Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 Brúsi, brúsahaldari og stelltaska fylgja með í kaupum á Switchback. Fullt verð kr. 59.852 Útsöluverð kr. 47.881 20% afsláttur Hilltopper Fullt verð kr. 46.851 Útsöluverð kr. 37.481 20% afsláttur takmarkað magn! Sycamore Fullt verð kr. 39.900 Útsöluverð kr. 31.919 20% afsláttur takmarkað magn! Threshold Fullt verð kr. 29.900 Útsöluverð kr. 20.930 30% afsláttur takmarkað magn! Maneuver Fullt verð kr. 25.556 Útsöluverð kr. 17.889 30% afsláttur takmarkað magn! sértilboð á fvlaihlutum 30% afsláttur af öllum fylgihlutum s.s. brettum, dekkjum, hraðamælum, ijj hnökkum, bögglaberum, brúsahöldurum, demparastömmum, táklemmum ofl. smmnna ÖCWr SHIFT“ m Kuji 50% .. afsláttur v JagO afhjálmum Cá? G.A.PETURSS0N ehf Faxafeni 14 • Sími 568 5580 fjallahlólabúðin ERLEIMT Morgunblaðið/Golli SIV Friðleifsdóttir, varaformaður Evrópunefndarinnar, og Ole Stavad, formaður. Evrópunefnd Norðurlandaráðs á Islandi Meiri áhrif en við höldum EVRÓPUNEFND Norðurlandaráðs hefur undanfarna daga haldið fund á íslandi. Að sögn Siv Friðleifsdótt- ur, alþingismanns og varaformanns nefndarinnar, hefur á fundinum ver- ið farið yfir stöðu Evrópumála í nor- rænu ríkjunum, auk þess sem af hálfu íslandsdeildar Norðurlanda- ráðs hefur verið lögð áherzla á að kynna þingmönnum frá hinum ríkj- unum sérstöðu íslands, einkum á sviði sjávarútvegsmála. Evrópunefndin varð til í fyrra, en þá var skipulagi Norðurlandaráðs umbylt og þijár nefndir settar á fót; Norðurlandanefnd, nærsvæðanefnd og Evrópunefnd. Áðspurður hvemig honum þyki skipulagsbreytingin hafa tekizt, segir Ole Stavad, formaður Evrópunefndarinnar: „Hvort sem við erum stödd í ESB-ríki eða EES-ríki eins og Islandi, erum við stöðugt minnt á að heimurinn verður æ al- þjóðlegri. Landamæri hindra hvorki fólk, fjármagn né vörur. Eigi Norður- landasamstarfið að geta fengizt við þann veruleika, sem við búum við, er endurskipulagning nauðsynleg." Samstarf og samráð Stavad segir að ísland og Noreg- ur, sem standa utan Evrópusam- bandsins, geti haft talsverð áhrif á ákvarðanir innan Evrópusambands- ins, ef norrænu ríkin hafa með sér náið samstarf og samráð í Evrópu- málum. „Menn hafa spurt hvort það sé ástæða til að setja á fót Evrópu- nefnd Norðurlandaráðs fyrst aðeins þijú norræn ríki eru í ESB. Ég held að þessu sé þveröfugt farið. Einmitt vegna þess að tengsl okkar við Evr- ópusambandið eru með ólíkum hætti, þurfum við á Evrópunefnd að halda, sem leggur sitt af mörkum til sam- starfs og samráðs. Á fundi nefndar- innar í Stokkhólmi benti Siv Frið- leifsdóttir til dæmis á að samráð umhverfisráðherra Norðurlandanna væri ekki sem skyldi. Við tókum málið þegar í stað upp, höfðum sam- band við ráðherrana og leystum vandann," segir Stavad. Hann segist þeirrar skoðunar að Noregur og ísland eigi raunhæfa möguleika á að hafa t.d. áhrif á gang mála á ríkjaráðstefnu ESB í gegnum samráð norrænu ríkjanna. „Þetta sýndi sig á Evrópuráðstefn- unni, sem Norðurlandaráð hélt í Kaupmannahöfn í marz. Á fundinum hér í Reykjavík höfum við skoðað á hvaða mál forsætisráðherrar land- anna lögðu áherzlu í ræðum sínum á ráðstefnunni. í þeim málum, þar sem ríkisstjórnir landanna fímm höfðu sömu áherzlur, hefur náðst árangur. Við vitum ekki niðurstöðu ríkjaráðstefnunnar, en norræn sjón- armið setja svip sinn á samningsum- boðið, sem leiðtogar ESB samþykktu í Tórínó, einkum á þeim sviðum sem snúa að borgurunum, t.d. varðandi vemd umhverfísins, atvinnumái, lýð- ræði og opna stjómarhætti. Á mikil- vægum sviðum höfum við talað okk- EVROPA^ ur saman. Enginn getur sannað hvemig málið horfði við ef norræns samstarfs nyti ekki við, en ég er sannfærður um að það leikur stórt hlutverk og að við á Norðurlöndunum getum haft meiri áhrif á dagskrá Evrópumálanna en við höldum kannski sjálf. Evrópuhugsjónin getur beðið skipbrot til lengri tíma litið ef þau gildi, sem við Norðurlandabúar höfum lagt mikla áherzlu á, setja ekki meiri svip á þróun Evrópusam- bandsins. Þetta viðurkenna mörg önnur Evrópulönd og þess vegna höfum við náð árangri umfram það, sem margir bjuggust við.“ Stavad segir að ekki sé nauðsyn- legt fyrir Norðurlöndin að tala einni röddu eða koma með sameiginleg útspil í Evrópumálum, samráð og samstarf nægi. Hann segist því ekki telja að norrænu ESB-ríkin eigi að mynda „blokk“ innan sambandsins. „Það leikur enginn vafi á að norrænu ríkin standa saman í mörgum málum og þess vegna er mikið úr því gert í evrópskum fjölmiðlum ef Norður- löndin eru ekki samstíga." Hins vegar segist Stavad telja að á ríkjaráðstefnunni hafí samráð nor- rænu ríkjanna ekki alltaf verið jafn- gott. í atvinnumálum hafi Norður- löndin deilt um það hver ætti heiður- inn af tillögunum, í stað þess að vinna saman að þeim. Þá hefðu NATO-rík- in ísland, Noregur og Danmörk þurft að vita fyrr af tillögum Svíþjóðar og Finnlands um hlutverk ESB í frið- argæzluaðgerðum. Lykill að áhrifum Siv Friðleifsdóttir segist sjálf hafa haft efasemdir í upphafi um skipu- lagsbreytingarnar í Norðurlandar- áði, ekki sízt vegna stærðar nefnd- anna þriggja. „Hins vegar er ljóst að þörf var fyrir Evrópunefnd, þann- ig að ég er ánægð með að þessi nefnd var stofnuð. Það er sérstak- lega mikilvægt fyrir stöðu íslend- inga, því að með starfi í þessari nefnd sitjum við við sama borð og þingmenn Norðurlandanna, sem eru i lykilstöðu gagnvart þróun Evrópu- máia í sínum löndum og hafa áhrif á afstöðu þeirra til mála innan Evr- ópusambandsins. Þarna höfum við því gullið tækifæri til að koma sjón- armiðum okkar á framfæri og hafa samráð við norrænu ríkin í Evrópu- sambandinu. Evrópunefndin er lykill að áhrifum Islands á þróun Evrópu- sambandsins. Sú þróun hefur miklu meiri áhrif hér en margur ímyndar sér. Flest, sem gerist í Evrópusam- bandinu, hefur bein áhrif á okkar aðstæður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.