Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 29 ATVIN N U AUGL YSINGAR Starfskraftur ekki yngri en 22 ára, stundvís, samviskusam- ur og duglegur, óskast í tískuvöruverslun, með kvenfatnað, í Kringlunni og á Laugavegi. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „A - 96“, fyrir kl. 17.00 föstudaginn 23. ágúst. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Húsvörður Iðnskólinn í Reykjavík vill ráða húsvörð sem fyrst. Umsóknir berist skólanum fyrir 27. ágúst nk. UflLDORFSKÓLiNN / I L/EKJAR&OTNUM óskar eftir áhugasömum kennara til starfa Waldorf-skólinn í Lækjarbotnum er einkarek- inn grunnskóli, sem byggir á uppeldisfræði Rudolfs Steiners. Skólinn er í Lækjarbotnum v/Suðurlandsveg, 15 km fyrir austan Reykjavík. Upplýsingar veita Þóra Tómasdóttir, sími 554 5034, og Eiríkur Gunnarsson, sími 587 4486. Skólamálaskrifstofa Reykjanesbæjar Ráðgjafar- og sérfræðiþjónusta Skólamálaskrifstofa Reykjanesbæjar auglýsir eftir starfsmönnum til ráðgjafarstarfa fyrir grunnskóla. Umsækjendur skulu vera kennarar með framhaldsmenntun eða sérfræðingar á sviði uppeldis- og menntamála. Einnig framlengist umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu skólasálfræðings. Umsóknir sendist til Skólamálaskrifstofu Reykjanesbæjar fyrir 27. ágúst nk. Laun skv. kjarasamningum Félags bæjar- starfsmanna (STRB) og Reykjanesbæjar. Upplýsingar veitir Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri, í síma 421 6266 (vs) eða 422 7048 (hs). Skólamálastjóri. í Vestmannaeyjum eru starfandi tveir vel útbúnir, heildstæðir grunnskólar með áhuga- sömu starfsliði og hressum nemendum. Ennþá er hægt að bæta við kennurum á komandi skólaári. Við Barnaskóla Vestmannaeyja eru lausar 3 stöður grunnskólakennara. Um er að ræða almenna kennslu (æskileg kennslugrein danska), tónlistarkennslu (tón- mennt og skólakór) og 1 stöðu handmennta- kennara (smíðar). Upplýsingar gefur Hjálmfríður, skólastjóri, í síma 481 1944 eða 481 1898. Við Hamarsskóla eru lausar 2-3 stöður grunnskólakennara. Um er að ræða almenna kennslu og sér- kennslu. Upplýsingar gefur Halldóra skólastjóri í síma 481 2644 eða 481 2265. í boði er aðstoð við útvegun húsnæðis og flutning. Skólamálaráð Vestmannaeyja. Hafnarfjarðarkirkja Barnakórstjóri óskast til starfa við Hafnar- fjarðarkirkju næstkomandi vetur. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til Gerðar Sigurðardótt- ur, varaformanns sóknarnefndar Hafnar- fjarðarkirkju, fyrir 1. september. Efnalaug Viljum ráða starfsfólk við fatapressun og frágang. Heilsdags- og hálfsdagsstörf. Vinnutími kl. 8-17. Upplýsingar í síma 561 1216. Kjóll og Hvítt, Eiðistorgi 15, Seltjarnarnesi. Kennarar Við leitum að áhugasömum kennurum til starfa við Grunnskólann í Grindavík á næsta skólaári. M.a. kennslugreina eru almenn kennsla á yngsta eða miðstigi og handmennt saumar. Greiddur er flutningsstyrkur og launauppbót. Aðstoð veitt við öflun húsnæðis. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri í síma 426 8555 og heimasaíma 426 8504. Umsóknir skal senda til Grunnskólans í Grindavík. Grindavík, 19. ágúst 1996. Bæjarstjóri. IP Vinnuimðlun Reykjavíkurborgar Tölvunarfræðingur hjá Reykjavíkurborg Starfsmaður óskast í fullt starf við notenda- þjónustu á stóru tölvuneti í Ráðhúsi Reykja- víkur. Starfið er laust nú þegar. Meðal verkefna eru umsjón með tölvum og tölvuneti, uppsetning og rekstur vélbúnaðar og stýrikerfa, hugbúnaðarpakka, afritatökur o.fl., sem fylgir daglegri umsjón. Einnig mun viðkomandi sjá um kennslu og aðra skylda þjónustu við notendur. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu tölv- unarfræðingar frá TVÍ, HÍ eða hafi sambæri- legt nám/reynslu við tölvurekstur. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkur og Reykjavík- urborgar. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Tóm- asson, tölvuráðgjafi Reykjavíkurborgar, í síma 563 2000. Umsóknum skal skilað til Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, þar sem umsóknar- eyðublöð fást. Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst nk. Engjateigur ]] • Sími 588 2580 • Fax 588 2587 Kynningarfólk óskast - hlutastörf Vegna mikilla anna á næstu mánuðum getur innflutningsfyrirtæki í matvælageiranum bætt við sig kynningarfólki. Ekki nauðsynlegt að umsækjendur hafi reynslu af kynningarstörfum. Umsóknir óskast sendar til afgreiðslu Mbl. fyrir mánudaginn 26. ágúst, merktar: „K - 15234“. Akureyrarbær Atvinnuleit fatlaðra Laust er til umsóknar starf fulltrúa við at- vinnuleit fatlaðra, sbr. 28. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Akureyrarbær hefur, í samvinnu við Svæðis- skrifstofu fatlaðra, rekið atvinnuleit fyrir fatl- aða. Hlutverk atvinnuleitarinnar er að útvega fötluðum vinnu við hæfi á almennum vinnu- markaði og hefur í því skyni samvinnu við atvinnurekendur, endurhæfingastofnanir og aðra aðila, er vinna að málefnum fatlaðra. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á félags- eða uppeldissviði og reynslu af starfi með fötluðum. Laun eru skv. kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið eru veittar á Svæðis- skrifstofu fatlaðra í síma 460 1400 og hjá starfsmannastjóra Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Starfsmannastjóri. Grunnskóli Siglufjarðar Kennara vantar til almennrar kennslu, sér- kennslu og samfélagsfræði. Einnig vantar þroskaþjálfa til starfa í sérdeild. í flestum árgöngum eru tvær bekkjardeildir af þægilegri stærð og er mikil áhersla lögð á stuðningskennslu. Við erum þegar byrjuð að móta skólastarf framtíðarinnar og viljum fá fleiri kennara með ferskar hugmyndir til að leggja hönd á plóginn. Hafin er endurbygging á skólahúsnæðinu. Upplýsingar gefa Pétur, skólastjóri, vs. 467 1184 og hs. 467 1686; Eyjólfur, aðstoð- arskólastjóri, vs. 467 1184 og hs. 467 2037. Leikskálar Siglufirði Leikskólakennara eða þroskaþjálfara vantar nú þegar til stuðningskennslu. Einnig vantar leikskólakennara á deildir. Leikskálar er þriggja deilda nýr og glæsilegur leikskóli með um það bil 100 börn 1 -6 ára. Góð vinnuaðstaða og góður, metnaðarfuliur starfsandi. Upplýsingar gefur Sigríður Hólmsteinsdóttir, leikskólastjóri, vs. 467 1359, hs. 467 1996. Siglufjörður, sem er rúmlega 1700 manna kaupstaður, er í fallegu umhverfi og samgöngur við bæinn góðar. Tómstundastarf og félags- líf er margskonar, t.d. klúbbastarfssemi, mikið tónlistarlíf og fjöl- breytt íþróttalíf. Einnig er nýtt íþróttahús, sundlaug, mjög gott skíða- svæði og fallegar gönguleiðir. Fjöldi ferðamanna heimsækir bæinn á sumrum. I bænum er nýr leikskóli, góður tónlistarskóli, sjúkrahús og heilsugæsla og svo mætti lengi telja. Þú ert velkomin(n) til Siglufjarðar. Hafðu samband við okkur og ræddu málin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.