Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RANNVEIG GUÐRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR + Rannveig Guð- ríður Ágústs- dóttir fæddist á ísafirði 22. apríl 1925. Hún lést á Landspítalanum 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valgerður Krisljánsdóttir, húsmóðir ættuð úr Súðavík, og Ágúst Elíasson, kaupmað- ur og yfirfiskmats- maður frá Æðey. Rannveig var elst 8 systkina er upp komust. Þau eru: Helga, f. 1926, Guðrún, f. 1929, Elías Valdi- mar, f. 1932, Steinunn Olga, f. 1935, Guðmundur, f. 1939, Ás- gerður, f. 1941, og Auður, f. 1944. Árið 1958 giftist Rann- veig Lofti Loftssyni verkfræð- ingi, f. 1923. Börn þeirra eru: 1) Guðríður, f. 1959, gift Matt- híasi Boga Hjálmtýssyni. Þau eiga Loft Guðna, f. 1980, og Margréti, f. 1984. 2) Inga Rósa, f. 1962. 3) Loftur, f. 1965, gift- ur Guðrúnu Bjarnadóttur. Þau eiga Lindu Huld, f. 1988, og Loft, f. 1994. Áður átti Rann- veig dótturina Valgerði, f. 1950, með Gunnari G. Schram, prófessor. Hún er gift Bjarna Daníelssyni og þau eiga 1) Dýr- leifu Dögg, f. 1970, gift Þóroddi Bjarnasyni og eiga þau Valgerði, f. 1989, og Bjarna, f. 1990, 2) Finn, f. 1973. 3) Daníel, f. 1979. Rannveig lauk B.A. prófi í bókmenntum, ís- lensku og sænsku frá H.í. árið 1973, og stundaði nám til kandídatsprófs í ís- lenskum fræðum og bókmenntum við H.í. 1975-1978. Rannveig gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, var m.a. aðal- ritari Iðnaðarmálastofnunar ísland 1954-59, ritari þjóðhá- tíðarnefndar 1969-1974, þing- ritari 1967-71, kennari í ís- lensku við Myndlista- og Hand- íðaskóla íslands 1973-1977 og bókmenntagagnrýnandi DV 1977-1987. A öðru starfsári Rithöfundasambands íslands 1975 tók hún að sér fram- kvæmdastjórn þess og gegndi því starfi fram til síðustu ára- móta er hún lét af störfum vegna aldurs. Utför Rannveigar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Mamma, ég skrifa þessi orð þeg- ar þér er að hraka og þú sefur mestmegnis, vegna þess að ég held að ég treysti mér ekki til að skrifa neitt svona um þig ef þú sofnar dauðasvefni. Sorgin yrði einfaldlega of mikil, þú ert jú ekki besta mamma í heimi fyrir ekki neitt. Þín létta lund hefur fleytt þér yfir marg- an hjallann og ekki einungis þér heldur okkur hinum með. Þú smitar bjartsýni. Ég hugsa oft til þess árs þegar við unnum saman, það var nefnilega svo ánægjulegt að fá að vinna með þér. Vinnan er jú líf þitt og yndi. Á þinn einstaka hátt gerðir þú allt svo skemmtilegt og spennandi, jafn- vel einföldustu verkefni eins og það að raða skjölum í möppu, eða að finna nafn í skrám varð að ánægju- efni í höndunum á þér, að ekki sé minnst á flóknu verkefnin, þá fyrst var gaman og þú leystir allt meist- aralega vel af hendi, já, þú naust þess svo sannarlega að vinna. Síðar nefndi aðilinn í eftirfarandi orðs- kvið minnir mig svo á þig, en þar segir: „Hinn volaði sér aldrei glaðan dag, en sá sem vel liggur á, er sí- fellt í veislu." Elsku mamma, læknarnir geta ekki læknað þennan sjúkdóm. Það lítur út fyrir að við verðum að þrauka án þín í einhvern tíma, en eins og þú sjálf sagðir um daginn: „Það gerir ekkert til þótt ég deyi, við sjáumst bara aftur í öðru lífi.“ „Já, mamma mín, ég trúi því líka. Ef þú sofnar í dauðann núna sjáumst við aftur kátar og hressar þegar að upprisunni kemur." Eftir þetta svar mitt sagðir þú með áherslu: „Einmitt.