Morgunblaðið - 21.08.1996, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.08.1996, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hvad mundir þú gera ef þú ynnir rúmlega 44 milljónir í Víkingalottóinu? V I K I N G A LÓTT9 Til mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrir kl. 16.00. ÍDAG BRIPS Umsjön Guömundur Páll Arnarson BRIDS er eins og lífíð sjálft. Athafna- og ævintýraþráin einkennir ungviðið, en þeir sem eldri eru fara sér hæg- ar og vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Pass er til dæm- is illa þokkuð sögn í hópi yngri spilara. I opnum flokki hefðu fáir keppendur vakið á suðurhöndina og AV hefði fengið frítt spil til slemmurannsókna. En ekki á Evrópumóti yngri spilara. Fimmlitur er lang- litur í þeim hópi. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 74 V D93 ♦ 9765 ♦ G962 Vestur Austur ♦ G6 ♦ KD32 ▼ Á52 11 tK76 ♦ ÁD842 ♦ D74 ♦ ÁK1053 Suður ♦ Á10985 f G1084 ♦ G103 ♦ 8 Bæði sex lauf og sex grönd vinnast auðveldlega í AV, en það er ekki vanda- laust að komast í slemmu. Ekki síst eftir opnun suðurs á hindrunarsögn. í leik ís- lands og Noregs gengu sagnir þannig: Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Kristoss. Sigurbjöm Mathisen Magnús 2 spaðar* Pass Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass * Veikir tveir. Sexlitur, ef hann er til, annars ... Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Stefán Saur Ljösbrá Brogeland 2 tíglar* Pass 2 hjörtu 2 grönd Pass 4 grönd**Pass 6 lauf Pass Pass Pass * Veikt með minnst 4-4 í hálitum (fimmti spaðinn er ójiarfur). ** Askorun í slemmu. Tvcggja granda innákoma bakhandar getur verið allt niður í 14 punkta, svo það er engan veginn sjálfsagt að reyna við slemmu með spil vesturs. En Stefán lætur sig hafa það, og Ljósbrá er ekki höndum seinni að stökkva í sex lauf. 11 IMPar til Is- lands. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á öflugu opnu móti í Antwerpen í Belgíu í byijun ágúst, í viðureign tveggja stór- meistara. Hollendingurinn Jeroen Piket (2.580) hafði hvítt og átti leik gegn Igor Novikov (2.585) 37. Hxf8+! - Kxf8 38. Dxh6+ - Ke7 (38. - Kg8 39. Rg5 - De7 40. Bb5! er unnið á hvítt vegna hót- unarinnar Rh7 og Rf6+) 39. Dh4+ - Kf8 40. Rg5 - Bg8 41. Df4+ - Kg7 42. Df6+ - Kh6 43. Be8 - Dg7 44. Rf7+ og svartur gafst upp því hann verður að gefa drottninguna til að forða máti. Piket sigraði á mótinu ásamt landa sínum Loek Van Wely og Kín- veqanum Ye Rongguang. Þeir hlutu 7 v. af 9 mögu- legum. Næstir komu Ivan Sokolov, Bosn- íu, Miezis, Lettlandi, Van der Sterren, Blees og Nijboer, Hollandi, 011, Eist- landi, Novikov, Úkraínu, Suba, Rúmeníu, Mikhail Gurevich, Belgíu og Lobron, Þýskalandi með 6‘A v. Piket verður ekki í hol- lenska Ólympíuliðinu í Jere- van. Það verður skipað þeim Jan Timman, Loek Van Wely, John Van der Wiel, Paul Van der Sterren, Friso Nijboer og Gena Sosonko, sem jafnframt er liðsstjóri. íslandi hefur yfirleitt vegn- að vel gegn Hollandi í inn- byrðis viðureignum á Ólympíumótum, þótt Hol- lendingarnir hafi ávallt ver- ið stigahærri. Síðast mætt- ust sveitimar í Manila 1992 og þá sigraði ísland 2 'A- 1V* VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Víkverja svarað ERLA Bjamadóttir hringdi í Velvakanda með eftirfarandi athugasemd: „Eg var að lesa Vík- veija á laugardaginn og trúði ekki mínum eigin augum þegar ég las að Víkveija datt sauðir í hug þegar hann á hjóli mætti gangandi fólki á gang- stéttinni. Skyldi hann ekki vita hvað orðið gang- stétt þýðir? Það væri gaman að lesa á hvaða dýrategund svipurinn á Víkveija minnir þegar hann hjólar niður Laugaveg undir öll- um skiltunum sem banna hjólreiðar á gangstéttum. Það hefur oft legið við árekstrum þarna því þar er keyrt á hjólum upp og niður gangstéttina á full- um hraða.