Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Granda nam 215 milljónum GRANDI ht Úr milliuppgjöri 1996 V7KhINL/I hmh Jan.-júní Jan.-iúní | Rekstrarreikningur Míiijónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 2.209 2.150 +2,7% Rekstrargjöld 2.019 1.944 +3,8% Hreinn fjármagnskostnaður 0 92 Hagnaður af reglulegri starfsemi 190 114 +66,7% Aðrar tekjur og gjöld 25 27 -7.4% Hagnaður ársins 215 141 +52,5% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '96 31/12 '95 Breyting 1 Einnir: 1 Veltufjármunir 798 684 +16,7% Fastaf jármunir 5.210 4.635 +12,4% Eignir samtals 6.008 5.319 +13,0% 1 Skuldir oo eir/ið fé: 1 Skammtímaskuldir 1.079 730 +47,8% Langtímaskuldir 2.814 2.628 +7,1% Eigiö fé 2.115 1.961 +7,8% Skuldir og eigið fé samtals 6.008 5.319 +13,0% Kennitölur 1995 1994 Eiginfjárhlutfall 35,2% 36,9% Veltufjárhlutfall 0,74 0,94 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 344 Starfsemi Ranks endur- skipulögð London. Reuter. BREZKA fjölmiðla- og tóm- stundafyrirtækið Rank Organis- ation hefur skýrt frá stórfelldri endurskipulagningu, meðal annars fyrirætlun um að afla fyrirtækinu 300 milljóna punda með því að selja fyrirtæki óviðkomandi kjarna starfseminnar. Endurskipulagningin var ákveðin eftir úttekt á heildar- stefnu fyrirtækisins, sem er fjöl- skrúðugt og rekur Hard Rock Cafe veitingahúsakeðju, ferða- skrifstofur, Pinewood kvikmynda- verið og bingósali. Rank sagði að fyrsta skrefið í endurskipulagningu fyrirtækisins yrði að selja það sem eftir væri af hlut fyrirtækisins í Rank Xerox, skrifstofuvélafyrirtæki sem nú er undir yfirráðum bandaríska fyrir- tækisins Xerox. Hluturinn er um 20% og metinn á 930 milljónir punda. Rank mun stofna nýtt eignar- haldsfélag, Rank Group Plc, og sameina 23 fyrirtæki, sem kjarni starfseminnar snýst um, í fjórar deildir -- fjármála- og skemmti- þjónustu, Hard Rock, ferðadeild og afþreyingardeild. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta minnkaði í 128 milljónir punda á sex mánuðum til 29. júní úr 444 milljónum. Rank er bjart- sýnt á horfur á síðari árshelm- ingi, en sérfræðingar segja fjár- festa uggandi um hvernig endur- skipulagningin muni ganga. HAGNAÐUR Granda og dótturfyrir- tækis þess, Faxamjöls, nam 215 milljónum á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hefur hagnaðurinn aukist um 52,5% miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt milliuppgjöri var velta samstæðunnar 2.209 milljónir króna og er um að ræða tæpiega '3% hækkun. Allar helstu lykiltölur úr milliuppgjöri Granda og Faxa- mjöls koma fram á meðfylgjandi korti. Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Granda, segir afkom- una vera viðunandi, „en hún megi ekki vera minni því að mikið fjár- magn sé bundið í fyrirtækinu." Hluti hagnaðar skýrist af því að enginn fjármagnskostnaðar er hjá Granda fyrstu sex mánuði ársins en hann nam 92 milljónum á sama tíma í fyrra. Brynjólfur segir tvær megin- ástæður vera fyrir breytingunni, „Grandi nýtur ágætra vaxtakjara á fjármagnsmarkaðnum og vextir hafa farið lækkandi. Hin ástæðan er sú að samsetning skulda hjá fyrirtækinu er með þeim hætti að það ber ekki gengistap á þessu tímabiii. Við ger- um ákveðna gengisspá í okkar áætl- unum og á seinni hluta ársins gerum við ráð fyrir einhvetju gengistapi en ekki verulegu." Heimild til hlutafjárútboðs Skammtímaskuldir Granda hafa hækkað um 47,8% og að sögn Brynj- ólfs skiptir þar mestu stækkun fiski- mjölsverksmiðju Faxamjöls. „Fjár- mögnun byggingarinnar, sem áætlað