“ Síðan við áttum þessi orðaskipti hefur þú mest megnis sofið. En við höfum svo oft áður talað saman um þessa biblíu- legu von. Jesús talaði jú um dauð- ann sem svefn þegar hann mælti: „Lasarus vinur vor er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann,“ og á öðrum stað sagði hann: „Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram...“ Þvílík blessun það verður að fá að sjá þig og faðma þig á ný, hjarta mitt. Ég elska þig, þín dóttir Guðríður. Það er mikil guðsgjöf að hafa gott skap. Rannveig Ágústsdóttir var þeim kostum búin alveg sér- staklega. Ég kynntist henni ungri og grannri og tók strax eftir hvað hún var alltaf glöð. Seinna lágu leiðir okkar saman hjá Rannveigu Jónsdóttur æskuvinkonu hennar, og um svipað leyti varð hún á skömmum tíma hin stóra mamma allra rithöfunda í landinu, þeirra sem það vildu. Það segi ég af því hún var ekki bara skrifstofustúlka þeirra og framkvæmdastjóri, heldur tók allshugar þátt í gleði þeirra og sorgum. Eg vissi varla hvað Rithöfundafé- lagið var fyrr en hún kom til sög- unnar. Alltaf nálæg, hringdi oft og bar okkur fyrir btjósti, leysti úr málum fyrir okkur fljótt og vel og sendi Halldóri manni mínum blóm- vendi á afmælum hans alla tíð; jafnt þótt hún væri hætt störfum. Og á stórafmælum bárust honum stórar gjafír. Eitt einkenni á Rannveigu var hve hún var umtalsfróm og umburðarlynd, og hún var stór í sniðum þegar hún talaði um rithöf- unda. Það voru nú ekki gallarnir á þeim mönnum. Sama hver var nefndur, alltaf hafði hún allt gott um hann að segja og ekkert annað, hún hlustaði ekki á smáatriði. Það var mannbætandi að umgangast hana. Hún las mikið, miðlaði til manna og var mjög skemmtileg. Aðeins örfáum dögum fyrir and- látið var hún gestur hjá mér, ásamt Rannveigu vinkonu sinni og fleir- um. Hún var fullkomlega meðvituð um að hún væri að deyja, en vildi lifa lífinu meðan stætt var. Oft þurfti hún að fara fram í útidyr að anda að sér fersku lofti, en hún vildi ekki minnast á veikindin, sagði bara hlæjandi þegar hún kom inn aftur, tölum um eitthvað skemmti- legra. Þetta er mikill sálarstyrkur. Við Halldór þökkum henni langa vináttu og biðjum henni blessunar. Hjartans samúðarkveðjur til Lofts og barnanna. Auður Laxness. Ég man ekki hvenær ég hitti Rannveigu fyrst en mér finnst að ég hafi alltaf þekkt hana, eins og hún hafí verið eldri systir mín. Reyndar fékk ég áhuga á henni, og hún varð mér fyrirmynd, löngu áður en ég sá hana. Þá var ég ungl- ingur austur á Seyðisfirði og las smásögu eftir hana í tímaritinu Jörð sem var gefíð út á Akureyri. Sagan hafði hlotið verðlaun í smá- sagnasamkeppni tímaritsins. Rit- stjórinn fylgdi henni úr garði með nokkrum orðum og bar lof á höf- undinn, rúmlega tvítuga stúlku. Mér var mikils virði að vita af stúlku sem hafði skrifað framúrskarandi sögu. Ég geymdi heftið og síðar gaf ég Rannveigu það, af því að hún hafði glatað sínu. Hún hló að því að einhver skyldi enn muna eft- ir sögunni hennar. Eiginleg kynni okkar Rannveigar urðu í samstarfi fyrir Rithöfunda- sambandið. Árið 1972 var haldið hér í Norræna húsinu fimmta þing norrænna barna- og unglingabóka- höfunda á vegum Rithöfundasam- bandsins sem þá var heldur lítils- megandi