Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 23
22 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Plf1T0l!l»|>Wííí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKULDIR SVEITARFÉLAGA SKULDASTAÐA sveitarfélaganna er mjög alvarleg sam- kvæmt upplýsingum í ágústhefti af Hagtölum mánað- arins. Þar kemur fram, að skuldir þrettán af fjórtán stærstu sveitarfélaganna nema 8-9% af landsframleiðslu og um 130-150% af skatttekjum þeirra. í þessum tölum eru taldar með skuldbindingar vegna lífeyrissjóða starfsmanna, sem þar til nýlega hafa ekki verið taldar með hjá sveitarfélögun- um fremur en ríkinu. Sem betur fer hefur orðið breyting þar á síðustu misseri, enda eru lífeyrisskuldbindingarnar jafn raunverulegar og aðrar skuldir. Hreinar skuldir sveitarfélaganna eru áætlaðar um 25 milljarðar króna í lok þessa árs og lífeyrisskuldbindingarn- ar 15-20 milljarðar til viðbótar. Skuldasöfnunin fór að mestu fram árin 1991-1994, ár efnahagssamdráttar og atvinnuleysis. Um þverbak keyrði á kosningaárinu 1994, þegar hallinn var um þriðjungur af tekjum og nær 2% af landsframleiðslu. Til samanburðar má geta þess, að skuld- ir sveitarfélaga voru innan við 1% af landsframleiðslu 1988. Hallinn 1994 nam 7,4 milljörðum króna, um 1.700 milljón- um á síðasta ári og er áætlaður um 100 milljónir á þessu ári. Umtalsverð breyting til batnaðar hefur því orðið í fjár- málum sveitarfélaga frá 1994. í batnandi árferði og efnahagsuppsveiflu er hins vegar brýn nauðsyn fyrir sveitarfélögin, eins og ríkið, að snúa dæminu við og afgreiða fjárhagsáætlanir sínar með af- gangi og hefja niðurgreiðslu skulda. Svo gífurlegur halla- rekstur, sem verið hefur undanfarin ár, er ekki verjandi, jafnvel þótt veija hafi þurft verulegum fjárhæðum til að draga úr atvinnuleysi. Sveitarstjórnarmenn verða, sem aðr- ir vörzlumenn opinbers fjár, að gæta þess að eyða ekki meiru en aflað er. Þeir hafa verið frekir til lánsfjár eins og sjá má af því, að síðustu sautján árin hafa sveitarfélög- in samanlagt aðeins einu sinni verið rekin með afgangi. Komin er tími til þess að breyting verði á og það til fram- búðar. Skuldastaðan krefst þess eigi ekki illa að fara. JARÐBUNDIN JARÐARBERJARÆKT EIN sérstæðasta nýjungin í íslensku ylræktarflórunni hlýtur að teljast jarðarberjaræktin, sem hafin er hjá Silfurtúni á Flúðum. Ræktunin hófst fyrr á árinu og eru fyrstu íslensku jarðarberin nú að koma á markað. Þetta er forvitnilegt og lofsvert framtak rétt eins og þau sjónarmið Arnar Einarssonar garðyrkjubónda, sem fram koma í Morgunblaðinu í gær. Orn segist óhræddur keppa við innflutt jarðarber, sem ekki bera tolla, á jafnréttisgrund- velli. Bendir hann réttilega á að íslensku berin muni berast í verslanir sama dag og þau eru tínd og því ferskari en hin innfluttu. Þetta er heilbrigt og eðlilegt sjónarmið og eflaust mun líklegra til árangurs í baráttunni um hylli neytenda en kröfur um vernd og sérmeðferð íslenskra afurða. ÓLYMPÍUMÓT FATLAÐRA HEFÐBUNDIÐ er orðið, að í kjölfar Ólympíuleika fari fram Ólympíumót fatlaðra og er það jafnan haldið í sömu borg. Nú er þetta mót fatlaðra nýhafið í Atlanta og ekki stendur á verðlaunum íslenzkra þáttakenda. Þegar hafa þeir unnið tvenn gullverðlaun og ein bronzverðlaun. Þetta er í 10. sinn, sem Ólympíumót fatlaðra er haldið, en hið fyrsta var í Rómarborg árið 1960. Þetta er jafn- framt fimmta sinni, sem íslendingar taka þátt í mótinu. íslendingar hafa verið sigursælir og nægir að minna á Ólympíumótið fyrir fjórum