Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 35 sem væntanlega hefur valdið því að Rannveig fór ekki strax í há- skólanám , en gerði það síðar og fór létt með. Á háskólaárum okkar hinna hélt hún samt áfram að vera í hópnum og prýða hann. Enginn vafi á því að í henni bjó ríkt lista- mannseðli, enda hafði hún ung vak- ið athygli fyrir ritstörf. Skörp var hún og skemmtileg og einnig við- kvæm og hrifnæm. Ég minnist tón- leika sem við fórum saman á og hoppuðum í snjónum á heimleiðinni og trölluðum Silungakvintettinn. Það breyttist aldrei, að Rannveig Ágústsdóttir setti svip sinn á það umhverfi sem hún var stödd í, jafn- vel í veikindum sínum undir það síðasta. Alltaf var ánægja að fund- um við hana og erfitt að sætta sig við að þeir verða ekki fleiri. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra, stúdentanna frá MA 1950, er ég þakka henni langa og litríka samfylgd. Eiginmanni hennar og aðstandendum öllum flytjum við innilegar samúðarkveðjur. Magnús Oskarsson. Ég vil minnast Rannveigar G. Ágústsdóttur fyrrum framkvæmda- stjóra Rithöfundasambands Íslands með eftirfarandi ljóði. Sólin hrapaði niður á akurinn blómin drúptu. Hún hafði annast þau glætt þau lífi og vemdað. í skjóli hennar urðu lítil fræ að stómm tijám. Margir sakna hennar. Vertu sæl dísin góða og vegni þér vel í nýrri tilveru þar sem allt er fagurt. Eggert E. Laxdal. Rannveig Ágústsdóttir, góð vin- kona mín og skólasystir, er látin. Okkar fyrstu kynni eru frá Menntaskólanum á Akureyri 1949 og vinátta okkar hélst alla tíð síð- an. Okkur vinkonunum Rannveigu Jónsdóttur (Ransý) er það sérstak- lega minnisstætt þegar Veiga kom norður til að taka stúdentspróf með okkur. Hún var fimm árum eldri en við, hafði verið í Samvinnuskól- anum og einnig stundað nám í Sví- þjóð um tíma. Henni fylgdi einhver framandi, spennandi andblær. Hún var falleg stúlka með dökkt, þykkt, liðað hár sem enginn komst hjá að taka eftir og dást að. Fötin sem hún gekk í voru falleg og öðruvísi en okkar hinna en umfram allt var framkoma hennar og viðmót sér- stakt og heillandi. Glaðværð hennar og skemmtileg tilsvör var það sem í fyrstu laðaði okkur mest að henni. Sum tilsvör hennar festust mér í minni svo að ég man þau enn. Eft- ir á að hyggja finnst mér að hún hafi verið eins og heimskona en við hinar lítið þroskaðar skólastelpur. Veiga vann á skrifstofu hjá KEA samhliða náminu. Hún var dugnað- arforkur og góður námsmaður. Hún stóð sig vel bæði í vinnunni og í skólanum. Foreldrar hennar voru á þessum tíma búsettir á Akureyri og hún bjó hjá þeim. Þar var gott að koma. Það var eitt af þessum heimilum þar sem maður fann strax í dyrun- um mannlega hlýju streyma á móti sér. Ég minnist þess mjög greinilega þegar ég kom fyrst heim til Veigu og inn í herbergið hennar. Hún átti margar bækur í hillum og hafði lesið mikið, sérstaklega af íslensk- um bókmenntum. Hún fór fljótt að tala við mig um bækur og ég man hvað mér fannst ég vera fáfróð og heimsk. Á bernskuheimili mínu voru hvorki til bækur né útvarp. Ég man enn eftir veggnum með bókahillun- um og hugsunum mínum á heim- leiðinni. Skyldi hún hafa lesið þær allar? Eftir þetta fór ég stundum að fara á bókasafnið í skólanum og fá lánaðar bækur og við Ransý fórum að gefa hvor annarri bækur þegar tilefni voru til þess. Jólin 1949 gaf Ransý mér fyrstu ljóðabókina sem ég eignaðist, íslenska nútímalyrik sem síðan hefur verið ein af mínum kærustu bókum. Síðar á ævinni áttum við Veiga eftir að ræða mikið saman um bók- menntir enda kenndum við báðar bókmenntir um árabil. Eins og títt er hér á landi áttum við báðar mjög annríkt í mörg ár og því miður var oft erfitt að gefa sér tíma til að hittast. Þá var gripið