Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 28
. 28 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR Guðlaug Guð- laugsdóttir fæddist 28. maí 1905 í Akureyjum á Breiðafirði og ólst upp í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Hún lést á Dvalarheimil- inu Silfurtúni í Búð- ardal 14. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Guðlaugar voru ^hjónin Solveig Stur- laugsdóttir og Guð- laugur Guðmunds- son. Hún var fjórða í hópi sjö systra. Aðeins þijár þeirra komust til fullorðinsára; Guð- rún, Guðlaug og Júlíanna Jó- hanna. Guðlaug missti föður sinn sjö ára gömul og byijaði ung að vinna fyrir sér og vann ýmis störf viða um land. Það er nú einu sinni þannig í þess- ari tilveru að annað hvort er maður lifandi eða ekki. Fólk sem verður lítil- fjörlegt með árunum, t.d. vegna elli- hrörnunar eða sjúkdóma, er engu að síður lifandi. Bjargarlaust, rúmfast eða jafnvel meðvitundarlaust fólk tengt öndunarvél hefur enn yfír að ráða lífsanda. Þetta átti við um ömmu. Við sem umgengumst hana síðustu vikurnar og mánuðina vissum vel að hverju dró. En á meðan lífs- andinn bjó enn í bijósti hennar viss- um við einnig að hún yrði ekki frá okkur tekin. Þetta var spurning um tíma, millibilsástand þar sem við gátum ýtt á undan okkur söknuði og hræðslu við missi, sem í vændum var. Nú er tími ömmu meðal okkar lið- inn. Minning hennar lifir áfram í hjörtum þeirra sem hana þekktu og umgengust. Og þó að í huga mínum séu minningar um hana alveg síðan ég man eftir mér, eða í tæp 30 ár, þá geri ég mér grein fyrir því að það er aðeins brot af lífi ömmu. Amma varð nefnilega langlíf og eignaðist sína syni um miðjan aldur. Um lífs- blóma ömmu, æsku, manndómsár og búskapartíð, á ég því miður engar minningar. Amma var lágvaxin, hnellin og andlitsfríð kona. Hún var gamansöm meira en gengur og gerist. Hún gerði sjaldan grín að öðrum en því meira að sjálfri sér. Gamanvísur kunni hún ^iölmargar. Henni var einnig í blóð borið að leita sátta og bera klæði á Árið 1936 giftist Guðlaug Eyjólfi Stefánssyni frá Kleifum í Gilsfirði. Bjuggu þau víða í Saurbæjarhreppi; fyrst á Kleifum, síð- ar í Tjaldanesi, Hvammsdal og síð- ast að Efri-Brunná. Eyjólfur og Guðlaug eignuðust þrjá syni; Stefán, f. 1937, Stur- laug, f. 1940, og Guðlaug Veigar, f. 1947. Arið 1988 lést Eyjólfur Stefánsson. Guðlaug bjó síðustu níu árin sin á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal. Útför Guðlaugar verður gerð í dag frá Staðarhólskirkju í Dalasýslu og hefst athöfnin klukkan 14. vopn hvort sem það var í samskiptum við aðra eða sem þriðji maður í sam- ræðum og deilum. Létta lund og lif- andi gamansemi bar hún vel fram á tíðræðisaldurinn. í mínum huga hefði mátt sæma hana heiðursdoktorsgr- áðu fyrir að létta lund samferða- manna sinna með eðlislægri gaman- semi. Þegar amma og afi hættu að búa á Efri-Brunná og eftirlétu syni og tengdadóttur jörðina, byggðu þau sér lítið hús þar skammt frá. Fyrir lítil barnabörn var þetta nokkur leið að fara. En við vorum nú ekki orðin mjög gömul þegar við fórum að stunda reglulegar og óreglulegar heimsóknir til afa og ömmu. Stund- um gistum við þar einnig um lengri eða skemmri tíma. Þetta varð okkar annað heimili. Amma hafði alltaf tíma til að spila og hafði reyndar mjög gaman af því. Hún kenndi okk- ur íjölmörg spil. Alltaf þegar hún kenndi okkur spil, byijaði hún á því að segja: „Ætli ég sé ekki búin að gleyma því.