Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ljóska Ferdinand Ég held að þú ættir að skrifa út frá þinni eigin reynslu. Skrifa um það sem þú þekkir. Það er erfitt, hundar vita aldrei hvað er á seyði. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hafnfirðingar krefjast meirihluta jafnaðarmanna Frá Birni V. Ólasyni: ÞEGAR Jóhann G. Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson end- uðu lífdaga Magnúsa stjórnarinn- ar, var núverandi skipan meirihluta bæjarstjórnar í Hafnarfirði varla efst á óskalistanum hjá bæjarbú- um. Það var afdráttarlaus vilji bæjarbúa í síðustu kosningum, að Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalag yrðu við völd í Hafnar- firði, enda lyftu þessir flokkar, með Guðmund Arna Stefánsson í broddi fylkingar, bænum upp úr dróma „ísaldar" íhaldsins, í það að vera gott og vel rekið samfélag með menningarlegan metnað í fyrir- rúmi. Það verður að segjast eins og er, að þótt bæjarbúar hafi ekki búist við miklum afrekum af Ellert Borgari og Jóhanni, þá hafa verk þeirra undanfarið gjörsamlega gengið fram af öllu sómakæru fólki. Engu líkara er en Alþýðu- flokkurinn sé gjörsamlega lamaður í þessum vandræða meirihluta. Bæjarbúar þurfa daglega að horfa ráðþrota upp á enn frekari niður- lægingu bæjarfélagsins, þar sem Ellert og Jóhann ráða alfarið ferð- inni. Á tíma Magga stjórnarinnar var, að frumkvæði íhaldsins, geng- ið hart fram í því, að ganga af öllum góðum verkum Alþýðu- flokksins dauðum. Þar var Ellert Borgar helsti hugmyndafræðing- urinn. Eitt helsta „afrek“ hans og metnaðarmál, á þeim vettvangi, var að sálga blómlegu menningar- lífi bæjarins. Er aðgerðum hans í þeim málum best lýst með því að tala um hryðjuverk. Það fer heldur ekki framhjá bæjarbúum að ekki er nafn Hafnarfjarðar lengur nefnt þegar fjallað er um menningarmál og er þá öldin orðin önnur en áður var. Ekki eru þetta þó nýjar frétt- ir, því það hefur verið flestum kunnugt, að menningarlegur metnaður Ellerts Borgars, hefur aldrei risið hærra en í rauli Rand- vers söngflokksins hér um árið. Ellert hefur og verið helsti tals- maður þess að steypa öllu bæjarlíf- inu í miðstýringarmót að hætti kommúnismans. Eitt nýjasta dæm- ið um þetta, eru makalausar hug- myndir hans um nýja stjómskipan bæjarins, sem minna ótrúlega mik- ið á verk Walter Ulbright í Austur- þýska Alþýðulýðveldinu og Stasi- báknið. Menn hljóta því að spyrja forystumenn Sjálfstæðisflokksins hvort þar á bæ hafi nýlega orðið stefnubreyting? Samkvæmt þess- ari stjórnsýslu, er framkvæmda- valdið alfarið fært frá embættis- mönnum, fagmönnum og sérfræð- ingum, í hendur manna á borð við Jóhann og Ellert. Ekki er nauðsyn- legt að fjalla mikið frekar um gjörðir Jóhanns Bergþórssonar í Hafnarfirði, enda hefur maðurinn nú hlotið fangelsisdóm fyrir ósköp- in. Eg vil þó minna bæjarbúa á það, að á þessu ári mun hvert mannsbarn í Hafnarfirði þurfa að greiða u.þ.b. sex þúsund krónur á haus, vegna fjárglæframála Jó- hanns Bergþórssonar. Á sama tíma þiggur þessi bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, mörg hundruð þúsund krónur í nefndar- og stjórn- arlaun á mánuði hverjum úr sam- eiginlegum sjóði bæjarbúa. Það þykir ekki síður undarlegt að verk- takafyrirtæki í Hafnarfirði fá varla nokkurt verkefni á vegum bæjar- ins, nema „Verkfræðistofa Jó- hanns G. Bergþórssonar" fái bita af kökunni. Undarlega hlýtur það að koma bæjarbúum fyrir sjónir að á sama tíma og Jóhann er sagð- ur vera eignalaust fórnarlamb, býr hann í tugmilljóna villu, þar sem í hlaðinu stendur fimm milljóna króna lúxus jeppi við hlið Mercedes Benz eðalvagns. Eða nýleg kaup Jóhanns á heilli hæð í húsi Kaupfé- lags Hafnarfjarðar við Strandgötu þar sem hann rekur umsvifamikið fyrirtæki! Ellert Borgar Þorvalds- son hefur með sinni sérstæðu framkomu gert bæjarskrifstofur og aðrar stofnanir bæjarins nær óstarfhæfar. Starfsfólk bæjarins hefur í stórum stíl flúið til annarra starfa vegna framkomu þessa sér- stæða fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. Það er vart að finna þá nefnd, stjórn eða ráð, að Ellert Borgar sitji þar ekki við stjómvölinn. Mán- aðarlegar tekjur hans af þessum tíðu fundarsetum Ellerts, nema u.þ.b. 300.000 krónum. Þessir pen- ingar bætast við laun hans fyrir fullt starf sem skólastjóra við stór- an skóla í Reykjavík. Menn hljóta að spytja hvort slíkt „vinnuþrek" sé ekki á mörkum hins yfirskilvit- lega? Á meðan hefur Ellert gengið fremstur í flokki þeirra sem vilja skerða laun bæjarstarfsmanna, sem flestir fara mánaðarlega að- eins með um sextíu þúsund krónur heim til sín í launaumslaginu. Þetta þykir Sjálfstæðismanninum Ellert Borgari helst til ríflegt enda eru smánarlaun hans sjálfs aðeins sex til sjöhundruð þúsund krónur á mánuði hverjum. Hafnfirðingar eru orðnir dauðþreyttir á íhaldinu í Hafnarfirði. Það er löngu kominn tími til að Alþýðuflokkurinn aflúsi sig af óværunni og hefji að nýju samstarf við aðra jafnaðarmenn í bænum, enda hefur það reynst okk- ur Hafnfirðingum sérlega farsælt. Slíkt samstarf er enda.í anda þess samvinnu- og sameiningarstarfs félagshyggjufólks, sem er að mót- ast um land allt og hlýtur að vera markmið okkar til framtíðar. BJÖRN V. ÓLASON, félagi í Fulltrúaráði Alþýðuflokks- félaganna í Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunbllaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.