bandalag rithöfundafélag- anna tveggja og þótti færast nokk- uð mikið í fang að halda svo stóra ráðstefnu. En allt fór á besta veg og þingið varð hið glæsilegasta. Þingfulltrúar voru á annað hundrað auk fjölda gesta og fjölmiðla- og fréttamanna. Rannveig Ágústsdótt- ir var ritari þingsins. Ógleymanleg er samvinnan við hana. Hún var þjálfuð í ráðstefnuhaldi og ritara- störfum. Ótrúlega fljót, glöð og hress en samt stjórnsöm. Allir löð- uðust að henni og hún leysti hvers manns vanda. Þannig varð það sjálfsagt, að þegar Rithöfundasambandinu óx fiskur um hrygg, bæði félögin höfðu sameinast í ein sterk samtök og gátu rekið skrifstofu og ráðið starfsmann í fullt starf, að leitað var eftir því að fá Rannveigu í starf- ið. Hún hafði þá nýlokið háskóla- prófi í íslensku og sænskum bók- menntum. Hún tók starfinu, af ein- lægri ást á bókmenntunum vildi hún vinna að bættum kjörum rithöf- unda. Það fóru góðir tímar í hönd. Mikill uppgangur var í kjaramálum rithöfunda. Umsvif skrifstofunnar jukust, Rannveig varð fram- kvæmdastjóri, Rithöfundasam- bandið flutti í eigið húsnæði og skrifstofan var tölvuvædd. Fjölþætt menntun Rannveigar og starfs- reynsla gerði henni kleift að sigrast á hveijum vanda. Samstarfið við norrænu rithöfundasamtökin var umfangsmikið og ennfremur sá Rannveig að öllu leyti um Frétta- bréfíð og var ritari á öllum fundum, bæði félags og stjórnar. Seinustu árin gekk hún ekki heil til skógar en lét samt engan bilbug á sér fínna. Hún lauk starfí með þeim glæsi- brag, þegar hún var sjötug, að ekki þótti annað koma til greina en að kona tæki við af henni. Ég hef fjölyrt um framkvæmda- stjórann Rannveigu, en hún var annað og meira. Vinsæl og skemmti- leg, tryggur vinur og einstaklega lífsglöð og alltaf tilbúin að samgleðj- ast öðrum og einlægt að gefa smá- gjafír. Hún kom úr stórri fjölskyldu að vestan og var ættrækin. Gaman var að koma til hennar í skötuveislu á Þorláksmessu, en árum saman gátum við Þorgeir hlakkað til þess, þar kom stórfjölskyldan saman, systkini hennar og tengdafólk. Þvílík gleði, söngur og dans, þegar þau héldu hátíð. Kveðjustundin verður falleg í minningunni. Rannveig, þá orðin fársjúk, kallaði á okkur þrjár vin- konur sínar að koma með sér í kaffi í Periunni. Við sátum allt síð- degið í dýrðlegum fagnaði og skemmtum okkur eins og ungar stúlkur sem eiga allt lífið framund- an - þar var ekkert víl heldur gleði yfir því að geta enn drukkið kaffi, notið útsýnis yfir Reykjavík og átt góða stund með vinum. Þannig var Rannveig, full af lífsþrótti. Við Þorgeir sendum Lofti eigin- manni hennar, börnum, bamabörn- um og venslafólki hjartanlegar samúðarkveðjur. Vilborg Dagbjartsdóttir. íslenskir rithöfundar eiga Rann- veigu G. Ágústsdóttur mikið að þakka. Hún var fyrsti fram- kvæmdastjóri Rithöfundasambands íslands og gegndi því erilsama starfi í tvo áratugi. Á þeim tíma var sambandið að mótast og eflast sem hagsmunasamtök íslenskra rit- höfunda og hlutur Rannveigar í þeirri þróun verður áreiðanlega aldrei ofmetinn. Eins og svo margir aðrir kynnt- ist ég henni þegar ég kom á skrif- stofu Rithöfundasambandsins í fyrsta sinn til að fá skírteini upp á að ég væri orðin félagi í þessum virðulegu samtökum. Hún tók mér af þeirri alúð og ljúfmennsku sem einkenndu hana alla tíð og