Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 31 FRÉTTIR STEFÁN R. Jónsson, umdæmisstjóri, á fundi hjá Kiwanisklúbbnum Grími, Grímsey. 26. umdæmisþing Kiw- anis haldið í Kópavogi Komu her- skipaflota mótmælt SAMTÖK herstöðvarandstæðinga mótmæla harðlega komu herskipa- flota Nató. Fimm þúsund her- mönnum er stefnt í miðbæ Reykja- víkur og það kallað vináttuheim- sókn, segir í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist. Ennfremur segir: „Slík her- mannamergð í þéttbýli hefur ekki sést síðan á stríðsárunum. Samtök- in undrast að vísu ekki þátt utan- ríkisráðuneytisins í málinu en öllu alvarlegra er að sjá hver þáttur kjörinna borgaryfirvalda virðist ætla að verða. Stofnunum borgar- innar er ætlað að þjónusta her- mennina eins og um opinbera heimsókn þjóðhöfðingja sé að ræða. Tilskipunin sem kaupmenn hafa fengið um að hafa verslanir sínar opnar fram á rauða nótt á sér ekkert fordæmi. Það er leynt og ljóst unnið að því að fá íslendinga til að sætta sig við hermennskuviðhorf sem eðlilegan þátt í lífi sínu. Það er ekki kurteisi að koma alvopnaður í heimsókn þrátt fyrir að vopnin séu falin fyrir aftan bak. Þótt her- mennirnir afklæðist búningum sín- um áður en þeim er hleypt í land hætta þeir ekki að vera hermenn og því er á engan hátt hægt að líkja þeim við friðsama ferðamenn sem sækja ísland heim.“ Helgar- skákmót TR TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmQti dagana 23.-25. ágúst nk. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrstu þrjár umferðirnar verða með 30 mín. umhugsunartíma en fjórar síðustu með 1 ‘/2 klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbótar til að ljúka skákinni. Öllum er heimil þátttaka í helgarskákmótinu og fer mótið fram í félagsheimilinu í Faxafeni 12. Helgarskákmót með svipuðu sniði hafa notið mikilia vinsælda undanfarin misseri og er ætlunin að halda fleiri slík mót í haust og í vetur, segir í fréttatilkynningu. Fundur með ráðherrum Framsóknar- flokksins ÞINGFLOKKUR og landsstjórn Framsóknarflokksins ferðast um Suðurland 22. og 23. ágúst nk. Af því tilefni verður efnt til fundar með fjölmiðlum, forystumönnum atvinnulífsins, oddvitum eða sveit- arstjórum og forráðamönnum fyrir- tækja á Suðurlandi. Ráðherrar flokksins sitja fyrir svörum á stuttum fundi í eina klukkustund fimmtudaginn 22. ágúst frá kl. 13.30 til 14.30 í Gest- húsum, við Engjaveg á Selfossi. Fundarstjóri verður ísólfur Gylfi Pálmason, alþingismaður. Gengið á milli hafnarsvæða HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu með ströndinni milli Ártúnshöfða og Gufuness. Mæting er við Hafnar- húsið kl. 20. Við upphaf ferðar verður litið við á Ingólfstorgi og fylgst með hjólabrettastrákum um stund. Síð- an verður farið með SVR, leið 110, upp að skiptistöðinni á Ártúni og gengið þaðan niður á Ártúnshöfða og með ströndinni fyrir Grafarvog og yfir Gufuneshöfða að Gufunesi. SVR, leið 14 og 110, verður tekinn niður í bæ í lok gönguferðarinnar. Allir velkomnir. 26. UMDÆMISÞING Kiwanis- umdæmisins Ísland-Færeyjar fer fram dagana 23.-25. ágúst nk. í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi. Á sama tíma fer fram þing Landssambands Sinawik sem er félag eigin- kvenna Kiwanismanna. Þingið sækja 4-5.000 manns frá Islandi og Færeyjum, að auki koma erlendir gestir frá Bandaríkjunum og Norden um- dæminu. í umdæminu eru 49 klúbbar með milli 1.200-1.300 félaga, konur og karla. Það var á heimsþingi Kiwanis í Washing- ton D.C. árið 1987 að samþykkt var að leyfa konum inngöngu í Kiwanis. í fréttatilkynningu segir: „Kiwanis barst til Islands með stofnun fyrsta klúbbsins í jan- úar 1964 og var í fyrstu undir stjórn umdæmisins Skandinav- ia. 1971 varð ísland sérstakt umdæmi en með stofnun fyrsta klúbbsins í Færeyjum 1981 varð til umdæmið Ísland-Færeyjar. Kiwanis er þjónustuhreyfing sem vinnur