Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Reuter
12 Rússar fórust
við Belgrad
Belgrad. Reuter.
TALIÐ er að tólf manns, allir Rúss-
ar, hafi farist með rússneskri flutn-
ingavél af gerðinni Iljúshín-76 er
hún brotlenti skammt frá flugvellin-
um Belgrad í Serbíu í gærmorgun.
Tíu voru í áhöfn vélarinnar en auk
þeirra voru tveir menn um borð.
Að sögn flugvallarstarfsmanna
varð mikil sprenging í vélinni er
hún brotlenti á akri um 800 metra
frá flugvellinum.
Hún hafði tekið á loft um þrem-
ur tímum fyrr og segja starfsmenn-
irnir hana hafa sveimað yfir vellin-
um í tvo og hálfan tíma í von um
að geta lent. Að sögn eins starfs-
mannanna hafði flugstjóri vélar-
innar samband við flugvöllinn í
Valajavo, um 100 km frá Belgrad,
um stundarfjórðungi eftir flugtak
og sagðist eiga í erfiðleikum með
rafmagn. Ljós, siglingatæki og
fjarskipti væru að detta út og að
hann hygðist snúa aftur til
Belgrad.
íbúar í vesturhluta borgarinnar
vöknuðu við hávaðann í vélinni er
hún flaug lágt yfir og óttuðust
margir að hún myndi lenda á einu
háhýsanna í úthverfunum.
Farmurinn var skilgreindur sem
hergögn, þar á meðal skotfæri, en
eigandi vélarinnar, flugfélagið
Spair, neitar því, segir hana hafa
verið með 14,5 tonn af bíldekkjum
og björgunarblys.
Clinton
fimmtugur
BILL CLINTON Bandaríkjafor-
seti varð fimmtugur í gær. Af því
tilefni var haldin veisla í New
York á sunnudagskvöldið þar sem
forsetinn blés á kertin á þessari
miklu hnallþóru, sem á eru rituð
nöfn allra sambandsríkjanna
fimmtíu. Dóttir forsetans,
Chelsea, og kona hans, Hillary,
fylgdust með. Um 2.000 gestir
gæddu sér á tertunni. Fór veislan
fram í Radio City tónleikasalnum,
sem er einn sá stærsti í borginni,
og voru sungin lög frá öllum ára-
tugunum fimm, með Tony Benn-
ett, Jon Bon Jovi, Aretha Franklin
og Carly Simon ásamt fleirum.
Þá voru sýndar kvikmyndir frá
uppvexti forsetans og leikarinn
James Earl Jones sagði frá.
„Fyrsti bíllinn hans var Buick ár-
gerð 1960 og hann keyrði um og
þóttist vera Elvis Presley," sagði
Jones um forsetann. Leikkonan
Whoopi Goidberg sljómaði sam-
komunni af röggsemi.
Samkvæmt skoðanakönnun sem
fréttaritið Newsweek gerði á
laugardag hefur Clinton einungis
tveggja prósenta forskot á Bob
Dole, forsetaframbjóðanda Repú-
blikana. Samkvæmt því hefur
verulega dregið saman með fram-
bjóðendunum, en könnun er gerð
var á fimmtudag benti til að Clint-
on hefði ellefu prósenta forskot.
Það varpaði skugga á afmælið
að níu manns, sem vom á leið til
hátíðarsamkomunnar, fómst er
ein af flugvélum forsetaembættis-
ins fórst i fjallendi skömmu eftir
flugtak í Wyoming. Lét forsetinn
i ljósi samúð sína með aðstandend-
um þeirra sem fórust.
Þriggja barna faðir í Belgíu grunaður um að bera ábyrgð á hvarfi sex barna
Líkin fundust í húsagarði
Neufchateu. Reuter.
Reuter
MARC Dutroux, sem talið er að kunni að bera ábyrgð á hvarfi
allt að sex barna, er leiddur út úr réttarsal.
BELGÍSKIR lögreglumenn leita nú
að tveimur unglingsstúlkum sem talið
er að hafi verið misnotaðar kynferðis-
lega af manni sem grunaður er um
að bera ábyrgð á hvarfí þeirra. Um
helgina fundust lík tveggja átta ára
gamalla stúlkna, sem sultu í hel í
haldi sama manns. Hann er talinn
bera ábyrgð á allt að sex barnshvörf-
um en upp um manninn komst í síð-
ustu viku er tvær stúlkur, sem báru
greinileg merki um kynferðislega
misnotkun, fundust á heimili hans.
