Morgunblaðið - 21.08.1996, Side 8

Morgunblaðið - 21.08.1996, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÆTLI það endi ekki með því að maður hrökklist til Danmerkur. Þetta fræga góðæri þitt hefur nú aldrei náð að skríða inn fyrir borgarmörkin hjá mér. Nýtt húsnæði glasafrjóvgunardeildar Morgunblaðið/Golli HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, læknar og forsvarsmenn Ríkisspítala í nýjum húsakynnum glasafijóvgunardeildar Landspítalans í gær. 450 meðferðir á næsta ári INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra opnaði í gær nýtt húsnæði fyrir glasafijóvgunar- deild Landspítala á gangi 21A á kvennadeild Landspítala. Áformað er að meðferðir verði 450 talsins á næsta ári. Einnig eru uppi áform um að taka upp smásjárfijóvganir en með þeim er hægt að aðstoða hluta þeirra para sem ekki geta nýtt sér glasafijóvganir. Ráðgert er að meðferð með gjafaeggjum hefjist á næsta ári. Alþingi veitti á fjárlögum 1995 og 1996 samtals 46,5 milljónum króna til stækkunar deildarinnar og tækjakaupa. Glasafijóvganir hófust á Landspítala í nóvember 1991. Fyrsta barnið fæddist í júlí 1992. Frá stofnun deildarinnar hafa um 1.150 pör komið til með- ferðar og eru fædd um 400 börn eftir þá meðferð og þó nokkuð mörg eru á leiðinni. Stuðlar að meiriafköstum Á árinu 1992, á fyrsta heila starfsári deildarinnar, voru veittar 150 meðferðir en á árinu 1995 voru þær 300. Síðastliðið vor hófst frysting fósturvísa en hún einfald- ar meðferð hjá pari sem komið hefur í meðferð áður og mun stuðla að auknum afköstum deild- arinnar og stytta biðtíma. Merkingar á göllum Islensk hönnun SAMTÖK iðnaðarins telja það ekki bijóta í bága við sam- keppnislög að Max ehf. merki kuldagalla, sem saumaðir eru í Belgíu en að öllu leyti hann- aðir á íslandi, með merkinu „Icelandic quality“. Að sögn Jóns Steindórs Valdimarsson- ar, aðstoðarframkvæmda- stjóra Samtaka iðnaðarins, er það aftur á móti alveg á mörkunum að merkja þessa sömu vöru með „íslenskt, já takk“. Samkeppnisstofnun beindi nýverið þeim ein- dregnu tilmælum til Max ehf. að fyrirtækið gerði skýran greinarmun á merkingum á innlendri og erlendri fram- leiðslu. Fyrir erlendan markað Magnús Böðvar Eyþórs- son, framkvæmdastjóri Max ehf., segir að umræddir kuldagallar hafi aldrei átt að fara á innanlandsmarkað, þeir hafi verið saumaðir í Belgíu og megnið af þeim hafi farið á markað erlendis. Aftur á móti hafi verið gripið til nokkurra galla í vetur, þar sem vantaði inn í númer vegna mikillar eftirspurnar innanlands. Magnús Böðvar segir því ekki hafa verið leynt að gall- arnir væru saumaðir erlendis og nafn belgíska framleið- andans komi skýrt fram í merkingu. „Merkið „Icelandic Quality“ þýðir íslensk gæði og það er svo sannarlega það sem þessir gallar eru. Þetta er íslensk hönnun, íslensk vöruþróun og íslenskt snið. Gallarnir eru íslenskir og fyr- irtækið sömuleiðis, þó svo að við látum sauma 1% af fram- leiðslu okkar annars staðar," segir Magnús Böðvar. Jafningjafræðslan Fyrstur pantar - fyrstur fær VERRIR Einar Ei- ríksson er um þessar mundir að safna auglýsingum í símaskrá Félags framhaldsskóla- nema. Símaskrá þessari verður dreift í 19 þúsund eintökum og inniheldur símanúmer hjá öllum framhaldsskólanemum á íslandi. Ágóðinn af aug- lýsingunum á að renna óskiptur til Jafningja- fræðslu Félags framhalds- skólanema, en félagar þar hafa það að markmiði að fræða jafnaldra sína um skaðsemi vímuefna. Hvernig fer sala auglýs- inganna fram? - Það er verið að byija á þessu átaki. Við vorum að senda út bréf í gær til hugs- anlegra auglýsenda. Hvernig völduð þið þá sem þið sendið bréfin til? - Við fengum úrtak af nöfn- um fyrirtækja hjá Þjóðráði, sem er markaðsfyrirtæki. Þetta úr- tak nær til 960 fyrirtækja. Með- al þessara fyrirtækja eru ýmsir aðilar sem ætla má að