Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 31 Einn sólbjartan dag í síðustu viku, þegar ég var á ferðalagi um landið mitt, heyrði ég í útvarpinu auglýst lát Þórunnar Asgeirsdóttur. Ekki er hægt að segja að sú andláts- fregn kæmi á óvart, svo háöldruð sem Þórunn var orðin, og efalaust varð hún hvíldinni fegin eftir svo langan dag. Eg vil í fáeinum orðum minnast hennar, en í dag verður hún til moldar borin frá Fossvogskapellu. Þegar ég var barn og unglingur heima í Vigur heyrði ég oft talað um „Tóturnar". Þær hétu fuliu nafni Þórunn Einarsdóttir og Þór- unn Asgeirsdóttir og voru fóstur- systur föður míns, Bjarna og bræðra hans, Sigurðar og Stefáns. Auðheyrt var að þær voru báðar mjög kærar bræðrunum, en eins og gengur skildu leiðir þegar öll voru uppkomin og lágu sjaldan sam- an eftir það. Þórunn Einarsdóttir giftist til Reykjavíkur en Þórunn Asgeirsdóttir fluttist til Kaup- mannahafnar, þar sem hún bjó í rúm 30 ár, ógift og bamlaus. Lengst af vann hún við saumaskap í stórri fataverksmiðju. Mér fannst sem barni að það hlyti að vera bæði ævintýralegt og heillandi að búa í kóngsins Kaup- mannahöfn, en aldrei hugsaði ég svo langt, að ég ætti eftir að hitta þessa fósturdóttur ömmu minnar og afa, enda utanlandsferðir ekki daglegt brauð í þá daga. Sú varð þó raunin á, að til Hafn- ar fór ég með kærar kveðjur úr föðurgarði til Tótu Ásgeirs, en svo var hún alltaf kölluð af þeim, sem þekktu hana vel. Þarna kynntist ég henni fyrst, þessari eftirminnilegu, ágætu konu, sem tók mér opnum örmum og skaut yfir mig skjólshúsi meðan ég var að koma mér fyrir í borginni. Hún bjó í þriggja herbergja íbúð úti á íslandsbryggju og leigði út eitt herbergið. Það urðu með tímanum ófáir íslendingar, sem nutu gistivináttu hennar. Flestir þeirra voru lítt fjáðir námsmenn og listamenn, sem á þessum árum nutu engra opinberra styrkja eða lána, og yfirfærsla gjaldeyris gekk oft seint og illa. Mig grunar að húsaleigan hafi ekki alltaf skilað sér sem skildi, enda víst ekki hart eftir henni gengið. Það hefði verið ólíkt Tótu, því að hún var höfðingi í lund, traust og velviljuð öllum, sem til hennar leituðu, og það var dýrmætt, ekki síst þeim sem e.t.v. voru að stíga sín fyrstu spor á er- lendri grund. Þó að Tóta væri engin sérstök bókaanneskja þá fylgdist hún vel með því, sem var að gerast í kring- um hana, Ias blöðin og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún hafði yndi af að fara í leikhús, ekki sízt „Det Konge- lige“, og mér er minnisstætt hve hún var „fín í tojet“, þegar hún hafði búizt til leikhúsferðar eða annarra mannamóta. Það var yfir henni einhver fínleg reisn hvort sem hún var spari- eða hversdagsklædd. Þegar Tóta var nær sextugu fluttist hún alfarin frá Höfn og heim til íslands. Starfsævinni var næstum lokið og ellin á næsta leiti. Þá var gott að eiga góða að þar sem voru systkini hennar, fóstur- systir og systkinabörnin. Öll reynd- ust þau henni vel, ekki sízt bróður- dóttirin Edda Kristjánsdóttir menntaskólakennari og hennar fjöl- skylda. Það eru nokkrir mánuðir síðan ég sá Tótu síðast. Við systurnar heimsóttum hana þá á Hjúkrunar- heimilið Eir. Við dáðumst að því hve ern hún var og ótrúlega minnug á löngu liðna tíð. Glaðlega viðmótið var þarna enn þá, og reisn sinni hélt hún. Gott er að vera fleyg og fær fijáls í hveiju spori, sinnið verður sunnanblær sálin full af vori. (Ólöf frá Hlöðum.) Þórunni Ásgeirsdóttur var gott að kynnast. Hafi hún þökk fyrir. Guð blessi minningu hennar. Þórunn Bjarnadóttir frá Vigur. + Bára Baldurs- dóttir fæddist í Reykjavík 4. októ- ber 1963. Hún lést á heimili sínu í Jörfa- bakka 10, Reykja- vík, 1. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar eru Baldur Ingvarsson, f. 19.2. 1933, verslunar- maður hjá KVH, Hvammstanga, og Guðlaug Sigurðár- dóttir, f. 14.6. 