er að kosti 310 milljónir, hefur ein- göngu verið með skammtímalánum. A síðasta aðalfundi fékk stjórnin heimild til að bjóða út nýtt hlutafé fyrir allt að 150 milljónir og verður tekin afstaða til þess á næstunni hvort heimildin verði nýtt. Ef af því verður, þá verða þeir peningar m.a. notaðir til að greiða niður skamm- tímaskuldir," segir Brynjólfur. Helstu fjárfestingar Granda á ár- inu fyrir utan byggingu nýrrar fiski- mjölsverksmiðju, eru hlutabréfakaup í Þormóði ramma hf. fyrir um 107 milljónir í apríl og endurbætur og viðgerðir á togaranum Snorra Stur- lusyni fyrir um 340 milljónir. A tímabilinu var greiddur 10% arður til hluthafa að fjárhæð 119 milljónir króna. Gengi hlutabréfa Granda var skráð 2,35 um síðustu áramót en 3,95 í gær. Fj ármálaráðherra svarar bréfi FIS Fríhöfnin er fyrir ferðamenn FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ telur að meginreglan um söluvarning í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli eigi að vera sú að fríhöfnin selji vörur sem yfirleitt fást í tollfrjáls- um verslunum erlendis eða flugvél- um og að verð einstakra vara fari ekki fram úr þeirri upphæð sem ákveðin er á hveijum tíma að megi flytja inn til landsins án tolla. Fjármálaráðherra, Friðrik Soph- usson, hefur sent Félagi íslenskra stórkaupmanna bréf þar sem hann tekur undir sjónarmið félagsins varðandi verslunarhætti fríhafnar- innar í Keflavík. Þar kemur fram að vegna bréfs sem FÍS sendi ráðu- neytinu á miðvikudag og mót- mælti harðlega símasölu fríhafnar- innar hafi verið ákveðið að hafa samband við fríhöfnina á Keflavík- urflugvelli og utanríkisráðuneytið sem fer með málefni Keflavíkur- flugvallar í þeim tilgangi að ræða um vöruval til sölu í aðkomuversl- un fríhafnarinnar. Ennfremur segir í bréfinu að heimild til innflutnings á vörum án greiðslu aðflutningsgjalda sé bundin við vörur til eigin nota fyr- ir ferðamenn og telur fjármála- ráðuneytið að gera eigi kröfu um að þeir greiði sjálfir fyrir þær vör- ur sem þeir kaupa í fríhöfn og flytja til landsins. Stefán S. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri FÍS, segir að FÍS fagni því að fjármálaráðherra skuli taka málið til skoðunar, „og að hann sé sammála félaginu um það að fríhöfnin sé fyrir ferðamenn og þeir einir sem eigi leið um flugvöll- inn eigi að geta verslað þar.“ Húsbréf Utdráttnr húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 -19. útdráttur -16. útdráttur -15. útdráttur -14. útdráttur -10. útdráttur - 8. útdráttur - 7. útdráttur - 4. útdráttur - 1. útdráttur - 1. útdráttur - 1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt (Alþýðublaðinu föstudaginn 9. ágúst. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÍFADEILD • SUOURUNDSBRAUI 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 569 6900 Verðbréfafyrirtæki og VÞÍ sinna eftirliti á verðbréfamarkaði Stærri málum vísað til bankæftirlitsins VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI hafa eft- irlitshlutverki að gegna á verðbréfa- markaði, ekki síður en stjórn Verð- bréfaþings íslands (VÞÍ). Þessir aðil- ar eiga m.a. að fylgjast með því að kaupendur og seljendur hlutabréfa fari eftir þeim lögum og reglugerðum, sem gilda um verðbréfaviðskipti. Verðbréfafyrirtæki sem tæki t.d. vís- vitandi þátt í sýndarviðskiptum væri því lögbijótur, ekki síður en sá hlut- hafí sem í hlut ætti. Stærri málum er vísað til bankaeftirlits Seðlabank- ans og getur ítrekað eða alvarlegt brot haft starfsleysismissi í för með sér. Samkvæmt lögum um verðbréfa-. viðskipti er Verðbréfaþing íslands sjálft eftirlitsaðili með þeim aðilum, sem tengjast þinginu með formlegum hætti, þ.e. bönkum, verðbréfafyrir- tækjum og eigendum skráðra verð- bréfa, þ.