Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Banaslys í umferðinni orðin sex í ár Uppsteypa nýrrar álversbyggingar í Straumsvík gengur vel Aðeins ungmenni hafa beðið bana SEX íslendingar hafa beðið bana í jafn mörgum umferðarslysum í ár. Eingöngu ungmenni hafa látist í þessum slysum samkvæmt upp- lýsingum frá Umferðarráði, þar af fimm sautján ára og yngri en einn var 27 ára. Fimm karlar og ein kona eru í þessum hópi. „Það er mjög sláandi staðreynd að þeir sem beðið hafa bana í umferðinni skuli allir vera svona ungir,“ segir Örn Þorvarðarson hjá Umferðarráði. Hann segir vissu- lega geta verið um tilviljun að ræða en einnig verði að taka tillit til þess að akstursreynsla eða öllu heldur reynsluleysi geti verið áhrifaþættir. Mörg banaslys síðla árs Örn segir alltaf mjög erfitt að lesa í tölur um fjölda látinna í umferðinni hér þar sem um sé að ræða lágar tölur sem séu sveiflum háðar. I fyrra létust 24 í umferðar- slysum og er það nærri meðaltali. Öm segir að þá hafí 13 látist á fyrstu átta mánuðum ársins en síðan hafí 10 látist á aðeins tveim- ur mánuðum. Vestfirskur skelfiskur hf. á Flateyri Sott um áframhald- andi greiðslustöðvun FORSVARSMENN Vestfírsks skelfísks hf. funduðu með lánar- drottnum í gær þar sem þeim var gerð grein fyrir stöðu félagsins. Fyrirtækinu var veitt þriggja vikna greiðslustöðvun fyrir skemmstu og eftir rúma viku sæk- ir fyrirtækið um áframhaldandi greiðslustöðvun til þriggja mán- aða. Skuldir fyrirtækisins nema 253 milljónum króna. Einar Oddur Kristjánsson, stjórnarformaður Vestfírsks skel- fisks, segir að greiðslustöðvunar- tíminn verði notaður til þess að reyna að semja við lánardrottna sem einkum eru opinberir sjóðir. Starfsemi fyrirtækisins stöðvaðist þegar skip þess, Æsa ÍS, fórst í Arnarfirði í júlí. Fyrir- tækið er að leita að nýju skipi. Einar Oddur segir að reynsla fyrir- tækisins af rekstrinum sé sú að til þess að tryggja rekstraröryggið og stækka það hafsvæði sem hægt er að sækja á sé mjög æskilegt að keypt verði stærra skip í stað Æsu. Morgunblaðið/Kr.Ben. Byggingin 4 vikum á undan áætlun UPPSTEYPA nýrrar álversbygging- ar ÍSAL í Straumsvík gengur sam- kvæmt áætlun og gott betur, að sögn Gunnlaugs Kristjánssonar, framkvæmdastjóra tæknisviðs hjá verktakafyrirtækinu Álftárós hf. Gunnlaugur segir að framkvæmdir við uppsteypu byggingarinnar hafí hafist í febrúar en séu nú langt komnar. Lokið hefur verið við að steypa botnplötur og undirstöðu byggingar- innar. Um þessar mundir er unnið við að steypa undirstöður undir ker álversins. „Þetta gengur glimrandi vel,“ sagði Gunnlaugur í gær. „Við erum u.þ.b. fjórum vikum á undan áætlun og raunar átta vikum á und- an upphaflegri áætlun. Við erum búin með 85% af verkhluta okkar sem er stærsti verkþátturinn í bygg- ingu nýja álversins. Við gerum ráð fyrir að verklok verði um mánaða- mótin október - nóvember," sagði hann. Uppsetning stálvirkis hafin ístak hf. hefur samhliða uppsteyp- unni hafið annan verkþátt sem er uppsetning stálvirkis og klæðning þess. Auk þessara verkþátta verða fjölmörg hliðarverk unnin. Gunn- laugur segir að á meðal verkefna séu stækkun steypuskála, bygging þurrhreinsistöðvar og steypustöðvar og lagning raflagna. Á myndinni sést nýi kerskálinn. límm ' íf-' ■ ; J 'ir^ ^,nrn^_ | r wwwt. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá BYKO. Innflytjendur íhuga að höfða skaðabótamál vegna vörugjalds Bíða niðurstöðu EFTA-dómstólsins INNFLYTJENDUR hafa rætt um að höfða skaðabótamál á hendur íslenzka ríkinu vegna fram- kvæmdar á innheimtu og álagn- ingu vörugjalds hér á landi 1. jan- úar 1994 til 1. júlí síðastliðins, en Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur að á þessu tímabili hafí löggjöf um vörugjald brotið samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Menn hyggjast þó bíða niðurstöðu Bóklestur, bókakaup og geisladiskanotkun Lest þú bækur? 