Morgunblaðið - 20.08.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 21
Siguijónssafn
Slóvenskt verk
frumflutt á íslandi
Svava Bernharðs- Kristinn Örn Kristins-
dóttir víóluleikari. son píanóleikari.
Lokatón-
leikar Tón-
vakans
ÚTSENDINGAR frá lokatónleikum
Tónlistarkeppni Ríkisútvarpsins
fara nú fram á Rás 1 á sunnudög-
um. Á annan tug tónlistarmanna
skráðu sig til keppni í ár. Til úr-
slita keppa eftirtaldir fimm tónlist-
armenn á jafnmörgum útvarpstón-
leikum; Einar Jónsson, básúnuleik-
ari, Helga Rós Indriðadóttir, messó-
sópran, Miklós Dalmay, píanóleik-
ari, Sigurbjörn Bernharðsson, fíðlu-
leikari, Stefán Örn Arnarson, selló-
leikari.
Að tónleikum keppendanna lokn-
um verður, 22. september, tilkynnt
hver þeirra hlýtur tónlistarverðlaun
Tónvakans 1996. Sigurvegarinn
kemur fram með Sinfóníuhljómsveit
íslands á tónleikum á vegum Ríkis-
útvarpsins 17. október.
-----» ♦ ♦-----
Edda og Kjart-
an á Sóloni
EDDA Borg söngkona og Kjartan
Valdemarsson píanóleikari leiða
saman hesta sína á Sóloni íslandusi
í kvöld kl. 22.
Þriðjudagskvöldin á Sóloni eru
helguð djassinum og er efnisskráin
uppfull af ýmsum djasslögum. Edda
og Kjartan eru að koma saman á
ný eftir nokkurt hlé.
Á NÆSTU þriðjudagstón-
leikum í Listasafni Siguijóns
Ólafssonar, í kvöld þann 20.
ágúst klukkan 20.30, koma
fram þau Svava Bernharðs-
dóttir víóluleikari og Kristinn
Örn Kristinsson píanóleikari.
Á efnisskrá tónleikanna eru
eftirtalin verk: Gömbusónata
nr. 2 í D-dúr eftir J.S. Bach,
Sónata fyrir einleiksvíólu
opus 25 nr. 1 eftir Paul Hin-
demith, Bagatella fyrir víólu
eftir slóvenska tónskáldið P.
Ramovs og Sónata nr. 2 í
Es-dúr eftir Johannes
Brahms.
Svava er búsett í Slóveníu
og er persónulega kunnug
Ramovs. „Flutningurinn á
verki hans hér er ekki aðeins frum-
flutningur hér á landi heldur utan
Slóveníu yfirleitt. Ramovs er 75 ára
gamall. Hann hefur mikið dáiæti á
fjöllum og hleypur upp á hvert fjall
i Slóveníu á hveiju ári. Hann er
geysilega kraftmikill og til merkis
um það má einnig nefna að hann er
organisti og leikur í fimm messum
á hveijum sunnudegi og sækir svo
eina sjálfur. Það verður gaman að
flytja þetta verk eftir hann.“
Svava segir að Ramovs hafi hringt
í sig í vikunni og tilkynnt sér að
hann hafi samið verk fyrir sig og
eiginmann sinn. „Þetta er verk fyrir
viólu d’amore og obó d’amore sem
eiginmaður minn leikur á. Við mun-
um vonandi flytja það hér á landi
innan tíðar. Um efnisskrána á þriðju-
daginn kemur er annars það að segja
að hún samanstendur af eftirlætis-
verkum mínum. Þetta er skemmtileg
efnisskrá sem verður gaman að fást
við með Kristni Erni.“
Svava Bernharðsdóttir nam víólu-
leik hjá Nobuko Imai, William
Lincer og Karen Tuttle og lauk
doktorsprófi í víóluleik frá Juill-
iard skólanum í New York
1989. Næstu árin lærði hún á
barokkfiðlu við Schola Cantor-
um Basiliensis í Sviss. Svava
er búsett í Ljubljana í Slóveníu
þar sem hún er leiðari víólu-
deildar slóvensku Fílharmón-
íunnar auk þess sem hún er
dósent í víóluleik við Tónlistar-
háskóla Ljubljana. Síðastliðið
ár var gefinn út geisladiskur
með leik Svövu Bernharðsdótt-
ur og Kristins Arnar Kristins-
sonar.