árum í Barcelona, er 12 íslenzk- ir keppendur unnu til 17 verðlauna. íþróttir fatlaðra eiga sér ekki langa sögu í samanburði við íþróttir almennt, en mikil vakning hefur orðið á þessum vettvangi á undanförnum árum. Slík iðkun íþrótta meðal fatlaðra er í senn skemmileg og áhugaverð, fyllir viðkom- andi lífsvon og metnaði, sem öllum manneskjum er nauðsyn- legt. Það er því með gleði og stolti, sem íslendingar fylgj- ast með afrekum sinna manna í Atlanta og hvetja þá til dáða í drengilegri samkeppni við íþróttamenn annarra þjóða. UNGMENNAFÉLÖGIN UNGMENNASAMBAND Borgarfjarðar heldur 22. Landsmót ungmennafé- laganna 3.-6. júlí á næsta ári. Miklar framkvæmdir standa nú yfír við íþróttamannvirki í Borgar- nesi þar sem mótið verður haldið að mestu leyti og skipulagsvinnan er í fullum gangi. Sex manna landsmóts- nefnd stjómar undirbúningi mótsins af hálfu UMSB en bæjarstjórn Borg- arbyggðar og starfsmenn bæjarins vinna að uppbyggingu mannvirkja. Hugað að smáatriðunum Formlegur undirbúningur hófst með fyrsta fundi landsmótsnefndar 4. júlí 1994, réttum þremur árum fyrir sjálft mótið. Ingimundur Ingi- mundarson, forstöðumaður íþrótta- miðstöðvarinnar í Borgamesi og for- maður landsmótsnefndar, segir að undirbúningur sé kominn vel á veg í sumum greinum. „Við emm ekkert famir að hugsa um framkvæmd íþróttakeppninnar sjálfrar, það er ekki tímabært, en höfum notað tímann til að huga að fjölda smáatriða sem oft vilja gleymast í svona mótshaldi. „Ég hugsaði málið strax út frá því að ég væri sjálfur að fara á landsmót og spurði mig hvaða atriði ég myndi leggja mest upp úr að hafa í lagi og hvaða atriði styngju mann mest í augum ef þau væm í ólagi. Handtök- in hafa verið æði mörg, þó enn sé margt eftir, og maður er sífellt að velta því fyrir sér hveiju maður sé að gleyma," segir Ingimundur. Ingimundur hefur verið í þessu starfí af lífí og sál frá upphafí. Hann segist hafa tekið það strax eins og hverja aðra vinnu, þó um sjálfboðal- iðastarf sé að ræða. Öðmvísi gangi þetta ekki. Hann segist hafa góða landsmótsnefnd með sér og nú hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lands- mótsins, Kristmar Ólafsson, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar Skallagríms. Hann hefur verið í 15% starfí í sumar en verður í fullu starfí hjá landsmótsnefnd frá hausti og fram að móti. Fjárhagsgrundvöllur tryggður Kristinar segir að fjárhagslegur undirbúningur sé langt kominn. í upphafí var lögð áhersla á að fá fyrir- tæki í héraðinu til að vera aðal- styrktaraðila. Samningum er ekki lok- ið en útlit er fyrir að hópur fyrir- tækja taki sig saman um stuðning við landsmótið. Gmndvallarbreyting verður á fjár- mögnun þessa landsmóts, frá því sem verið hefur. Þing Ungmennafélags íslands ákvað að hækka skráningar- gjöldin þannig að þau myndu standa undir meginhluta kostnaðarins. Ung- mennasamböndin greiða 3.500 kr. fyrir hvem einstakling sem þau senda á mótið. Ingimundur leggur áherslu á að þetta sé ekki gert að tillögu UMSB, þótt þessi breyting komi til framkvæmda nú. Með þessu vilji for- ystumenn sambandanna fækka áhættuþáttunum við mótshaldið. Fleiri áhorfendur Fáir áhorfendur komu á síðasta landsmót sem haldið var á Laugar- vatni og varð um 5 milljóna kr. tap á því. Af því tilefni vakna spumingar um það hvort landsmót ungmennafé- laganna séu ekki úrelt hugmynd, hvort tilverugrundvöllur þeirra sé ekki brostinn. Ingimundur harðneitar þessu. „En auðvitað þurfa landsmótin að taka breytingum eins og aðrir