Maðurinn, eiginkona hans og sam-
verkamaður hafa verið ákærð fyrir
ránið á síðamefndu stúlkunum. Mikil
reiði ríkir nú í Belgíu vegna málsins.
Lögregla hefur grafið eftir líkum
við og í nokkrum húsum í borginni
Charleroi. Nú er leitað að tveimur
unglingsstúlkum, An Marchai, 19
ára, og Eefje Lambrecks, 17 ára, sem
Dutroux hefur viðurkennt að hafa
rænt á síðasta ári. Hann segist ekk-
ert vita hvar þær séu niðurkomnar
en talið er að þær kunni að hafa
verið seldar úr landi. Alls hafa fimmt-
án börn horfið í Belgíu á síðustu sex
árum. Lík sjö þeirra hafa fundist, sex
er enn saknað en aðeins tvö þeirra
hafa fundist á lífi.
Sultu í hel
Lík Julie Lejeune og Melissu Russo
fundust í þriggja metra djúpri gröf í
húsagarði á laugardag samkvæmt
ábendingu mannsins sem grunaður
er um að bera ábyrgð á dauða þeirra.
Hann heitir Marc Dutroux, er 39 ára
rafvirki og þriggja bama faðir.
Dutroux neitar að hafa myrt stúlk-
urnar, segir þær hafa soltið í hel á
meðan hann afplánaði fjögurra mán-
aða dóm, að öllum líkindum í mars
á þessu ári. Hann hefur hins vegar
viðurkennt að hafa drepið félaga sinn
í ofsabræði er Dutroux uppgötvaði
að stúlkurnar voru látnar.
Rannsóknarmenn leituðu í tvígang
í húsinu þar sem stúlkumar voru í
haldi, á meðan þær voru enn á lífi
en fundu þær ekki. Þá hefur það
vakið mikla reiði almennings að
Dutroux, sem var dæmdur í 13 ára
fangelsi fyrir að nauðga og misnota
börn, skyldi vera látinn laus aðeins
þremur árum eftir að hann hóf afplán-
un mun lengri dóms. Þáverandi dóms-
málaráðherra tók ákvörðuna um lausn
Dutroux, þvert á vilja ríkissaksóknara.
Kreíjast fjölmörg belgísk dagblöð þess
að dauðarefsing verði tekin upp að
nýju en hún var afnumin í júní sl.
Myndbönd með barnaklámi
Stúlkurnar sem fundust á lífi voru
í haldi í kjallaraklefa sem Dutroux
hafði grafið undir hús sitt. Annarri
var rænt í maí en hinni í ágúst.
“LB MONDE EBT DANOEREUX A VIVRE
NON A CAU&E DE CEUX OUI FONT
LE MAL MAIS A CAUSE DE CEUX QUI
REgARPENT ET LAISSENT FAIRE"
VEGGSPJALD með mynd-
um af Melissu Russo og Julie
Lejeune. A spjaldinu stend-
ur: Heimurinn er hættuleg-
ur verustaður, ekki vegna
illvirkjanna heldur þeirra
sem fylgjast með og láta þá
komast upp með [illvirkin].“
Dutroux var þó ekki einn að verki,
samverkamaður hans, Michel Lel-
ievre, hefur verið ákærður ásamt
Dutroux, svo og eiginkona hans,
Michelle. Þá hefur lögregla tvo karl-
menn til viðbótar í haldi. Myndbönd
með barnaklámi fundust í húsinu sem
stúlkunum var bjargað úr en lög-
regla segir þó of snemmt að fullyrða
að um klámhring hafi verið að ræða.
Að sögn samverkamannanna bauð
Detroux þeim 50.000 franka
greiðslu, rúmar 100.000 ísl. kr., fyr-
ir hvert barn.
Norræn
verka-
skipting
DÓMSMÁLARÁÐHERRAR Norð-
urlanda ræddu um það í gær á fundi
sínum í Naantali (Nádendal) í Finn-
landi að norrænu ríkin skiptu með
sér verkum í samningaviðræðum við
aðildarríki Schengen-vegabréfasam-
komulagsins.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hafa íslenzk stjórnvöld átt
erfitt með að manna alla fundina.
