Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 2 7 og kunni ekki að meta spurningar hans eða þau hnyttnu svör sem hann gaf. Það var ekki fyrr en á fullorðins- árum að viska hans fór að vekja forvitni og löngun til þess að hlusta. Hann bar virðingu fyrir uppruna sínum og forfeðrum. Þær voru ófáar ferðirnar seni hann fór í Olfusið til að heilsa uppá sveitina sína sem honum var svo kær. Til minningar um foreldra sína tók hann saman niðjatai þeirra, þau rit eru okkur sem yngri erum ómetanlegur fróðleikur um upp- runa okkar og ættmenni. Kann ég honum bestu þakkir fyrir. Ég og fjölskylda mín vottum Dóru, börnum hennar og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Minning um góðan dreng er hugg- un harmi gegn. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson). Þrúður Jóna Kristjánsdóttir. Maggi minn. Mig langar til þess að kveðja þig með nokkrum orðum. Þegar litið er yfir farinn veg kemur margt upp í hugann. Þegar ég var 5 ára gömul komst þú austur að Vorsabæ með mömmu og pabba á jeppanum þínum til þess að sækja mig. Mamma mín var orðin veik og mamma þín og pabbi ætluðu að taka mig til sín meðan hún var veik. Sá tími varð reyndar öll ævin og þau urðu mamma mín og pabbi líka og þú bróðir minn eins og Dídí og Magga urðu systur mínar. Við bjuggum öll í sama húsi á Fálkagöt- unni í um 25 ár. Margar góðar ferðir voru farnar í jeppanum þínum og man ég eftir ferðum niður að bryggju og ferðum austur í Ölfus og eins man ég eftir því að ég fékk alltaf að fara með ef þú þurftir að skreppa eitthvað. Dóra kenndi mér að lesa, ég kom upp með stafrófskveirð og lærði hjá henni. Alltaf komst þú niður til mömmu og pabba á hveiju kvöldi og rabbaðir við þau og afa og svo vorum við öll sömul iðin við að sitja í garðinum á sumrin ef veður og tími leyfðu, mamma og Dóra komu með kaffí og smurt brauð eða jóla- köku á bakka út til okkar. Svo komu börnin þín, fyrst Magnús og svo Vilborg, og ég passaði stundum. Seinna flutti ég sjálf í kjallarann og þá passaði Vilborg stundum fyr- ir mig. Síðan flutti ég af Fálkagöt- unni og alla leið til Svíþjóðar. Þið Dóra komuð í heimsókn á leið ykkar til Noregs með Dídí og Gunnari. Eftir að mamma veiktist tókst þú við að skrifa mér. Bréfín þín voru full af hlýju og umhyggju og góðum kveðjum og það var unun að lesa þau og húmorinn vantaði ekki á stundum. Gott var að koma til ykkar Dóru á Fálkagötuna þegar heim var komið og á sjötugsafmæl- inu þínu áttum við saman yndislegt kvöld. Nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman. Vertu sæll, Maggi minn. Sigrún. Það var á fallegum síðsumars- degi sem afi okkar kvaddi þennan heim eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Sú barátta stóð yfir í rúm sex ár. Þrátt fýrir að hann væri oft veikur lét hann aldrei bugast og tók með æðruleysi þeim veikindum sem hijáðu hann. Þegar hann svo snemma í nóvember síðastliðnum fór í uppskurð vorum við vongóð um að hann hefði komist yfir sjúk- dóminn. En því miður fengum við þær hræðilegu fréttir í júlíbyijun að afi mundi ekki ná heilsu á ný. Afi var okkur barnabörnunum mjög kær. Við eigum ljúfar minn- ingar tengdar honum og ömmu frá þeim tíma er þau bjuggu á Fálka- götunni. Dvöldum við barnabörnin oft næturlangt hjá þeim og var þá alltaf farið með afa niður á Tjörn að gefa öndunum eða í gönguferð niður á Ægisíðuna. Ekki skorti umræðuefni því afi var einstaklega þolinmóður og hafði alltaf tíma til að tala við okkur og leiðbeina. Hann var kátur að eðlisfari og ekki þýddi að vera lengi með fýlusvip þegar hann var nálægur. Afi og amma voru nýflutt í þjón- ustuíbúð, en þar ætluðu þau að eyða síðustu æviárunum. Nú er amma orðin þar ein og biðjum við algóðan Guð að styrkja hana. Við barnabörnin eigum mikið eftir að sakna afa og þökkum hon- um fýrir allar þær yndislegu stund- ir sem við áttum með honum. Við ásamt ömmu viljum þakka Heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir nærgætni og stuðning sem hún veitti í erfíðum veikindum. Við viljum að lokum kveðja hann með ljóðlínum Valdimars Briem. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Barnabörnin. Það sem auðgar líf manns mest er að eiga vináttu og kærleika góðr- ar manneskju. Það sem er efst í huga mínum núna er að trúa því að Magnús Þorbjömsson prentari sé látinn, á svo stuttum tíma. En krabbameinið svæfir flesta. Magnús var kvæntur Halldóru Aðalsteinsdóttur, áttu þau tvö börn, sem eru nú uppkomin, og búin að eignast sína fyölskyldu. Ég var svo heppin að kynnast Halldóru þar sem við unnum saman í prentstofu Guð- jóns Ó. Við hlógum saman og eftir nánari kynni höfðum við Ifka mörg áhugamál saman. Ég hringdi oft í Halldóru, en ef Magnús kom í sím- ann voru svo miklir brandarar sagð- ir að það var lítill tími til að tala við Halldóru eftir hláturinn. Svona kynntist ég Magnúsi, hann var allt- af hress og kátur. Magnús hafði gaman af ættfræði og komst hann að því að ég undir- rituð væri frænka hans í hvaða lið man ég nú ekki en Magnús vissi allt um það. Ég kom á heimili þeirra hjóna á Fálkagötu 22, þetta átti bara að vera molasopi, en það var fullt af tertum og kökum, svona tóku þau Magnús og Halldóra alltaf vel á móti gestum og heimilið þeirra var hlýlegt og fallegt, þá sá ég hvað þau voru hamingjusöm og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Ég kveð þig, kæri frændi, og bið Jesú Krist að fylgja þér heim þar sem við hittumst öll seinna. Elsku Halldóra mín, megi Jesú Kristur þerra þín tár og styrkja þig í þessari miklu sorg. Tíminn græðir öll sár en minningin verður eftir, því trúi ég, því ég hef líka orðið ekkja. Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. (Davíðs sálmur 23 Ulla Valborg Þorvaldsdóttir. Menn setti hljóða þegar fréttist að Magnús Þorbjömsson væri allur. Við höfðum vitað um veikindi hans um langan tíma, en engu að síður kom fréttin óvænt. Það mun hafa verið haustið 1992 að Maggi réðst til starfa hjá Plast- prenti hf. Það fpr ekki fram hjá neinum að þar fór heilsteyptur maður, vandaður til orðs og æðis. Hann var glettinn í tilsvörum og hafði gaman af smágríni. Maggi var sérstakt snyrtimenni, vörpuleg- ur á velli enda maðurinn allur hinn myndarlegasti. Hann vann sér trún- að og traust hvar sem hann kom vegna mannkosta sinna. Það skemmdi ekki kaffitímana að slá í slag öðru hveiju, það kom glampi í augun og bros á vör þegar hann var búinn að sjá út vinnings- leið í lapþunnu geimi, þá var degin- um borgið. Maggi var sérstaklega orðvar maður sem aldrei talaði illa um nokkurn mann, ef hann hafði skammaryrði um menn, þá var það í versta falli að hann segði: „hann er árans rokkur.“ Þó Maggi væri fyrir nokkru hætt- ur störfum hér, hélt hann alltaf góðu sambandi við okkur vinnufé- lagana. Um leið og við þökkum góðar samverustundir, viljum við votta eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð. Það er gott að minnast góðs drengs þá genginn er. F.h. vinnufélaga í Plastprenti hf., Kjartan Sigurjónsson. Dýrðlegt er að sjá, eftir dag liðinn, haustsól brosandi í hafið renna. Hnígur hún hóglega og hauður kveður friðar kossi og á Qöllum sezt. (J. Hallgr.) Mér komu þessar hendingar listaskáldsins góða í hug er ég spurði andlát Magnúsar Þorbjörns- sonar sem lengst af bjó í húsinu númer 22 við Fálkagötu í Reykja- vík. Kynni okkar Magnúsar hófust fyrir réttum sjö árum er ég festi kaup á íbúð í gamla húsinu hans við Fálkagötu, en Magnús bjó þá ásamt eiginkonu sinni, Halldóru Aðalsteinsdóttur, á efstu hæðinni. Þau hjón buðu mig velkominn í húsið og mér varð strax ljóst að ég hafði eignast góða granna. Var Magnús óþreytandi að fræða mig um hinn nýja bústað, enda hafði hann sjálfur búið í kjallaranum end- ur fyrir löngu og vissi allt um hús- ið og sögu þess. Þorbjörn, faðir Magnúsar, hafði byggt húsið og Magnús búið þar alla sína daga. Var gaman að hlýða á hann lýsa