að uppbyggingu og framförum samhliða því að hjálpa þeim sem á einhvern máta eiga bágt. Á undanförnum árum hefur Kiwanishreyfingin um allan heim haft að megin markmiði „Börnin fyrst og fremst“. Alheimshreyfingin vinnur að því um þessar mundir í samvinnu við Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna að vinna gegn joðskorti í heiminum. Umdæmisstjóri Íslands-Fær- eyja er Stefán R. Jónsson, félagi í Eldey, Kópavogi. í haust tekur Ornólfur Þorleifsson, félagi í Þyrli, Akranesi, við sem um- dæmisstjóri og gegnir því emb- ætti í eitt ár. Heiðursgestur þingsins verður heimsforseti Kiwanis, Islendingurinn Eyjólf- ur Sigurðsson, en hann er jafn- framt fyrsti Evrópumaðurinn sem gegnir því embætti. Vitni óskast VITNI óskast að árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Nýbýlavegar og Skemmuvegar við bensínstöðina við Engihjalla. Atvikið varð í hádeg- inu 31. júlí síðastliðinn en tildrög þess voru að bifreið var ekið í veg fyrir aðra á ljósum á gatnamótunum. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að þessu atviki eru vinsamlega beðn- ir um að hafa samband við lögregl- una í Kópavogi. LEIÐRÉTT Myndina vantaði ÞESSA_ mynd vantaði með dómi Braga Ásgeirssonar í blaðinu í gær um sýningu á ullarpeysum í Horn- stofunni á mótum Laufásvegar og Bókhlöðustígs. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Már Grétar Pálsson var rangt feðraður sem samhöfundur að myndinni Á sundi í ljósmyndamara- þoni sem birt var í blaðinu í gær. Þá var í sömu umfjöllun vinnings- mynd liðs Más í flokknum Klukka birt með umfjöllun um mynd í flokknum Fundarstaður. Beðist er velvirðingar á mistökunum. RAD UGL YSINGAR A TVINNUAIJGL YSINGAR „Au pair“ - Brussel íslensk hjón með þrjú börn óska eftir „au pair“ frá miðjum september 1996 til 1. júní 1997. Lágmarksaldur 20 ár. Reyklaust heimili. Nánari upplýsingar í síma 553 1689. Yfir- og 1. vélstjóri Vantar 1. vélstjóra á rækjufrystiskip, sem er á veiðum á Flæmska hattinum. Upplýsingar í síma 466 1608 og 854 3508. Meðeigandi Óska eftir aðila til reksturs bifreiðar í atvinnu- skyni. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „M - 823“, fyrir 23. ágúst nk. Nýjung. 1. vélstjóra vantar á Bergey VE 544. Þarf að hafa réttindi fyrir 1030 kw. Upplýsingar um borð í skipinu, sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn, eða í símum 481 1100 og 481 1682. ísfélag Vestmannaeyja hf. Sölufulltrúar Laus eru til umsóknar störf sölufulltrúa í auglýsingadeild. Störfin krefjast árverkni, heiðarleika, góðrar framkomu og eigin bifreiðar. Aldur er engin fyrirstaða. Fyrirtækið býður föst laun ásamt launahvetj- andi kerfi. Umsóknum sé skilað til afgreiðslu Mbl. fyrir 26. ágúst nk., merktum: „Framtíð '97 - 1083.“ REYKJALUNDUR Þroskaþjálfar Þroskaþjálfa vantar í hlutastarf á sambýlið Hlein sem allra fyrst. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri eða yfir- þroskaþjálfi í síma 566 6200. Starfskraftur óskast í blóma- og gjafavöruverslun í Reykjavík. Vaktavinna. Leitum að líflegri, stundvísri og sjálfstæðri manneskju með góða framkomu og reynslu í blómaskreytingum. Meðmæli. Þarf að geta byrjað strax. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „B - 826“. Jane Dixon spádómur Manst þú eftir að hafa heyrt eða lesið spá- dóm eftir Jane Dixon um að frelsarinn er fæddur fyrir árið 1965? Ef svo er skrifaðu þá mér. B. Ómar Ólafsson, Háaleitisbraut 113, 108 Reykjavík. FÉLAG HJARTASJÚKLINGA Á REYKJAVÍKURSVÆDINU Hafnarhúsiö '/Trygev'agötu Pósthólf 830- 121 Ueykjavfk Fundarboð Almennur félagsfundur í Félagi hjartasjúkl- inga á Reykjavíkursvæðinu verður haldinn í Múlabæ, Ármúla 34, 3. hæð, fimmtudaginn 22. ágúst kl. 18.00. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á 4. þing Landssamtaka hjartasjúklinga. 2. Félagsmál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.