Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 52

Morgunblaðið - 20.08.1996, Side 52
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRVM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sigri fagnað í Atlanta ÓLAFUR Eiríksson fagnar sigri í 100 metra flugsundi á Ólympíumóti fatlaðra íþrótta- manna í Atlanta. Ólafur varði titil sinn frá því í Barcelona fyrir fjórum árum og krækti sér einnig í bronsverðlaun í 200 m fjórsundi fyrsta dag keppninnar. Kristín Rós Há- konardóttir sigraði í 200 metra fjórsundi og setti heimsmet í sínum flokki og Birkir Rúnar Gunnarsson setti Islandsmet í sínum flokki í 200 metra fjór- sundi og dugði það honum í fjórða sætið. Metin strax / B3 Fulltrúi Eftirlitsstofnunar EFTA um dómsmál vegna vörugjalds Verður aðeins lokið fyrir EFTA-dómstólnum Virkjanir kostuðu 20 milljarða KOSTNAÐUR vegna nýrra virkjana til þess að anna orku- þörf vegna hugsanlegrar stækkunar járnblendiverk- smiðjunnar og reksturs álvers Columbia Ventures á Grund- artanga er gróflega áætlaður 20 milljarðar króna. Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi hjá Landsvirkj- un, segir að af viðskiptaástæð- um gefi fyrirtækið ekki upp kostnað við einstakar fram- kvæmdir. Náist samningar við Járn- blendifélagið og Columbia Ventures þarf að ráðast í virkj- unarframkvæmdir sem gróf- lega má áætla að kosta muni nálægt 20 milljörðum króna. Þær virkjanir sem þar er um að 'ræða eru Nesjavallavirkjun I og II, stækkun Kröfluvirkj- unar, Hágöngumiðlun, Sultar- tangavirkjun og Bjarnaflag. BJÖRN Friðfinnsson, eftirlitsfull- trúi í Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir að máli stofnunarinn- ar á hendur ísienzka ríkinu, sem höfðað hefur verið fyrir EFTA- dómstólnum í Genf, verði haldið til streitu. Því verði ekki lokið með öðrum hætti en í réttarhaldi fyrir dómnum, annað hvort með dómi eða sátt. Málið varðar álagn- ingu og innheimtu vörugjalds hér á Lndi. ísland er fyrsta EFTA-ríkið, sem ESA kærir til dómstólsins. Stofnunin hefur haldið því fram að íslenzk lög um vörugjaid, sem voru í gildi allt fram til 1. júlí síðastliðins, hafi brotið samning- inn um Evrópskt efnahagssvæði, en hann tók gildi í ársbyrjun 1994. ESA telur að íslenzkum stjórnvöldum hafi ekki verið heimilt að finna grundvöll vöru- gjalds með því að áætla 25% heild- söluáiagningu á innfluttar vörur, í stað þess að miða við raunverð eins og þegar um innlenda fram- leiðslu er að ræða. Jafnframt tel- ur stofnunin að það hafi ekki sam- rýmzt reglum EES að veita inn- lendum framleiðendum frest á greiðslu gjaldsins, en ekki erlend- um. ESA sendi fjármálaráðuneyt- inu fyrst athugasemdir við þessa löggjöf 22. júlí 1994. Lögunum var hins vegar ekki breytt fyrr en 1. júlí síðastliðinn, er EES- samningurinn hafði verið í gildi í hálft þriðja ár. Fer í réttarhald í haust „Málið er hjá EFTA-dómstóln- um og fer í réttarhald í haust. Það verður aðeins leyst fyrir dómstóln- um, annað hvort með dómi eða með sátt,“ segir Björn. Hann seg- ist telja líklegt að vel yrði tekið í tilboð af hálfu íslands um sátt í málinu. í slíkri sátt fælist væntan- lega, að sögn Björns, að Island gæfi yfirlýsingu, þar sem viður- kennt væri að löggjöf um vöru- gjald hafi brotið EES-samninginn. Vilji