því hvernig húsið varð til í áföngum og lífínu á Fálkagötunni fýrr á árum þegar húsdýrahald var ekki óal- gengt í húsagörðum bæjarins. Fálkagatan var óðal Magnúsar, enda hafði hann búið þar manna lengst. Sýndi hann mér fram á að víðar eru átthagar en í sveitum landsins. Átthagar Magnúsar voru Grímstaðaholtið í Reykjavík. Það var dag einn snemma á síð- asta ári að ég hitti Magnús í hliðinu á Fálkagötunni og hann tjáir mér að þau hjón séu á förum úr húsinu. Þau hyggist festa kaup á hentugri íbúð I nýju húsi við Kleppsveg. Eg varð glaður og hryggur í senn. Glaður fyrir hönd vina minna, að þau gengju nú á vit nýrra ævintýra og byggju sér nýjan samastað er ævikvöldið nálgaðist. Hryggur yfír því að sjá á bak góðum grönnum sem gott var að vita af undir sama þaki. Og í nóvember fluttu þau. Ég fann það á Magnúsi, er hann kom til að kveðja, að hann saknaði gamla hússins en það brá fyrir stolti í svip hans er hann bauð mér að heimsækja þau hjón á nýja staðn- um. Ég vissi þá að Magnús gekk ekki heill til skógar. Hann hafði kennt sér þess meins sem dró hann til dauða fyrir aldur fram. Engan grunaði þó að stundin væri svo nærri. Er Magnús leit inn hjá mér fyrir fáeinum vikum sá ég að af honum var dregið. Erindið var að leiðbeina mér vegna fýrirhugaðra framkvæmda í gamla húsinu. Og fáeinum dögum áður en Magnús lést hringdi hann til þess að frétta hvernig gengi. Honum var annt um gamla húsið sitt. Er ég heimsótti þau hjón daginn eftir var hann glað- ur í bragði þó helsjúkur væri. Viku síðar var hann allur. Magnús Þorbjömsson var mynd- arlegur maður á velli, glaðvær og velviljaður. Hann var drengur góð- ur. Ástvinum Magnúsar færum við, íbúar að Fálkagötu 22, dýpstu sam- úðarkveðjur. Einar Krisljánsson. t Baðir okkar, tengdafaðir og afi, HERMANN KJARTANSSON, lést á ferðalagi í Alaska þann 15. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Hermannsdóttir, Ómar Jóhannsson, Anna Dagbjört Hermannsdóttir, Þorvarður Árni Þorvarðarson, Marta Hermannsdóttir, Sara Hermannsdóttir, Rut Hermannsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR INGIBJÖRG JAKOBSDÓTTIR frá Árbakka, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 19. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurlaug Ó. Guðmundsdóttir, Torfi Guðmundsson, Ellen Ándersson, Jakob Guðmundsson, Helga Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Frænka okkar, PETRÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Súðavík, Bergstaðastræti 48, Reykjavik, ai idaðist á Landakotsspítala 16. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10.30. Magnús Bjarnason, Hulda Bjarnadóttir. t Okkar kæri sonur, bróðir og mágur, SKÚLI FRIÐRIKSSON, Byggðarholti 11, Mosfellsbæ, lést af slysförum aðfaranótt 16. ágúst. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellbæ þriðjudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Friðrik Friðriksson, Dodda Runólfsdóttir, Friðrik Friðriksson yngri, Bjarnveig Guðbjörnsdóttir, Gísli Friðriksson, Ása Jakobsdóttir. t Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EGGERT STEFÁN SIGURÐSSON WAAGE vinnuvélastjóri, Dvergabakka 12, er lést á heimili sínu fimmtudaginn 15. ágúst, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Auður Samúelsdóttir, Sigurður Waage, ísleifur Waage, Guðrún Hulda Waage, Edda Waage, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn hins látna. t SVEINN BRYNJÓLFSSON, er lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 14. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 24. ágúst kl. 13.00. Kristján Brynjólfsson, Þórarinn Brynjólfsson, Ármann Brynjólfsson, Helgi Brynjólfsson Friðrik Brynjólfsson og aðrir aðstandendur. t Systir mín, INGIBJÖRG H. JÓNSDÓTTIR, Ljósheimum 6, Reykjavik, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtu- daginn 22. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Páll Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.