Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 25 AÐSENDAR GREINAR Nokkui' orð um flutning stofnana úr Reykjavík SAMÞYKKT borgar- ráðs Reykjavíkur fyrir skömmu um flutning Landmælinga íslands upp á Akranes hefur orðið tilefni til nokkurra blaðaskrifa og yfirlýs- inga af hálfu ráða- manna. Þá hafa og nokkrar bæjarstjórnir gert ámóta samþykkt og borgarráð Reykja- víkur gerði, þar sem mælt er með ákvörðun umhverfisráðherra. Dreifing verkefna er skynsamleg Árni Þór Sigurðsson Það er stefnumið nú- verandi ríkisstjómar að starfsemi ríkisstofnana eigi ekki að einskorðast við höfuðborgina. Fyrri ríkisstjórnir hafa einnig haft svipuð stefnumið og unnið eftir þeim, a.m.k. að nokkru leyti. Má hér nefna flutn- ing Skógræktar ríkisins austur á Hérað og veiðistjóraembættisins til Akureyrar. Ég get tekið heilshugar undir þau almennu sjónarmið að starfsemi ríkisstofnana þurfi ekki nauðsynlega að vera bundin við höfuðborgarsvæðið. Hins vegar má tiigangurinn aldrei helga meðalið og gæta þarf að fjölmörgum þáttum áður en ákvörðun er tekin um að raska starfsemi vinnustaðar. Gerræðisleg sijórnsýsla Heyrst hefur í umræðunni að hér sé um pólitíska ákvörðun að ræða og þar með þurfi ekki frekar að Qalla um málið, rétt eins og pólitískar ákvarðanir þurfi ekki að fá ítarlega umfjöllun og skoðun áður en þær eru teknar. Þessu sjónarmiði mótmæli ég. Pólitískar ákvarðanir hljóta að byggjast á vandaðri málsmeðferð þar sem allar hliðar eru skoðaðar og því að hin ólíku sjónarmið sem uppi eru fái að koma fram og heyrast áður en ákvörðun er tekin. Þannig er að mínu mati ófært að það geti verið á valdi eins ráðherra að ákveða að nú skuli flytja landmæiingar upp á Akranes, veiðistjóra til Akureyrar, Landhelgis- gæslu til Vestmanna- eyja, ríkisskattstjóra til Ísafjarðar eða Hæsta- rétt ti! Húsavíkur eða hvað annað sem ráðu- neytismönnum kynni að detta í hug. Þegar Skóg- rækt ríkisins var flutt austur á land var það gert með lögum frá Al- þingi þar sem málið fékk ítarlega umfjöllun og hagsmunaaðilar áttu kost á að koma sjónar- miðum sínum á fram- færi við þá þingnefnd sem um það fjallaði. Það eru dæmi um vönduð vinnubrögð og í nútímasamfélagi hlýtur sú krafa að vera uppi að Ónóg samráð við starfsfólkið, segir _ Arni Þór Sigurðsson, lýsa óvönduðum vinnubrögðum. ákvarðanir af þessu tagi, jafnvel þótt pólitískar séu, fái gaumgæfilega skoðun og gætt sé að góðri stjórn- sýslu. Starfsfólk og þjónusta Þegar ákveðið er að flytja stofnun frá einu atvinnusvæði á annað hljóta einkum tvö atriði að koma sterklega til skoðunar. í fyrsta lagi hvernig stofnuninni mun takast að rækja hlut- verk sitt, þjónusta viðskiptavini og halda tengslum við þá aðila sem hún á samskipti við, og í öðm lagi hvaða áhrif flutningurinn hefur á hagi starfsmanna sem í hlut eiga. Hvað fyrra atriðið varðar hlýtur að skipta meginmáli hvort viðkomandi stofnun á mikil samskipti við aðrar stofnanir eða fyrirtæki á þeim stað þar sem stofnunin hefur verið eða hvort slík samskipti eru lítil eða engin. Það seg- ir sig sjálft að það hlýtur að vera bagalegt fyrir stofnun sem á í miklum daglegum samskiptum við aðra aðila á sama svæði að vera flutt á annað landshom eða atvinnusvæði með til- heyrandi kostnaði. Ennfremur kemur til skoðunar hvort viðkomandi stofnun þjónustar marga aðila, einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir, á því svæði þar sem hún hefur verið eða hvort þeir þættir eru léttvægir í starfsem- inni. Hér skal ekkijagt mat á hvem- ig Landmælingar Isiands kæmu út í þessari athugun en mér sýnist því miður að umræðan hafí ekki snúist um svona grundvallaratriði. Varðandi síðara atriðið, hagi starfsmanna, þá er öllum ljóst að það hefur mikið rask í för með sér að flytjast búferium með flölskyldu sína frá einu atvinnu- svæði á annað og þess vegna er brýnt að starfsmenn séu