Morgunblaðið - 21.08.1996, Page 44
Happaþrenmt fyrir afganginn
•flYUNDAI
HÁTÆKNI TIL FRAMFARA
m Tæknival
SKEIFUNNI 17
SlMI 550-4000 • FAX 550-4001
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTR UM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1
MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Tveir menn hætt komnir þegar báti þeirra hvolfdi á vatni nærri Kvíslaveitum
Bjargað í þyrlu
MAÐUR um fimmtugt fannst á lífi
seint í gærkvöldi eftir að hafa verið
leitað á aðra klukkustund, þegar
báti sem hann var á hvolfdi á vatni,
nærri Kvíslaveitum sunnan við Hofs-
jökul. Þyrla Landhelgisgæslunnar,
TF-Líf, var kölluð út um klukkan
21.15 í gær eftir að tilkynning barst
um að báti með tvo menn'innanborðs
hefði hvolft á vatninu.
Þrír menn höfðu verið á ferð við
vatnið og tveir þeirra haldið á báti
út á það, sennilega til veiða eða neta-
lagna, samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni. Sá þriðji fylgd-
ist með ferðum þeirra af bakkanum.
Bjargaði félaga sínum á land
Báturinn valt af ókunnum orsök-
um með þeim afleiðingum að báðir
mennirnir fóru útbyrðis. Félagi
þeirra á bakkanum tilkynnti yfir-
völdum um slysið í gegnum farsíma
sem þeir höfðu meðferðis. Þyrla
Landhelgisgæslunnar var þegar
kölluð út ásamt björgunarsveitum á
Hvolsvelli, Hellu og Selfossi.
Sá sem tilkynnti um slysið fann
síðan annan félaga sinn meðvitund-
arlítinn í fjöruborðinu eftir nokkra
leit og gat bjargað honum á þurrt.
Gat hann komið honum í nálægan
kofa og hlúð að honum.
„Þegar við vorum komnir lang-
leiðina uppeftir hringdi ég í þann
sem tilkynnti um slysið en hann var
þá á leið niður í fjöru aftur og þótt-
ist sjá hinn félaga sinn úti á vatn-
inu. Hann notaði ljósin á bifreið
þeirra til að lýsa í áttina að þeim
stað sem hann taldi manninn vera
á. Við miðuðum við ljósgeislann og
eftir um fimm mínútna leit fundum
við hann í fjörunni," segir Auðunn
Kristinsson, stýrimaður á TF-Líf, en
áhöfn þyrlunnar fann seinni mann-
inn liðlega hálfellefu í gærkvöldi.
„Við lentum á sandeyri við vatnið
og drógum hann upp úr fjöruborð-
inu. Hann var með örlitla meðvit-
und, enda búinn að vera yfir klukku-
tíma í vatninu, og var mjög kaldur
og þrekaður en komst til meðvitund-
ar á leið aftur til Reykjavíkur. Við
fréttum einnig að sá sem fannst
fyrr væri orðinn allur hressari, en
ekki þótti ástæða til að flytja hann
með þyrlunni til Reykjavíkur."
TF-Líf flutti hann á Sjúkrahús
Reykjavíkur og lenti hún við spítal-
ann um klukkan 11.40 í gærkvöldi.
Merki vægrar ofkælingar
Fregnir af nánari tildrögum slyss-
ins voru óljósar um miðnætti í gær.
Halda átti manninum til eftirlits á
gjörgæslu í nótt, en hann bar merki
um væga ofkælingu, svo sem óreglu-
legan hjartslátt og háan blóðþrýsting.
Borgarstarfsmenn
Hætti að
akatil
vinnu
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt tillögu um að borgar-
skipulag kanni meðal starfs-
manna borgarinnar hvernig
þeir koma til vinnu og hvað
þurfi til að þeir skipti frá bíl
yfir í almenningssamgöngur,
hjól eða að ganga.
í tillögu Reykjavíkurlistans
er jafnframt gert ráð fyrir að
kannaðir verði möguleikar á
aðgerðum til að hvetja starfs-
menn borgarinnar til að koma
ekki á bílum til vinnu, svo sem
tilboð um niðurgreiðslu á
græna kortinu fyrir þá sem
koma í strætisvagni til vinnu.
Áskorun um bílahvíld
Forsvarsmenn átta sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu
sendu í gær frá sér sameigin-
lega yfirlýsingu þar sem íbúar
eru hvattir til að taka þátt í
hvíldardegi bíla, sem Reykja-
víkurborg stendur fyrir á
morgun, og skilja bílinn eftir
heima þann dag.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hlaupa-
brautirnar
málaðar
FRAMKVÆMDIR við Skalla-
grímsvöll í Borgarnesi eru
langt komnar. Vegna Lands-
móts ungmennafélaganna á
næsta ári er byggður upp full-
kominn frjálsíþróttavöllur,
meðal annars eru sex hlaupa-
brautir lagðar gerviefni. Þýskir
verktakar eru þessa dagana að
merkja völlinn og vinna við
lokafrágang. Einnig er verið
að vinna við áhorfendasvæði,
bílastæði og tengingu með
göngubrautum við Skalla-
grímsgarð. Á næsta ári verður
síðan byggð útisundlaug á milli
vallarins og íþróttahússins.