1933, verkstjóri hjá Saumastofunni Drífu, Hvammstanga. Systkini hennar eru: Sigurður, f. 2.4. 1958, og Inga Sesselja, f. 28.6. 1960, maki Stefán Logi Haralds- í dag verður til moldar borin hjart- ans kær mágkona mín og vinur. Því vil ég með örfáum, fátæklegum orð- um minnast hennar hér. Það var þann 1. ágúst sl. sem hinn mikli harmur dundi yfir, er dauðinn knúði dyra og vitjaði hennar Báru okkar, svo langt, langt um aldur fram. Hvað veldur þvílíku óréttlæti í voru jarðlífi þegar yndisleg ung kona er hrifin brott frá þremur kornungum sonum og heittelskuðum manni? Er enn svo komið að þeir sem guðirnir elska deyi ungir? Stórt er spurt, en ekkert áþreifanlegt svar! Eftir sitja ástvinir með djúp hjartasár sem aldr- ei gróa, þó tíminn geti ef til vill linað þjáningarnar. Baráttu við illræmdan sjúkdóm er lokið með ósigri sem svo beiskt er að kyngja, baráttu sem hófst fyrir rétt rúmu ári. Það er erfitt að hugsa sér að yfirhöfuð sé hægt að sigra í þvílíkri baráttu, þar sem sá baráttuvilji, sá styrkur og þvílíkt hugrekki sem hún Bára sýndi í þessum raunum, bar slíka niður- stöðu. Við hiið hennar stóð Gunnar ætíð staðfastur, hugrakkur og fullur af sigurþrá í þessari helbaráttu. Sambúð þeirra hefur varað síðan 1981, er þau kynntust og hafa þau staðið þétt saman í blíðu og stríðu síðan. Bára mín! Það eru nú orðin rétt um sautján ár síðan leiðir okkar lágu saman þegar ég kom í fyrsta sinn inn á heimili ykkar á Hvamms- tanga með henni Ingu systur þinni, er hún kynnti mig sem kærastann sinn og verðandi lífsförunaut. Ég man að hún var ákaflega stolt þegar hún kynnti mig fyrir litlu systir sinni, henni Báru, og víst mátti hún vera stolt af þessari glæsilegu ungu stúlku sem geislaði af lífsgleði, glað- værð og hjartahlýju. Mér er það al- gjörlega falslaust að segja að frá fyrstu kynnum og æ síðan hefur mér þótt óskaplega vænt um þig og son. Sambýlismaður Báru er Gunnar K. Valsson, f. 29.7. 1961, vörubifreiða- stjóri í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Karl Róbert f. 5.12. 1985. 2) Einar Valur f. 27.7.1989. 3) Bald- ur Jónas, f. 26.6. 1994. Bára ólst upp á Hvammstanga, en flutti til Reykjavíkur árið 1981, fyrst til náms en bjó þar síð- an. Lærði til hár- greiðslu og stundaði þá iðju lengst, af. Útför Báru fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. það veit ég að svo er um marga fleiri. Þú hefur verið okkur elska fyrir yndislega framkomu þína, glaðværð þína, dugnað þinn, hjartahlýju þína og einstaka ræktarsemi þína við fjöl- skyldu og vini. Þú eftir skilur í hjört- um okkar ljósneista og fallegar minningar. Þessi sautján ára kynni okkar voru svo alltof, alltof stutt. Við upprifjun minninganna kemur svo ótal margt upp í hugann að erf- itt er að tína út úr einhver minninga- brot. Þó eru ætíð minnisstæðar þær stundir sem fjölskyldur okkar áttu saman, á Hvammstanga hjá pabba ykkar, mömmu og ömmu, hjá Kalla Teits um sauðburðinn og þegar kind- urnar komu af fjalli á haustin, í Reykjavík hjá ykkur Gunna þar sem ég var mjög tíður gestur í Reykjavík- urferðum mínum, í Staðarselinu, íra- bakkanum og Jörfabakkanum, á Króknum hjá okkur Ingu og á mörg- um fleiri stöðum. Það hafa alltaf verið miklir gleðifundir og ætíð var það tilhlökkunarefni þegar til slíkra samfunda var stefnt, ekki síst hjá krökkunum okkar yngri sem eldri. Vil ég nota tækifærið og bera þér hjartanlegar þakklætiskveðjur frá okkur Ingu og börnunum okkar, fyrir allar samverustundirnar og allt. í byijun október á síðasta ári komuð þið Gunni svo norður á Krók í eftirminnilega ferð og minninga- ríka. Fórum við þá saman í Lauf- skálaréttir, keyrðum um sveitir og fórum á hestamannaball í Miðgarði. Þótti okkur svo skemmtilega til tak- ast að umtalað var að endurtaka þetta að ári. Úr því mun nú ekki verða svo sem áformað var, en fal- legar minningar um þig, Bára mín, munu vitja okkar á þeim tíma sem og ætíð hér eftir í okkar jarðlífi. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Gunni, Kalli, Einar Valur, Baldur Jónas, Guðlaug, Baldur og aðrir aðstandendur, innilegustu samúðarkveðjur frá mér og fjöl- skyldu minni. Megi algóður Guð styrkja ykkur og leiða í hinni miklu sorg. Hvíl í friði, hjartans kæra mág- kona og vinur! Stefán Logi Haraldsson. Þegar okkur var tilkynnt um and- lát Báru frænku og vinkonu, setti okkur hljóða. En nú er sem augun líti án þess að sjá vegna táranna í augunum, og tregans í hjartanu, því veldur ótímabær dauði kærrar vin- konu. Kona sem átti svo stórt hlutverk hér á jörðu. Hlutverk móður, eigin- konu og ástvinar. En síðan brutust út ýmsar hugsanir frá liðnum árum og allt frá því hún fæddist í Reykja- vík, þá vildi svo skemmtilega til að þær mæðgur, hún vikugömul, urðu okkur samferða norður í sína heima- byggð á Hvammstanga þar sem hún ólst upp í foreldrahúsum. Síðan lá leið hennar til Reykjavíkur til frek- ara náms. Þar hitti hún sinn eigin- mann Gunnar Valsson, og stofnuðu þar sitt heimili. Þau eignuðust þijá myndarsyni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Það er komið að kveðjustund. Missirinn er mikill og sorgin sár, við biðjum góðan Guð um styrk til handa fjölskyldu Báru, ættingjum og vin- um. Hvíl þú í friði. Helga og Halldór. Elsku frænka okkar er horfin burt úr þessum heimi. Það er erfitt að sætta sig við það, en ljósið í myrkrinu er minningin um hana. Það er okkur styrkur í sorginni að leita í þær mörgu og góðu minningar sem við systkinin eigum um samveru okkar og Báru. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) __________MIMIMIIMGAR BÁRA BALD URSDÓTTIR + Ragnar Frí- mannsson fædd- ist I Reykjavík 26. júlí 1920. Hann and- aðist á heimili sínu Hátúni lOb 1. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Margrét Runólfs- dóttir, fædd í Norð- tungu, Borgarfirði, 4. febrúar 1894, dáin í Reykjavík 8. janúar 1971, og Vh. Frímann Frímanns- son, kenndur við Hafnarhúsið, en fæddur á Eyr- arbakka 21. september 1888, dáinn í Reykjavík 18. apríl 1983. Bræður Ragnars eru Edward, fæddur 28. ágúst 1917, dáinn Tengdafaðir minn Ragnar Frí- mannsson skilur við lífið saddur líf- daga. Þó hann hafi ekki rætt um dauðann við okkur hans nánustu þá skynjuðum við og skildum að dauð- inn er fyrir víst það eina sem við 13. ágúst 1983, og Frímann, fæddur 7. janúar 1930. Auk þess var á heimilinu frá árinu 1920 Elísabet Helgadóttir, fædd á Gljúfurá í Borgar- hreppi 27. nóvember 1897, dáin í Reykjavík 21. apríl 1972. Árið 1946 kvæntist Ragnar Sigríði Guðmunds- dóttir, f. 1926 þau skildu, þeirra börn eru: 1) Margrét Ragn- arsdóttir, f. 1946, gift Alberti Sævari Guðmundssyni, þau eiga fjóra syni, Benedikt, Hallmund, Sævar Orn og Ásgrím. 2) Guðmundur Orn Ragnarsson, f. 1949, kvæntur Ólínu Erlends- eigum öruggt í lífinu. Hann hafði verið heilsulítill undanfarin ár, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu fyrsta ágúst síðastliðinn. Það var árið 1977, sem fundum okkar Ragnars bar fyrst saman eða dóttur, þau eiga þrjú börn, Mar- gréti Ástu, Ragnar Örn og Styrmi Örn, auk þess á Guð- mundur einn son, Ingþór. Árið 1955 kvæntist Ragnar Vigdísi Ferdinandsdóttur, f. 1921, þau skildu, þeirra synir eru 1) Ró- bert Ragnarsson, f. 1956 og á hann_tvo börn, Rakel Maríu og ívar Örn. 2) Ragnar Fr. Ragnars- son, f. 1957 kvæntur Lindu Björk Vilhjálmsdóttur, þau eiga þrjá syni Kristján Róbert, Ómar Björn og Ragnar Frey. Árið 1968 kvæntist Ragnar Þorgerði Nönnu Elíasdóttur, þau skildu. Ragnar átti eitt barnabarnabarn, Áslaugu Brynju, dóttur Ingþórs Guðmundssonar. Ragnar starf- aði fyrst þjá föður sínum í Hafnarhúsinu og síðan við versl- unarstörf, sjómennsku og kaup- mennsku. Síðastliðin fimmtán ár bjó Ragnar einn í Hátúni lOb. Útför Ragnars fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15:00. um það leyti sem ég og elsti sonur hans lögðum drög að sambúð og giftingu. í minningunni var hann ætíð hress, vel tilhafður og viðræðu- góður. Hann kom oft á fyrstu bú- skaparárum okkar Guðmundar á RAGNAR FRÍMANNSSON Fjölskyldan var þér allt og nú á þessum erfiða tíma sendum við ykk- ur, elsku Gunnar, Karl Róbert, Einar Valur, Baldur Jónas og öðrum að- standendum, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur. Ingvar, Jóhanna og Edda. Okkur langar til að senda nokkur kveðjuorð til bekkjarsystur okkar úr barnaskólanum á Hvammstanga, Báru Baldursdóttur. Hún er sú fyrsta sem kveður okkur úr þessum hópi. Erfitt er að trúa því að svo ung kona sé kvödd burt frá eiginmanni og þremur ungum sonum. Það er ekki hægt að skilja tilganginn. Þótt leiðir okkar hafi skilið fljót- lega eftir að barnaskóla lauk höfum við alltaf fylgst hvort með öðru þó úr fjarlægð sé. Er fregnir bárust um veikindi Báru vildum við trúa því að allt færi vel en það fór á annan veg. Sárt er að þurfa að kveðja svo unga konu sem átti allt lífið fram- undan. Sárastur er söknuður hjá eig- inmanni, sonum hennar, foreldrum og öðrum ástvinum er stóðu henni næst. Við sendum þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur og vonum að minn- ing hennar verði þeim sem ljós á lífsleiðinni. Þótt allt sé dimmt núna mun birta upp um síðir og þið mun- uð læra að lifa með þessari sáru lífs- reynslu. Vertu sæl, kæra bekkjarsystir, og Guð geymi þig. Þín bekkjarsystkini fædd 1963 og 1964. Elsku Bára, fyrir rúmu einu og hálfu ári buðuð þið Gunni okkur í kaffi til ykkar að ræða utanlands- ferðina sem þið og við höfðum ákveðið að fara í með börnin okkar. Stefnan var að fara til Portúgal en smáskugga bar á þá ákvörðun því þú hafðir farið til læknis og hann greint þig með þann sjukdóm seni’ nú hefur lagt þig að velli, en þú sagðir að þetta færi allt vel og að þú færir ekki í aðgerð fyrr en við kæmum til baka frá Portúgal. Eftir heimkomu fórst þú á spítalann og þeir tóku það mein sem búið var að greina þig með. Og allt virtist líta vel út við fyrstu sýn, þú meira að segja komst í afmælið hans Hilmars þrem vikum eftir aðgerðina og varst bara hress. Elsku Bára, ekki má gleyma fyrstu utanlandsferðinni þinni því það var ég sem fór með þér í hana. Það var dagsferð til írlands, mikið var gaman í þeirri ferð. Elsku Gunni, Kalli, Einar Valur, Baldur Jónas, foreldrar, tengdaforeldrar, systkini og aðrir aðstandenduiy söknuðurinn er mikill. Tíminn lækn- ar öll sár og nú vitum við að þér líður vel, elsku Bára, og þú munt vaka yfir okkur. Jóhanna, Hilmar og börn Kaplaskjólsveginn á Skodanum sín- um og með hundinn sinn hann Bóbó, sem honum þótti afar vænt um og hefur nú náð samvistum við að nýju. Seinna þegar við bjuggum á Húsa- vík dvaldi hann gjarnan hjá okkur um jól og áramót og síðar einnig þegar við vorum flutt suður. Börnun- um okkar fannst fastur liður jólanna vera þegar afi Ragnar kom. Eg hafði gaman af því þegar Ragnar hringdi einkum til að fá uppskrift að ein- hveijum rétti sem hann var að matbúa handa sjálfum sér, en hann bjó einn síðastliðinn 15 ár og sá um sína matseld sjálfur. Ragnar hafði gaman af því að rifja upp gamla tíma, hann var minnugur á menn og málefni liðinna ára, sérstaklega áranna fyrir og eftir stríðið þegar hann vann í Hafnarhúsinu og allt iðaði af mannlífi þar um kring. Aldr- ei minnist ég þess að hann hafi tal- að illa til nokkurs manns og ef hon- um mislíkaði eitthvað þá þagði hanm_ Hann var viðræðugóður og hrókur alls fagnaðar þegar þannig stóð á. Það fór eklri mikið fyrir kirkju- ferðum eða trúmálum almennt í fari Ragnars, en ég er viss um að hann varðveitti sína barnatrú og að hann á örugga vist á himnum. Guð blessi minningu Ragnars Frímannssonar. Tengdadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.