Morgunblaðið - 21.08.1996, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Reykjavíkurborg
Nefndum
fækkað
umtvær
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt tillögu um að sameina
skipulags- og umhverfisnefnd
í eina nefnd og að atvinnu-
og ferðamálanefnd verði sam-
einaðar í eina nefnd. Samein-
ingin tekur gildi 1. október
næstkomandi.
Borgarráð samþykkti enn-
fremur að vísa þriðja lið í til-
lögu borgarráðsfulltrúa
Reykjavíkurlistans til frekari
meðferðar stjórnkerfisnefnd-
ar. I þeim lið er gert ráð fyr-
ir að fræðsluráð, stjóm Dag-
vistar barna og stjórn Vinnu-
skólans sameinist í eina
nefnd, menntamálanefnd, og
að sameiningin taki gildi við
upphaf næsta kjörtímabils.
Stefnt er að því að stjórnkerf-
isnefnd skili næsta áfangaáliti
fyrir 1. desember næstkom-
andi.
í bókun borgarráðsfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins segir að
stjórnkerfisnefnd hafi verið
sammála um að leggja fram
tillögur um sameiningu ellefu
nefnda í fimm. Fullt sam-
komulag hafi verið um tillög-
urnar hjá fulltrúum R-lista
og fulltrúum sjálfstæðis-
manna sem sitja í nefndinni.
Lýst er yfir stuðningi við þær
tillögur og full ástæða talin
til að fylgja þeim eftir á þessu
ári. Þannig náist veruleg hag-
ræðing, bæði í stjórnun og
kostnaði. Enn væri þó óljóst
hvort R-listinn ætli að fjölga
í þeim tveimur nefndum sem
hann hefur sæst á að verði
breytt, það er úr fimm í sjö
manna nefndir. Ávinningur
af breytingunni yrði þá afar
lítill.
Maður féll
úr háu tré
RÚMLEGA fertugur maður
féll um 7-8 metra úr tré sem
hann var að snyrta í Hvassa-
leiti í Reykjavík í fyrrakvöld.
Maðurinn hlaut nokkur
meiðsl, m.a. opið beinbrot á
handlegg og höfuðmeiðsl.
I fyrrinótt varð vinnuslys
um borð í Mælifelli þegar
vaktmaður féll 2 metra í stiga.
Vaktmaðurinn fór úr báðum
axlarliðum.
Líkið var af
sænska sjó-
manninum
BÚIÐ er að bera kennsl á lík
sem dragnótabáturinn Haföm
KE fékk í nótina sl. fimmtu-
dag 1,8 sjómílur norður af
Garðskaga.
Samkvæmt upplýsingum
Ólafs Helga Kjartanssonar,
sýslumanns á ísafirði, er líkið
af Leif Johan Karlsson, 26 ára
gömlum manni, sem féll út-
byrðis af Gylli frá Flateyri
fyrir tveimur vikum.
Að sögn Ólafs Helga er
gengið út frá því að um slys
hafi verið að ræða og er líkleg-
asta dánarorsök talin vera
drukknun.
Leif Johan hafði verið bú-
settur á ísafírði í um eitt ár
og starfað hjá Norðurtangan-
um. Hann lætur eftir sig unn-
ustu.
Ónæmi gegn sýklalyfjum
vaxandi vandamál hérlendis
Morgunblaðið/Ásdís
Unglingar mála undirgöng
UNGLINGAR úr Grafarvogi
unnu í sumar við að mála
undirgöng við Foldaskóla og
Félagsmiðstöðina Fjörgyn, þar
sem þemað var forvarnir gegn
vímuefnum.
Vinnuskóli Reykjavíkur og
félagsmiðstöðin Fjörgyn í
Grafarvogi, sem rekin er af
ÍTR, stóðu fyrir verkefninu,
sem sameinaði forvarna-
fræðslu og sumarvinnu.
Ungmennin unnu í fjórum
hópum, sem hver var starfandi
í þrjár vikur, og gátu þau með
vinnu sinni miðlað til annarra
unglinga þeirri forvarna-
fræðslu sem þau höfðu fengið.
