Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 ____=___ ______ FRÉTTIR Talsmaður seljenda fjarskiptabúnaðar segir rekstrarumhverfið ótraust Ný þjónusta P&S þvert á stefnu sljórnvalda Tengibúnaður Pósts og síma fyrir alnetsþjónustu © Ísafjörður '/ itaður Landsímahús RauOarárstígur MúlastöO Arbæjarsm REYKJAVIK(Sj! “fjörður ' Vestmannaeyjar ® ® Hnútar Hnútar með mótaldi GAGNAFLUTNINGSDEILD P&S er með tengibúnað, svokallaða hnúta og mótöld, á 21 stað á land- inu og borga kaupendur alnetsþjónustu því fyrir skref líkt og um staðarsímtöl sé að ræða. HERBERT Guðmundsson félags- málastjóri Verslunarráðs íslands og talsmaður Samtaka seljenda fjar- skiptabúnaðar segir að sala Pósts og síma á alnetsþjónustu, sem aug- lýst var í fyrradag, gangi þvert á yfirlýsta stefnu stjórnvalda. „Þarna er ríkið að fara inn á ný svið í rekstri í stað þess að draga sig út úr samkeppni á almennum markaði. Það er gagnstætt yfirlýs- ingum ríkisstjórnarinnar, fyrir utan það að vera öfug þróun við það sem er að gerast í kringum okkur, meira að segja í gömlu austantjalds- löndunum,“ segir Herbert. Samtök seljenda fjarskipta- búnaðar, Samtök tölvuseljenda og Samtök veitenda fjarskiptaþjónustu eiga meðal annarra aðild að Versl- unarráði og segir Herbert að á það hafi verið treyst að ríkisstjórnin framfylgdi yfirlýstri stefnu sinni. „Póstur og sími verður ekki hlutafélag fyrir um áramót og þar sem fyrirtækið heyrir enn undir samgönguráðherra virðist sem ríkisstjórnin sé ekki samkvæm sjálfri sér, sem auðvitað er alvarlegt mál. Það er verið að byggja upp alnets- og margmiðlunarþjónustu í trausti þess starfsumhverfis sem við blasir. Síðan kemur Póstur og sími inn með allt annað sjónarmið og ruggar bátnum,“ segir hann. Herbert segir jafnframt að sölu P&S á alnetsþjónustu hafí borið á góma á fundi hjá Verslunarráði fyrr í sumar. Þar hafi komið fram að Póstur og sími, sem einnig á aðild að Verslunarráði, hefði veitt nokkrum viðskiptavina sinna al- netsþjónustu endurgjaldslaust í til- raunaskyni. Sitja ekki við sama borð Eins og fram kom í Morgunblað- inu i gær telja endurseljendur al- netstenginga, sem staðsettir eru í Reykjavík, sig ekki sitja við sama borð og gagnaflutningsdeild P&S því viðskiptavinir þeirra á lands- byggðinni þurfi að greiða langlínu- skref þegar þeir séu tengdir við alnetið. Þeir sem kaupa samband af samkeppnissviði P&S þurfa ekki að greiða einkaréttarhluta fyrir- tækisins skref fyrir langlínusam- band því gagnaflutningsdeildin er með tengibúnað á 21 stað á landinu og borga notendur því fyrir skref líkt og um staðarsímtöl sé að ræða. Um er að ræða búnað sem á ensku nefnist „router" og kallaður er hnútur að sögn Karls Bender yfirverkfræðings á gagnaflutnings- deild P&S. Notendur sem kaupa fast alnetssamband tengjast næsta hnúti og síðan eru leigulínur milli hnúta til þess að tengja þá saman. Þeir sem kjósa upphringisamband eru tengdir inn á hnútana gegnum almenna símkerfíð og þaðan við háhraðanetið. Búið er auk þess að koma fyrir viðbótarbúnaði á hnút- um á átta stöðum á landinu, sem gerir notendum með lágmarksbún- að kleift að fá tengingu gegnum venjulegt mótald. Viðbótarbúnaður- inn er í raun mótald sem svarar mótöldum notendanna gegnum al- menna símkerfið eða samnetið seg- ir Karl ennfremur. „Tilgangurinn með því að setja upp búnað á þessum stöðum var að losa okkar viðskiptavini við að borga langlínuskref," segir