Morgunblaðið - 21.08.1996, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.08.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 19 VERKIÐ Nám með bóknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í baksýn. Nýtt útilistaverk á Sauðárkróki LISTAVERK eftir Finnu B. Steins- son hefur verið afhjúpað utan við bóknámshús Fjölbrautaskóla Norð- urlands sem tekið var í notkun á síðastliðnu hausti. Verkið stendur í brekkunni vestan við skólahúsið, ekki langt frá aðalinngangi í bygg- inguna. Verkið, sem er úr korten- stáli, samanstendur af þremur rún- um og má lesa út úr þeim orðið nám sem er heiti verksins. Við afhjúpun- ina kom fram í máli listamannsins að verkið skírskotaði einnig til landslagsins í Skagafirði, sæbrattra eyja og fjallanna á Tröllaskaga. Ragnar Arnalds, formaður bygg- inganefndar, greindi frá aðdrag- anda verksins. Byggingarnefnd ákvað fyrir nokkrum árum að leita til Finnu um útilistaverk við skól- ann og sótti um styrk til Listskreyt- ingasjóðs í því skyni. Lagði hann til um 1,8 milljónir króna. Heildar- kostnaður við verkið varð um 3,8 milljónir. Mismuninn greiddi Hér- aðsnefnd Skagafjarðarsýslu. Verk- ið var smíðað í Vélsmiðju Kaupfé- lags Skagfirðinga. Morgunblaðið/Ásdís VERK eftir Pétur Friðrik. Akvarellsýn- ingu að ljúka Sýningunni Akvarell ísland í Hafnar- borg lýkur 22. ágúst. Aðsókn hefur verið mjög góð. Á þriðja þúsund manns hafa séð sýninguna. Á fimmtu- daginn verður sýningin opin til kl. 21. „Tónlist lata mannsins“ BOSSA-NOVA tónlist verður í al- gleymingi í kvöld þegar kvartett franska bandeoneonleikarans Olivers Manoury hefur leik sinn í tónleikasal FÍH. Með honum leika Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur og Kjartan Valdimarsson á píanó. Bandeoneon er harmoníka, en einnig mun Man- oury leika á svokallaða hnappaharm- oníku, en því hljóðfæri má lýsa sem afkvæmi munnhörpu og hnappa- harmoníku. Eingöngu verður leikin tónlist eftir brasilíska tónskáldið Antonio Carlos Jobim, sem öðlaðist heimsfrægð á sjöunda áratugnum fyrir bossa-nova tónlist sína. „Tónleikarnir í kvöld eru helgað- ir minningu Jobims en hann lést fyrir tveimur árum“ sagði Tómas R. Einarsson við blaðamann í æf- ingahléi í gær. „Fjöldi lagasmíða hans skipta hunduðum og við höfum valið nokkur þeirra til að fylla efnis- skrá á einn konsert." I upphafí sjöunda áratugarins breiddist bossa-nova tónlistarstefn- an hratt út og líkir Tómas henni við byltingu. „Það voru ekki þjóðfélags- legar forsendur sem hleyptu lífi í bossa-nova tónlistina heldur tengist hún áhrifum frá djassi og franskri kvikmyndagerð svo eitthvað sé nefnt,“ segir Tómas. Manoury bætir því við að bossa-nova hafí líka sett sitt mark á bókmenntir jafnt sem tónlist. „Vinicius de Moraes var eitt helsta skáld bossa-nova í Brasilíu og samdi fírnamarga texta við bossa-nova lög,“ segir hann. Bossa-nova tónlistin er afleiða sömbunnar, en um leið ákveðið mótvægi við hinn hraða takt henn- ar. „Jobim vildi hægja á sömbunni og skapa sér rými fyrir laglínur," segir Tómas. „Segja má að bossa- nova tónlistin sé hljómrænt flóknari og fíngerðari en samban og þess vegna hefur hún hefur verið nefnd tónlist lata mannsins. Hún lýsir rólegu og afslöppuðu lífi og er afar þægileg áheyrnar." Manoury segir að þótt okkur sé tamt að álíta hrynkennda tónlist eins og sömbu frá rómönsku Amer- íku upprunna frá indiánunum og Spánverjunum er samt svo, að samban er upprunnin í Afríku. „Þegar þrælaverslunin hófst var mikil tónlistarmenning flutt með þrælunum út um víða veröld," seg- ir Manoury. „í bresku nýlendunum var svertingjunum bannað að spila á trommur sínar og iðka aðra arf- leifð sína, en á stöðum eins og í Suður-Ameríku, sem í dag er talið höfuðvígi hrynkenndrar tónlistar, gátu þeir slegið sinn takt að vild án allra boða og banna.“ Ýmissa tilbrigða gætir í takti bossa-nova en almennt má segja að takturinn sé hægur, fjórskiptur taktur með áherslu á fyrsta og þriðja slag hvers takts. „Við getum verið sammála um að bossa-nova sé svar hvíta mannsins við sömb- unni,“ segja tónlistarmennirnir að lokum. Tónleikarnir heíjast kl. 21 og er æfingasalur FÍH við Rauðagerði 27. Morgunblaðið/Ámi Sæberg „SVAR hvíta mannsins við sömbunni er bossa-nova.“ Kvartett Olivers Manoury. Á myndina vantar Kjartan Valdimarsson píanó- leikara. Útsalaí 3daga - fimmtudag - föstudag - laugardag HUGO HUGO BOSS 9 AIGNER MANI BOSS HUGO BOSS GIORGIOARMANI Sœvar Karl Bankastræti 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.