Á myndinni eru Gunnur
Jónsdóttir, Gunnhildur Guð-
mundsdóttir, Sævar Pálmi Sig-
urðarson, Ásta Huld Hreins-
dóttir og Vignir Már Sigur-
jónsson við ein þeirra undir-
ganga sem þau unnu í sumar
við að mála í Grafarvogi í
Reykjavík.
Sjálfstætt starfandi
heimilislæknar
Álag fer
vaxandi
ÁLAGIÐ hjá sjálfstætt starfandi
heimilislæknum í Reykjavík fer
smám saman vaxandi. Auk þeirra
eigin sjúklinga er það bæði utan-
bæjarfólk og skjólstæðingar
heilsugæslustöðvanna sem leitar
til þeirra, að sögn Ólafs F.
Magnússonar, formanns Félags
sjálfstætt starfandi heimilislækna.
Alls eru nítján sjálfstætt starf-
andi heimilislæknar í Reykjavík
og á skrá hjá þeim eru hátt í 35
þúsund manns, eða um þriðjungur
borgarbúa.
„Okkur þætti það vera alveg
sérlega óviðeigandi að bæta við
okkur sjúklingum þegar starfs-
systkini okkar á heilsugæslustöðv-
unum standa í kjaradeilu, en við
reynum að sjálfsögðu að sinna
okkar skyldum_ við skjólstæðinga
okkar,“ segir Ólafur.
Aðspurður hvort sjálfstætt
starfandi heimilislæknar neyðist
þó ekki samt sem áður til að þæta
við sig sjúklingum meðan á deil-
unni stendur, segir Ólafur að þeir
reyni að leysa vanda þeirra- sem
til þeirra leiti. „Við gerum okkur
alveg grein fyrir því hvaða skyld-
um við höfum að gegna sem lækn-
ar,“ segir Ólafur að lokum.
ÓNÆMI gegn sýklalyfjum er vax-
andi vandamál á íslandi. Grein
eftir íslenska vísindamenn og
lækna um þetta efni birtist fyrir
skömmu í hinu virta læknatímariti
Brítish Medical Journal. Hún segir
frá rannsókn á sambandi sýkla-
lyfjanotkunar á íslandi og út-
þreiðslu baktería sem eru ónæmar
gegn þeim.
Rannsóknin beindist að pne-
umókokkabakteríum sem á íslandi
eru algengustu sýkingarvaldar í
efri loftvegum og valda til dæmis
lungnabólgu, eyrnabólgu og kinn-
holubólgum. Að sögn Vilhjálms
Ara Arasonar, eins höfunda grein-
arinnar, bárust pneumokokka-
bakteríurnar að öllum líkindum
hingað frá Spáni. Hér virðast þær
hafa fundið kjörumhverfi. í tíu til
tuttugu prósent sýkingartilfella .
eru bakteríurnar ónæmar gegn
sýklalyfjum
Rannsóknarhóþurinn ræktaði
sýni úr nefi þúsund barna á fimm
Islensk rannsókn sýnir að
súlfalyf geta verið varasöm
svæðum á íslandi og safnaði upp-
lýsingum um notkun sýklalyíja
þar. Island hentar vel til þessara
rannsókna því að hér er notkun
sýklalyfja meiri en í nágranna-
löndum okkar, sérstaklega notkun
breiðvirkra sýklalyfja og vegna
þess að lyfjanotkun er hér tölvu-
skráð í apótekum.
Beina þarf sjúklingum
frá súlfaJyfjum
Niðurstöðurnar rannsóknarinn-
ar sýna að vaxandi útbreiðsla
ónæmra pneumókokkabaktería á
íslandi tengjast mikilli .notkun
sýklalyfja. Vilhjálmur segir. að
margt þendi til þess að svonefnd
súlfalyf séu varasömúst. „Súlfá-
lyfin hafa verið töluvert notuð hér
landi því þau eru ódýr, bragðgóð
og auðveld í notkun. Þau eru ódýr
í framleiðslu en vegna þess hversu
varasöm þau eru ætti frekar að
beina fólki frá þeim með hærra
verði. Það má nota þau við ákveðn-
um sýkingum en alls ekki sem
fyrsta lyf. Auk þess að vera lík-
legri til að valda ónæmi geta súlfa-
lyfin haft lífshættulegar auka-
verkanir. Þær eru sem betur fer
mjög sjaldgæfar, en af þessari
ástæðu hafa þau til dæmis lítið
verið notuð á Norðurlöndum."
