Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Hjólað til Noregs Bakkafirði - Fenningarbörn á Bakkafírði sem fermast í ár hjóluðu frá Bakkafírði til Húsavíkur og söfn- uðu áheitum vegna fyrirhugaðrar ferðar til Bergen í Noregi. Að sögn sr. Þóreyjar Guðmunds- dóttur voru tildrög ferðarinnar þau að börn sem fermd voru í ár á Borg- arfírði eystra fengu styrk úr þjóð- argjöf Norðmanna til Islendinga á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar 1974 og veittur er af forsætisráðu- neytinu til menningarfarar til Nor- egs. Að sögn sr. Brynhildar Óladótt- ur fór hún fram á að fermingarbörn frá Bakkafirði mættu fara með og var það auðsótt. Hópurinn sem fer til Noregs verð- ur á milli 13-15 og hefur hópnum verið boðin gisting á einkaheimilum þá viku sem ferðin stendur og ákveð- ið hefur verið að fara til að minnsta kosti tveggja minni staða nálægt Bergen, Osterey og Austeroll. Sóknarprestarnir á Borgarfírði eystra og á Skeggjastöðum við Bakkafjörð, sr. Þórey Guðmunds- dóttir og Biynhildur Óladóttur, munu messa þarna og fermingar- börnin sjá um messu, svör og verða forsöngvarar. Þegar fréttaritari hitti krakkana áður en þau lögðu af stað hjólandi frá kirkjunni á Skeggjastöðum í rigningu og roki sögðu þau að búið væri að safna áheitum fyrir 110 þúsund og vantaði ekki meira en 40-60 þúsund svo markmiðinu verði náð. Að svo búnu hjóluðu þau út í veðrið áleiðis til Húsavíkur. Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Á MYNDINNI er hjólaliðið ásamt aðstoðarmönnum, f.v.: Silke, Sigríður Steinunn Barðadóttir, Jón Marinosson, sr. Brynhildur Óladóttir, Þröstur Indriðason og Jóna Hafliðadóttir. Gífurleg þátttaka í fjöl- skylduhátíð í Vogum Vogum - Mikil þátttaka var í fjöl- skylduhátíð í Vogum um helgina. Dagskrá hófst fyrir hádegi með dorgveiðikeppni og lauk rétt fyrir miðnætti með flugeldasýningu. Umsjónarmaður hátíðarinnar, Finnbogi Kristinsson, ságði góða þátttöku í dorgveiðikeppninni en veiði dræma. Sigurvegari í keppn- inni var Karl Þórsson, sem veiddi stærsta fiskinn. Hann sagði skátana hafa verið með þrautabraut og hefðu þeir staðið sig mjög vel. Björgunar- sveitin Skyggnir sýndi öryggisatriði og sá um skemmtilega björgunar- sýningu. Yngri Þróttarar sýndu knattspyrnu og hreppsnefnd keppti við starfsfólk hreppsins í sundi. Boð- ið var til grillveislu á tjaldsvæðinu og fóru 600 pylsur í gestina. Risa skemmtitæki voru á staðnum og keppni á kassabílum. í Aragerði var tekinn í notkun púttvöllur. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson ÞEIR sem vildu gátu fengið andlitsmálningu. Um kvöldið spilaði hljómsveitin Eddi og lukkutríóið og héldu þeir uppi stuði fram eftir kvöldi. Finnbogi sagðist ekki vita annað en að hátíðin hafi gengið mjög vel og telur ástæðu til að halda svona hátíð árlega. Opið hús hjá Þykkbæingum Hellu - Nýlega héldu íbúar í Djúpárhreppi upj) á 60 ára af- mæíi hreppsins. Ibúum og gest- um gafst kostur á að skoða rat- sjárstöðina og Kartöfluverk- smiðju Þykkvabæjar, gamlar og nýjar búvélar voru til sýnis og farið var með þá sem vildu í fjöruferð. Þá var hátíðarguðs- þjónusta í Hábæjarkirkju og af- mæliskaffi í boði hreppsins á eft- ir. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason FÓLK var uppáklætt í samræmi við Danska daga og var mikil stemmning í bænum. Danskir dagar í Stykkishólmi Stykkishólmi - Fjölskylduhátíðin Danskir dagar var haldin sl. helgi í Stykkishólmi. Hátíðin stóð frá kl. 17 á föstudag og fram á sunnu- dagskvöld. Veðrið lék við hátíðar- gesti allan tímann þótt föstudag- urinn væri bæði vindasamur og hráslagalegur framan af. Síðdegis birti þó til og þegar hátíðin var sett var komið besta veður. Hátíðin hófst á því að listsýning- ar voru opnaðar í Norska húsinu og sömuleiðis póstafgreiðsla Dan- skra daga. Listamennirnir sem sýna eru Ebba Lárusdóttir, gler- listakona, sem ættuð er frá Stykk- ishólmi, Ingibjörg Ágústsdóttir, textíllistakona, búsett í Stykkis- hólmi, og Páll Guðmundsson frá Húsafelli. Sýningar þeirra verða opnar nk. 2 vikur. Útvarpsstöð var starfrækt alla helgina og sáu ungir Hólmarar alfarið um