Morgunblaðið - 21.08.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.08.1996, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Jeltsín sagður undir læknishendi Endi bundinn á mótmæli háskólanema í Suður-Kóreu Talsmenn vísa sjúkdóms- fregnum á bug Moskvu. Reuter. síðustu vikurnar, jafnt í Rússlandi sem öðrum löndum, um að forset- inn væri alvarlega veikur. Banda- ríska vikuritið Time hafði um síð- ustu helgi eftir heimildarmönnum sínum að í Kreml íhuguðu menn að láta gera hjartaaðgerð á Jeltsín, sem sagður er þjást af kransæða- stíflu, og yrði hún framkvæmd í Sviss. Slj órnarmyndun og tilskipanir Fulltrúar Jeltsíns segja að ekk- ert sé hæft í þessum fréttum en forsetinn sé enn mjög þreyttur eft- ir kosningabaráttuna. Jeltsín hafi unnið að myndun nýrrar ríkis- stjórnar ásamt Víktor Tsjemo- mýrdín forsætisráðherra að undan- förnu, auk þess sem forsetinn und- irbúi nýjar forsetatilskipanir. Útvarpsstöðin Ekkó Moskví hafði eftir heimildarmönnum sín- um að læknar við sjúkrahúsið, sem kennt er við hjartalækninn Évgení Tsjasov, hefðu lokið greiningu á heilsu forsetans, hún væri nú í meðallagi miðað við aðstæður. „Á næstu klukkustundum verður ef til vill tekin ákvörðun um það hvort gripið verði til skurðaðgerðar," sagði útvarpsstöðin. Sergei Jastr- hsembskí, blaðafulltrúi Jeltsíns, sagði í viðtali við Ifar-Tass-frétta- stofuna að um „algeran þvætting“ væri að ræða hjá Ekkó Moskví. Reuter ÓEIRÐALÖGREGLA fylgist með suður-kóreskum námsmanni sem er sár eftir barsmíðar löggæslumanna á lóð Seoul-háskóla. I gær réðst lögregla til inngöngu í skólann og batti enda á mótmæli stúdenta sem kröfðust sameiningar kóresku ríkjanna. TALSMENN Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta, sem vísa á bug öllum orðrómi og vangaveltum um versnandi heilsufar forsetans, sögðu í gær að hann myndi eyða þriðjudegi og miðvikudegi á víð- frægu vatnasvæði í Valdai í norð- vesturhluta landsins, um 350 km frá Moskvu. Til greina kæmi að hann yrði þar lengur. Útvarpsstöðin Ekkó Moskví fullyrðir að Jeltsín hafi fengið meðhöndlun á sérhæfðu hjartasjúkrahúsi frá 15. ágúst. Jeltsín, sem er 65 ára gamall og því aldraður sé miðað við lífslík- ur rússneskra karla, hefur ekki sést opinberlega síðan 9. ágúst er hann sór embættiseið eftir að hafa verið endurkjörinn forseti í júlí. Orðrómur hefur verið á kreiki Hvidt í stað Garde CHRISTIAN Hvidt hershöfð- ingi var í gær útnefndur yfir- maður danska heraflans. Hvidt kemur í stað Hans Jorgens Garde sem fórst með þotu danska flughersins í Fær- eyjum í byijun mánaðarins. Hvidt er 54 ára og hafði gengið Garde næstur að tign í yfirstjórn heraflans. Um 1.700 stúdentar teknir höndum Seoul. Reuter. SVEITIR óeirðalögreglu, sem höfðu setið um háskólabyggingar í Seoul í tæþa viku, réðust í gær- morgun til nýrrar atlögu gegn hin- um u.þ.b. 2.000 námsmönnum sem ennþá þraukuðu og bundu enda á mótmæli þeirra. Þeir höfðu krafizt sameiningar kóresku ríkjanna tveggja, en suður-kóresk stjórn- völd töldu þá sýna málstað komm- únista í N-Kóreu stuðning. Aðgerðum lögreglunnar, sem tóku nokkrar klukkustundir, lykt- aði með því að um 1.700 náms- menn voru teknir höndum, hinum tókst að flýja. Þetta eru mestu óeirðir orðið hafa í Suður-Kóreu frá því Kim Young-sam tók við völdum eftir kosningar árið 1993. Hafa misst stuðning almennings Róttækir námsmenn voru á níunda áratugnum framverðir lýð- ræðisbaráttunnar og nutu á þeim árum víðtæks stuðnings almenn- ings í Suður-Kóreu í baráttunni gegn valdstjórn og ofríki. Nú virðist þessi stuðningur al- mennings vera horfinn. Með stuðn- ingi sínum við áætlun norður-kór- eskra stjórnvalda um sameiningu ríkjanna tveggja á Kóreuskaga hafa námsmennirnir gert almenna borgara fráhverfa sér. Þá þykir almenningi ögrandi aðferðir náms- manna ekki lengur við hæfi. Leyniklefar finnast í húsi barnanauðgara í Belgíu Leitað að unglings- stúlkum í Tékklandi Marc Michele Michel Dutroux Martin Lelievre Brussel, London. Reuter. BELGÍSKA lögi-eglan hefur leitað aðstoðar lögregluyfir- valda í Bretlandi, Tékklandi og víðar í Evrópu, vegna rána, nauðgana og morða á stúlku- börnum í Belgíu. Þrír karlar og ein- kona hafa nú verið ákærð í málinu og umfangs- mikil leit stendur yfir að tveim- ur unglingsstúlkum sem einn mannanna hefur játað að hafa rænt. í gær fann lögregla fleiri kjallaraklefa í húsi hans og fundust ummerki um að börnum