Tímaskortur lækna
og foreldra vandamál
Vilhjálmur segir að mikil notk-
un sýklalyija skýrist meðal annars
af þvi að læknar hafi of lítinn tíma
til að sinna sjúklingum. „Ég hef
sjálfur starfað sem heilsugæslu-
læknir og veit að það er oft mikið
álag og tímaskortur. Þetta snýr
bæði að læknum og sjúklingum.
Sem dæmi má nefna að það er
ekki alltaf ástæða til þess að gefa
börnum sýklalyf gegn eyrnabólgu.
En vegna þess hversu vinnuharka
er mikil hér á landi er lítill skilning-
ur á því að foreldrar þurfi að vera
heima hjá börnum. Því er leitað
að fljótlegustu leiðinni, og það er
að gefa sýklalyf. Börn eru heldur
ekki alltaf látin vera heima þó þau
beri smitandi bakteríur, einnig
vegna þess að foreldrar eiga erfitt
með að fá frí til að vera heima
hjá þeim.“
Vilhjálmur telur að læknum
gefist ekki nægur tími til að fræða
sjúklinga. „Það vantar að ræða
sjúkdómana nánar og fylgja með-
ferðinni eftir. Ef árangur á að
nást þarf meiri tími að gefast á
grunnstigi heilbrigðisþjónustunn-
ar. Við þurfum að stunda heilsu-
gæslu í víðum skilningi. Um þetta
er meðal annars rætt í deilu heilsu-
gæslulækna og ríkisins."
Svínakjöt
lækkað í verði
Tveimur læknum bætt við á slysadeild
Ekki verið að opna
heimilislæknaþj ónustu
FORMAÐUR Svínaræktarfélags
Islands segir að stórfelld verðlækk-
un hafi orðið á svínakjöti á þessu
ári. Segir að það sýni að óþarfi
hafi verið hjá aðilum vinnumarkað-
arins að óttast að verð þessara af-
urða raskaði verðlagsforsendum á
þessu ári, eins og m.a. kom fram
í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar við
endurnýjun kjarasamninga.
Kristinn Gylfi segir að fram-
leiðsla á svínakjöti hafi aukist um
10% sl. tólf mánuði. Það hafi leitt
til harðnandi samkeppni og verð-
lækkunar. Segir hann að verð til
framleiðenda hafi á þessu ári verið
10-15% Iægra en á sama tíma í
fyrra. Meðalverðið sé enn lægra
vegna þriggja stórútsala þar sem
verðið var lækkað um 30%. Sala á
svínakjöti hefur aukist í takt við
framleiðsluna á þessu tímabili, að
sögn Kristins Gylfa.
Segist hann viss um að þetta
komi í ljós þegar niðurstöður athug-
unar ráðuneyta á verðlagsþróun
verði birtar. Þá verði ljóst að engin
efni hafi verið til að gera þessa
atvinnugrein tortryggilega í þessu
sambandi.
TVEIMUR læknum hefur verið
bætt við á vakt á slysadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur vegna aukins
álags. Jón Baldursson, yfirlæknir
slysadeildar, segist þó vilja taka
skýrt fram að slysadeildin sé ekki
að opna heimilislæknaþjónustu, á
deildinni sé fyrst og fremst slysa-
og bráðamótttaka og svo muni
verða áfram.
„Við höfum haft hér liðsauka síð-
ustu tvær vikumar frá einum lækni,
sem sinnir fyrst og fremst síma-
ráðgjöf, og erum að bæta við öðrum
manni, sem er vanur slysadeildar-
maður og verður hér meðan á
læknadeilunni stendur. Hann verð-
ur aðallega bundinn yfir endurkom-
um, þ.e. þegar fólk þarf að koma
aftur einhverra hluta vegna í eftir-
lit. Það hefur aukist líka, þar sem
sumar af þessum endurkomum eru
tilfelli sem við annars myndum
senda á heilsugæslustöð,11 segir Jón.
1
I
I
l
I