Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1996 13 Mannrækt undir Jökli um verslun- armanna- helgina Laugarbrekku - Tíunda Snæfells- ásmótið var haldið um verslunar- mannahelgina á Brekkubæ, Helln- um, og sem fyrr var lögð áhersla á mannrækt. Mótið var byggt á fyrirlestrum og stuttum námskeið- um, skyggnilýsingum, grasaferð- um og gönguferðum, ævintýraferð- um og ratleik fyrir bömin auk þess sem boðið var upp á lestur í spá- spil og áruteikningar, svitahof og heilun. Illa leit út með veður í byrjun mótsins og setti það strik í reikn- inginn. Á laugardagsmorgun var rigning en stytti fljótlega upp og var að mestu leyti þurrt, sólríkt og hæglátt veður til mótsloka. Á með- an vætan var létu mótsgestir það ekki á sig fá, fólkið þjappaði sér þá saman og skapaðist við það mjög skemmtileg og náin stemmn- ing sem fólkið hafði orð á. Á laugardagskvöldið var friðar- athöfn við friðarstólpa sem reistur var í fyrra á landi Brekkubæjar og var þar beðið fyrir friði og sungið „Allt sem við viljum er friður á jörð“. Helgistund við lífslindina Á sunnudagsmorgun var helgi- stund við lífslind Hellnamanna, þar sem María mey birtist Guðmundi góða biskupi, en slík helgistund hefur verið fastur liður á dagskrá allra Snæfellsásmótanna. Séra 01- afur Jens Sigurðsson, prestur í Ingjaldshólsprestakalli, flutti ritn- ingarorð og lagði út af þeim í ræðu sinni. Mótsfólkið söng sálma, veðurblíða var meðan athöfnin við lindina fór fram og brutust geislar sólarinnar á milli skýjanna til fólks- ins eins og þegar Guðmundur góði helgaði lindina árið 1230. Engin áfengisneysla var á svæð- inu, enda var þetta vímulaust mót og ekki sást rusl á svæðinu þegar síðasti bíllinn ók úr hlaði. Um- gengni öll, bæði við náungann og náttúruna, var því frábær og öllum til mikils sóma. Morgunblaðið/Árni Helgason BARDIN Gantin kardínáli heimsótti katólska söfnuðinn í Stykkishólmi og messaði. Hátíðarhöld í Miðfirði Á ÞESSU ári eru 50 ár frá því að byggð hófst á Laugarbakka. Tímamótanna verður minnst um næstu helgi 9.-11. ágúst á margvíslegan hátt. Verða hátíð- arhöldin jafnframt síðasti við- burður ársins á Björtum nóttum, sumarhátíð Vestur-Húnvetn- inga. Tónlist skipar veglegan sess á afmælishátíðinni sem hefst með dansleik fyrir yngra fólkið í Félagsheimilinu Ásbyrgi á föstudagskvöld. Á laugardagsmorgun verður boðið upp á hringferð um Mið- fjörð, með leisögn og einnig verða leiktæki af ýmsum toga tekin í notkun. Þá verður einnig markaðstjald á svæðinu. Kl. 14 verður hátíðardagskrá í íþróttahúsi Laugarbakkaskóla, með leikinni og sunginni tónlist, fróðleik fyrri tíma og skemmti- þáttum. Dagskráin flyst síðan í Félagsheimilið Ásbyrgi, þar sem verða einnig kaffiveitingar í boði hreppsins. Síðdegis verður leik- inn pólóleikur á hestum, en slíkt var stundað af ungmennafélög- um árið 1931. Matarhlaðborð verður í Hótel Eddu laugardagskvöldið kl. 22 verður kveiktur varðeldur og þar mun verða sungið við harmon- ikkuleik. Kl. 23 hefst síðan stór- dansleikur með tveim hljóm- sveitum. Á laugardag verða opn- aðar sýningar á myndlist og ijós- myndum frá fyrri tíma. Verða þær til sýnis til 17. ágúst. Hátíðarhöldunum lýkur svo með hátíðarguðsþjónustu í Mel- staðarkirkju kl. 14 á sunnudag. Kardínáli í heimsókn Stykkishólmi - ÞAÐ var mikill hátíðardagur hjá kaþólska söfnuð- inum í Stykkishólmi sunnudaginn 28. júlí en þá heimsótti Bernardin Gantin kardínáli söfnuðinn. Með honum kom sendiherra páfans á Norðurlöndum Giovanni Ceirano, en hann hefur búsetu í Danmörku. Þeir héldu hátíðar- messu í kaþólsku kirkjunni þar. Kardináli prédikaði á frönsku var einnig með honum séra Jakob