Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 21 Sjúkrahúsin í Reykja- vík og framtíð þeirra TALSVERÐ um- ræða hefur farið fram á síðum Mbl. um sjúkrahúsin í Reykja- vík og framtíð þeirra. í því sambandi hefur oft borið á góma hvort rétt sé að stefna að sameiningu Sjúkra- húss Reykjavíkur og Landsspítala í einn risaspítala. Sumir hafa tjáð sig fylgjandi því og eru mér þar efst í huga skrif Sigurðar Guðmundssonar, sér- fræðilæknis á Landsspítalanum, og umijöllun ritstjóra Mbl. Á öndverðri skoðun hafa þeir verið Árni Sigfússon, fyrrv. borgar- stjóri, og Ólafur Örn Arnarson, yfir- læknir. Þessi grein er skrifuð til þess að leggja orð í belg. Hagkvæmnisrökin Þau rök, sem færð hafa verið fram fyrir sameiningu spitalanna, eru hagkvæmnisrök. Eftirfarandi hefur þar sérstaklega verið til- greint: 1. Skýrsla erlends ráðgjafarfyrir- tækis, Ernst og Young, sem samin var að beiðni stjórnarnefndar Rík- isspítala á árinu 1990, en þar er lagt til, að spitalarnir í Reykjavík, sem þá voru þrír, verði sameinaðir í einn. 2. Með sameiningu spítalanna megi koma í veg fyrir svonefndan „tvíverknað“ í starfsemi þeirra. 3. Spítalarnir í Reykjavík teljist til svonefndra „hátæknispítala" og tvö hundruð og sjötíu þúsund manna þjóð hafi ekki efni á nema einum slíkum. 4. Starfsemi spítalanna fari fram á mörgum stöðum í borginni og húsnæði sé auk þess langt í frá að vera fullnýtt vegna skorts á rekstr- arfé. Umtalsverðum sparnaði megi ná með sameiningu deilda og sam- færslu og þannig megi rýma hús- næði, sem sé of dýrt í rekstri, og færa starfsemina saman. 5. Eftir sameiningu Borgarspítal- ans og Landakotsspítala í Sjúkra- hús Reykjavíkur sé ekki lengur fyr- ir hendi valkostur um öðru vísi rekstrarform. Landsspítalinn og Sjúkrahús Reykjavíkur séu nú rekin á grundvelli sömu rekstrarfor- sendna, m.a. hvað starfsskipulag og launagreiðslufyrirkomulag ræð- ir, og þar sem rekstraraðili er að- eins einn, ríkið, sé ástæðulaust að reka þessar stofnanir öðru vísi en saman. 6. Sameiningin komi í veg fyrir samkeppni sjúkrahúsanna um tak- markað fjármagn. Lítum nú aðeins nánar á þessi tilgreindu atriði. Skýrsla Ernst og Young Umrædd skýrsla var samin að beiðni stjórnarnefndar Ríkisspítala. Þótt ályktunarorð hennar séu þau, að sameina beri öll sjúkrahúsin í Reykjavík í eitt sökum hagkvæmni, ber mönnum að hafa eftirfarandi í huga: 1. Skýrsluhöfundar öfluðu engra upplýsinga frá Borgarspítalanum um viðfangsefni hans, kostnað við einstaka þætti í starfsemi hans, þróunaráætlun spítalans, út- gjaldaáform eða rekstrarárangur. 2. Skýrsluhöfundar öfluðu ekki heldur neinna slíkra upplýsinga um rekstur og viðfangsefni Landakots- spitala. 3. Skýrsluhöfundar leituðu sér engra upplýsinga hjá heilbrigðis- ráðuneytinu, hvorki kostnaðarlega né „faglegs11 eðlis og ekki heldur hjá fjármálaráðuneyti eða ríkisend- urskoðun svo ég viti til. 4. Skýrslan er, ef ég man rétt, innan við 10 bls. að stærð með al- mennt orðuðum texta. Engar kostn- aðarlegar upplýsingar fylgja í skýrslunni t.d. um útgjaldasamanburð einstakra verkefna fyr- ir og eftir sameiningu, hvar hagræðing fáist fram og hvernig. Eng- ar tillögur eru gerðar um hvernig sameining- in eigi að ganga fyrir sig, hvernig eigi að sameina verkefni og hvar, á hvaða þróun- aráætlun eigi að byggja né heldur að nokkur dæmi séu gefin um sparnað útgjalda miðað við samfærslu verkefna. „Annar eins maður og Oliver Lodge .. Ályktunarorð skýrsluhöfunda um að sameina eigi spítalana vegna ótvíræðrar hagkvæmni slíkrar að- Dýrar rannsóknir, segir Sighvatur Björgvins- son í fyrri grein sinni, eru iðulega fram- kvæmdar á sama sjúkl- ingi oftar en einu sinni. gerðar eru því tilgáta, sem eftir er að sanna. Það getur vel verið að sú tilgáta sé rétt, en það á eftir að sýna fram á það með rökum, dæm- um og tillögum um hvernig að verki skuli staðið. Það