Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 17 Reka til skiptis úr landi Havana. Reuter. BANDARÍSK stjórnvöld hafa ákveðið að vísa kúbönskum stjórnarerindreka, Jose Luis Ponce, úr landi vegna ákvörðun- ar Kúbustjórnar sl. föstudag að reka bandarískan sendifulltrúa, Robin Meyer, frá Kúbu. Ponce hefur m.a. séð um sam- skipti við fjölmiðla í upplýsinga- skrifstofu Kúbu í Washington. Meyer var rekin frá Kúbu vegna meintra samskipta við stjórnar- andstæðinga þar og mikils stuðnings við málstað þeirra. Tilkynnt var um brottvikning- una í Havana rétt eftir að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafði útnefnt Stuart Eizenstat sem sérstakan fulltrúa sinn er falið hefur verið það verkefni að fá vestræn ríki til þátttöku í her- ferð er hefði það að markmiði að koma á lýðræði á Kúbu í stað kommúnisma. Reuter Hrekja Hútúa frá Búrúndí UNGRI Rúanda-stúlku af þjóð- erni Hútúa er hjálpað um borð í vörubíl á leið með flóttamenn frá Búrúndí til Rúanda á mánu- dag. Tugþúsundir Rúanda- manna hafa flúið flóttamanna- búðir í Búrúndí vegna árása hermanna úr her Búrúndí en í honum hafa Tútsar töglin og hagldirnar; þeir ráða einnig ríkjum í Rúanda. Hafa hermenn- irnir í Búrúndí brennt kofa flóttafólksins, skotið upp í loftið og barið fólk. I stærstu búðun- um, er nefnast Magara og eru grennd við bæinn Ngozi, myrtu hermenn fyrir skömmu þrjá Hútúa. Nýr leiðtogi í Búrúndí, Pierre Buyoya, rak í gær nokkra af æðstu mönnum hersins og sagði talsmaður leiðtogans að hann væri andvígur því að flóttamennirnir yrðu hraktir úr Iandi. LEKUR ÞAKIÖ? AFTUR!!! | Ertu þleyttur á aö endurtaka lekavijigerð annaö hvert ár eða svo!! i1 Nú gerir þú þakiö vatnsheit meö einni umferö 1 J Taktu á máli af Roof-Kote. tu á málinu og kynntu þér möguleikana á ögeröum meö Roof-Kote, Tuff-Kote og Tuff-Glass viögeröarefnunum. Efnin voru þróuö áriö 1954 og hafa staöist tímans raun. / Heildsala: G.K. Vilhjálmsson Smyrláhrauni 60 565 1297 De Klerk fyrir Sannleiksnefnd Aðskilnaðarstefnan frá sjónarhóli Þjóðarflokksins Höfdaborg. Reuter. SÍÐASTI forseti stjórnar hvíta minnihlutans í Suður-Afríku, F. W. de Klerk, hyggst í dag ávarpa svonefnda „Sannleiksnefnd“ er sett var á laggirnar til að upplýsa glæpi er framdir voru af jafnt svörtum sem hvítum í tengslum við aðskilnaðarstefnuna, apart- heid. De Klerk segist fagna því að geta tjáð skoðanir sínar og Þjóð- arflokksins á málinu og flokkurinn reyni ekki að varpa af sér ábyrgð- inni á 46 ára sögu apartheid. Nefndin hefur þegar hlýtt á vitn- isburð fjölda manna, þ.á m. fórnar- lamba hers og öryggislögreglu hvíta minnihlutans er beitti morð- um, pyntingum og öðrum grimmdarverkum í baráttunni gegn Afríska þjóðarráðinu (ANC). Einnig er fjallað um aftökur svartra á þeim kynbræðrum sem taldir voru hlynntir hvítum. De Klerk ætlar að rökstyðja mál sitt með því að rekja aðdrag- anda apartheid, alveg til ársins 1652 er fyrstu hvítu landnemarnir frá Hollandi settust að í Höfðaný- lendunni. Hægrimaðurinn Constand Vilj- oen hershöfðingi, sem eitt sinn var yfírmaður hersins og nú fer fyrir flokki þjóðernissinnaðra Búa, kom fyrir nefndina á mánudag og gagn- rýndi þá hart að reynt væri kenna óbreyttum liðsmönnum um öll lög- brot stjórnvalda apartheid. Sakaði hann hugmyndafræðinga stefn- unnar og pólitíska leiðtoga um að reyna að koma sér undan ábyrgð með því að notfæra sér áhrifastöð- ur sínar í samfélaginu. Draga yrði þá til ábyrgðar jafnvel þótt stjórn- málaflokkar þeirra lentu þá í vanda. STÓRÚTSALA Reiðhjól 21 gíra Bronco Pro-Track með Shimano gírum, Grip-Shift, álgjörðum, átaks- bremsum, brúsa, standara, gír og keðju- hlíf. Gott hjól á frábæru tilboði. Kr. 20.950, stgr. kr. 19.903 (áður kr. 25.900). Frábært verð á vönduðum 21 gíra fjalla- hjólum m/Alivio frá kr. 29.900, stgr. kr. 28.405,| m/STX frá kr. 38.900, stgr. kr. 36.955. Þríhjól, verð frá kr. 3.450. 20" BMX, verð aðeins kr. 13.900, stgr. kr. 12.205. Barnahjól með fótbremsu og hjálpardekkjum, verð frá kr. 8.600, stgr. kr. 8.170. 24" fjallahjól, 18 gíra, með bögglabera, brettum og Ijósum kr. 23.900, stgr. kr. 22.705. íþróttagallar Allt að 35% afsláttur Barnagallar, verð frá kr. 2.990, stgr. kr. 2.840. Fullorðins, verð frá kr. 3.990, stgr. kr. 3.790. Bómullarpeysur frá kr. 1.990, stgr. kr. 1.890. Bómullarbuxur frá kr. 2.300, stgr. kr. 2.185. T-bolir, verð frá kr. 990, stgr. kr. 940. Iþróttaskór — gönguskór Allt að 35% afsláttur af íþróttaskóm og 50% afsláttur af gönguskóm. Gönguskór, verð frá kr. 2.900, stgr. 2.755. Regngallar Regngalli, vinyl, gegnsær, nú kr. 632. Regngalli, blár, nylon, kr. 2.320, stgr. kr. 2.204. Regngalli, tvílitur, nylon, kr. 2.800, stgr. kr. 2.660. Skólabakpokar Lange kr. 1.995, stgr. kr. 1.895. Big-Foot kr. 1.490, stgr. kf. 1.415. 10% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum sem ekki eru á útsölu Símar: 553 5320 568 8860 Ármúla 40 Verslunin Ein stærsta sportvöruverslun landsins.i RKID

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.