“ Hún kenndi mér einnig að tefla að nokkru leyti og hefur uppgert minnisleysi eflaust hjálpað okkur til að læra ný spil og mann- ganginn svo fljótt, því okkur fannst sem við þyrftum sífellt að vera að kenna ömmu allt það sem hún þótt- ist ekki muna. Á matarborði ömmu voru stundum réttir sem ekki fundust annars stað- ar betri. Þar ber fyrst að nefn? sér- stakt te sem nefnist Melroses. Lykt- in af þessu tei vakti okkur á morgn- ana þegar við gistum hjá afa og ömmu og þá gátum við labbað ber- fætt fram í eldhús, sest þar á sér- staka kolla, dregið undir okkur fæ- turna og sötrað þetta te. Á matartím- um var ég hrifnastur af fiskibollun- um hennar ömmu. Þær voru stórar, guileitar og mjög vel steiktar. í kaffi- tímum voru það flatkökurnar sem báru af. Þær voru frekar þykkar, grófar og dökkar. Einu sinni þegar ég var á unglingsárum ákvað ég að læra að búa til svona kökur. Ég mætti með bók og blýant í bakstur- inn til ömmu og ætlaði að ná galdrin- um niður á blað. Amma byijaði að blanda deigið. Ekki var notast við nein mælitæki heldur notaði amma lúkuna á allt þurrefni. Amma bland- aði vatni og bætti við rúgi eftir til- finningunni einni saman. Ég lagði skriffærin frá mér og sá að þessi uppskrift yrði aldrei bókuð. Amma dó í sama héraði og hún fæddist í. Hvergi annars staðar hefði hún viijað búa og hvergi annars stað- ar deyja. Saurbær í Dalasýslu var fegursta sveit sem hún hafði augum litið og á því hafði hún oft orð. Þar fær hún nú að hvíla við hlið eigin- manns síns í kirkjugarði Staðarhóls- kirkju. Að ömmu og afa liðnum búa eftir í mér minningar og reynsla sem hafa haft mikil áhrif á manndóm minn og þroska. Hjartans þakkir þeim aðstæðum sem þessi kynni gáfu. Að lokum vil ég senda sérstakar þakkir starfsfólki Silfurtúns í Búð- ardal fyrir framúrskarandi umönnun síðustu árin hennar ömmu og þá sérstaklega síðustu vikurnar. Öllum afkomendum, skyldfólki og vinum Guðlaugar sendi ég mínar bestu sam- úðarkveðjur. Guð faðir veri með okk- ur öllum. í minningu ömmu minnar Laugu. Eyjólfur Sturlaugsson. Amma mín og afi voru fastur punktur í tilveru minni í barnæsku enda eru minningar um þau og tengdar þeim afskaplega margar. Það var þannig að hjá þeim var allt í föstum skorðum og maður gekk að hlutunum vísum. Þannig kom afí alltaf á hveijum morgni að ná í mjólk á „Dinka Dink“ en það var gamla dráttavélin hans kölluð, og það var mjög vinsælt að hlaupa á móti honum til að fá far síðasta spölinn. Amma fór aftur á móti lítið úr húsi og fórum við systkinin oftast minnst vikulega í heimsókn enda var okkur alltaf tekið fagnandi og komið fram við okkur eins og um „alvöru“ gesti væri að ræða. Amma Lauga var yndisleg amma sem alltaf hafði tíma til að snúast i kringum barnabörnin sín. Þegar ég lít til baka er ekki annað hægt en dást að þolinmæði hennar við að spila við mig og systk- ini mín, klukkutíma eftir klukkutíma og ekki skemmdi fyrir að hún kunni ýmis spil sem enginn annar kunni og voru hin skringilegustu að okkar mati. Auðvitað var gerð góð pása á spilamennskunni til að fæða okkur á gómsætu heimabökuðu bakkelsi. Svona gátu heilu dagarnir liðið hjá afa og ömmu, það var spilað, drukk- ið og spilað svolítið lengur, þáðir nokkrir molar, og svo var labbað heim. Einnig var hún óendanlega þolinmóð við að kenna okkur að pijóna eða sauma út, enda var amma mikil hannyrðakona sem pijónaði, saumaði út og heklaði. Aldrei stopp- aði ég hjá henni á seinni árum án þess að hafa með mér heim sokka og vettlinga sem hún hafði pijónað handa dætrum mínum. Það