var hins vegar gert áður en til sameiningar Landa- kotsspítala og Borgarspítala kom, eins og Ólafur Örn bendir réttilega' á í grein sinni í Mbl. Málið er því alls ekki á því stigi, að neitt sé hægt að staðhæfa um, hvort hag- kvæmt sé að sameina Landsspítal- ann og Sjúkrahús Reykjavíkur í eitt sjúkrahús. Það getur vel verið að svo sé en engin raunhæf athugun hefur farið fram á því, engar hug- myndir liggja fyrir um, hvernig það skuli gert og engir hagkvæmni- útreikningar hafa átt sér stað. Virt erlent ráðgjafarfyrirtæki hefur að- eins lýst á því skoðun sinni án nokk- urs talnalegs rökstuðnings. „Annar eins maður og Oliver Lodge /fer ekki með neina lygi.“ Þetta má segja að sé það eina, sem formælendur sameiningarinnar geta fært fram af rökum fyrir skoðun sinni. Nánast eins og að segja: „Af því bara.“ Mér þótti satt að segja ákaflega lítið til umræddrar skýrslu koma, þegar ég las hana. Á henni er af- skaplega lítið hægt að byggja fyrir þá, sem vilja styðja skoðun sína skýrum hagkvæmnisrökum, því þau vantar í skýrsluna. Ég er því sam- mála Láru Margréti Ragnarsdóttur, alþm. (sem gerist nú ekki á hveijum degi), þegar hún segir að skýrslan sem slík sé skammarlega lítils virði. Leyfist mér svo að minna á að í höndum stjórnvalda eru til erlendar skýrslur um, að íslendingar séu of fámenn þjóð til þess að geta tekið opnar bijóstholsaðgerðir (hjarta- skurðlækningar) inn í landið og muni aldrei geta ráðið við glasa- fijóvganir. Það er samt staðreynd, að hvorttveggja er nú gert hér með góðum árangri og fyrir mun minna fé en ef landsmenn hefðu haldið áfram að kaupa þessa þjónustu frá útlöndum. Tvíverknaðurinn Sagt er, að af því sjúkrahúsin í Reykjavík séu tvö, en ekki eitt, eigi sér stað tvíverknaður í þjónustu við sjúklinga. Var þá um þríverknað að ræða á meðan þau voru þijú? Hvað eiga menn við? Að sami sjúklingur sé meðhöndlaður tvisvar sitt á hvoru sjúkrahúsinu? Sé botnlanginn tekinn úr honum á Landsspítalanum sé leit- að að öðrum í honum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur? Auðvitað eiga menn ekki við það. En þá hvað? Sjúkrahúsin í Reykjavík hafa með sér verkaskiptingu. Hjartaskurð- lækningar fara fram á Landsspít- alanum. Slysamóttaka fer fram á Borgarspítalanum. Heila- og tauga- aðgerðir sömuieiðis. Ráðherra er í lófa lagið að framfylgja slíkri verka- skiptaáætlun milli spítalanna hvað varðar „dýra“ starfsemi, enda var slík stefna mótuð í heilbrigðisráðu- neytinu í minni tíð. Henni hefur hins vegar ekki verið framfylgt eins og til stóð sbr. grein Árna Sigfús- sonar í Mbl. Meira um það síðar. Það er hins vegar vandamál inn- an spítalanna jafnt og í utanspitala- þjónustu, að dýrar rannsóknir eru iðulega framkvæmdar á sama sjúkl- ingi oftar en einu sinni t.d. vegna flutnings á milli deilda. Spítalarnir geta hins vegar ráðið bót á því með betri samhæfingu innbyrðis, og eru að vinna að því, og tilvísanakerfið hefði leyst þetta vandamál í utan- spítalaþjónustunni. Höfundur er þingmaður Alþýðuflokks. Helgi Hálfdanarson; * I þakkar skyni LESENDUM Morgunblaðsins má vera ljóst, hvílíkt nytjastarf í þágu íslenzkrar tungu Gisli Jóns- son menntaskólakennari hefur unnið með vikulegum þáttum sín- um þar í blaðinu um áratuga skeið. Þættir hans hafa verið ótal íslend- ingum kærkomin leiðbeining í þeim elskulega vanda að tala og rita móðunnál sitt svo vel fari. Gísli hefur verið óþreytandi að vara okkur við því sem þjóðtung- unni er ósamboðið, og hefur án efa orðið meir ágengt en liggur í augum uppi. Og þættir hans hafa ekki aðeins verið stórfróðlegir heldur iðulega einnig gamansamir og bráðskemmtilegir. Sem dæmi um vandfýsi Gísla um málfar dettur mér í hug hvað honum er illa við sögnina að funda, sem farið er að nota í miklu óhófi, svo ekki sé minnzt á óbeit hans á orðskrípinu gallerí, sem heijar á málið með miklum