það leið ekki á löngu þar til mér fannst ég hafa þekkt hana frá fæðingu. Ég komst líka fljótt að því að hún var ekki aðeins ljúfmenni, hún var líka skörungur. Þessa ólíku lyndisþætti sameinaði hún eins og ekkert væri sjálfsagðara. Rannveig hafði brennandi áhuga á bókmenntum, las mikið og fylgd- ist vel með því sem var að gerast í bókmenntaheiminum, bæði hér heima og erlendis, einkum á Norð- urlöndunum. Hún stundaði háskóla- nám í bókmenntum og starfaði sem bókmenntagagnrýnandi um árabil. Af þessum áhuga hennar spratt einlægur vilji til að stuðla að bætt- um kjörum þeirra sem skapa bók- menntirnar. Hún aflaði sér víðtækr- ar þekkingar á málefnum rithöf- unda og var hafsjór af fróðleik um samningamál, taxta og annað sem viðkemur hagsmunum og afkomu stéttarinnar. Hún var líka mannþekkjari og mannasættir, og á þá eiginleika hennar reyndi býsna oft í fram- kvæmdastjórastarfinu hjá Rithöf- undasambandinu. Á sinn hlýja og nærfærna hátt tókst henni oft að snúa málum til betri vegar, þegar í óefni stefndi. Það heyrir undir starf fram- kvæmdastjóra Rithöfundasam- bandsins að taka á móti gestum, oft langt að komnum, og greiða götu þeirra eða svala forvitni þeirra um ástand mála í íslenskum bók- menntaheimi. Rannveig var góð heim að sækja, rausnarlegur og áhugasamur gestgjafi eins og best kom í ljós þegar hún skipulagði ráðstefnur og veislur fyrir rithöf- unda, innlenda sem erlenda. Hún hafði ánægju af samskiptum við fólk og eignaðist marga vini. Ég varð þess áþreifanlega vör þegar við fórum saman til Kaupmanna- hafnar á ársfund Norræna rithöf- undaráðsins haustið 1994 og hún kynnti mig fyrir vinum sínum í þeim félagsskap. Hún hafði oft ver- ið fulltrúi Rithöfundasambandsins á erlendri grund og gegnt því hlut- verki með þeirri reisn sem henni var meðfædd og eiginleg. Kveðjustundin er runnin upp. Is- lenskir rithöfundar minnast Rann- veigar G. Ágústsdóttur með þökk og virðingu. Fyrir hönd Rithöfunda- sambands íslands votta ég fjöl- skyldu hennar einlæga samúð okk- ar allra. Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Rithöfundasam- bands Islands. Fráfall Rannveigar G. Ágústsdóttur er mikið áfall öllum sem höfðu af henni persónuleg kynni og lærðu að meta heilsteypta skapgerð henn- ar, ráðvendni, réttsýni og yfirlætis- ieysi. Það var merkur áfangi í sögu íslenskra rithöfunda þegar þeim auðnaðist eftir langvinnt þóf og mikla flokkadrætti að sameinast um stofnun Rithöfundasambands íslands vorið 1974. Fyrsta árið naut það starfskrafta tveggja fram- kvæmdastjóra í hlutastarfi, þeirra Ása í Bæ og Olgu Guðrúnar Árna- dóttur, en þegar flutt var ári síðar á Skólavörðustíg 12 og umsvif juk- ust til muna, var Rannveig ráðin í fullt starf að ábendingu þeirra hjóna Vilborgar Dagbjartsdóttur og Þor- geirs Þorgeirssonar. Tel ég að ráðn- ing Rannveigar hafi verið eitt mesta heillaspor sem stigið var í minni formannstíð, enda stóð hún eins og klettur í öllum boðaföllum næstu tveggja áratuga og lét hvergi bilbug á sér finna. Rannveig var undrafljót að setja sig inn í daglegan rekstur Rithöf- undasambandsins sem varð flóknari og umsvifameiri með hveiju nýju ári. Brennandi áhugi og yfirgrips- mikil þekking á öllum þáttum starfsins urðu henni aflgjafar og léðu henni myndugleik sem ég hygg að allir sambandsfélagar hafí