til símans og oft enduðu símtöl okkar Veigu á þessum árum með að önnur okkar sagði: „Nú verðum við að fara að hittast". Þau rúmu 17 ár sem ég bjó er- lendis héldu Rannveigarnar báðar tryggð við mig og við skrifuðumst á. Eitt sinn á þessum árum eftir stutta dvöl hérna heima var komið að því að kveðja þó að mig langaði til að vera lengur. Þá kom Veiga til mín og færði mér að skilnaðar- gjöf ljóðabókina Úr landsuðri eftir Jón Helgason. Á titilblaðið hafði hún skrifað: Til Gurru vinkonu minnar frá Veigu. Og komdu fljótt aftur. Við höfðum verið að rifja upp ljóð úr þessari bók nokkrum dögum áður og lét ég þá þau orð falla að mig langaði svo til að eignast þessa bók en hún var þá ófáanleg. Leiðir okkar Veigu lágu líka sam- an í störfum okkar og félagsstörfum um tíma en mér eru sérstaklega minnisstæðir ljúfír sólskinsdagar í sumarbústað þeirra Veigu og Lofts þegar bömin okkar voru lítil. Við Veiga spjölluðum á meðan bömin hlupu ánægð um og léku sér úti í náttúmnni. Við elduðum úti og sett- umst öll í lítinn bolla sem Loftur hafði útbúið og borðuðum þar. Þetta kunnu litlu synir mínir vel að meta og báðu mig oft um að fara aftur til Veigu. Á seinni árum gafst meiri tími til að hittast og þegar ég tók upp á því einu sinni að bjóða bekkjar- systmnum í danskan ,julefrokost“ í byijun desember fögnuðu þær því vel og síðan hefur þetta boð verið árviss viðburður fyrsta laugardag- inn í desember. Þá er glatt á hjalla í okkar litla hópi. Þær sem búsettar eru úti á landi hafa ekki vílað fyrir sér að koma um langan veg til að geta verið með okkur. Veiga þakk- aði mér oft fýrir þetta framtak. Hún var ákaflega félagslynd og alltaf til í að fara á mannamót og hitta fólk og naut þess vel að ræða við aðra. Hún hafði góða frásagnar- gáfu og glaðværðin fylgdi henni alla tíð. Við munum allar sakna Veigu. Hún er horfin fyrir fullt og allt og tilfinningin er líkust því að maður hafi misst eitthvað af sjálf- um sér, eitthvað hafi verið rifið burt af rótum manns. Dugnaður hennar og kjarkur í erfiðum veikindum var ótrúlegur og virtist óbilandi næstum fram til hins síðasta. Síðast fórum við vin- konurnar þijár saman í kaffí á Hótel Borg fyrir fjórum vikum. Það var ánægjuleg stund og reyndist vera sú síðasta sem við áttum sam- an. Með þessari stuttu kveðju vil ég minnast Veigu vinkonu minnar og þakka fyrir væntumþykju og vin- áttu hennar í næstum hálfa öld. Hún var hjálpfús og góð við mig og aðra á óeigingjarnan hátt. Það sem ég mat hvað mest í fari henn- ar var hve hreinskiptin hún var. Vinátta Veigu var mér mikils virði. Blessuð sé minning hennar. Lofti, börnunum og öðrum aðstand- endum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Friðgeirsdóttir Það var skemmtilegt, þroskandi og mannbætandi að fá að kynnast Rannveigu G. Ágústsdóttur, eða Veigu Agústar einsog móðir mín pg aðrar skólasystur vestan af ísafirði eru vanar að kalla hana. Þegar ég kom fyrst inn í stjóm Rithöfundasambandsins árið 1984 var hún búin að vera þar fram- kvæmdastjóri og allt í öllu frá stofn- un félagsins, eins og ég átti eftir að finna betur og skilja seinna meir þegar ég var orðinn formaður í félaginu og samstarfsmaður henn- ar á skrifstofunni. Það er gömul og ný saga að rithöfundar eru gjarnan dálitlir eintijáningar, van- astir því að starfa einir síns liðs og hafa tilhneigingu til að verða tor- tryggnir á gerðir og sjónarmið koll- eganna, og bera félagsmál stéttar- innar þess nokkur merki. Rannveig kom til starfa þegar loksins hafði tekist eftir áratuga hnútukast að sameina rithöfunda í einu félagi, og ég er ekki í neinum vafa um að það er ekki síst henni að þakka að þrátt fyrir ýmiss konar áföll og uppákomur hefur í stórum dráttum tekist