hlut- ir í þjóðfélaginu. Við þurfum að höfða meira til almennings og emm að und- irbúa ýmsa afþreyingu fyrir fjölskyld- una I tengslum við mótið,“ segir hann. Hann bendir á að stór landbúnaðar- sýning verði á Hvanneyri um lands- mótshelgina og muni þessir atburðir styrkja hvor annan. Ingimundur segir að þótt landsmótið sé ekki lengur langstærsta íþróttamótið hér á landi sé það mikið mót sem geti haft að- dráttarafl ef rétt er að staðið. Það sé í samkeppni við önnur mót og þurfí mótshaldarar á hverjum tíma að standa sig í samkeppninni. Hann kveðst til dæmis ekki óttast að lands- mótið hverfí í skuggann af Smáþjóða- leikunum sem haldnir verða í Reykja- vík um það bil mánuði áður. Kristmar og Ingimundur binda miklar vonir við að hin nýja fjármögn- Morgunblaðið/Helgi Bjamason NÝ sundlaug verður byggð á milli Skallagrímsvallar sem hér sést í endann á og íþróttamiðstöðvarinnar. Undirbúa Landsmót a nyj uin grunm Forráðamenn Landsmóts ungmennafélaganna í Borgamesi ’97 vonasttil að geta hafíð landsmótin til vegs og virðingar á ný með nýjum fjárhags- grunni og fleiri áhorfendum. Helgi Bjamason ræddi við þá og kynnti sér þær miklu framkvæmdir sem nú eru í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgamesi. LISTAMAÐURINN hafði Egil Skalla-Grímsson á yngri árum í huga þegar hann teiknaði merki landsmótsins. Eins og merkið bendir til er höfðað til sögu héraðsins við kynningu á mótinu. Hinir víkingarn- ir á myndinni eru Ingimundur Ingimundarson formaður landsmóts- nefndar og Kristmar Ólafsson framkvæmdastjóri. un landsmótanna lyfti þeim upp úr öldudalnum. Mesta breytingin felst í því að ekki þarf að selja inn á mótið og því er vonast eftir fleiri áhorfend- um. Kristmar á von á að mynstrið breytist frá því sem verið hefur, ein- staklingar og fjölskyldur líti við dag og dag eða hluta úr degi, þegar því fínnst eitthvað áhugavert á dag- skránni, en ekki verði eins mikið um það að heilu fjölskyldurnar séu alla helgina eins og var þegar landsmótin voru upp á sitt besta. Þá segir hann að aukinn áhorfendafjöldi auðveldi sölu auglýsinga og kynningu á mót- inu. Kostnaður á annað hundrað milljónir Aðstaða til landsmótshalds í Borg- amesi verður mjög góð, að sögn Ingi- mundar. Bæjarstjóm Borgarbyggðar ræðst í miklar fjárfestingar vegna landsmótsins. Þessa dagana og vik- urnar er verið að ganga frá frjáls- íþróttaaðstöðu á Skallagrímsvelli. Meðal annars er lagt gerviefni á sex hlaupabrautir allan hringinn og eru tvær þeirra upphitaðar. Þýskir verk- takar eru þessa dagana að ljúka við merkingar. Einnig er unnið við áhorf- endasvæði, bílastæði og malbikaðan tennis- eða handboltavöll. Einnig tengingar svæðisins við Skallagríms- garð. Að sögn Guðmundar Guðmars- sonar, forseta bæjarstjórnar Borgar- byggðar, verður byijað á aðstöðu við útisundlaug í haust, en hún verður á milli Skallagrímsvallar og íþróttamið- stöðvarinnar. Laugin, sem verður 25 metra löng, verður síðan byggð í vor, ásamt heitum pottum og annarri að- stöðu. Á næsta ári þarf að útbúa tjald- svæði og aðstöðu á þeim en þau verða á túnum við hringveginn fyrir ofan Borgames. Að sögn Guðmundar er áætlað að kostnaður við framkvæmd- imar í ár verði 80-90 milljónir kr. Eftir er þá kostnaður við sundlaugina og ýmsa aðra aðstöðu svo ljóst er að Borgarbyggð mun leggja eitthvað á annað hundrað milljónir króna í upp- byggingu iþróttamannvirkja og að- stöðu fyrir landsmótið. Guðmundur segist ekki líta á þessar framkvæmd- ir eingöngu í tengslum við