóhann og Helgi Áss. í dag mætast m.a. Hann- es og Helgi, Margeir og Djurhuus og Þröstur og Jansa frá Tékklandi. Fossvogsstöðin er sjálfstætt hluta- félag sem rekur gróðrarstöðina í Foss- vogi og var hún aðskilin frá annarri starfsemi Skógræktarfélagsins fyrir tveimur ámm vegna tilmæla Sam- keppnisráðs um að félagið aðskilji frá starfsemi sinni þann rekstur sem væri í samkeppni við einkareknar gróðrarstöðvar. Fyrir breytinguna var plöntuframleiðsla og sala ein helsta tekjulind félagsins. Skógræktarfélag Reykjavíkur er fjölmennasta skógræktarfélag í land- inu og eru félagsmenn um 1.700 tals- ins. Aðspurður sagði Þorvaldur félag- ið ekki eiga við alvarlega fjárhagserf- iðleika að stríða en það hefði ekki lengur rekstur með höndum eftir að starfsemin hefði verið flutt til Foss- vogsstöðvarinnar og engar beinar tekjur. Félagið myndi þó áfram hafa umsjón með Heiðmörk og fengi til þess íjárveitingu frá borginni og einn- ig gerði hann ráð fyrir að félagið muni sjá um sumarvinnu unglinga fyrir Reykjavíkurborg. Áfram áhugamannafélag Haldinn var fundur með starfsfólki fyrir um mánuði síðan þar sem því var sagt formlega upp störfum og bent á að hafa augun opin fyrir nýj- um atvinnutækifærum. Þorvaldur kvaðst eiga von á að eingöngu yrði einn starfsmaður eftir hjá Skógrækt- arfélaginu og óvist væri hvort hann yrði í fullu starfí. „Skógræktarfélag- ið verður áfram áhugamannafélag og mun halda áfram að beita sér fyrir ræktunarmálum í borginni eins og verið hefur. Ég á ekki von á öðru en að félagið muni áfram taka að sér ýmis verkefni fyrir borgina í unglingastarfínu," sagði hann. Vilhjálmur Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, sagði að ekki væri frágengið hversu margir fengju starf á Fossvogsstöð- DÖNSK og íslenzk stjórnvöld hafa ákveðið að embættismenn ríkj- anna muni eiga með sér fund í Reykjavík á þriðjudag og miðviku- dag í næstu viku til að leitast við að jafna þann ágreining, sem upp er kominn um veiðar danskra skipa á umdeildu hafsvæði norður af Kolbeinsey. Ekki samkomulag um skipan viðræðunefnda Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins verður ekki um form- legar samningaviðræður ríkjanna að ræða, þótt Danir hafi upphaf- inni en hann gerði ráð fyrir að 10-12 starfsmenn yrðu hjá Fossvogsstöð- inni eftir að breytingarnar væru um garð gengnar. Búið að gróðursetja í nær allt borgarlandið Viðskipti Reykjavíkurborgar við Skógræktarfélagið hafa farið minnk- andi, samkvæmt upplýsingum Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra. Á yfírstandandi ári voru frám- lög borgarinnar til skógræktarinnar skorin niður í sparnaðarskyni. Var það aðallega gert vegna breytinga á sumarvinnu unglinga en mun færri 16 ára unglingar starfa við skóg- ræktarverkefni hjá Skógræktarfé- laginu í sumar en undanfarin ár þar sem talið var ódýrara fyrir borgina að láta Vinnuskólann sjá um verk- stjóm unglinganna. „Þar fyrir utan liggur ljóst fyrir að búið er að planta svo mikið í borg- arlandið að það fer að verða mettað og hefur verið reiknað út að með sama áframhaldi yrði búið að full- planta í allt borgarlandið árið 2000 og enginn skiki þá eftir,“ segir Ingi- björg. lega farið fram á slíkt. Enn hefur ekki verið ákveðið hvernig við- ræðunefndir landanna verða skip- aðar. Heimildir Morgunblaðsins