Karl. Byijað var að setja háhraðanetið upp árið 1991 og segir hann kostn- að við uppsetninguna hlaupa á tug- um milljóna. Gagnaflutningsdeildin kaupir ýmsa þjónustu af einkarétt- arhluta Pósts og síma og segir Karl að leigulínurnar sem tengja hnútana séu dýrastar. Samkeppnis- sviðið sér alfarið um rekstur há- hraðanetsins og segir Karl að kostnaður vegna uppbyggingar þess hafi fallið á gagnaflutnings- deildina eftir að aðskilnaður var gerður milli einkaréttarhluta P&S og samkeppnisreksturs í ársbyrjun 1995. „Gagnaflutningsdeildin er rekstrarlega sjálfstæð eining innan samkeppnissviðsins og við erum með sérstakt bókhald." Karl segir ennfremur að millifærður kostnaður á gagnaflutningsdeild vegna leigu- línanna sé um 100 milljónir til þessa. Græn númer óhagkvæmari Endurseljendum alnetssambands hefur til þessa verið gefinn kostur á því að nota græn númer til þess að viðskiptavinir úti á landi þyrftu ekki að greiða langlínuskref við notkun. Segir Karl að þessi leið hafi ekki verið talin hagkvæm hjá gagnaflutningsdeild P&S. Því hafi verið ákveðið að nýta kosti tengi- búnaðar, eða hnúta. „Það var ákveðið að leysa þetta svona því hitt hefði orðið svo dýrt. Þess vegna hurfum við frá því,“ segir Karl. Þess má geta að kostnaður við alnetsþjónustu P&S sem greint var frá í blaðinu í gær er reiknaður með virðisaukaskatti, en ekki án, eins og sagt var. Hann kemur hins vegar ekki fram í auglýstri gjald- skrá fyrirtækisins. Andlát BJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR FRÚ Björg Ásgeirsdótt- ir andaðist á heimili sínu, Efstaleiti 12, þann 7. ágúst eftir erfíð veik- indi, 71 árs að aldri. Björg fæddist í Reykjavík þann 22. febrúar 1925. Hún var ein þriggja barna hjón- anna Dóru Þórhallsdótt- ur, forsetafrúar og Ás- geirs Ásgeirssonar, for- seta íslands. Hún giftist Páli Ásgeiri Tryggva- syni, sendiherra þann 4. janúar 1947 og hefðu hjónin haldið upp á gull- brúðkaup sitt á næsta ári. Björg og Páll Ásgeir eignuðust fimm börn; Dóru sem er kennari, Tryggva fram- kvæmdastjóra í íslandsbanka, Her- dísi fóstru og sérkennara, Ásgeir framkvæmdastjóra hjá Flugmála- stjóm og Sólveigu sem er leikkona og bókmenntafræðingur. Eiginmaður Bjargar, Páll Ásgeir, starfaði í utanríkisþjónustunni frá árinu 1948, til starfs- loka þegar hann varð sjötugur, árið 1992. Þau áttu á tímabili heimili bæði í Reykjavík og er- lendis. Páll Ásgeir var skipaður sendiherra árið 1979 og áttu þau heim- ili í Osló í sex ár, Moskvu i tvö ár og Bonn í þijú ár. Þau hafa búið hérlendis frá því í árslok 1989. Björg tók þátt í störf- um manns síns með því að taka á móti gestum og stjórna heimboðum. Hún var vöri að annast móttökur og boð frá því að faðir hennar var for- seti á Bessastöðum. Björg var einn stofnenda Mál- freyjudeildar Kvists, alþjóðlegs mál- fundafélags ITC á íslandi. Hún starf- aði um hríð í Rauða krossinum og í Hringnum og var einnig meðlimur í ýmsum styrktarfélögum. SIÐANEFND Prestafélags ís- lands hefur áminnt séra Geir Waage og séra Sigfús Jón Árnason fyrir ummæli þeirra um Jón Stef- ánsson, organista Langholtssafn- aðar, sem birtust í Morgunblaðinu á þessu ári. Þetta kemur fram í álitsgerð nefndarinnar frá því fyrr í sumar. Geir talaði í Morgunblaðinu meðal annars um „þjóðkunn af- brot“ og líkti Jóni við hryðjuverka- mann. Það eru einkum síðar- nefndu ummælin sem siðanefndin telur ámælisverð. Sigfús Jón