Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR EIGNARHALO HALENDIS Tillögur um þjóðareign hálendisins margsinnis fluttar á Aiþingi á áttunda áratugnum — Skrifaðu bara eitt stykki hálendi á mig, Davíð minn. Ég hef reynslu í að gæta sam- eignar þjóðarinnar ... vel... „Kattamömmur“ í Kópavogi Morgunblaðið/Árni Sæberg RUT Magnúsdóttir og Kristín Ragnarsdóttir með kettlingana þrjá. „Fósturbarn“ þeirra er í baksýn. FYRIR skömmu fóru tvær telpur á bæ einn í Kjós til þess að gæta þar barns um tíma. Þegar þær komu þangað fréttu þær að þrír litlir kettlingar væru móðurlausir í hlöðu nálægt bænum. Móðir kettl- inganna hafði horfið og veit enginn um afdrif hennar. Telpurnar fengu leyfi til að taka kettlingana með sér heim og án þess að segja for- eldrum sinum frá því fluttu þær kettlingana með sér í ferðatösku sinni. „Við vorum svo hræddar um að fá ekki að taka þá með okkur að við sögðum ekki frá þeim fyrr en við komum heim. Þegar þeir fóru að mjálma á leiðinni heim sungum við eins hátt og við gátum svo ekki heyrðist í þeim og við gættum þess vel að þeir gætu andað með því að hafa töskuna vel opna,“ segir önnur „kattamamman" í Kópavogi, Krist- ín Ragnarsdóttir. Hún annast upp- eldi móðurlausu kettlinganna þriggja ásamt vinkonu sinni Rut Magnúsdóttur. Drukkið úr dúkkupela „Það er heilmikið starf að ann- ast kettlingana, þeir voru nýfædd- ir og þurftu fyrstu vikuna að drekka á tveggja tíma fresti og við urðum að gefa þeim sérstaka mjólkurblöndu sem við settum saman samkvæmt upplýsingum frá Dýraspitalanum og Helgu Finns- dóttur dýralækni. Við notuðum fyrst sprautu sem við fengum á Dýraspítalanum til þess að gefa kettlingunum, svo skiptum við yfir i dúkkupela en núna erum við að prófa að gefa þeim úr mjög litlum barnapela enda hafa þeir mikið stækkað síðan við komum með þá heim í Kópavoginn." Það var mikiö um að vera þegar blaðamaður Morgunblaðsins kom til að sjá þessa litlu munaðarleys- ingja sem nú er verið að ala upp í blokk við Hlíðarhjalla í Kópa- vogi. Móðir Kristínar, Sveinbjörg Hrólfsdóttir, sagðist ekki hafa ver- ið mjög hrifin fyrst af fjölguninni á heimilinu. „En svo fór maður að taka þátt í að koma þessum litlu öngum á legg, það þurfti að halda á þeim hita með hitaflöskum ög gæta þess að gefa þeim reglulega. Kristín hefur þó vaknað til þeirra allar nætur og hún og Rut ásamt tveimur vinkonum þeirra hafa að mestu séð um að annast kettling- ana,“ sagði Sveinbjörg. Kristín og Rut eru líka í vist og meðan þær sinna „fósturbarninu" sem þær passa hlaupa vinkonur þeirra undir bagga með kettling- ana. Þeir eru fluttir á milli íbúða í pappakassanum sínum með hita- flöskuna og pelann í farteskinu. En nú voru margar hendur á lofti við að gefa kettlingunum og auk þess voru gestir komnir til þess að skoða þá. Slíkar gestakomur hafa verið margar að undanförnu. Einn kettlingurinn hefur þegar fengið heimili sem bíður eftir hon- um þegar hann hefur náð þeim þroska að geta tekið að sér hlut- verk sæmilega virðulegs heimili- skattar. Ronja heitir litla læðan sem bráðum fer á sitt nýja heim- ili, en það er konan sem þær vin- konurnar eru í vist hjá sem ætlar að taka Ronju litlu. Hinir kettling- arnir, tveir högnar, eru heimilis- lausir. „Við getum því miður ekki haft þá af því að við búum í blokk og það er ekki nógu góð aðstaða til að hafa þá þegar þeir stækka. Vonandi vilja einhveijar góðar manneskjur taka þá að sér,“ sögðu Kristín og Rut. Það var gaman að sjá hve móð- urlega þær önnuðust litlu krílin, sem vafin inn i þvottastykki sugu með áfergju litia dúkkupelann sem þau fá nú lífsnæringuna úr. Það var greinilegt á svip hinna ungu fóstra og gesta þeirra, að þarna fór fram mikilvægt björgunar- starf. Réttarmannfræði Rannsakar fjölda- grafir í Bosníu Eva Elvira Klonowski HÓPUR réttarlækna, mannfræðinga og annarra sérfræð- inga á vegum Stríðsglæpa- dómstólsins í Haag mun innan skamms hefja ná- kvæmar rannsóknir á lík- amsleifum sem fundist hafa í fjöldagröfum í Bosníu. í þeim hópi verður íslenskur ríkisborgari, Eva Elvira Klonowski, doktor í mann- fræði og starfsmaður Rann- sóknarstofu Háskólans. Eva kom_ ásamt fjölskyldu sinni til íslands árið 1982 eftir að herlög voru sett í heimalandi þeirra, Póllandi. Fjölskyldan var þá á ferða- lagi um Evrópu og ákveða að snúa ekki aftur heim. Þau dvöldust í Austurríki þar til þeim bauðst að koma til íslands. Aðalástæða þess að þau völdu að fara var sú að hér á landi bauðst vinna. Eva var valin úr stórum hópi umsækjenda til þess að fara til Bosníu. Starfið er sjálfboðaliða- starf en sérfræðingar á sviði rétt- arlæknisfræði og réttarmann- fræði hafa mjög sóst eftir því að komast í hóp rannsóknarmann- anna. Sérgrein Evu er greining á beinum. „Ég get greint aldur, kyn, hæð, sérkenni og áverka af mannsbeinum. Þessi menntun mín er mjög sérhæfð og á Norðurlönd- um er enginn annar með sambæri- lega menntun, og sennilega eng- inn í allri Evrópu.