á.m. hlutafélaga. Stefán Halldórsson, framkvæmda- stjóri VÞÍ, segir að slík eftirlitsskylda feli í sér að þingið fylgist með því hvort innheijaviðskipti, sýndarvið- skipti eða önnur brot á lögum eigi sér stað á markaðnum. Hann telur að undir þetta falli einnig hugsanleg brot á öðrum lögum þegar um upplýs- ingagjöf ræðir, t.d. lögum um hluta- félög, ársreikninga og bókhald svo eitthvað sé nefnt. Eftirlitsskylda verðbréfafyrirtækja í lögum um VÞÍ er einnig kveðið á um að þingið geri faglegar, siðferði- legar og fjárhagslegar kröfur til þing- aðila án þess að það sé nánar skil- greint í lögunum. „Þetta felur m.a. í sér að við gerum þær kröfur til þing- aðila að þeir taki ekki á nokkurn hátt þátt í viðskiptum á þinginu, sem eru ekki í samræmi við lög og reglu- gerðir. Verðbréfafyrirtæki, sem tæki t.d. vísvitandi þátt í sýndarviðskipt- unum, væri því lögbrjótur, ekki síður en sá hluthafi sem í hlut ætti. Sama máli gegnir ef verðbréfafyrirtæki gerði sér grein fyrir því að viðskipti ættu sér stað á grundvelli trúnaðar- upplýsinga, sem markaðurinn hefur ekki aðgang að. Þannig er í raun ætlast til að verðbréfafyrirtækin fylg- ist með kaupendum og seljendum bréfa, ekki síður en Verðbréfaþing," segir Stefán. Eftirlitshlutverk bankaeftirlitsins En til hvaða aðgerða getur Verð- bréfaþing gripið gagnvart þeim aðil- um, sem bijóta lög og reglur um verðbréfaviðskipti? Stefán segir að samkvæmt lögum geti VÞÍ áminnt slíka aðila og krafist þess að þeir bæti ráð sitt. „Þingið getur einnig fellt niður viðskipti og útilokað þing- aðila frá viðskiptum um lengri eða skemmri tíma. Við leitumst við að liðsinna ef um smávægilegar yfirsjón- ir er að ræða en stærri málum er vísað til bankaeftiriits Seðlabankans. Ef við teljum að eitthvað sé grugg- ugt rannsökum við málið og vísum því síðan til bankaeftirlitsins ef ástæða er til,“ segir Stefán. Öll starf- semi aðila á Verðbréfaþingi er undir eftirliti bankaeftirlits Seðlabankans. Þórður Ólafsson, forstöðumaður þess segir að þrátt fyrir að Verðbréfaþing hafí ákveðið eftirlitshlutverk með við- skiptum á þinginu hafí bankaeftirlitið einnig slíkt hlutverk. Stjórn Verð- bréfaþingsins eigi að grípa til ráðstaf- ana ef brotið er gegn lögum og regl- um sem gilda um viðskipti aðila á Verðbréfaþingi en jafnframt gera bankaeftirliti viðvart. „Bankaeftirlitið og stjórn Verð- bréfaþingsins hafa átt ágætt sam- starf um eftirlit með verðbréfamark- aðnum til þessa. Við skoðum sjálf- stætt öll mál sem Verðbréfaþingið hefur rannsakað og tilkynnt okkur um og tökum síðan ákvörðun um hvort ástæða sé til að aðhafast frek- ar. Væri ástæða til þess gæti banka- eftirlitið lagt til við ráðherra að við- komandi aðili yrði sviptur starfsleyfi. Einnig er til i dæminu að málið yrði sent ríkissaksóknara, sem tæki ákvörðun um hvort rétt væri að hefja opinbera rannsókn. Ekki yrði þó grip- ið til slíkra úrræða nema um alvarleg eða ítrekuð brot yrði að ræða. Enn sem komið er hafa fá mál, sem snerta verðbréfamarkaðinn endað þannig,“ segir Þórður. I stjórn Verðbréfaþings sitja eftir- talin: Eiríkur Guðnason, formaður, Erna Bryndís Halldórsdóttir, Hrafn Magnússon, Jón Guðmann Pétursson, Sigurður Einarsson, Vilborg Lofts og Þorkell Sigurlaugsson. I > I I > > Í i í Í i i i i ! i I I I I i I-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.