„Á fundinum var rætt um að Norð-
urlöndin myndu reyna að skipta þessu
með sér,“ sagði Þorsteinn Pálsson
dómsmálaráðherra í samtali við Morg-
unblaðið að ráðherrafundinum lokn-
um. „Einstök lönd tækju aðalábyrgð
á tilteknum viðfangsefnum og miðluðu
svo upplýsingum til hinna. Þannig
þyrftu ekki allir að vera á bólakafí í
öllum málum. Ég held að þetta verði
mjög góð skipan fyrir okkur.“
London. The Daily Telegraph.
NY DEILA um Evrópumál er kom-
in upp í brezka íhaldsflokknum,
að þessu sinni um hönnun nýrra,
samevrópskra ökuskírteina, sem
jafnframt á að vera hægt að nota
sem almenn persónuskilríki.
Forsaga málsins er sú að Mich-
ael Howard, innanríkisráðherra,
lýsti því yfir fyrir tveimur árum
að hann vildi taka upp nafnskír-
teinakerfi í Bretlandi, meðal ann-
ars til þess að auðvelda löggæzlu
og fækka glæpum. Skiptar skoð-
anir hafa verið innan íhalds-
flokksins um það hvort skylda eigi
fólk til að bera slík skírteini eður
ei. Howard tók afstöðu með þeim,
sem telja að fólk eigi sjálft að
ákveða hvort það fær sér nafn-
skírteini eða ekki.
Upptaka nafnskírteinis hefur nú
verið tengd áformum Evrópusam-
bandsins um samevrópskt ökuskír-
teini, en það á að taka gildi á
næsta ári. Skírteinið mun gilda
sem ökuskírteini í aðildarríkjunum
og einnig sem vegabréf á ferðalög-
um innan Evrópusambandsins.
Þessi not hins nýja skírteinis eru
talin munu hvetja brezkan almenn-
ing til að bera það og hafa þar af
Samevrópsk skilríki
bitbein í Bretlandi
.★★★*
EVRÓPA^
leiðandi verið litin jákvæðum aug-
um í innanríkisráðuneytinu.
Evrópufáninn eða
sambandsfáninn ?
Brezka samgönguráðuneytið
hefur fallizt á að Evrópufáninn,
tákn Evrópuráðsins og Evrópu-
sambandsins, verði prentaður á
skirteinin, sem verða úr plasti og
á stærð við greiðslukort. Þetta
finnst hægrimönnum í íhalds-
flokknum hins vegar ótækt og
segja hönnun kortsins enn einn
sigurinn í herferð „Brussel“ til að
þröngva Bretlandi inn í evrópskt
stórriki. „Þetta er allt samgöngu-
ráðuneytinu að kenna. Það seldi
vegabréfið þegar það samþykkti
evró-ökuskírteinið. Þegar það
varð grunnur nafnskírteinisins,
sátum við þar með uppi með það.
Nú verður Michael [Howard] að
beijast til að bjarga málinu,“ seg-
ir ónefndur þingmaður á hægri
væng Ihaldsflokksins.
Hægri menn vilja að brezki
fáninn, „Union Jack“, verði prent-
aður á skírteinið, auk Evrópufán-
ans. John Redwood, einn helzti
leiðtogi ESB-andstæðinga í
íhaldsflokknum, vill reyndar bara
hafa brezka fánann á skírteininu,
ekki Evrópufánann.
Sir Patrick Mayhew Norður-
írlandsmálaráðherra hefur svo
bent á nýjan flöt á málinu; að það
kynni að móðga lýðveldissinna á
Norður-írlandi ef brezki fáninn
væri prentaður á ökuskírteinin
þeirra. Andstæðingar sambands-
ins við Bretland líta á fánann sem
tákn brezka sambandsríkisins,
rétt eins og Bretar telja Evrópu-
fánann tákn ESB.
John Major forsætisráðherra
hefur nú blandað sér í málið og
mun reyna að höggva á fánahnút-
inn síðar í vikunni.
Okuskírteinið tekið
upp á lslandi
Tilskipun Evrópusambandsins
um samevrópsk ökuskírteini gildir
í öllum ríkjum Evrópska efnahags-
svæðisins. Áformað er að samevr-
ópska ökuskírteinið verði tekið
upp hér á landi á næsta ári. Fram
kom í Morgunblaðinu í síðustu viku
að verið væri að hraða undirbún-
ingi fyrir innleiðingu skírteinisins.
Samkvæmt upplýsingum frá dóms-
málaráðuneytinu liggur hönnun
íslenzka skírteinisins ekki fyrir.
ESB gefur út staðia um útlit skír-
teinisins, en innan þeirra hafa að-
ildarríkin ákveðið svigrúm.