“ í Bosníu mun hún starfa fyrir bandarísk sam- tök, sem nefnast Physicians for Human Rights (PHR), eða Lækn- ar í þágu mannréttinda. Þau vinna á vegum Stríðsglæpadómstólsins í Haag og undir vernd friðar- gæsluliða Sameinuðu þjóðanna. Töluverð áhætta fylgir starfínu í Bosníu. „Það eru ekki allir sem vilja að sannleikurinn komi í ljós varðandi fjöldagrafimar. Friðar- gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna munu þó gæta rannsóknarmanna og að minnsta kosti er ekki stríð sem stendur. Starfínu fylgir mik- ill heiður og því sætti ég mig við áhættuna." Starfssamningur Evu nær til loka september og verður framlengdur ef talið er að hún hafí unnið vel. „Sem stendur er gert ráð fyrir að allir friðargæslu- liðar yfírgefí ríki fyrrum Júgó- slavíu fyrir árslok. Þá er ætlunin að rannsóknarmenn verð farnir á brott enda er ósennilegt að vinnu- friður verði eftir það.“ Eva tók doktorspróf í mann- fræði við háskólann í Wroclaw í Póllandi 25 ára gömul og var þá yngsti doktor landsins. Síðan þá hefur hún sótt framhaldsnámskeið og starfsreynslu til Bandaríkj- anna. Þar er töluvert um að mann- fræðingar sérhæfi sig í því sem nefnt er forensic anthropology eða réttarmannfræði. Eva komst í samband við prófessor við háskóla í Flórída og hefur feng- ið að vinna að verkefn- um á þessu sviði fyrir hans tilstuðlan. Meðal annars vann hún ný- lega að rannsókn á lík- amsleifum ungs drengs sem hafði verið hlutaður í sundur og settur í steypu ofan í þrjár tunnur. Það mál vakti mikla athygli í Banda- ríkjunum. Hér á landi hefur Eva aðallega starfað fyrir Rannsóknarstofnun Háskólans en nýlega hefur hún unnið verkefni fyrir fomleifafræð- inga við greiningu á beinum úr kumlum í Skriðdal. Eva er ekki að öllu leyti ánægð með þær starfsaðstæður sem henni er búnar hér á landi. „Ég ► Eva Elvira Klonowski fædd- ist í Póllandi árið 1946. Hún lauk doktorsprófi í mannfræði við háskólann í Wroclaw árið 1973 og var þar aðstoðarprófessor til ársins 1981, en árið eftir kom hún til íslands. Hér hefur hún starfað við Rannsóknarstofnun Háskólans frá komu sinni, en einnig sótt námskeið og starfs- reynslu til Bandarikjanna og Frakklands. A þessu ári hefur hún unnið fyrir Þjóðminjasafnið við greiningu á beinum úr kuml- um í Skriðdal. Eva er gift Irek Adam Klonowski, matvælafræð- ingi hjá Iðntæknistofnun, og eiga þau tvö börn. hef ekki fengið að vinna nóg við verkefni tengd minni menntun. Á Rannsóknarstofu Háskólans vinn ég verk meinatækna og þarf stundum jafnvel að sinna síma- vörslu. Mér hefur gengið illa að fá styrki til rannsókna og ráð- stefnuferða og yfírleitt þurft að borga allan kostnað sjálf. í lok síðasta mánaðar fékk ég til dæm- is svar vegna umsóknar um styrk til að bæta aðferðir til aldursgrein- ingar á beinum. Ýmsir þættir varðandi styrkumsóknina voru metnir og gefín var einkunn. Ég fékk A fyrir öll atriði nema hæfí- leika mína til að vinna rannsókn- ina. Fyrir þann lið fékk ég B og engan styrk. Sama dag fékk ég bréf frá Bandaríkjunum þar sem sagt var að ég hefði verið valin til að fara til Bosníu. Ég virðist vera nógu góð fyrir Sameinuðu þjóðirnar, en ekki nógu góð fyrir Islendinga." Eva nefnir líka að sjaldan sé leitað til hennar þegar gera þarf rannsóknir á líkamsleifum vegna dómsmála. „Þá sjaldan að þeim dettur í hug að kalla í mig er það ekki gert opinberlega. Ég vinn til dæmis ekki fyrir ID-nefndina sem verið hefur í fréttum að und- anförnu vegna sjórekins líks sem fannst. Mér finnst móðgandi og nið- urbijótandi að fá ekki að starfa við það sem ég er menntuð til. Ég veit að ég get komið að gagni við ýmislegt það sem snýr að dóms- málum. Það er ekki svo að ég geti komið í stað réttarlækna, en ég get gert ýmislegt sem er á jaðri þeirra starfssviðs. Ég vona að sú viðurkenning sem starfínu i Bosníu fylgir hjálpi til við að koma mér á framfæri hér. Ég hef engan áhuga á að fara burt frá íslandi og leita mér að betri störf- um annars staðar, því hér á ég heima núna og bömin mín eru íslendingar." Ekki nógu góð fyrir íslendinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.