hafi verið haldið þar. Lögregla bjargaði í síðustu viku tveimur stúlkum úr klóm dæmds barnanauðgara, Marc Dutroux, en hann vísaði við yfirheyrslur á lík tveggja átta ára stúlkna til viðbót- ar. Þá er tveggja unglingsstúlkna leitað. Málið í Belgíu er hið stærsta og alvarlegasta sem upp hefur kom- ið þar í landi. Dutroux og samverka- maður hans, Michel Lelievre, hafa verið ákærðir fyrir barnsrán og kyn- ferðislega misnotkun en Michelle Martin, eiginkona Dutroux og kaup- sýslumaðurinn Jean-Michel Nihoul, hafa verið ákærð fyrir aðild að málinu. Stúlknanna leitað í Tékklandi Máiið þykir minna um margt á mál West-hjónanna bresku en full- sannað þykir að þau hafi misnotað kynferðislega tólf stúlkur og myrt þær. Lík nokkurra þeirra voru graf- in upp í húsi hjónanna. Hafa Belgar beðið bresku sérfræðingana sem rannsökuðu málið um aðstoð. Þá hefur belgíska lögreglan snúið sér til hollensku, tékknesku, þýsku og frönsku lögreglunnar vegna leit- ar að 17 og 19 ára stúlkum sem Dutroux hefur játað að hafa rænt í ágúst 1995. Grunur leikur á um að þær hafi verið fluttar nauðugar til Tékklands þar sem þær séu neyddar til að stunda vændi. Tékkneska lögreglan lýsti því hins vegar yfir í gær að ekkert benti til þess að stúlkurnar hefðu komið til Tékklands. Aukin umsvif í barnaklámi Málið í Belgíu er enn eitt dæmið um sjúkleika sem gætir um heim allan að mati lögfræðingsins Mich- ele Hirsch, sem sérhæfir sig í mann- réttindamálum. Hirsch segir að hvort sem um sé að ræða bama- klám, vændi eða viðskipti með líf- færi, sé engin virðing borin fyrir manneskjum, heldur sé fyrst og fremst litið á þær sem auð- lind sem hægt sé að ganga í og græða fé á. Hirsch segir gríðarlega aukningu hafa orðið í barna- vændi og klámi í Evrópu á síð- ustu árum og sé þar bæði um að kenna strangara eftirliti með slíku í löndum á borð við Tæland og Filippseyjum, þar sem hundruð þúsunda barna stundi vændi, og ótta við alnæm- issmit. Því sæki æ fleiri í óspjölluð börn. Þá segir Hirsch að gífurleg aukning hafí orðið á sölu alls kyns klámvarnings sem tengist börnum, svo sem myndböndum. Snemma til vandræða Það hefur vakið athygli í Belgíu, hversu fjáður höfuðpaurinn í mál- inu, Dutroux, virðist hafa verið. Hann á að minnsta kosti sex hús og hefur viðurkennt að hafa greitt tveimur mönnum um 90.000 ísl. kr. fyrir að ræna börnum. Fjölskylda Dutroux hefur nú bæst í hóp þeirra sem hafa gagn- rýnt það að hann skyldi vera látinn laus úr fangelsi fyrir góða hegðun eftir að hafa afplánað þijú ár af þrettán ára dómi fyrir að nauðga stúlkubörnum. Segir systir hans að hún og foreldrar hennar hafi mót- mælt lausn hans, því þau hafi vitað að hann væri sjúkur maður og að hann hafí verið til vandræða frá unga aldri. Reuter LEIKKONAN Emmanuelle Beart styður málstað innflytjendanna Mótmælasvelti Afríkumanna í París Slpórnin klofin í máli innflytjenda París. Reuter. MOTMÆLASVELTI afrískra inn- flytjenda I París hefur valdið klofn- ingi innan frönsku stjórnarinnar. Nokkrir atkvæðamiklir menn í stjórnarflokkunum hafa hvatt hana til að gefa eftir og hefja samninga- viðræður við Afríkumennina, sem krefjast dvalarleyfis í Frakklandi. Gilles de Robien, formaður þing- flokks Lýðræðissambandsins (UDF), eins af stjórnarflokkunum, hvatti til þess að stjórnin hæfí samningavið- ræður þegar í stað. Afríkumennirnir hafast við í kirkju í París, sem stuðn- ingsmenn þeirra hafa umkringt til að koma í veg fyrir að lögreglan framfylgi ákvörðun stjórnarinnar um að vísa þeim úr Iandi. Fátt bendir til þess að stjórnin gefí eftir þar sem hún vill ekki styggja hægrisinnaða kjósendur. Lýðræðissambandið er klofið í mál- inu og de Robien sagðist ekki ætla að hafa milligöngu um samningavið- ræður fyrir hönd þingflokksins. Jean-Louis Debre innanríkisráð- herra hefur ítrekað sagt að ekki komi til greina að veita Afríkumönn- unum landvistarleyfí. Dagblaðið Le Parísien segir að stjórnin kunni að bjóða fólkinu peninga fyrir að snúa aftur til föðurlandsins. Leiðtogar franskra vinstriflokka, hreyfinga hafa undirritað áskorun til Jacques Chiracs forseta og hvatt hann til að hefja samningaviðræður við Afríkumennina. Fjölmiðlar hafa gert mikið úr málinu en Afríkumenn- irnir virðast ekki njóta mikils stuðn- ings meðal almennings. Aðeins 50 manns tóku þátt í mótmælagöngu til stuðnings þeim í Marseille.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.