herma að Danir vilji senda fremur stóra sendinefnd með fulltrúum utanríkisráðuneytisins, græn- lenzku landstjórnarinnar og danska sjávarútvegsins. íslenzk stjórnvöld vilja hins vegar einvörð- ungu viðræður milli embættis- manna utanríkisráðuneytanna, enda hafa þau viljað gera minna úr deilunni um umdeilda svæðið en Danir. Talsvert þýfi fundið MAÐUR, sem verið hefur eft- irlýstur vegna gruns um aðild að innbrotum í íbúðarhús und- anfarið, var handtekinn í fyrri- nótt og úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 19. september í Héraðs- dómi Reykjavíkur síðdegis í gær. Maðurinn var handtekinn í húsi í Breiðholti í fyrrinótt. Þar fundust áhöld til fíkniefnaneyslu, m.a. sprautunálar, og eitthvað af lyfjum. Bamavemdarnefnd var kölluð á staðinn vegna tveggja ára gamals barns, sem var á staðnum, og voru gerðar ráðstafanir vegna þess. Tveir menn voru handteknir á mánudag og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umræddum innbrotum. Rannsóknarlögreglan hefur staðfest að verulegur hluti þýfís úr nokkram stóram innbrotum sé nú fundinn, m.a. málverk, skartgripir og vopn. Málin era í rannsókn hjá RLR. Bruggverk- smiðja upprætt FÍKNIEFNADEILD lögregl- unnar í Reykjavík lokaði í gær bruggverksmiðju í húsnæði fyrir ofan Rauðavatn. Hald var lagt á um 700 lítra af gambra, suðutæki og nokk- ur grömm af marijuana. Tveir menn stóðu að fram- leiðslunni og hafa þeir ekki komið við sögu slíkra mála áður. Fíkniefnadeildin rannsakar málið. Leif Johan Carlsson Svíinn sem fórst LEIT að Svíanum, sem féll útbyrðis af Gylli ÍS 261 úti fyrir Vestmannaeyjum að morgni miðvikudags, var formlega hætt í gærmorgun. Leitað var undir stjórn varð- skips frá því í fyrramorgun og fram í myrkur. Þyrla Land- helgisgæslunnar TF-LÍF tók þátt í leitinni í tvær og hálfa klukkustund en varð frá að hverfa vegna slæms skyggnis. Auk varðskips tóku um 10 skip þátt í leitinni. Gyllir kom til hafnar í Þor- lákshöfn á þriðja tímanum í fyrrinótt og tók lögreglan á Selfossi skýrslur af skipveij- um. Rannsókn á tildrögum slyssins fer fram hjá lögregl- unni á ísafirði en Gyllir er gerður út frá Flateyri. Maðurinn sem fórst hét Leif Johan Carlsson, 24 ára gam- all. Hann hafði verið búsettur á ísafírði í um eitt ár og starf- að hjá Norðurtanganum. Hann hafði fengið frí til að fara í einn túr með Gylli. Hvaða tómstundir eða íþróttir iðkar þú? Einu sinni 2-3 eða oftar sinnum f viku Mánaðarlega eða Sund | Hjólreiðar j Fjallgöngur Skokk/hlaup Lax-/silungsv. [] Þolfimi Tækjaþjálfun Hestamennska r Aldrei PE m &?•■ I 12.9 19,9 1 , 45,8 W- | 67,6 i : I 74,0 — 76,2 c i~i— 1 76,5 \nz — 77,4 □ , 81,6 i~ 82,3 — 82,9 ii 94,5 i 85,0 0 10 2 0 30 40 50% 60 70 8 0 9 0 10 NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR 1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu. ÞÝÐl neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr.eru allir Islendingar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt uppiýsingum frá Hagstofu Isl. Hvert prósentustig í könnuninni samsvarar því um 1.850 manns. Taka veröur tillit til skekkjumarka, sem eru á niöurstöðum í könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuö I mannfjölda. Kolbeinseyjarsvæðið Viðræður við Dani í næstu viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.