að halda því saman í einu lagi æ síðan. Eitt var nú það að sama hversu menn þóttust vera ein- angraðir í félaginu, að sjónarmið þeirra nytu sín ekki, allir væm í samblæstri gegn þeim, þá áttu þó allir, hvar í fylkingu sem þeir stóðu, eina manneskju að trúnaðarvini, og það var sjálfur framkvæmdastjór- inn. Aldrei varð ég var við að nokk- ur maður, jafnvel ekki hinir tor- tryggnustu að eðlisfari, grunuðu hana um græsku. Samt var það fjarri því að hún væri allra viðhlæj- andi, öðru nær, því að umtalsbetri manneskju hef ég ekki kynnst; lægi einhver undir skömmum, baktali, eða jafnvel ámæli sem flestum sýndist verðskuldað, þá tók Rann- veig upp hanskann fyrir hann, hélt uppi vörnum, dró fram kosti og málsbætur, oft á hinn frumlegasta hátt. Því að þótt hún væri umtalsf- róm var hún alveg laus við að vera væmin; hún var alltaf til í að sjá skoplegu hliðarnar á hveiju máli, og eins og allt vel gefið fólk hafði hún yndi af mergjuðum kjaftasög- um. Svo hafði hún líka lesið allt sem nöfnum tjáir að nefna, hún þekkti verk næstum allra félaga sam- bandsins, og hafði manna best lag á að sjá púðrið í hinum smáðustu og gleymdustu skræðum, enda skrifaði hún í mörg ár stórskemmti- lega ritdóma í DV eins og menn muna. Hún Veiga var einstök sóma- manneskja, og allir íslenskir standa í þakkarskuld við hana. Fyrir mína hönd þakka ég fyrir samveruna, og sendi Lofti eiginmanfii hennar og líka börnum hennar og bamaböm- um samúðarkveðjur. Einar Kárason. + Elskaður unnusti minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, EINAR SÆVAR KJARTANSSON, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Maria Gísladóttir, Gísli Dan Einarsson, Elín Salka Einarsdóttir, Jón Kjartan Einarsson, Kjartan Kristófersson, Hafdís Guðmundsdóttir, Gfsli Þorsteinsson, Elín S. Jóhannesdóttir og aðrir aðstandendur. t Móðir okkar, RÓSA ÞORLEIFSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimil- inu Hrafnistu, Hafnarfirði, miðvikudag- inn 7. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda hinnar látnu, Oddur Magnússon, Þorsteinn Magnússon. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR JÓNSSON, til heimilis á Hverfisgötu 86, Reykjavík, varð bráðkvaddur á Siglufirði þann 4. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurbjörg Gauja Sigurbjörnsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, Efstaleiti 12, Reykjavík, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 7. ágúst. Páll ÁsgeirTryggvason, Dóra Pálsdóttir, Jens Tollefsen, Tryggvi Pálsson, Rannveig Gunnarsdóttir, Herdís Pálsdóttir, Þórhallur F. Guðmundsson, Ásgeir Pálsson, Áslaug Gyða Ormslev, Sólveig Pálsdóttir, Torfi Þ. Þorsteinsson og barnabörn. t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Freyjugötu 15, Sauðárkróki, lést 1. ágúst. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 10. ágúst kl. 14.00. Systkinin. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR FRÍMANNSSON, Hátúni 10b, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, föstudaginn 9. ágúst, kl. 15.00. Margrét Ragnarsdóttir, Albert Sævar Guðmundsson, Guðmundur Örn Ragnarsson, Ólína Erlendsdóttir, Róbert Ragnarsson, Ragnar Fr. Ragnarsson, Linda Björk Vilhjálmsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN ÓLAFSSON fyrrv. deildarstjóri, Furugrund 70, Kópavogi, sem lést á gjörgæsludeild Landspítal- ans laugardaginn 3. ágúst, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarstofnanir njóta þess. Aðalheiður P. Guðmundsdóttir, Baldur Sveinsson, Kristín Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Linda Rogers Sveinsson, Guðný Ása Sveinsdóttir, Lennart Bernram, Jóhanna Elfnborg Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.