“ Óskar eftir texta SIGURBJÖRG hringdi frá Sauðárkróki og sagð- ist vera svo hrifin af lagi sem oft heyrðist í útvarp- inu í flutningi Sverris Guðjónssonar söngvara ásamt karlakór og byijar eitthvað á þessa leið: „Fann ég á fjal'i, haldið að alla ... Hún óskar eftir að fá textann, þó ekki væri nema fyrsta erindið. Fótarbein úr fugli SNEMMA í sumar fannst fótarbein úr fugli með áfestu merki á s.n. Áfangafelli vestan Blönd- ulóns. Merkið var sent Náttúrafræðistofnun og nú hefur dr. Ævar Peters- en greint það og kveður það af tamdri dúfu. Dúfnaeigendur sem kynnu að vilja kanna þetta betur, geta séð merkið hjá Ævari. Vilji þeir frekari upplýsingar um fundarstaðinn, geta þeir haft samband við Þorkel Guðbrandsson, hs. 453-5421, fs. 853-5421. Saknar afmælis- peninganna HELGA Diljá varð 12 ára nú nýverið og fékk 1.500 krónur í afmælisgjöf. Kát og glöð fór hún í Kringl- una með aurana til að versla. Hún gat ekki ákveðið hvað réttast væri að kaupa svo hún hringdi í móður sína og lagði veskið frá sér á meðan. Er símtalinu lauk var veskið hennar horfið. Hún bar sig upp við öryggis- vörð og hafði hann fengið veskið í sína vörslu, en þá var það tómt. Helga Diljá biður þann sem tók aurana að skila þeim í Reyrengi 41, svo hún geti tekið gleði sína aftur. Tapað/fundið Barnavagn tapaðist GRÆNN Simo kerru- vagn tapaðist frá Bólstað- arhlíð 50 fimmtudaginn 15. ágúst sl. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 553-7514. Gæludýr Kettlinga vantar heimili ÞRÍR 11 vikna gamlir kettlingar þurfa að eign- ast góð heimili sem fyrst. Einn er gulbrúnn hinir tveir svartir og hvítir. Kettlingarnir eru kassa- vanir og blíðir. Áhuga- samir dýravinir eru vin- samlega beðnir að hringja í síma 564-3313. Snuðra er týnd SNUÐRA er heimakær kisa, en hefur ekki komið heim til sín í Birkihvamm 13, Kópavogi, síðan 13. ágúst sl. Hún er brönd- ótt, en hvít í andliti, bringu og framfótum, með hvíta sokka á aft- urfótum. Hún er með rauða endurskinsól og er eyrnamerkt R3H255. Þeir sem geta veitt upp- lýsingar um Snuðra eru beðnir að hringja í síma 554-4091. Víkverji skrifar... VÍKVERJI verður greinilega var við það í umhverfi sínu að áhugi á göngum og hjólreiðum fer stöðugt vaxandi. Þeim fjölgar stöðugt sem skilja bílinn eftir heima þegar fara á styttri vega- lengdir og njóta hreyfmgar og útivistar. Það er ekki síst ánægjulegt að sjá hversu margir nýta sér reið- hjólin til að fara í og úr vinnu. Varla er hægt að hugsa sér betri bytjun á vinnudegi en að hjóla eða ganga nokkra kílómetra. Maður fer betur með sjálfan sig að ekki sé minnst á að maður mengar ekki umhverfið á meðan. Það kemur þó fyrir að Víkverji freistast til að nota bifreiðina á morgnana, ekki síst þegar við hon- um blasir rok og rigning er hann lítur út um gluggann. Þegar hann hefur hins vegar ekki látið það aftra sér heldur haldið ótrauður út í „vonda veðrið“ hefur hann samt komist að því að veðrið er alls ekki svo slæmt og oftar en ekki einungis hressandi ef réttur hlífðarfatnaður er fyrir hendi. Nú er svo komið að samviskubitið nagar Víkveija í hvert skipti sem hann keyrir í vinnuna. xxx VÍ miður eru ekki mörg ár frá því að hjólreiðar fóru að breiðast út fyrir alvöru á íslandi og hættu að vera tómstundaga- man eins konar sérvitringa. Þetta hefur leitt til þess að skipulag allt tekur nær eingöngu mið af þörfum ökumanna en ekki reið- hjólagarpa. Það er samt mesta furða hversu greiðlega er hægt að komast milli borgarhluta á reiðhjóli og veltir Víkveiji því stundum fyrir sér hvort það sé í raun ekki óþarfi að eiga bifreið. Vegalengdir á Reykjavíkursvæðinu eru ekkert tiltökumál þegar upp er staðið og eiginlega hreinasti óþarfi að nýta sér bifreið í þessa skottúra, ekki síst í ljósi þess gríðarlega rekstr- arkostnaðar er fylgir bifreið. Þessi liður vegur mjög þungt í heimilisbókhaldi venjulegrar fjöl- skyldu og má velta því fyrir sér hvort ekki sé hreinlega skynsam- legt að stroka hann út, leggja á sig smá líkamlega fyrirhöfn og nýta peninginn sem ella færi í bílinn í aðra hluti. xxx YNDISLEGASTA hjólaleið höf- uðborgarsvæðisins er líklega göngustígurinn frá Ægisíðu upp í Heiðmörk. Þar er iðulega mikið af fólki á öllum aldri á sveimi, hvort sem er hjólandi, gangandi, skokkandi, röltandi með barna- vagn eða jafnvel á línuskautum. Væri óskandi að fleiri slíka stíga væri að finna í Reykjavík. Vík- veiji undrast hins vegar frágang á köflum á stígnum til dæmis við austurenda stígsins í Skeijafírði þar sem skyndilega tekur við mal- arkafli og merkingum er ábóta- vant. Það ætti ekki að vera tiltöku- mál að ráða bót á því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.