Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg HEIÐNABERG í Breiðholti var valin fegursta gata borgarinnar. Gróin gata og gömul hús til bæjarprýði REYKJAVÍKURBORG veitir ár- lega viðurkenningar til íbúa, stofnana og fyrirtækja sem leggja sig sérstaklega fram um að fegra umhverfi sitt. í ár var Heiðnaberg í Breiðholti valin fegursta gata borgarinnar, og veittar voru við- urkenningar fyrir vel heppnaðar endurbætur á húsunum að Hverf- isgötu 18 og Vesturgötu 39. Heiðnaberg Við Heiðnaberg í Breiðholti stendur lítill kjarni fjölbýlishúsa og raðhúsa. Gatan byggðist fyrir rúmum áratug, og hefur hún sér- stöðu að því leyti að gatan er hluti af lóðum íbúanna, og er ekki í umsjá borgaryfirvalda. í umsögn umhverfismálaráðs Reykjavíkur segir að göturýmið sé vistlegt og gróðursælt, og þar hafí tekist vel að skapa umhverfi þar sem samspil götu og húsa sé í jafnvægi. Aðstaða fyrir leik barna sé til fyrirmyndar, og greinilegt sé að íbúar leggi metn- að sinn í viðhald lóða og gróður- svæða. íbúar við Heiðnaberg hafa með sér götufélag, sem heldur hreinsunardag í götunni á hveiju vori, og sl. vor stóð félagið einnig fyrir hellulögn og kaupum á garð- bekkjum. í götunni er sérstakt leiksvæði fyrir börn, þar sem eru rólur, rennibraut og sandkassi, og sá götufélagið um uppsetningu þess. Hverfisgata 18 Pétur Brynjólfsson ljósmyndari og Gestur Einarsson umboðssali létu byggja húsið að Hverfisgötu 18 á árunum 1905-1906, og er það því 90 ára á þessu ári. Núver- andi eigandi þess er Jóhann Ólafs- son & Co. og hefur húsið verið í eigu fyrirtækisins síðan árið 1930. Talsverðar breytingar voru gerðar á húsinu árið 1937. Að utan var útliti hússins breytt í samræmi við svonefndan funk- isstíl, dyraumbúnaður og hurðir voru t.d. gerð slétt, og svalir á húsinu voru fjarlægðar. Nú hefur farið fram gagnger endurnýjun á húsinu að utan, og útlit þess ver- ið fært í upphaflega mynd, eins og framast var unnt. Skipt var um allt ytra byrði HVERFISGATA 18 VESTURGATA 39 hússins og það málað hátt og lágt í upphaflegum lit. Gluggaumbún- aður var endurnýjaður með því skrauti sem var í upphafi og skipt var um útihurð. Tveir turnar setja svip sinn á þak hússins, og eru þeir nú prýddir skrauti á ný, eins og forðum daga. Reynir Adamsson arkitekt og Björn Gústafsson verkfræðingur sáu um hönnun endurbótanna og höfðu umsjón með framkvæmd þeirra, en yfirsmiður var Hreiðar Hermannsson. Vesturgata 39 Jón Ármannsson versl- unarmaður byggði húsið að Vesturgötu 39 árið 1899, og var verslun rekin í kjallaranum fyrstu árin. Hjónin Guðmundur Þórð- arson og Ingibjörg Frið- riksdóttir keyptu húsið árið 1922, en þau voru afi og amma Gróu Þóru Pét- ursdóttur, sem keypti hús- ið ásamt eiginmanni sín- um, Heimi Sigurðssyni, árið 1983. Stíll hússins og upphaf- leg timburklæðing benda til að það hafi verið flutt inn tilhöggvið frá Noregi og tilbúið til uppsetningar. Um miðja þessa öld var húsið síðan klætt jámi. Núverandi eigendur hófu endurbætur á húsinu árið 1989. Jámklæðningin var fjarlægð og upphafleg timburklæðning lag- færð, auk þess sem gluggaumbún- aður var færður í upphaflegt form. Einnig voru gerðar breytingar á kjallara og húsið málað. Gróa og Heimir hafa ásamt bömum sínum unnið við endur- bæturnar að mestu leyti sjálf, en Stefán Örn Stefánsson arkitekt hafði umsjón með framkvæmdun- um og Gestur Karl Jónsson var yfírsmiður. ---------------| Hjálparbeiðni • frá Lesotho vegna snjókomu j UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU hefur borist hjálparbeiðni frá ríkisstjóm konungdæmisins Lesotho í Afríku vegna mikillar snjókomu í Maluti og