landsmót- ið. „Þetta er framhald á uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgamesi og útisundlaugin og tilheyrandi aðstaða er ekki síður liður í ferðamannaþjón- ustu en íþróttaaðstaða," segir hann. Ingimundur Ingimundarson segir allt útlit fyrir að öll aðstaða verði tilbú- in tímanlega fyrir landsmótið. Segir hann að bæjaryfirvöld standi mjög vel að málum. „Hér verður orðin ein besta íþróttaaðstaða í landinu og hún mun skapa mikla möguleika í framtíðinni. Stutt er í alla þjónustu þannig að aðstaða fyrir landsmótshald verður til mikillar fyrirmyndar," segir hann. H=u MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 23 Atvinnuleysi var 3,8 prósent af áætluðum mannafla á landinu í júlímánuði Skráðum atvinnuleysis- dögum fjölgaði um tíu þúsund í júlí. Atvinnu- leysi var mest á höfuð- borgarsvæðinu en minnst á Vestgörðum í júlí. Mun fleiri atvinnu- leysisdagar voru skráðir meðal kvenna en karla í mánuðinum. Reiknað er með að atvinnuleysi auk- ist á landinu í ágúst vegna sumarlokana fisk- vinnslustöðva og geti orðið á bilinu 3,8-4,2% í mánuðinum. Atvinnuleysi í maí, júní og júlí 1996 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli Á höfuðborgarsvæðinu standa \ 3.838 atvinnulausir á bak \ , 1 1 viðtöluna 4,6% í júlí OvX, r~ r\ ^ og fjölgaði um 351 S 3,8n r"\ A í VK j fráþvííjúní. /'Fi 0,5% 0, VEST- \ ‘i « ► Alls voru 5.391 atvinnu- £x%ji I FTI if I FIRÐIR / lausir á landinu öllu < M J J ■ igj i júlí og hafði flölgað um 440 frá þvi í júní. A M J S! KRÁÐUM atvinnuleysis- dögum fjölgaði um tæplega 10 þúsund í júlí frá mánuð- inum á undan, eða um 8,9%. Atvinnuleysi í mánuðinum er 3,8% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysi hefur ekki aukist jafnmikið milli júní og júlí síðan 1991. Þetta kemur fram í yfirliti Vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins um at- vinnuástandið. Fjölgun atvinnulausra er mest á höfuðborgarsvæðinu. Þar mældist 4,6% atvinnuleysi í júlí. I mánuðin- um voru skráðir tæplega 117 þús- und atvinnuleysisdagar á landinu öllu, rúmlega 43 þúsund dagar hjá körlum og 74 þúsund dagar hjá konum. Þetta jafngildir því að 5.391 maður hafi að meðaltali ver- ið á atvinnuleysisskrá í mánuðin- um, þar af 1.988 karlar og 3.403 konur, eða um 3,8% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuástandið versnaði alls staðar I júlí í fyrra var atvinnuleysi 3,9% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysi hefur ekki aukist jafnmikið milli júní og júlí síðan 1991. Vinnumálaskrif- stofa segir ástæðurnar m.a. sum- arlokanir fiskvinnslustöðva, fækk- un hlutastarfa auk þess sem átaks- verkefni séu nokkuð færri miðað við júlímánuð undanfarin þrjú ár. Síðastliðna tólf mánuði voru að meðaltali 5.971 manns atvinnu- lausir eða um 4,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuástandið versnaði alls staðar á öllum atvinnusvæðum frá því í júní. Hlutfallsleg fjölgun at- vinnulausra er þó mest á Norður- landi vestra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslegt atvinnuleysi er mest á liöfuð- borgarsvæðinu, 4,6%, en minnst á Vestfjörðum, 0,6%. Atvinnuleysið er þó alls staðar minna en í júlí í fyrra nema á Austurlandi, höfuð- borgarsvæðinu og Vesturlandi. Atvinnuleysi kvenna jókst um 13% Atvinnuleysi kvenna jókst um rúm 13% milli mánaða en um rúm 2% hjá körlum. Atvinnulausum konum fjölgaði þannig um 393 á landinu meðan at- vinnulausum körlum fjölg- aði um 47. Síðasta dag júlímánaðar voru 5.647 manns skráðir atvinnulausir á