Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 15 Viðskipti með hlutabréf í SÍF British Airways vongott um loftferða- samninga London. Reuter. TALSMENN British Airways sögð- ust í gær enn vongóðir um að Bretum og Bandaríkjamönnum tækist að ná samkomulagi um fijálsa loftferða- flutninga og að þeir óttuðust ekki sögusagnir um að brezka stjórnin hefði tekið harða afstöðu í samninga- viðræðunum. Hlutabréf British Airways féllu um 11 pens, niður í 527, á sama tíma og gengi á hlutabréfamarkaðnum var að rísa, þegar spurðist um frétt Fin- ancial Times þess efnis, að Bretar hefðu tekið óbilgjarna afstöðu í samningaviðræðunum við Banda- ríkjamenn og væru ekki tilbúnir að undirrita samning um fijálsa loft,- ferðaflutninga, svipaðan þeim sem Þjóðveijar sömdu um við Banda- ríkijamenn fyrr á þessu ári. „Við bara vonum og gerum ráð fyrir að brezka ríkisstjórnin muni bera sig eftir eins hagstæðum samn- ingi og mögulegt er ... þetta er eðli- leg afstaða í samningaviðræðum," sagði einn talsmanna British Airwa- ys í gær. Brezka stjórnin hefur staðfastlega neitað að tjá sig um gang samninga- viðræðnanna. Financial Times vitnaði í gær í brezka embættismenn, sem kvörtuðu yfir því að samningamenn Banda- ríkjamanna hefðu ekki viljað gefa neitt eftir í síðustu umferð samninga- viðræðnanna um fijálsa loftferða- flutninga. Viðræðurnar eiga að halda áfram í Washington 28. og 29. ágúst nk., en bandaríska samgönguráðuneytið hefur sagt að á þeim fundi verði ekki annað á dagskrá en samkomu- lag um lausn deilumála. -.....♦ ♦ ♦------ FTSE- vístalan í hæstu hæðir London. Reuter. HLUTABRÉFAVÍSITALA Financ- ial Tirnes (FTSE) náði methæð í gær. Ástæður þessa voru meðal ann- ars þær, að horfur eru á aukinni verðbólgu og hækkuðum vöxtum, en þetta hefur eflt bjartsýni manna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum að hagvöxtur fari batnandi. Við lokun evrópsku kauphallanna var þó farið að gæta aukinnar varfæmi, m.a. vegna vaxtastefnu bandarískra og þýskra stjórnvalda. Jákvæð staða á þýzkum peninga- markaði hafði lítil áhrif á þýzka verð- bréfamarkaðinn, sem var í jafnvægi eftir að þýzki seðlabankinn birti yfir- Iitstölur um hægari vöxt peninga- framboðs í umferð samkvæmt M3 kennitölunni og þykir svo gott sem ávísun á vaxtalækkun á fundi banka- stjómar nk. fimmtudag. Aukning á M3-peningamagni í umferð, sem seg- ir mest um stefnu þýzka^seðlabank- ans á peningamarkaði, féll í um 8,6% i júlí, úr 9,6% í júnímánuði. FT-100 hlutabréfavísitalan í Lond- on fór hæst í 3.884,8 stig sem er annað metið á tveimur dögum og um sjö stigum hærra en á mánudeg- inum. Metið náðist þegar brezka rík- isstjórnin tilkynnti að M4-vöxtur, sem er hin breiðari mælieining á peningaframboði, hefði failið í 8,8% á ári, niður úr 10,1% í júní. Þessi tala er innan takmarka þeirra sem ríkisstjórnin setti, eða milli 3,0 og 9,0%, auk þess að vera undir þeirri tölu sem markaðir spáðu, sem var í kring um 9,4%. Markaðssérfræðingar segja að þessar tölur setji Kenneth Clarke fjármálaráðherra í aðstöðu til að lækka aftur nafnvexti á næstu mán- uðum, en þeir eru nú 5,75%. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sigurði B. Stefánssyni, framkvæmdastjóra Verðbréfamarkaðar íslandsbanka: í fyrri hluta ágústmánaðar voru til umræðu á síðum Morgunblaðsins viðskipti með hlutabréf í SÍF og hugsanlegur þáttur tveggja verð- bréfafyrirtækja, Skandia og VÍB, í þeim viðskiptum. Látið var að því liggja að um lögbrot kynni að vera að ræða og er því þörf á að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Greina má tvo þætti málsins, annars vegar svonefnd sýndarvið- skipti þar sem hugsanlegt var talið að hlutabréfaverð hefði verið lækk- að með óeðlilegum hætti, en hins vegar skráning hlutabréfa á nafn verðbréfafyrirtækis þegar eigand- inn er viðskiptavinur. 