Drakensburgfjöllum í Lesotho í júlí- mánuði. Hjálparbeiðnina póstsendi sendiráð Lesotho í Kaupmannahöfn til utanrík- isráðuneytisins um miðjan ágúst. Ut- anríkisráðunej’tið hefur sent hjálpar- beiðnina til Rauða kross íslands, Hjáiparstofnunar kirkjunnar og for- sætisráðuneytisins. í hjálparbeiðninni segir að snjórinn hafi hafi skapað íbúum á svæðinu alvarlegan vanda og þeir séu í mikilli lífshættu. Einnig séu þúsundir naut- gripa, fjár, geita, hesta og asna í mikilli hættu og íbúamir byggi lífsaf- komu sína á þeim. Bjarni Sigti-yggsson, biaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að svo virðist sem hér sé ekki um beiðni um neyðarhjálp að ræða. Hávetur sé í Lesotho núna og í erindinu komi fram beiðni um alls kyns aðstoð, þ.á m. matvæli, klæði, eldsneyti og fleira. Utanríkisráðuneytið mun ekki aðhaf- ast í þessu máli nema ríkisstjómin ákveði það og mun þá ráðuneytið hafa milligöngu um það. ■ Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða kross íslands, segir að samtökin fari fyrst og fremst eftir þeim beiðnum sem berist gegnum ' alþjóða Rauða krossinn. Rauði kross- inn í Lesotho hafi ekki leitað eftir neinni utanaðkomandi aðstoð. „Þess vegna munum við ekki svara þessu að svo komnu máli. Komi hins vegar beiðni þaðan kæmum við örugglega að þessu máli,“ sagði Sigrún. ( Breytt staða jafn- ! réttisráðgjafa BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu borgarstjóra um breytingu á stjórnskipulegri stöðu jafnréttisráð- gjafa borgarinnar og að hann heyri undir borgarritara í tillögu borgarstjóra kemur fram að meginverkefni ráðgjafans tengist annars vegar framkvæmd og undir- búningi ákvarðana jafnréttisnefnd- ar, ráðgjöf og aðstoð við borg- arstjóra og borgaryfirvöld og starfs- Lokið við að malbika * Artúns- brekkuna í GÆR lauk þriggja daga mal- bikunarframkvæmdum á um sjö hundruð metra löngum kafla í Ártúnsbrekku. Magnús Einarsson, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og eftirlitsmaður með framkvæmdum, segir gert ráð fyrir að umferð verði hleypt á spottann 1. september næstkomandi. Völur hf. annað- ist malbikun kaflans sem um ræðir en fyrsti áfangi verksins var unninn í fyrra, þegar þrengt var efst í brekkunni. Stefnt er að því að þijár akrein- ar liggi niður Ártúnsbrekku í vestur, en bjóða á út síðasta áfangann að brúnni yfir Sæ- braut í byrjun næsta árs, að sögn Magnúsar. menn borgarinnar og hins vegar kynningu á jafnréttismálum út á við og tengslum við þá aðila sem hafa sambærilegt hlutverk hjá ríki og öðrum sveitarfélögum. Þá segir: „I ljósi þess og með vísan til þess að verkefni jafnréttisráðgjafa ganga þvert á stjórnsýslusvið borgarinnar þykir eðlilegt að stjórnsýsluleg tengsl hans séu beint við borgar- stjóra." Flotafor- ingi fær fálkaorðu HERRA Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhenti Stanley W. Bryant flotaforingja, yfírmanni vamarliðsins í Keflavík, stórridd- arakross með stjömu hinnar ís- lenzku fálkaorðu síðastliðinn fóstudag. Þetta er fyrsta orðan, sem nýkjörinn forseti afhendir. Yfirmannsskipti verða hjá vam- arliðinu um næstu mánaðamót. Að sögn Jónasar Kristjánssonar, formanns orðunefndar, er venja að fráfarandi yfírmaður varnar- liðsins sé sæmdur fálkaorðunni, samkvæmt tillögu utanríkisráðu- neytisins. Jónas, sem var viðstaddur er Bryant flotaforingja var veitt orð- an, segir að veiting hennar hafí verið ákveðin í embættistíð frú Vigdísar Finnbogadóttur og hafí hún undirritað skjal þar að lút- andi. Það hafí hins vegar komið í hlut nýs forseta að afhenda orð- una. Morgunblaðið/Árni Sæbcrg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.