Áætlað er að framkvæmdirnar
kosti á annað hundrað milljónir
kr., að sögn Guðmundar Guð-
marssonar, forseta bæjar-
sljórnar Borgarbyggðar.
„Þetta er framhald á uppbygg-
ingu íþróttamannvirkja í Borg-
arnesi og útisundlaugin og til-
heyrandi aðstaða er ekki síður
liður í ferðamannaþjónustu en
íþróttaaðstaða," segir hann.
■ Undirbúa Landsmót/22
Sjávarútvegsráðherrar Norðurlanda hefja kynningri á fiskafurðum
Yistvænar afurðir auðkenndar
Ber^en. Morgfunblaðið.
SJAVARÚTVEGSRÁÐHERRAR
Norðurlanda hafa ákveðið að taka
—frumkvæðið í kynningu og mark-
aðssetningu á fiski og fiskafurðum
frá Norðurlöndunum. Ráðherrarnir
samþykktu á fundi sínum í Bergen
í Noregi í gær að auðkenna sjávar-
afurðir frá Norðurlöndunum með
þeim hætti, að það kæmi fram að
um væri að ræða afurðir úr fiski-
stofnum sem ekki væru í útrýming-
arhættu, og veiðistjórnun væri
ábyrg.
Ákvörðun þessari er beint gegn
aðgerðum og ákvörðunum alþjóð-
lega fyrirtækisins Unilever og
ýmissa friðunarsamtaka, sem nú
vilja takmarka fiskveiðar.
Jan Henry T. Olsen, sjávarút-
vegsráðherra Noregs, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að ekki væri
ljóst með hvaða hætti þessari
ákvörðun yrði framfylgt eða hvort
Norðurlöndin myndu sameinast um
ákveðna, sameiginlega merkingu á
fiskafurðum sínum. Hann sagði
hins vegar að þessi ákvörðun væri
mjög mikilvæg.
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra íslands, tók í sama streng
og sagði þessa ákvörðun mikilvæg-
asta þátt ráðherrafundarins í Bergen.
Yfirþjóðleg vottun á
sjálfbærum veiðum
Á fundinum samþykktu ráðherr-
arnir framkvæmdaáætlun um sam-
starf Norðurlanda í sjávarútvegi
1997-2000. Á meðal markmiða
áætlunarinnar er að tryggja sjálf-
bærar veiðar, þ.e. ekki sé gengið
svo á fiskstofna að þeir geti ekki
viðhaldið sér, og þar með gott
ástand auðlinda hafsins. í fréttatil-
kynningu frá Norrænu ráðherra-
nefndinni kemur fram að hún hafí
talið það geta verið gagnlegt að
yfirþjóðlegar stofnanir sjái um að
votta það að fiskveiðar séu sjálf-
bærar. Meðal annars vilja ráðherr-
arnir auka samstarf sjávarútvegs-
og umhverfisyfirvalda.
Samherji kaupir
fyrirtæki á Eskifirði
Vinnsla
í landi
styrkt
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Samhetji
hf. á Akureyri hefur keypt allt
hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu
Friðþjófi á Eskifirði. Kaupsamn-
ingur var undirritaður í gær, en
samningaviðræður hafa staðið yfir
í nokkurn tíma.
Friðþjófur hf. var í eigu átta
aðila og rekur fyrirtækið fiskverk-
un og útgerð á Eskifirði.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samheija,
sagði að fyrirtækið hefði að und-
anförnu verið að færa sig meira
inn á veiðar á uppsjávarfiskum,
„og er að loka hringnum núna
með því að vera komið í veiðar
og vinnslu á uppsjávarfiskum",
sagði hann.
Vinnsla í landi
efld í framtíðinni
Friðþjófur hf. átti eitt skip, Sæ-
ljón SÚ, sem er 250 tonn að stærð
og þá rak fyrirtækið saltsíldarverk-
un á Eskifírði. Þorsteinn sagði að
hugmyndin væri að reka fyrirtækið
í óbreyttri mynd fyrst um sinn, en
fyrirhugað sé að styrkja og efla
vinnsluna í landi í framtíðinni.
Starfsmannafjöldi fyrirtækisins
hefur verið breytilegur eftir árs-
tíma, en þegar umsvifin eru mest
á háannatímanum á haustin hafa
um 60 manns starfað hjá Friðþjófi.
„Þetta fyrirtæki hefur verið í
góðum rekstri og okkar markmið
er að halda því áfram,“ sagði Þor-
steinn, en kaupverð fyrirtækisins
sagði hann trúnaðarmál milli
kaupenda og seljenda.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Laugin
þvegin
SÍFELLT fleiri ferðamenn fara
yfir Kjöl enda er nú hægt að
fara þessa gömlu þjóðleið á fólks-
bílum. Það er því oft margt um
manninn á Hveravöllum og
eflaust þykir rykugum ferða-
löngum ekki ónýtt að skella sér
í baðlaugina sem stendur við
gamla sæluhús Ferðafélags ís-
lands. Vatni er hleypt úr lauginni
einu sinni í viku og hún hreinsuð
hátt og lágt með þar til gerðum
verkfærum og hreinsiefnum.
Þessi ungmenni, sem starfa sem
landverðir á Hveravöllum í sum-
ar, voru á dögunum í óða önn
að skúra og skrúbba laugina en
ferðafólkið beið óþreyjufullt eft-
ir að komast ofan í.