ávallt hafðir með í ráðum og sjónarmið þeirra vegi þungt þegar kemur að ákvörðun yfír- valda. Þeirra viðbrögð í landmælinga- málunu benda til þess að ekki hafí verið haft samráð við þá og einnig það eru óvönduð vinnubrögð. Mislukkuð byggðastefna Deilt hefur verið á samþykkt borg- arráðs þar sem mótmælt er flutningi Landmælinga ríkisins frá Reykjavík. Þau viðhorf hafa heyrst að lands- byggðin hafi um árabil þurft að þola það að borgin hafí sogað til sín fólk af landsbyggðinni án þess að fá rönd við reist. Það eru vitaskuid ekki hags- munir neinna, heldur ekki borgarinn- ar, að fólk flytjist í stríðum straumum til borgarinnar frá landsbyggðinni og það er heldur ekki að kröfu borgarinn- ar að ríkisstofnunum hefur verið fundinn staður í Reykjavík í gegnum árin. Þar er fyrst og fremst um að kenna stefnuleysi og framkvæmda- leysi stjómvalda í byggðamálum. Þegar slíkum verndar- lögum hefur verið komið á hér á íslandi, segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, í seinni grein sinni, get ég tekið undir orð landlæknis en ekki fyrr. sinna. Þá er ekki óalgengt að menn geri sér grein fyrir blekkingunum og lygunum sem fylgja áfengissýk- inni, þeirri staðreynd að þeir hafi verið hafðir að fíflum og dregnir áfram á asnaeyrunum út um allar jarðir. Þetta getur t.d. átt sér stað þegar menn komast í frí frá alkóhólist- anum, eða í ákveðna fjarlægð frá vandamálinu. Betra er seint en aldr- ei, segir máltækið, en skaðinn getur þá þegar verið skeður. Vandi yfirvalda Er það rétt haft eftir landlækni eins og segir í greininni „að undan- tekningarlaust hafí menn verið send- ir í meðferð og misst leyfið um tíma eða alfarið ef meðferð misheppnað- ist!? Landlæknisembættinu hefur ekki alltaf tekist sem skyldi að koma læknum með alvarlega áfengis- og vímuefnasýki til aðstoðar, eða þá að þeir hafí verið sviptir lækningaleyf- inu tímabundið, þvert á móti. Rétt er það að mikilvægt er að geta vísað slíkum málum til utanað- komandi aðila svo sem landlæknis- embættisins og þarf embættið því að vera fært um að standa undir ætluðu hlutverki sínu. Það getur nefnilega verið alvarlegt og jafnvel skaðlegt að aðhafast ekk- ert í sumum tilvikum. Ef við „spörum" aðgerðir okkar að því marki að sjúkdómurinn nái að þróast óáreittur áfram, þá erum við í sömu sporum og maðurinn sem stóð úti í frostinu og pissaði í skóna sína til að haida á sér hita! Landlæknir nefnir einnig í grein sinni að hlutfallslega hafí fleiri lækn- ar á íslandi verið sviptir leyfi en í nágrannalöndunum. Það er alltaf dapurlegt að til slíkra aðgera þurfi að grípa vegna sjúkra kollega, þó þrautalendingin geti vissulega orðið sú. En getur þetta ekki bara sagt okkur dálítið um veikleika kerfísins, um þá starfshætti sem viðhafðir eru hér á landi og að við tökum of seint og illa á vandamálinu í mörgum þess- ara tilvika? Því ekki er hægt að kvarta yfír árangri meðferðarstofn- ana áfengis- og vímuefnasjúkra hér á landi, né heldur stöðu áfengismála almennt i landinu. Sá árangur er virkilega til fyrirmyndar, jafnvel öðr- um löndum. Ófidlnægjandi lagavernd Þó svo að lögin um þessa tilkynn- ingaskyldu séu góð og gild, þá eru engin lög til hér á íslandi sem vernda þá einstaklinga sem taka á þessum oft erfíðu málum og tilkynna um þessa sjúku einstaklinga. Það má þó ganga út frá því að núgildandi lög um tilkynningaskylduna séu að hluta til ætluð til hjálpar þessum sjúku einstaklingum eins og að segja að þau séu til verndar öðrum þjóðfélags- þegnum. Ofullnægjandi lagavernd getur leitt til þess að fólk veigrar sér við að taka á þessum málum. Yfirmönn- um sjúklingsins og tilkynnandans er þá í sjálfsvald sett á hvaða hátt þeir leysa málin, hvort sem slík lausn er til almannaheilla eða ekki. Flutningi grunnskólans til sveitarfé- laga er ætlað að styrkja sveitarstjóm- arstigið og þar með byggðimar í