17,0% Spilar þú geisla- diska? Hve margar bækur lastu á síðast liðnum 12 mánuðum? Hve margar bækur keyptir þú í bókaklúbbum á s.l. 12 mán.? Hve margar bækur keyptir þú í bókaverslunum s.l. 12 mán.? Meðal- Staðal- fjöldi frávik V 2,9 4,5 5,3 Hve oft spilar þú geisladiska? Svo til daglega 23,5% Nokkrum Vikulega- sinn. í viku hálfsmán. Sjaldnar Aldrei I I Erlend tónlist íslensk tónlist Popp, rokk Klassísk tónlist Jazz, blues NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR 1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu. ÞYÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr.eru allir Islendingar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt uppiýsingum frá Hagstofu Isl. Hvert prósentustig í könnuninni samsvarar því um 1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, sem eru á niðurstöðum í könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð í mannfjölda. málsins fyrir EFTA-dómstólnum. ESA hefur kært ísland til EFTA-dómstólsins vegna málsins. Björn Friðfínnsson, eftirlitsfulltrúi hjá ESA, sagði í Morgunblaðinu í gær að málinu yrði ekki lokið með öðrum hætti en í réttarhaldi fyrir dómstólnum, annaðhvort með dómi eða með sátt. Birgir Ármannsson, lögfræð- ingur Verzlunarráðs íslands, segir að allmargir félagsmenn ráðsins hafí rætt þann möguleika að höfða mál á hendur ríkinu vegna þess ástands, sem ríkti í tvö og hálft ár eftir samþykkt EES-samnings- ins, eða þar til lögum um vöru- gjald var breytt nú í sumar. „Ég þykist vita að þessi viðbrögð Eftir- litsstofnunar EFTA nú verði til að ýta undir þessar umræður," segir Birgir. Krafa vegna ofgreidds gjalds eða fjárbindingar ESA telur að tvö atriði í þáver- andi löggjöf um vörugjald hafi brotið samninginn; annars vegar að finna grundvöll vörugjalds með því að áætla 25% heildsöluálagn- ingu á innfluttar vörur, í stað þess að miða við raunverð eins og þeg- ar um innlenda framleiðslu er að ræða, og hins vegar að innlendum framleiðendum hafí verið veittur frestur á greiðslu gjaldsins, en ekki erlendum. Birgir segir að annars vegar geti heildsalar gert bótakröfur á hendur ríkinu þar sem þeir hafí ofgreitt vörugjald vegna áætlunar heildsöluálagningar. Hins vegar sé spurning hvernig innflytjendur meti það óhagræði, sem þeir hafi orðið fyrir vegna fjárbindingar, sökum þess að þeir hafí orðið að greiða vörugjaldið strax við tollaf- greiðslu, en ekki fengið gjaldfrest. Menn muni skoða þennan flöt, þótt flóknara sé að meta tjón vegna fjárbindingar. „Miðað við það, sem ég hef skoðað í þessu máli, ættu að vera talsverðar líkur á að menn geti sótt bætur vegna þessarar löggjaf- ar, sem stríddi gegn samningnum um Evrópska efnahagssvæðið," segir Birgir. Gjaldið greitt með fyrirvara Kristmann Magnússon, stjómarformaður Pfaff hf., segir að margir innflytjendur bíði niður- stöðu málsins fyrir EFTA-dóm- stólnum. Flestir hafi þeir sent tollayfírvöldum bréf um að öll vörugjöld, sem þeir greiddu eftir gildistöku EES-samningsins, væru greidd með fyrirvara um réttmæti álagningar. „Við erum enn með þann möguleika opinn að fara fram á skaðabótagreiðslur eða endurgreiðslu á ofgreiddu vöru- gjaldi. Við erum búnir að hafa það mikil óþægindi af þessu, að ég vorkenni fjármálaráðherra ekki að hafa dálítil óþægindi líka,“ segir Kristmann. Læknadeilan Nýr fundur á föstudag SAMNINGAFUNDI heimilislækna og samninganefndar ríkisins lauk í gærkvöldi án þess að þokast hefði í samkomulagsátt. Hefur annar fundur verið boðaður á föstudag. Gunnar Björnsson, varaformaður samninganefndar ríkisins, segir lín- ur hafa skýrst um margt, einkum hvar mörkin liggi á milli deiluaðila, þótt lítt hafi miðað. „Mörkin lágu kannski fyrir áður en þau eru orðin skarpari og ég er ekki bjartsýnn um lausn á næstu dögum, miðað við óbreyttar for- sendur. Læknar setja kröfur sínar fram með ákveðnum hætti og þeir eru kannski heldur kröfuharðari en aðrir. Það sem þeir eru að fara fram á er langt umfram það sem aðrir hafa farið fram á, við könnumst ekki við að orðið hafi svo mikill munur á milli þeirra og annarra stétta,“ segir hann. Báðir þurfa að slaka Gunnar Ingi Gunnarsson, for- maður samninganefndar lækna, segir að á fundinum hafí verið far- ið yfír flest það sem hefur verið til umræðu frá upphafi viðræðna. „Mér fínnst menn skilja stöðuna betur núna en nokkru sinni þannig að nú ríkir meiri skilningur en ég hef numið áður, sem mér finnst jákvætt," segir hann. Hann segir að haft verði sam- band við félagsmenn i Félági ís- lenskra heimilislækna til að greina þeim frá stöðu mála fyrir fundinn á föstudag. Hann voni að samninga- nefnd ríkisins vinni ákveðna heima- vinnu á sama tíma, en þó sé ljóst að báðir aðilar verði að hittast til- búnir til að slaka á afstöðu sinni, eigi árangur að nást.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.