1. Föstudaginn 2. ágúst sl. voru seld hlutabréf í SÍF að nafnvirði ein milljón króna á genginu 3,13. Skömmu siðar voru aftur seld hluta- bréf að nafnvirði kr. 100 þús. á genginu 3,06. Mismunur á gengi er um 2% og gefið var í skyn að ofangreind tvö verðbréfafyrirtæki kynnu að tengjast málinu í þeim tilgangi að lækka hlutabréfaverðið mpð óeðlilegum hætti. En hvorki VÍB né Skandia áttu hlut að um- ræddum viðskiptum og því að tilefn- islausu að nöfn þessara verðbréfa- fyrirtækja dragast inn í umræðuna. Hitt er svo annað mál að 2% breyt- ing á gengi innan dagsins er naum- ast umfjöllunarefni hver svo sem átti hlut að máli. 2. Af hátt í 30 milljarða króna verðmæti í verðbréfum sem eru í vörslu VÍB kann um tíundi hluti að vera skráður á nafn verðbréfafyrir- tækisins, hér innanlands eða í út- löndum. Stærsti hlutinn er þannig skráður fyrir hönd viðskiptavina en jafnan er einnig um að ræða skulda- bréf eða hlutabréf í eigu fyrirtækis- ins sjálfs sem ætluð eru til sölu síð- ar. Þegar hlutabréf í SÍF voru keypt á markaði fyrr á þessu ári og skráð á nafn VÍB fyrir hönd viðskiptavin- ar var forráðamönnum SÍF gert kunnugt um að svo væri. Engum athugasemdum _ var þá hreyft af hálfu félagsins. í drögum að útboðs- lýsingu vegna hlutabréfaútboðs í SÍF sem send var Verðbréfaþingi íslands til yfirlestrar kom fram að hlutabréf í SÍF voru skráð á nöfn Skandia og VÍB. Ekki voru gerðar athugasemdir af hálfu Verðbréfa- þingsins vegna þessa atriðis enda daglegt brauð að nafn verðbréfafyr- irtækis birtist í hluthafaskrám. Allir kannast við að verðbréfafyrirtæki séu skráðir eigendur skuídabréfa eða hlutabréfa, annaðhvort vegna miðlunar (verðbréfin hafa verið keypt til að selja þau aftur) eða fyrir hönd viðskiptavinar með fjár- vörslureikning. Sú aðferð er hefð- bundin í viðskiptum með verðbréf um allan heim. Þessi orð eru rituð til að skýra út að nöfn verðbréfafyrirtækjanna Skandia og VÍB hafa dregist inn í umræðu um viðskipti með hlutabréf í SÍF þótt hvorugt þeirra hafi tengst málinu nema með eðlilegum hætti. Við lækkun á gengi hlutabréfanna úr 3,13 í 3,06 2. ágúst sl. átti hvorki Skandia né VÍB hlut að máli. Að skráningu hlutabréfa á nafn verð- bréfafyrirtækjanna var af þeirra hálfu staðið með sama hætti og tíðk- ast hefur hérlendis og erlendis um langa hríð. Þessu til áréttingar hef- ur VÍB ritað bankaeftirliti Seðla- bankans bréf þar sem óskað er eft- ir að rannsókn fari fram af hálfu eftirlitsins á ofannefndum þáttum varðandi hlutabréf í SÍF og sama munu forráðamenn Skandia hafa gert. Virðingarfyllst, f.h. VÍB, Verð- bréfamarkaðs íslandsbanka hf, Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri. BOEN PARKET 30 óro reynslo ó Islondi -staðfestir gœðin! Tilboðsdagar Stgr. verð pr. fm2 4.120 3.726 f 5.260 ... „w uktur 4.186 5.041 Afsláttur pr. fm2 Tilboð Eik Markant Eik Struktur Eik Valin 3.380 3.170 3.990 ki léttgufað 3.506 BOEN PARKETT Norskt gœðaparket sem fæst aðeins hjá okkur TEPPABÚÐIN UNDIRLAG - LIM - LISTAR - FAGMENN VINNA VERKIÐ “'dD na~»wiiaiiHin:i GÓLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26 • SÍMI 568 1950 • Opið kl. 9 -18 og lau. kl. 10 -16 Fyrstu 40 sem láta fyH'ann á Shellstöðinni við Kleppsveg eftir kl. 13.00 í dag, fá frítt inn á leilc KR og IVIPCC MOZYR í Evrópukeppní bikarhafa á Laugardalsvelli Ul 20.00 IVBætum öll og feSSom hvsta- hjörninn. TVEIR GOÐIR SAMAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.