sagð- ist m.a. vera þeirrar skoðunar að það væri einum Jóni Stefánssyni of mikið og Guði yrði aldrei rétti- lega þjónað með hroka og sjálfs- unun. í álitsgerð um ummæli sr. Geirs segir að prestum beri ætíð að velja skoðunum sínum orð sem hæfa tilefninu og eru í samræmi við hlutverk og heiður embættissins. Siðanefndin telur að séra Geir hefði átt að „velja orð sín um málefni Langholtssafnaðar af meiri kostgæfni." Ekki presti sæmandi í álitsgerðinni um sr. Sigfús segir að ummæli hans flokkist undir stóryrði sem honum sem presti séu ekki sæmandi og hann hefði með hægu móti getað komið skoðunum sínum á framfæri án þess að grípa til slíkra orða. Þá ákvað siðanefnd PÍ einnig að veita sr. Flóka Kristinssyni ekki áminningu vegna ummæla hans um sóknarbörn sín í Morgun- blaðinu í apríl, en þau ummæli voru kærð til siðanefndarinnar. Nefndin telur þó að sr. Flóki hefði getað gætt betur orða sinna. Siðanefnd Prestafélagsins Prestar áminnt- ir fyrir ummæli MORGUNBLAÐ7Ð Handtök- ur vegna fíkniefna FJÖGURHUNDRUÐ grömm af hassi og 260 grömm af amfetamíni fundust við húsleit í austurbæ Reykjavíkur að- faranótt sl. laugardags. Hús- ráðandi, maður um fimmtugt, var ekki heima þegar húsleitin fór fram en hann var handtek- inn á laugardeginum og sama kvöld úrskurðaður í gæslu- varðhald til 13. ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá fíkniefnalögreglunni beindust böndin að öðrum manni í kjölfarið og var hann handtekinn. Við leit á heimili hans fundust 10 grömm af kannabisefnum, hassi og marijuana. Kröfu um gæslu- varðhald yfir þeim manni var hafnað. Á mánudagsmorgun voru tveir Reykvíkingar handteknir á Siglufirði. I bifreið, sem þeir voru á, fundust rúm 40 grömm af hassi og nokkur grömm af amfetamíni. Þeir voru færðir til Reykjavíkur. Við húsleit á heimilum þeirra fundust nokk- ur grömm af kannabisefnum á hvorum stað. Fiskmarkað- ur Breiða- fjarðar starf- ar áfram LOKUN útibús Fiskmarkaðar Breiðafjarðar í Ólafsvík mun engin áhrif hafa á starfsemi hans á Snæfellsnesi, að sögn Tryggva Óttarssonar, fram- kvæmdastjóra markaðarins. Fiskimarkaðurinn starfar í öll- um höfnum á Snæfellsnesi og þar verður tekið við fiski frá Ólafsvík meðan á lokuninni stendur. „Við gerum ráð fyrir opnað verði aftur í Ólafsvík á næstu dögum. Við erum að vinna að endurbótum og höfum sótt um bráðabirgðaleyfi til áramóta. Fljótlega verður hafin bygging á nýju húsnæði fýrir fiskmark- aðinn og það á að vera tilbúið í desember. Þar verður full- nægt ítrustu kröfum Evrópu- sambandsins og annarra eftir- litsaðila." Þórður Ásgeirsson fiski- stofustjóri segir að eftirlits- menn muni kanna úrbætur á fiskimarkaðnum í Ólafsvík í dag eða eftir helgi og þá verði strax tekin ákvörðun um hvort gefið verði út bráðabirgðaleyfi. Hreinsað út á Vatnsstígnum LÖGREGLAN í Reykjavík að- stoðaði í fyrrinótt eiganda hús- næðis við Vatnsstíg, sem lög- regla hefur setið um undanfar- ið, við að vísa út fólki sem þar hefur haldið til en eigandinn hafði fengið útburðarúrskurð. Talið er að neysla og sala fíkni- efna hafí farið fram í hús- næðinu. Skipt var um læsingar í húsnæðinu eftir að það hafði verið rýmt en síðar um nóttina var reynt að bijótast inn. Þar var á ferðinni fólk sem taldi íbúa hafa læst sig úti. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu gekk snurðulaust fyrir sig að rýma húsnæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.