Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 4
,1 wnxvk.wmvw'r* ' ......... Y 4 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Júlíus ALAN Glover hjólreiðafræðingur á hjólinu sem hann hannaði sjálfur og ferðast á um heiminn. Bandarískur hjólreiðamaður í fimm ára heimsreisu Seldi hús o g bíl og hjólaði út í heim Lítið miðar 1 kjaradeilu heilsugæslulækna Læknar segja viljann vanta HANN heitir Alan Glover og hjólar um heiminn. Fyrir neðan nafnið hans á nafnspjaldinu stendur starfsheitið „cycologist" - sem á íslensku gæti útlagst „hjólreiða- fræðingur" eða eitthvað í þá átt- ina. Alan er á fimm ára hjólreiða- ferðalagi og er nú um það bil hálfnaður með ferðina. Hann hef- ur sjálfur hannað farskjótann, sem er með 21 gír, vegur um 30 kg og farangurinn 40 kg. Ferðalagið hófst í Kaliforníu 26. apríl 1994. Fyrst hjólaði hann um öll Bandaríkin, þá um Vestur- og Mið-Evrópu, Skandinavíu, og fyrir tvejmur vikum kom hann hingað til íslands. Hér hefur hann hjólað í rigningunni undanfarið og einn daginn skrapp hann meira að segja með flugvél til Grænlands. Næstu áfangastaðir eru svo Kína og Jap- an, Astralía, Nýja-Sjáland, Alaska og Kanada og vorið 1999 gerir hann ráð fyrir að vera kominn heim til Bandarikjanna aftur. Aleigan á hjólinu Alan hafði starfað við iðnhönn- un í Kaliforníu í fimmtán ár áður en hann lagðist í ferðalög. Þar kom að hann ákvað að staldra við og spyrja sjálfan sig: „Er þetta það sem ég vil? Er ég hamingjusamur hér?“ Hann komst að því að hann var ekki alveg viss, hann hafði engin svör og enga stefnu. Hann ákvað að stokka upp, seldi húsið og bílinn og fór að skipuleggja heimsreisu á lijóli. Erhann orðinn ruglaður? Hann segist hafa verið búinn að koma sér ágætlega fyrir, í stóru húsi, fastri vinnu og á góðum bíl. Nú kemst aleigan fyrir á hjólinu hans og hann segir að þvi meira sem hann hafi látið frá sér af hlut- um, því frjálsari hafi hann orðið. Fjölskylda hans og vinir hristu höfuðið þegar hann breytti svona algerlega um lífsstíl og héldu að nú væri hann endanlega orðinn ruglaður. En sjálfum finnst honum þetta mjög eðlilegt, hann segist hafa allar forsendur til að leggjast í svona ferðalag; góða heilsu, mik- inn áhuga á því að ferðast, hitta fólk og upplifa nýjar aðstæður, og svo sé hann einhleypur og hafi því engum skyldum að gegna gagn- vart konu eða börnum. Hann kveðst eiga erfitt með að ímynda sér að hann eigi eftir að smella inn í „eðlilegt" líf aftur og fara að vinna frá níu til fimm, en hugsar þó ekki mikið um það á þessari stundu, enn eigi hann eftir tvö og hálft ár af heimsreisunni. „Það er svo sem ekkert víst að ég hafi fundið nein svör þegar henni lýkur, kannski á ég eftir að standa og steikja hamborgara það sem eftir er ævinnar - hver veit? SVARTSÝNI gætir hjá fulltrúum samninganefndar heilsugæslu- lækna eftir árangurslausan samn- ingafund deiluaðila í gærdag. Nýr fundur hefur verið boðaður í dag kl. 14. Gunnar Ingi Gunnarsson, for- maður samninganefndar heilsu- gæslulækna, segir að samninga- nefnd ríkisins hafi takmarkaðan vilja til að leysa deiluna. Hann segir að samninganefndin sýni sjálfsögðum tillögum um tilfærsl- ur og vaktakerfi lítinn skilning. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir að lítið hafi þokast. „Við bíðum nú eftir nánari svörum við tilboði okkar frá því í gær. Við buðum sambærilega hækkun og aðrir hafa verið að fá, þó ekki 25 pró- sent eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum, og ákveðnar breyt- ingar á launakerfinu. Fyrstu við- brögð heilsugæslulækna voru ekki jákvæð, en við vonumst eftir gagntilboði sem fyrst.