hafi hag af því að auglýsa í þessari fyrir- huguðu símaskrá Félags fram- haldskólanema, svo sem bankar, fataverslanir, bíó, veitingastað- ir, líkamsræktarstöðvar og svo framvegis. Hvaðan fenguð þið þessa hugmynd? - Þessi símaskrá er búin að koma út í mörg undanfarin ár en Jafningjafræðslan og Félag framhaldsskólanema starfa saman að ýmsum málum og þess vegna fannst mönnum það alveg kjörið að safna augiýsing- um í þessa símaskrá og láta ágóðann svo renna í fræðslu- starfsemi Jafningjafræðslunnar. Skilar þessi fræðsla árangri? - Já, það tel jég tvímæla- laust. Það nær enginn betur til þessa hóps en jafnaldrar þeirra. Ég hef sjálfur ekki starfað nógu mikið í Jafningjafræðslunni en ég þekki vel til starfseminnar. Getur þú upplýst okkurfrekar um Jafningjafræðsluna ? Jafningjafræðslan var stofnuð eða sett af stað í janúar sl. en hófst formlega í byijun mars. Markmið félagsins er að fræða fyrst og fremst. Krakk- arnir sem vinna fyrir félagið hafa fengið fræðslu hjá Fíkni- efnalögreglunni, SÁÁ og mörg- um öðrum aðilum. Við erum að vinna í samstarfi við Fræðslu- miðstöð í fíkniefnavörnum, þeir eru okkar ráðgjafar. í sumar vorum við að vinna við að fræða krakka 14 til 16 ára í Vinnu- skóla Reykjavíkur og einnig í Vinnuskóla Kópavogs, við fórum líka á Seltjarnarnes, til ísafjarð- ar og í Mosfellsbæ. Umræðu- hópar eru innan hvers skóla sem sjá um að fræða skólasystkini sín og koma málum Jafningja- fræðslunnar á framfæri innan skólans. í sumar var einnig stað- ið fyrir svokölluðum flakkferð- um, farið hefur verið í ferðir til ýmissa staða bæði innanlands og utan og áhersla lögð á að skemmta sér án vímuefna. Um verslunarmannahelgina var t.d. farið á Snæfellsnes. Þessar ferð- ir hafa tekist með eindæmum ► Sverrir Einar Eiríksson er fæddur í Reykjavík 28. febrúar 1971. Hann er að ljúka stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti en starfar auk þess sem sölumaður hjá Viðskiptablaðinu. Hann er ógiftur og barnlaus. vei en þær voru farnar í sam- vinnu við Samvinnuferðir/Land- sýn. Er dýrt að prenta símaskrá Félags framhaldsskólanema? - Mesti kostnaðurinn er prentkostnaðurinn en við höfum fengið mjög hagstæða samninga við útgáfu- og prentstofuna MÍS, og þeir ásamt Þjóðráði, sem lét okkur hafa listana, hafa veitt okkur ómetanlega aðstoð við undirbúninginn. Hvernig hafa undirtektir ver- ið meðal þeirra sem málið hefur verið kynnt? - Símaskráin okkar kom út síðast í mars á þessu ári. í henni var taisvert af auglýsingum. Við ákváðum þá að styrkja svipað málefni og Jafningjafræðslan er að vinna að, en hún var ekki komin á laggirnar þegar sú söfn- un hófst. Þeir, sem auglýstu í þeirri símaskrá, hafa allir sem leitað hefur verið til lýst yfir áhuga sínum á að vera með núna í þessari símaskrá. Og fljótlega verður ljóst hveijar undirtektir þeirra verða sem við erum að senda bréf núna. Við höfum skipulagt þetta þannig að aðeins eitt fyrirtæki í hverri grein á kost á auglýsingu í síma- skránni okkar. Þannig verður sú auglýsing hnitmiðaðri og ár- angursríkari. Þeir sem fyrstir senda okkur fax eða hringja og panta auglýsingu verða því með, aðrir ekki. Ef pöntuð er auglýs- ing fyrir 7. september fá fyrirtæki 20% af- slátt. Gefinn er kostur á auglýsingum í ýms- um stærðum, bæði í lit og svart hvítu. Brotið á símaskránni er A5. Er símaskrá Félags fram- haldsskólanema mikið notuð? - Hún er mikið notuð af öllum framhaldsskólanemum. Það sem er nýtt í þessari símaskrá er að stutt kynning verður á hveijum skóla og þannig verður skráin eigulegri. Það þarf varla að taka það fram að þetta er gullvæg handbók fyrir foreldra fram- haldsskólanema að hafa við höndina ef þeir þurfa að ná í unglinginn en vita ekki alveg hvar þeir eiga að leita. Gullvæg handbók fyrir foreldra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.