Kristinn Örn Kristinsson
píanóleikari stundaði nám við
Tónlistarskólann á Akureyri og
Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann
fór síðan í framhaldsnám til Banda-
ríkjanna og lauk BM prófi frá Sout-
hern Illinois University, Edwards-
ville. Hann var auk þess í tvö ár við
St. Louis Conservatory of Music. Frá
því Kristinn kom heim frá námi hef-
ur hann verið eftirsóttur meðleikari
bæði af hljóðfæraleikurum og söngv-
urum. Kristinn er skólastjóri Tónlist-
arskóla íslenzka Suzukisambandsins
og kennir við Tónlistarskólann í
Reykjavík.
Nýjar bækur
í erli
dægranna
Út er komin ljóðabókin í erli dægr-
anna eftir Pétur Sumarliðason
kennara.
Pétur var fæddur 1916 og lést
1981. Hann kenndi m.a. í Fróðár-
hreppi, a
Drangsnesi,
undir Vestur-
Eyjafjöllum ogí
Reykjavík.
Hann var skóla-
stjóri í Fljótshlíð
og á Búðum við
Fáskrúðsfjörð.
Lengst af
kenndi hann við
Austurbæjar-
skólann í
Reykjavík en síðast við Seljaskóla.
Bókinni er skipt í þrjá hluta sem
nefnast Brot, Við hvítan jökul og
í erli dægranna. „Á yngri árum
orti Pétur mest bundið og rímað
en leysti upp formið þegar á leið,“
segir í kynningu.
Bókina bjuggu þau Guðrún
Gísladóttir og Gísli Ólafur Péturs-
son tilprentunar eftirhandritum
Péturs. Pétur Örn Pétursson að-
stoðaði við uppsetningu og útlit
texta. Kápu og myndsíður hannaði
auglýsingastofan Næst. Útgefandi
erGísli Olafur Pétursson.
Rú er rétti ttminn ttl að panfa
áhlaeðisefni fvrir vehirinn
•flklaeði fyrir heimilið:
Gobelin efni með fallegum mynslrum.
Höfum einnig ensk. amerísk, frönsk og ítölsk efni:
litrík. falleg og mikið úival mynstra.
•flklæði fyrir skrifstofuno,
ó stólono, ó skermveggino,
Fjölbreytt litaúrval, eldvarin, slitsterk gæðaefni.
Biðjið húsgagnaframleiðendur um efnin frá Vef.
•flklæði fyrir mikla notkun:
Slitsterk - eldvarin - litaúrval - má þvo.
Ultra rúskinn - Vinyl - Pluss.
Einnig okkar vönduðu gluggatjaldaefni,
veggfóður, gluggabrautir og gjafavara.
Toft-húsinu, Skólavörðustíg 25
Sími 552-29Ö0. Fax 552-2961
Norrænu Amanda verðlaununum úthlutað
Karl Júlíusson
hlaut sérstök verðlaun
KARL Júlíusson leikmynda- og
búningahönnuður hlaut sérstök
verðlaun fyrir verk sín, þegar nor-
rænu Amandaverðlaunin voru af-
hent á laugardag, þar á meðal í
verðlaunamyndinni „Breaking the
Waves“.
Verðlaunaafhendingin fór fram
í Haugasundi í Noregi og voru það
alls tólf myndir frá fimm löndum
sem kepptu um verðlaunin. Tvær
myndir frá Islandi, Benjamín dúfa
og Cold Fever voru þeirra á meðal.
Norðmenn veittu sérstök verð-
laun, m.a. fyrir bestan leik í karl-
og kvenhlutverki. Þau fyrrnefndu
hlaut Björn Sundquist og Rut
Tellefsen var valin bezta leikkon-
an fyrir leik í myndinni Kristín
Lavransdóttir, sem Liv Ullman
leikstýrði, en það var einmitt sú
myndin, sem ásamt verðlauna-
myndinni aflaði Karli verðlauna
hans.
Siemens heimilistækin eru rómuð fyrir
stílhreina hönnun og góða endingu.
Það er staðreynd.
Smith & Norland býður mikið úrval
heimilistækja frá Siemens.
Fagleg ráðgjöf og góð þjónusta.
Það er staðreynd.
Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru:
• Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála • Snæfellsbær: Blómsturvellir
• Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavík • Búðardalur: Ásubúð • fsafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni
• Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: Öryggi • Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M.
• Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson
• Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt • Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Hella: Gilsá
• Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði.
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 5113000