Island hins vegar ekki sátt í málinu, muni ESA krefjast þess að dómur verði kveðinn upp, um að löggjöfin hafi verið andstæð EES-samningnum. EFTA-dómstóllinn hefur ekki lagaheimildir til að beita aðildar- ríki EFTA neinum viðurlögum. Dómstóllinn getur einungis skorið úr um hvort EES-samningurinn hafi verið brotinn eður ei. Fram- haldið er undir öðrum aðildarríkj- um EFTA komið. Þá er hugsanlegt að einkaaðilar telji að brot ríkis á EES-samningn- um hafi skapað þeim fjárhagstjón og skaðabótarétt á hendur viðkom- andi ríki. Að sögn Björns hefur íslenzka ríkið í raun viðurkennt að fýrri vörugjaldalöggjöf hafi verið andstæð EES-samningnum, með því að breyta lögunum fyrr í sumar. Ur kjaradeilu í Smuguna 100 milljóna kr. halli hjá 13 af 14 stærstu s veitarfélögrinum Lífeyrisskuldbindingar 15 milljarðar umfram eignir LÍFEYRISSKULDBINDINGAR sveitarfélaganna umfram eignir viðkomandi lífeyrissjóða nema nú um 15-20 milljörðum króna, að því er fram kemur í samantekt Hagtalna mánaðarins. Þessar skuldbindingar eru ekki teknar inn í yfirlit yfir skulda- stöðu sveitarfélaganna en sé það gert er áætlað að hreinar skuldir þeirra í lok þessa árs muni nema um 40-45 milljörðum króna, eða sem svarar til um 8-9% af lands- framleiðslu og 130-150% af skatt- tekjum allra sveitarfélaganna í landinu. Gert ráð fyrir 100 milljóna króna halla í ár Áætlað er að heildarskuldir sveitarfélaganna fyrir utan líf- eyrisskuldbindingar muni nema um 25 milljörðum króna í lok þessa árs. Er það lítils háttar aukning frá árslokum 1994 er heildarskuldir sveitarfélaganna námu um 22 milljörðum króna. 13 af 14 stærstu sveitarfélög- um landsins áætla að um 100 milljóna króna halli verði af rekstri þeirra á þessu ári. Þetta er talsvert minni halli en á síð- asta ári er hann var 1.700 milljón- ir króna. Er ekki gert ráð fyrir neinum umtalsverðum niður- skurði í rekstrar- og þjónustu- gjöldum heldur er áætlað að ná fram þessum sparnaði með niður- skurði í fjárfestingum sveitarfé- laganna. ■ Stefnt að/16 JÓN ívar Einarsson hefur verið ráðinn læknir á varðskipið Óðin sem áætlað er að haldi á morg- un áleiðis í Smuguna til aðstoð- ar við íslenska sjómenn þar. Jón Ivar kveðst ekki hafa stundað læknisverk á sjó, en til þessa hefur hann starfað að mestu á Landspítalanum, -auk starfa í heilsugæslu, en hann hefur almennt lækningaleyfi. „Eg lenti í vinnudeilunum sem nú standa yfir og í og með þess vegna sótti ég um starfið á Óðni, en aðallega er það þó ævintýraþráin sem ræður, þörf- in fyrir að reyna eitthvað nýtt og spennandi,“ segir hann. Læknir til sjós í fyrsta skipti Þetta er í þriðja árið í röð sem Óðinn siglir í Smuguna og kveðst Jón ívar hafa rætt við forvera sína í starfi og fengið gögn frá þeim, sem hann hafí kynnt sér og muni gera áfram til að fá hugmynd um hvað bíður hans. „Allt mögulegt getur komið Morgunblaðið/Ásdís JÓN ÍVAR Einarsson siglir með varðskipinu Óðni í Smuguna til að sinna læknisþjónustu við íslenska sjómenn þar. upp á, en ákveðin hefð er þó komin á lyf og búnað. Ég hef helst áhyggjur af sjóveikinni og hyggst birgja mig upp af sjó- veikiplástrum og -töflum til að hafa varann á,“ segir Jón ívar en hann hefur ekki verið til sjós áður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.