er nú þannig að sem barni og unglingi hvarflaði það aldrei að mér að hugur eða vilji ömmu minnar gæti hugsanlega stefnt á eitthvað annað heldur en að vera húsmóðir, eiginkona, móðir og amma, en öllum þessum hlutverkum skilaði hún með sóma og lagði mikla alúð í verk sín. En viðbrögð hennar þegar reynt var að kenna henni á nýja eldavél í Dval- arheimilinu í Búðardal, þangað sem þau fluttu, gáfu manni vísbendingu. Þar sem amma hafði alltaf bakað minnst vikulega ef ekki oftar, þótti nauðsynlegt að kenna henni á elda- vélina í nýju heimkynnunum. Amma bar við að hún gæti ekki lært á þetta nýja tæki en þegar haldið var áfram að leggja að henni að æfa sig spurði hún viðstadda hvort okkur þætti hún ekki hafa bakað nóg um ævina? Aldr- ei hafði annað hvarflað að mér en henni þætti gaman að bakstrinum en svo var auðsýnilega ekki, enda var þaðan í frá allt bakkelsi einfald- lega fengið úr bakaríinu. En nú þegar að kveðjustundinni er komið fínnst mér rétt að kveðja með sömu orðunum og hún kvaddi mig alltaf. Guð geymi þig. Sigríður. Minningarnar streyma fram þar sem ég sit við eldhúsborðið þitt í bláa húsinu sem þið Lói byggðuð þegar þið hættuð búskapnum. Já, vissulega er margs að minnast þó okkar kynni hæfust ekki fyrr en þú varst komin fast að sextugu og hafð- ir þá um veturinn orðið fyrir miklum áföllum, fékkst heilablóðfall og blóð- tappa við heilann, varst send utan í höfuðuppskurð sem að vísu tókst vonum framar, en þú barst í raun aldrei þitt barr síðan, þú sem allir sögðu að hefði kunnað hafsjó af vís- um og kvæðum og áttir til að yrkja tækifærisvísur af minnsta tilefni þér og öðrum til skemmtunar mundir engar vísur þegar þú komst heim aftur. Minni þitt kom síðan smám saman þótt aldrei yrði það nema svipur hjá sjón. Margt sagðir þú mér frá liðnum dögum héðan úr Saurbænum, sveit- inni þinni sem þú unnir af alhug, og ætíð fanrist þér hún vera fegursti staðurinn sem þú hefðir séð. Vissu- lega var lífið oft erfitt þar sem efnin voru lítil og móðir þín snemma ekkja með þijár ungar dætur á framfæri, þá tíðkaðist að börn og unglingar færu að heiman til að létta undir og svo var með þig er fórst ung að passa börn hér í sveitinni. Allir voru þér góðir, kannski misgóðir en góðir samt, svoleiðis voru allir sveitungar þínir í minningunni. Seinna lá leiðin til Reykjavíkur eins og svo margra, varst þar í vist- um og kaupavinnu á sumrin. í ein- hverri vistinni sparaðir þú fyrir saumavélinni þinni sem þú seinna gafst mér þegar þið Lói fluttuð á Dvalarheimilið í Búðardal. Vélin kostaði 300 krónur, þú fékkst 30 krónur í mánaðarlaun = 10 mánaða kaup, svona geta aðeins þeir gert sem eru sparsamir, nýtnir og nægju- samir. Þar sem ég sit við eldhúsborðið þitt og hugsa til baka þá finnst mér ég aldrei hafa séð þig iðjulausa. Árin sem þið Lói áttuð í húsinu sem þið byggðuð hafa trúlega verið þau bestu sem þið áttuð, margra hluta vegna, efnahagurinn rýmri, gott og rúmt húsnæði en oft hafðir þú búið þröngt í margbýli og deilt eldhúsi og öðru með öðrum, en aldrei nema með góðu fólki. Á þessum seinni árum þegar um fór að hægjast fórstu að sauma út og það voru þessi býsn sem þú af- kastaðir, dúkar, púðar, myndir og mottur og síðast en ekki síst dúllu- teppin þín sem þú byijaðir ekki að gera fyrr en um áttrætt, þau eru orðin æði mörg sem þú gerðir og gafst afkomendum, vinum og vanda- mönnum. Eftir að Lói dó varst þú aldursfor- seti í fjölskyldunni og sómdir þér vel sem slík, það var ekki laust við að