landinu öllu, þar af 1.987 karlar og 3.660 konur. Atvinnulausum í lok júlí fækkar um 141 miðað við mánuð- inn á undan og um 392 miðað við júlílok 1995. Atvinnulausum körl- um fækkaði um 165 miðað við mánuðinn á undan en atvinnulaus- um konum fjölgaði um 24. Ekki meiri aukning veriðfrá 1991 Atvinnuleysi í maí, júní og júlí 1996 skipt eftir svæðum og kyni Höfuðborgarsv. Landsbyggðin Vesturland Vestfirðir Norðurl. vestra J Norðurl. eystra J Asuturland Suðurland Suðurnes Landið allt Mest fjölgun atvinnulausra á höfuð- borgarsvæði 10% KARLAI « KONUR í lok júlí fækkaði atvinnulausum á skrá um 186 á höfuðborgarsvæð- --------- inu, um 51 á Norður- landi eystra, um 28 á Suðurnesjum, um 22 á Suðurlandi og um þijá á Norðurlandi vestra. Hins vegar fjölgaði um 85 á Vesturlandi, um 59 á Austurlandi og um 5 á Vest- fjörðum. 14,4% í hlutastörfum 1 lok júlímánaðar voru 3.012 skráðir atvinnulausir í Reykjavík, 327 í Kópavogi, 316 í Hafnarfirði, 264 á Ákureyri, 204 í Reykja- Atvinnuleysi meðal kvenna jókstum 13% milli mánaða nesbæ, 145 á Akranesi, 128 á Selfossi, 115 í Garðabæ, 53 á Sel- tjarnarnesi, 49 í Mos- ----------- fellsbæ, 47 í Snæ- fellsbæ, 45 á Siglufirði, 44 í Vestmannaeyjum, 38 á Reyðarfirði, 36 á Fáskrúðsfirði, 36 á Stöðvarfirði, 35 á Stokkseyri, 34 á Sauðárkróki, 32 í Vogunum, 30 á Vopnafirði, 28 á Egilsstöðum, 27 á Skagaströnd, 25 í Þorlákshöfn, 22 í Borgarbyggð og nærsveitum, 21 í Bessastaða- hreppi, 21 á Seyðisfirði en færri en 20 annars staðar. Af 5.647 manns sem voru skráð- ir atvinnulausir í lok júlí voru 81L. í hlutastörfum, eða um 14,4%, þ.e.a.s. þeir sem eru í reglubundn- um hlutastörfum eða með tilfall- andi eða timabundið hlutastarf á síðasta skráningardegi í júlí. Af 1.987 körlum sem voru skráðir atvinnulausir í lok júlí voru 126, eða um 6,3%, í hlutastörfum en af 3.660 konum voru 685 í hluta- störfum, eða um 18,7%. Búist við að atvinnuleysi aukist í ágúst Búist er við að atvinnuleysi auk- ist á landinu í ágúst vegna sumar- lokana fiskvinnslustöðva og geti orðið á bilinu 3,8-4,2% í mánuðin- um. í yfirliti Vinnumálaskrifstofu segir að undanfarin 10 ár hafi at- vinnuleysi minnkað um 0,6% að meðaltali frá júlí til ágúst en at- vinnuleysi hafi ýmist aukist eða , minnkað milli þessara mánaða. Þó hafi það aukist undanfarin tvö ár vegna kvótaleysis. Fjöldi atvinnu- lausra í lok júlímánaðar var 5.647 samanborið við 6.039 í júlílok í fyrra. Atvinnuleysið var 4,3% í fyrra. Búast megi við talsverðum lokunum fískvinnslustöðva í ágúst en erfitt sé að meta hve mikill hluti fiskvinnslufólks komi á atvinnu- leysisskrá eða taki sumarleyfi. Lík- legt sé því að atvinnuleysi aukist nokkuð í ágúst. Gæti áhrifa af sumarlokunum fiskvinnslustöðva hins ekki verulega megi búast við að atvinnuleysi aukist nokkuð á landinu í ágúst og geti orðið á bil- inu 3,8% til 4,2% í mánuðinum. 651 atvinnuleyfi Framboð af lausum störfum hjá vinnumiðlunum í lok júlí jókst nokkuð frá síðasta mánuði. Um það bil 75 laus störf voru hjá vinnu- miðlunum í lok júlí, þar af 64 á -------- höfuðborgarsvæðinu, fimm á Vesturlandi, fjög- ur á Suðurlandi og tvö á Norðurlandi eystra. Á öðrum svæðum voru ekki laus störf hjá vinnumiðl- unum. Gefið var út 651 atvinnuleyfi fyrstu sjö mánuði ársins, þar af 345 ný tímabundin leyfi og 187 framlengd, tímabundin leyfi. AIH árið í fyrra voru gefin út 1.171 atvinnuleyfi, þar af 361 nýtt, tíma- bundið leyfi og 377 framlengd. tímabundin leyfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.