metið að verðleikum. í samtökum sem voru jafnsundurleit (og stundum sundurvirk) eins og Rithöfunda- sambandið skipti ekki litlu máli að hafa í viðkvæmu embætti fram- kvæmdastjórans manneskju sem gædd var eiginleikum Rannveigar; léttri lund, óhlutdrægni, umburðar- lyndi, ósérhlífni, samviskusemi, dugnaði og raunsæjum skilningi á þörfum rithöfunda jafnt sem ann- mörkum. Tveggja áratuga framlag Rann- veigar Agústsdóttur til hagsmuna- baráttu rithöfunda og þróunar Rit- höfundasambandsins verður trauðla metið að verðleikum, enda vann hún sín mikilvægu störf að mestu í kyrrþey, en öllum kunnug- um mátti vera ljóst að hún var í senn aflmiðja og sameiningartákn rithöfundastéttarinnar, hver svo sem forustusveitin var í það og það skiptið. Hún hafði einstakt lag á að hefja sig yfir hverskyns dægur- þras og tímabundna flokkadrætti. Einn vottur um frábæra elju hennar er samt áþreifanlegur; Fréttabréf Rithöfundasambandsins, sem hún ritstýrði frá öndverðu. Það kom út 164 sinnum undir handleiðslu henn- ar og var ómissandi þáttur í farsæl- um samskiptum almennra félaga og sambandsstjórnar. Það var með öðru til marks um heilindi Rannveigar og sjálfstæði í skoðunum, að hún var bókmennta- gagnrýnandi DV á árunum 1977-87 og rækti það starf með þvílíkum ágætum, að aldrei heyrðist að því ýjað að hún léti kunningsskap eða vináttu hafa áhrif á dóma sína. Vissulega útheimti það kjark að vinna í senn ábyrgðarmikil trúnað- arstörf í þágu rithöfundastéttarinn- ar og fella dóma um verk einstakra höfunda, en Rannveigu fór það svo vel úr hendi að ég man ekki til að hún væri nokkurn tíma vænd um hlutdrægni eða vilhylli. Persónuleg kynni af Rannveigu yfirskyggðu þó annað sem telja mátti henni til ágætis. Daglegt við- mót hennar auðkenndist af óvenju- legri hlýju, einlægni og hrein- skiptni. Sjálfkrafa og fyrirhafnar- laust ávann hún sér við fyrstu kynni trúnað, traust og vináttu þeirra sem komust í tæri við hana, og nánari kynni urðu einungis til að styrkja þau bönd. Æðruleysi hennar og geðró, þegar ljóst varð hvert stefndi, voru til vitnis um þann innri styrk sem mér fannst móta dagfar hennar frá öndverðu. Hún minnti mig alla tíð á klett í ölduróti tímans, og ég verð ævinlega þakklátur fyr- ir að hafa eignast hana að vini og samheija. Ég sendi Lofti Loftssyni eigin- manni hennar og börnuin hennar fjórum hugheilar samúðarkveðjur og bið góðan Guð að hughreysta þau í sárum söknuði. Sigurður A. Magnússon Brúnin lyftist á okkur bekkjar- bræðrunum í Menntaskólanum á Akureyri, þegar Rannveig Ágústs- dóttir bættist í hópinn, er styttast tók í stúdentsprófið. Fyrir var að vísu fámennur og fríður stúlkna- hópur en Rannveig skar sig undir eins úr. Hún var nokkrum árum eldri en við flest; hafði stundað nám erlendis og fylgdi henni heimsborg- arabragur. Falleg, gáfuð, þokkafull og stundum þóttafull, setti hún svip sinn á bekkinn. Hún lék sér að náminu og virtist ekki há henni að standa höllum fæti miðað við okkur hin sem gengið höfðum venjulegan tröppugang, bekk úr bekk. Fyrir- hafnarlaust féll hún inn í hópinn eins og hún hefði þar alltaf verið. I minningu þessara löngu liðnu daga er bjart um Rannveigu Ág- ústsdóttur. Fyrir daga námslána þurftu menn að vinna fyrir námskostnaði,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.