þér þætti barasta gaman að verða dálítið gömul enda má segja að þú værir að upplagi heilsuhraust ef frá er talin heilablæðingin, það varð fyrst í vetur sem fór að halla verulega undan fæti, en fótavist hafðir þú fram eftir sumri. Það var ekki hægt að hugsa betur um þig en starfskonur á Dvalarheimilinu í Búðardal gerðu og þeirra kærleikur gerði þér kleift að vera þar til síðasta hérvistardags. Lauga mín. Ég kveð þig með sökn- uði og þakka góða samfylgd, tryggð og umhyggju fyrir ljölskyldu minni. Birna. GUÐLAUG GUÐLA UGSDÓTTIR t Elskuleg móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, ERNA ARNARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 22. ágúst nk. kl. 15.00. Thelma Logadóttir, Ú|far Logason, Anna E. Elíasdóttir, Örn Gunnarsson, Elsa Karen Staib, Walter Staib, Ómar Arnarson, Ingigerður Arnardóttir, Sólmundur Jónsson, Gunnhildur Arnardóttir, Hafsteinn Jónsson. t Þökkum hlýhug og vináttu við veikindi og andlát elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, BJARGAR ÁSGEIRSDÓTTUR, Efstaleiti 12, Reykjavík. Páll ÁsgeirTryggvason, Dóra Pálsdóttir, Jens Tollefsen, Tryggvi Pálsson, Rannveig Gunnarsdóttir, Herdís Pálsdóttir, Þórhallur F. Guðmundsson, Ásgeir Pálsson, Áslaug Gyða Ormslev, Sólveig Pálsdóttir, Torfi Þ. Þorsteinsson og barnabörn. Sérfræðingar í blóniaskreytinguni við öli tækifæri HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 eru opin til ki. 22 "A" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek Ini blómaverkstæði WNNAafe Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 BRYNDÍS STEFANÍA JACOBSEN + Bryndís Stefan- ía Jacobsen fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1919. Hún lést í Reykja- vík 11. ágúst síðast- liðinn. Útför Bryndísar Stefaníu fór fram í kyrrþey 16. ágúst. Föstudaginn 16. ág- úst var jarðsungin í kyrrþey vinkona mín Bryndís S. Jacobsen. Andlát hennar bar að þann 1. ágúst, eftir stutt en erfitt sjúkdómsstríð. Binna, eins og hún var alllaf kölluð af vin- um sínum, flutti hér í húsið fyrir sautján árum með seinni manni sín- um Júlíusi Jóhannssyni frá Siglu- fírði, hann lést árið 1986. Fljótlega urðum við Binna góðar vinkonur og hélst það alla tíð síðan, leið varla sá dagur að við ekki hittumst og töluðum saman. Vil ég nú þakka henni okkar góðu kynni og traustu vináttu, sem hún sýndi mér og minni fjölskyldu jafnt á gleði- sem á sorg- arstundum. Binna var alla tíð hress í skapi og lét aidrei deigan síga þótt á móti blési og brást við með karlmennsku þeim sjúk- dómi sem dró hana til dauða. Er ljóst var hversu alvarlegur sjúk- dómur hennar var, kom Fríða einkadóttir henn- ar og var síðustu vikurn- ar hjá henni og annaðist hana af alúð til hinstu stundar. Fríða er gift Dvalin Hrafnkelssyni og búa þau á Vörðubrún, Eg- ilsstöðum. Binna var ákaflega barngóð og fóru börn mín og barna- börn ekki varhluta af því, og alltaf báðu barnabörnin um að fá að heimsækja Binnu þegar þau komu í heimsón í Þórufell. Kveðjur og þakkir færi ég Binnu frá okkur hjónum, börnum _og barnabörnum, einnig þakkir frá Irisi Magnúsdóttur frænku minni. Öll munum við sakna þín, kæra vinkona, og vonum að friður og gleði mæti þér hjá Guði. Fríðu, Dvalin, börnum þeirra, Óskari bróður hennar og fjölskyldu sendi ég hugheilar samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau og varð- veila. Hvíi í friði, kæra vinkona. Margrét Magnúsdóttir. + 4 4 G G 4 4 4 4 4 G 4 4 4 4 i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.