“ Þórir Einarsson, ríkissátta- semjari, segir að viðræður í gær hafi verið gagnlegar og þær gætu gefið vísbendingar um framhald- ið. Hann segir samninganefndir hafa rætt vítt og breitt um kröfur deiluaðila og þær leiti leiða til að opna viðræðurnar og finna sam- eiginlegan umræðugrundvöll. Viðræður ganga illa Gunnar Ingi Gunnarsson, for- maður samninganefndar heilsu- gæslulækna, segir samningavið- ræður ganga illa. Hann segir samninganefnd ríkisins hafa mjög takmarkaðan vilja til að leysa kjaradeiluna. Það lýsi sér best þannig að hún sé ekki tilbúin til að gera þær tilfærslur og breyt- ingar á launakerfi fastráðinna lækna sem læknar hafa óskað eftir árum saman og telja nauð- synlegar. Þær eigi hvorki að valda usla né auka kostnað ríkisins umtalsvert og segir Gunnar Ingi að samninganefnd ríkisins hafi ekki lagt fram nein haldbær rök gegn tillögum lækna um þetta efni. „Þetta eru afgreiðslumál sem eiga að vera löngu að baki. Á meðan viljaleysið kemur fram í þessu náum við engum árangri við að leiðrétta kjör okkar,“ segir hann. Gunnar segir að ef ekki komi eitthvað nýtt og óvænt frá ríkinu sé hann mjög svartsýnn á fram- hald viðræðna. Hann staðfestir að ríkið hafi lagt fram tilboð í gær sem m.a. fjalli um tillögur lækna um tilfærslur og vakta- kerfi. I því væri á hinn bóginn engin sú nálgun sem menn geti talið árangur í viðræðum. Stöður auglýstar óháð niðurstöðum kjaraviðræðna Ragnhildur Arnljótsdóttir, lög- fræðingur í heilbrigðisráðuneyt- inu segir að lausar stöður lækna á heilsugæslustöðvum verði aug- lýstar óháð niðurstöðum úr kjara- viðræðum heilsugæslulækna og ríkisins. Ákvörðun hefur ekki ver- ið tekin um hvenær stöðurnar verða auglýstar. „Lögum samkvæmt verður að auglýsa stöðurnar hvernig sem allt fer. Heilsugæslulæknarnir eru búnir að segja upp og það er eng- inn í stöðunum," segir Ragnhild- ur. Ef samningar takast geta stjórnir heilsugæslustöðva ráðið lækna tímabundið þar til búið er að ganga frá ráðningum. Ragnhildur segir að umsóknar- frestur sé fjórar vikur en að hon- um liðnum íjallar stöðunefnd um allar umsóknir. Nefndin hefur Iögum samkvæmt allt að sex vik- ur til að fjalla um umsóknirnar. Mikið álag á hjúkrunarfræðingum og slysadeildum vegna uppsagna heilsugæslulækna Biðtími á slysa- deild 2-3 tím- ar að staðaldri Morgunblaðið/Ásdfa BIÐ eftir aðstoð á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur lengst en auk venjubundinna verkefna vegna slysa er fólki vís- að þangað af heilsugæslustöðvum. VINNUÁLAG hjúkrunarfræðinga og lækna sem enn starfa á heilsu- gæslustöðvum og hjá starfsfólki á slysamóttökum sjúkrahúsanna hefur aukist verulega eftir að upp- sagnir heilsugæslulækna tóku gildi fyrir rúmri viku. Að mati nokkurra viðmælenda Morgunblaðsins í hópi hjúkrunarforstjóra eða staðgengla þeirra á heilsugæslustöðvum víða um land ríkir þar ófremdarástand. Deildarstjóri á Heilsugæslustöðinni á ísafirði segir dæmi um að hjúkr- unarfræðingar verði að vísa fólki frá. Álag er mismikið eftir heilsu- gæslustöðvum en á þeim stöðvum þar sem fleiri en einn læknir eru enn við störf tekst að afgreiða flesta skjólstæðinga hægt en ör- ugglega. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er vaxandi álag á heilsu- gæslustöðvunum,“ segir Ragnhild- ur Arnljótsdóttir, lögfræðingur heil- brigðisráðuneytisins um stöðu mála á heilsugæslustöðvum. „Þetta er ekki æskiiegt ástand en enn hefur sem betur fer ekkert alvarlegt gerst. Á fundi starfshóps ráðuneyt- isins um heilsugæsludeiluna í fyrra- málið [í morgun] verður haldinn símafundur með öllum héraðslækn- um. Þá fáum við mjög nákvæma mynd af stöðu mála í hveiju hér- aði,“ segir Ragnhildur. Slysadeild í hers höndum Ágúst Kárason, sérfræðingur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að álag hafi aukist mikið síð- ustu daga og greina megi fjölgun tilvika sem venjulega teljist ótví- rætt verkefni heimilislækna. Hann segir að biðtími á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur hafi Iengst og sé nú að staðaldri um 2-3 tímar. Starfsfólki hefur verið fjölgað og þá segir Ágúst að sérfræðingar á ýmsum sviðum séu oftar fengnir úr öðrum deildum til að sinna fólki. „Hér er allt í hers höndum en þó er ekki hægt að segja að í óefni sé komið,“ segir Ágúst. „Við önnum alls ekki aðsókninni eins og hún er nú og við erum að vinna verk sem við eigum ekki að þurfa að sinna.“ Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri sendi heil- brigðisráðherra ályktun í gær en í henni harmar stjórnin „ófremdar- ástand sem skapast hefur á heilsu- gæslustöðvum í landinu og skorar á ráðamenn heilbrigðismála að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa deilu ríkisins og heilsugæslulækna." Minnt er á að stöðin sé í 220 km fjarlægð frá næsta sjúkrahúsi. „Það hlýtur að vera tímaspursmál hve- nær mjög alvarlegt ástand skapast ...,“ segir í ályktuninni. Á Akureyri er ástandið nokkuð gott en á heilsugæslustöðinni þar í bæ starfa enn þrír læknar af tíu. Konný Kristjánsdóttir, hjúkrunar- forstjóri, segir að hægt en örugg- lega gangi að afgreiða skjólstæð- inga stöðvarinnar. Hún segir að fólk sé yfirleitt skilningsríkt og komi ekki ef tilefni er lítið. Orðið að vísa frá Á ísafirði er álagið heldur meira að sögn Guðrúnar Gunnarsdóttur, deildarstjóra heilsugæslustöðvar- innar. „Þetta gengur ekki of vel og álagið er mikið. Allir fjórir læknar stöðvarinnar eru hættir og ástandið fer versnandi," segir Guðrún og tekur fram að hún sé orðin ein hjúkrunarfræðinga á vakt. Hún segir að kanna verði í gegnum síma hveijir þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda og dæmi séu um að þurft hafi að vísa mönnum frá. Fólki í neyð er á hinn bóginn vísað á fjórð- ungssjúkrahúsið í bænum. Álagið er það mikið að sögn Guðrúnar að hugsanlegt er að fresta þurfi hefðbundinni mæðra- skoðun í næstu viku. Hún segir við- brögð fólks mjög misjöfn. Sumir séu skilningsrikir, aðrir beinlínis reiðir. Guðrún segir að andlegt álag á starfsmenn sé mikið. Leikið með líf manna Pálína Sigurjónsdóttir, hjúkrun- arforstjóri á Heilsugæslustöð Efra- Breiðholts, segir ástandið hræði- legt. Hún segir slæmt til þess að vita að fólk fái í mörgum tilvikum enga úrlausn á vanda sínum. „Við erum stöðugt að reyna að hjálpa fólki í gegnum síma. Sá læknir sem enn starfar ræður engan veginn við að koma í stað sex annarra sem eru hættir. Við neyðumst því til að i vísa fólki á slysamóttökur spítal- anna. Ég lýsi ábyrgð á hendur yfir- völdum. Mér finnst þeir vera að leika sér með lífi og heilsu manna," sagði Pálina. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.