land- inu. Skynsamleg áætlun um frekari flutning verkefna frá ríki til sveitarfé- laga, t.d. í samgöngumálum, heil- brigðismálum, umhverfísmálum og löggæslumálum, og markviss upp- bygging framhaldsskóla vítt og breitt um landið eru að mínu mati dæmi um mun árangursríkari aðferðir til að tryggja búsetu um landið allt en tilviljanakenndur flutningur á ein- stökum stofnunum er. Landsbyggð- arfólk má heldur ekki gleyma því að Reykjavík er höfuðborg landsins alls og það er ákjósanlegt fyrir alla að höfuðborgin sé einmitt þar sem hún er. í því felst vissulega sparnaður og þar með verður meira til skiptanna fyrir samfélagið í heild. Höfundur er borgarfulltrúi. Úrbætur í formi nýrrar lagasetningar Réttleysi þeirra einstaklinga sem taka á þessum málum þekkjum við bæði hérlendis sem og erlendis og er landlækni vafalaust vel kunnugt um það. Þetta hefur verið vandamál í flestum löndum heims og hafa nokkrar siðmenntaðri þjóðir þó stað- ið sig betur öðrum með því að setja verndarlög fyrir þá sem tilkynna um misbresti kollega vorra. Þau lönd telja þetta nauðsynlegan þátt lýðræðisþjóðfélaga og hafa því sett sérstök lög til raunhæfrar vernd- ar þessum einstaklingum. (Hér má t.d. nefna lög í Bandaríkjunum frá 1989, The Whistle Blowers Act.) Vegna smæðar okkar íslenska sam- félags gætu slík lög jafnvel vegið þyngra. Þegar slíkum verndarlögum hefur verið komið á hér á íslandi þá fyrst get ég af heilum hug tekið undir orð landlæknis, ekki fyrr. Sannleikurinn dýrmætur Er það von mín að heilbrigðisyf- völd stuðli að því að sett verði ný lög til verndar fyrrnefndri tilkynninga- skyldu. Slík lög yrðu mikilvæg fyrir lýðræðið, ef til vill ennþá mikilvæg- ari vegna smæðar okkar íslenska samfélags. Áfengis- og vímuefnavandamál eiga ekki eingöngu við um heil- brigðiskerfið heldur þjóðfélagið í heild sinni, því vafalaust er pottur víðar brotinn í þjóðfélaginu. En það væri ekki nema eðlilegt að heilbrigð- isyfirvöld sýndu gott fordæmi með því að stuðla að tilurð nýrra laga og breyttum starfsháttum því sannleik- urinn er dýrmætur. Höfundur er beimilislæknir i Svíþjóð. I fi SUMAR EITTU BARNINU ÞÍNU FORSKOT í SKÓLANUM! TOLVUSKOLIFYRIR11-16 ARA Fróðlegur og skemmtilegur Kennslan miðar að því að veita almenna tölvuþekkingu og koma nemendum af stað við að nýta tölvuna sér til gagns og gamans við ritgerðasmíð og ýmis konar verkefnagerð í skólanum. Farið er í fmgrasetningu og vélritunarœfingar, Windows og stýrikerfi tölvunnar, ritvinnslu, teikningu, almenna tölvufræði, töflureikni, leikjaforrit og farið er í Internetið, m.a. tölvupóst, veraldarvef og spjalirásir. Verð: 24 klst. á 11.900 kr. I TOLVUNAM FYRIR 6-10 ARA Skemmtilegt og gagnlegt Á námskeiðinu er lögð áhersla á: Windows gluggakerfið og ýmis notendaforrit sem tengjast þvi. Grunnatriði í forritunarmálinu Klik and play, en með þvi er auðvelt að búa til leiki í Windows. Litið á leikja- og kennsluforrit, þar á meðal forrit sem þjálfa rökhugsun. í námskeiðslok fá nemendur tölvuleiki og kennsluforrit á disklingum sem veganesti frá Tölvuskóla Reykjavikur. auk viðurkenningarskjals. Nauðsynlegt er að nemendur séu orðnir vel læsir. Verð: 24 klst. á 10.900 kr. FORRITUNARNAM FYRIR UNGLINGA 11-16 ára 24 klst. gagnlegt nám fyrir unglinga, vana tölvum, þar sem kennd verður forritun í Visual Basic 4.0. Sýnisútgáfa af Visual Basic 4.0 fylgir með „ námskeiðinu. Farið verður í grunnatriði forritunar og stefnt að því að nemendur geti sett saman leiki með hreyiimyndum og einfalt ritvinnsluforrit. í námskeiðslok fá nemendur afrit af leikjunum sem hópurinn smíðaði og 1 MB af forritunarkóðum sem nota má til frekari forritunar. Verð 24 klst. á 11.900 kr. Hrtngdu og fáðu sendan bækling Tölvuskóli Reykiavíkur i B BORGflRTÚNI 28.105 REYKJflVIK. slmi 561 6699. fax 561 6696 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.