tilkynningar, dag- skrárkynningar og afþreyingu sem stöðin sendu út alla helgina. Farnar voru gönguferðir með leiðsögn. Einar Karlsson sagði frá ýmsu sem tengdist því mikla sam- bandi sem var hér lengi beint og óbeint við frændur vora Dani og lýsti húsum og kennileitum sem fyrir augu bar og mikilla vinsælda naut leiðsögn Erlu Stefánsdóttur, sem greindi frá álfabyggðum hér í bænum. Markaðstjaíd var opið allan laugardaginn og þar var handagangur í öskjunni í við- skiptalífinu. Góða gesti bar að garði, danskur hópur á ferð um landið kom við í tjaldinu ásamt leiðsögumanni sínum og tóku allir viðstaddir saman danskt lag og sungu við raust. Veltibíll stóð fyr- ir utan tjaldið og sagði umsjónar- maður hans að mörg hundruð manns hefðu oltið hjá honum í bílnum þann daginn og strengdu flestir þess heit að aka varlega eftirleiðis. Um kvöldið voru þtjú böll í bænum, tjaldball fyrir ung- linga, KK og menn hans skemmtu á veitingahúsinu Knudsen og Snæ- fellskar dægurflugur sem yljuðu mönnum um hartarætur á árum áður rifjuðu upp taktana í troð- fulju Hótel Stykkishólmi. Á sunnudegi komust þeir sem vildu í siglingu á slóðir danskra kaupmanna við Bjarnarhöfn sem var verslunarhöfn fyrir mörgum öldum. Leikfélagið Grímur flutti frumsaminn leikþátt og sá einnig um atriði með börnum sem mikla DANSAÐIR voru þjóðdans- ar ásamt ýmsum öðrum skemmtiatriðum. athygli vöktu en það voru gamlir barnaleikir sem tíðkuðust fyrr á öldinni og klæddust börnin bún- ingum þess tíma. Þjóðdansaflokk- ur kom í heimsókn frá Borgar- firði og barst dansinn um víðan völl í sólskininu. Deginum lauk með tónleikum í Stykkishólms- kirkju. Eydís Franzdóttir, óbóleik- ari, Brynhiidur Ásgeirsdóttir, píanóleikari, og Kristín Mjöll Jóns- dóttir, fagottleikari, fluttu fagra tónlist og var yndislegt að fá kyrra stund í kirkjunni að loknum öllum skemmtunum helgarinnar. Skagfirska 8-n ný hjólreiðakeppni Morgunblaðið/Björn Björnsáon AÐ AFLOKINNI keppni í Skagfirsku 8-unni f.v.: Gerður G. Guð- laugsdóttir, sigurvegari í kvennaflokki, Alda Jónsdóttir, Pétur Kolbeinsson, Ketill Kolbeinsson, Ingi Þór Einarsson og Einar Jóhannsson, sigurvegari í karlaflokki. Sauðárkróki - Ftjálsíþróttadeild ungmennáfélagsins Tindastóls á Sauðárkróki stóð fyrir lengstu og lík- lega erfíðustu hjólreiðakeppni hér- lendis 10. og 11. ágúst sl. Leiðin sem þátttakendur lögðu að baki var tæp- lega 200 km á tveim dögum. Lagt var af stað frá Sauðárkróki og haldið í áfanga fyrri dags austur Borgarsand, yfir Hegranes, fram Blönduós og um Varmahlíð að Steins- stöðum en þar var gist. Á sunnudags- morgni var lagt í síðari áfanga og farið frá Steinsstöðum fram Tungu- sveit, um Austurdal og yfír Merkigil, niður Kjálka og út Blönduhlíð, um Varmahiíð til Sauðárkróks. Viggó Jónsson, formaður fijáls- íþróttadeildarinnar sagði að markmið- ið með keppninni hefði verið að auka á fjölbreytni í íþróttaiðkun í Skaga- fírði og hjóreiðar hafí ekki mikið ver- ið stundaðar í Skagafírði og alls ekki sem keppnisíþrótt og því hafí þetta þótt tilvalið. Þessi fyrsta tiiraun með keppni í Skagfirsku 8-unni sem heitir svo af því að leiðin sem farin er myndar í reynd tölustafinn átta, hafi fyrst og fremst verið tilraun með leiðina og hvemig best yrði staðið að því að koma þessari keppni á og helst að festa hana í sessi þannig að hún yrði árlegur viðburður í íþróttalífi Skag- firðinga helgina á eftir verslunar- mannahelgi. Viggó sagði að þeir hefðu verið mjög heppnir með veður, fengið skemmtilega keppendur sem voru ánægðir að leikslokum og hefðu allir lýst miklum áhuga á því að vera með næsta sumar. Skagfírska 8-n er erfíð hjólreiða- keppni um malbikaða vegi, malarvegi og vegarslóða, þannig að verulega reynir á keppendur, enda fór það svo að af þeim sjö sem hófu keppni luku henni sex og hlutu þeir allir bikara sem viðurkenningu fyrir þátttökuna. Sigurvegari í karlaflokki var Einar Jóhannsson og í kvennaflokki Gerður Rún Guðlaugsdóttir og hlutu þau veg- lega farandbikara sem gefnir voru af versluninni Rafsjá á Sauðárkróki auk peningaverðlauna sem námu 50 þúsund krónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.