prestur í Landakoti, sem túlkaði orð hans jafnóðum. Séra Jón sem er hér starfandi prestur hjá kaþ- ólska söfnuðinum var einnig með í guðsþjónustunni. Bernardin flutti kveðjur páfa og sagðist fagna því að geta heim- sótt Stykkishólm. Eftir messu gaf kardinálinn sér tíma til að heilsa upp á sjúklinga í St. Franciskus- sjúkrahúsinu. Systir René sagði við fréttarit- ara að það hefði verið dásamlegt að fá þessa heimsókn. „Hún gaf okkur systrunum mikið og hún verður okkur ógleymanleg." Færanlegt hljóðver í rússneskum hertrukki Fagradal. Mýrdal. - Á hátíðinni Vík ’96 var vigt nýtt færanlegt hljóð- ver, það fyrsta sinnar tegundar á landinu. Því var komið fyrir í flutninga- kassa á rússneskum hertrukki af Úral-gerð sem er 20 feta gámur með samanbijótanlegum hliðum og myndar það í heildina 25 metra gólfflöt. Það tekur 2 menn aðeins 5 mínútur að búa hljóðverið til flutn- ings og festa það á bíl- inn. Þetta er samvinnu- verkefni Studio-sveit- arinnar og Mýrdælinga hf. sem gerir út hjóla- bátana í Vík. Að sögn Henrys Hálfdánarsonar, eins aðstandenda Studio- sveitarinnar, byijaði þetta þegar honum og Tryggva Valgeirssyni var falið að setja upp útvarpsstöð í Toyota- Forerunner á Toyota- degi 11. júlí ’92. Næstu tvö árin voru þeir með útsendinga- bifreið fyrir FM-95,7. Henry sagði að á þeim tíma hefði kviknað hug- mynd hjá Sverri Hreiðarssyni, þá- verandi útvarpsstjóra FM-95,7, um stórt sveitahljóðver, góða gistingu og ævintýraafþreyingu sem myndi laða að erlendar hljómsveitir. Henry sagði þetta hljóðver vera með 36 rása hljóðblöndunarborði sem hannað er fyrir útvarpsútsend- Morgunblaðið/Jónas Erlendsson. HENRY Hálfdánarson við borð hljóð- versins. ingar, hljóðupptökur og aðra hljóð- vinnslu svo sem talsetningar á myndböndum eða hljóðblöndun á tónleikum. Upptaka fer fram á 16 aðskildum hljóðrásum ásamt upp- tökuvélum fyrir tvíómahljóð. Þetta hljóðver býður upp á áður óþekkta möguleika fyrir hljómsveitir, kóra og sönghópa. Hægt er að flytja það í einu lagi hvert á land sem er með litlum fyrirvara. S^i*todagUiíl Skógræktarfélögin bjóða gestum í skógarsvæði sín víðsvegar um land, laugardaginn 10. ágúst. Dagskráin hefst kl. 14.00 Vesturland Sk.fél. Akranes Slaga við Akrafjall Sk.fél. Skilmannahrepps Selhagi Sk.fél. Borgfirðinga Stálpastaðir í Skorradal Sk.fél. Heiðsynninga Sk.fél. Stykkishólms Hofstaöaskógur í Miklaholtshreppi Grensás við Stykkishólm Vestfirðir Sk.fél. Barðastranda Sk.fél. Limgaröur Sameiginlegur Skógrækt- arardagur Dýrfirðinga, Önfirðinga og Isfirðinga Sk.fél. Strandasýslu Norðurland Sk.fél. A-Húnvetninga Sk.fél. Skagfirðinga Sk.fél. Eyfirðinga Sk.fél. S-Þingeyinga Austurland Sk.fél. Landbót Sk.fél. Borgarfjarðar eystri Sk.fél. Austurlands Sk.fél. Seyðisfjarðar Sk.fél. Neskaupstaðar Sk.fél. Fáskrúðsfjarðar Suðurland Sk.fél.in Mörk Sk.fél. Ftangæinga Sk.fél. Selfoss Suðvesturland Sk.fél. Suðurnesja Sk.fél. Hafnarfjarðar Sk.fél. Garðabæjar Sk.fél. Kópavogs Sk.fél. Reykjavíkur Birkimelur á Barðaströnd Sveinseyrarskógur í Tálknafirði Stóraurð ofan Isafjarðar Hermannslundur Gunnfríðarstaðir í Langadal Hólaskógur í Hjaltadal Hánefsstaöaskógur í Svarfaðardal. Verður haldinn Sunnudaginn H.ágúst. Fossselsskógur Þorbrandsstaðir Álfaborg Vallarnes Skóghlíð Hjallaskógur Fáskrúðsfjöröur Giljaland í Skaftártungu. Skóguar undir Eyjafjöllum Helliskógur við Selfoss Vatnsholt í Keflavik. Höföaskógur Vífilstaðahlíð, vesturendi Fossá í Hvalfirði Fossvogur, gróðrarstöð. Verða með Skógræktarardag 18. ágúst Skógræktarfélag íslands Nánari upplýsingar um dagsskrá fást í síma 551 8150

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.