látum, þó að beint liggi við að nota ann- að hvort listhús eða myndhús, svo sem hann hefur rækilega bent á. Nýlega átti Gísli merkisafmæli, og af því tilefni hafa vinir hans og aðdáendur tekið saman allmik- ið úrval þessara þátta og sett á fallega bók. Hvernig væri nú að við færðum Gísla Jónssyni þökk í verki fyrir trygga varðstöðu um þjóðarger- semi íslendinga með því að draga sem mest úr notkun sagnarinnar að funda og ganga í algert bind- indi á óþrifaslettuna gallerí? Ætt- um við ekki að minnast hans hve- nær sem það orð álpast fram á varir og hugsa sem svo: „Hann Gísli á það ekki skilið að ég taki mér í munn annað eins óyrði og gallerí; ég segi heldur listhús."? Sighvatur Björgvinsson Fyrirspurn tilJAJ 1 MORGUNBLAÐ- INU sunnudaginn 11. ágúst sl. íjallaðir þú í Orðabókinni um orðin bragð, verð og vín og fieirtölu af þeim. Þar felldir þú þann dóm að fleirtölumyndir þess- ara orða ættu „að sjálf- sögðu“ ... „ekki að heyrast í vönduðu máli“. Þetta þykir mér undarlegur dómur og vil biðja þig að skýra nánar af hveiju þú fell- ir hann. Ástæðan til þess að mér þykir þetta skrít- inn dómur er sú, að mjög lengi, líklega um aldir, hefur tíðkast í íslensku fleirtala af mörg- um orðum sem ég fæ ekki betur séð en að megi teljast hliðstæð þess- um þremur Dæmi: Ást - ástir. Gleði - gleð- ir. Harmur - harmar. Járn - járn. Skemmtun - skemmtanir. Sorg - sorgir. Vatn - vötn. Veður - veður. Eg gæti nefnt fleiri dæmi en þess gerist ekki þörf. Hvernig stendur á því að það telst gullaldarmál að tala um að „öll vötn falla til Dýrafjarðar" en orðalagið „vínin drakk í margri ljótri kró“ í kvæði Nóbelsskáldsins um Hallormsstaðaskóg er aftur á móti dæmi um nokkuð „sem ekki á að heyrast í vönduðu máli“ að þínu mati? Hversvegna er gott og gilt að tala um „veðrin vond“ en ekki um „verðin há“? Mér þætti vænt um að heyra svör þín við þess- um spurningum. Ef svar þitt er að ástæðan sé sú, að fýrstnefndu þijú orðin hafi til þessa ekki tíðk- ast að hafa í fleirtölu, þá get ég ekki tekið það sem gilda ástæðu. Það jafngilti því í raun að málið geti aldrei tekið breytingum nema til hins verra og að skilyrðislaust eigi því að beijast gegn öllum breytingum á því. En einungis dauð tungu- mál taka engum breyt- ingum. Ég þarf varla að taka fram _að ég er ósammála dómi þínum. Ég fæ ekki betur séð en að fleirtala þessara Einungis dauð tungu- mál, segir Jakob Björnsson, taka engum breytingum. þriggja orða sem þú fjallar um eigi alveg eins mikinn rétt á sér eins og þeirra sem ég tók dæmi af hér að ofan, en fleirtala_ þeirra er al- mennt viðurkennd. Ég gæti bætt fleiri orðum við þessi þijú, t.d. keppni og frelsi. Olíkt finnst mér það svipmeiri íslenska að tala um „frelsin ljögur" en „fjórfrelsið" eða „fjórfalda frelsið". Höfundur er orkumáhistjóri. Jakob Björnsson Kœrar kveðjur og þakklceti til allra þeirra Jjöl- mörgu vina og œttingja, sem glöddu mig d einn eða annan hátt þann 13. ágúst sl. Takk fyrir góðan dag! Sigurbergur Magnússon, frá Steinum, Baugstjörn 22, Selfossi. 120 x200 140 x 200 29.960,- 34.880,- Mismunandi lappir eöa meiðar eru til og fer verð eftir vali. Það er svo einfalt - að þegar þú vilt sofa vel skaltu koma til okkar því við erum með lang- rnesta úrval landsins af alls konar rúmdýnum og öllu því sem þarf til að útbúa hið fullkomna svefnherbergi. Verið velkomin Góð greiðslukjör til margra mánaða HÚSGAGNAHÖLLIN Bildshöfði 20 -112 Rvik - S:587 1199 öradýnurnar fást» mörgum iröum og slærdum og allir [a fundiö dýnu vid sitt hæfi. heitir ein af þeim Ide Box fjaðradýnum sem hafa slegið í gegn. Prima hentar flestum, er millistíf og með tvöfalda fjaðrabindingu sem eykur endingu hennar. Prima fjaðradýnunni fylgir góð yfirdýna og 15 ára ábyrgð. Komdu og prófaðu þessa þægilegu fjaðradýnu. Þú gerir góð kaup.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.