Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Jl Þúert yndið mitt... TONIIST Illjómdiskar NORDISK SALONMUSIK - CON SORDINO Bjarne E. Hansen (1. fiðla), Carl Sjö- berg (2. fiðla), Sören Friis (selló), Robert Farver-Sonne (kontrabassi), Inke Kessler (pianó). Upptaka í Riddarasalnum í Egeskov Slot (1994). Classico Classcd 133. HÉR höfum við „kaffihúsatón- iist“ eins og hún gerist best - í senn virðuleg, ljúf og alþýðleg (manni verður hugsað til gömlu og góðu daganna á Hótel íslandi, sem undirr. þekkir nú ekki nema af afspurn, afturámóti man hann eftir Hótel Borg). Melódíurnar þekktar og margar gullfallegar, enda meira eða minna eftir nafn- kunn tónskáld með Edvard Grieg arann í þessu tilviki. Og enda þótt við hér á skerinu gætum ekki í den- tíð státað af jafn mörgum giæsileg- um restauröntum og kaffihúsum og frændur vorir - svo ekki sé minnst á sal á borð við Riddarasalinn í Egeskovkastala - þá höfðum við okkar ljúfu kaffihúsatónlist. Við höfðum Hótel ísland meðan Danir höfðu Wivex, Norðmenn Grand Hotel og Teatercaféen, Svíar Berns Saloner og Finnar Kámp Hotel. Kvintettinn Con Sordino skipa ágætir hljóðfæraleikarar, enda meðlimir Sinfóníuhljómsveitarinnar í Óðinsvéum. Útsetningar, í ljúfum og léttum dúr sem fyrr segir, miðla með ágætum andrúmi gömlu hefð- arinnar þrátt fyrir „nútímalegt" handbragð á stöku stað. Maður spyr sig hvort hefði mátt ganga lengra í „nýsköpun" sem hefði léð þessum ágæta tónlistarflutningi meiri glettni og sérstöu, komið efstan á lista. Útsetningar smekk- legar og aðlaðandi - og sumar svolítið frumlegar og skemmtileg- ar, ekki síst Atla Heimis Sveins- sonar á Þú ert, Sofðu unga ástin mín og Á Sprengisandi. Á þessum hljómdiski höfum við semsé vinsæl lög frá Norðurlöndun- um fimm (samkvæmt gamalli skil- greiningu), sem auðvitað eru sprott- in úr gömiu tónlistarhefðinni, ekki síst þeirri sem kennd er við alþýð- una - eða e.t.v. öllu heldur góðborg- manni virkilega til að sperra eyrun - og brosa. Og þá getur vissulega orðið stutt í skrumskælinguna. Trú- lega er það ekki tilgangurinn, enda er hér allt gjört með takti, væntum- þykju og í anda kaffihúsamenning- arinnar einsog hún gerðist á árum áður, þegar menn gengu með hatta. Hljóðritun er mjög góð (með „keimi af salnum"). Með öðrum orðum: ánægjulegur og óvenjulegur hljómdiskur. Oddur Björnsson LISTIR Morgunblaðið/Ásdís FRÁ vinstri Hrönn Hafliðadóttir, Guðiaug Gísladóttir, tekur við styrk f.h. Magneu Tómasdóttur dóttur sinnar, Guðrún Ingimarsdóttir, Björg Þórhallsdóttir og Stefán Arngrímsson. Á myndina vant- ar Ingveldi G. Olafsdóttur sem er í stjórn sjóðsins ásamt Stefáni og Hrönn. Söngvarasjóður FIL úthlutar styrkjum SÖNGVARASJÓÐUR Félags ís- lenskra leikara úthlutaði á dög- unum styrkjum til þriggja söng- nema sem halda senn utan til framhaldsnáms. AUs bárust 11 umsóknir en styrkþegar að þessu sinni eru þær Björg Þórhallsdótt- ir, Guðrún Ingimarsdóttir og Magnea Tómasdóttir. Hlaut hver þeirra styrk sem nam 100.000 krónum. Söngvarasjóðurinn úthlutar ár- lega styrkjum til söngnema sem lokið hafa námi hér heima og huggja á frmhaldsnám í listgrein sinni. Einnig hafa starfandi söngvarar hlotið styrki úr sjóðn- um til endurmentunar. Sljórn sjóðsins skipa þau Stefán Arn- grímsson, Ingveldur G. Ólafs- dóttir og Hrönn Hafliðadóttir. Flipper finnur Flippu sína KYIKMYNDIR Bí ó h ö11 i n FLIPPER („Flipper") ★ ★ Leikstjóri og handritshöfundur Alan Saphiro. Kvikmyndatökustjóri Bill Butler. Tónlist .Jed McNeely. Aðal- leikendur Elijah Wood, Paul Hogan, Jonathan Banks, Chelsea Fields. Bandarísk. Universal 1996. TVÆR af vinalegustu og gáf- uðustu dýrategundum Jarðar, hund- ar og höfrungar, hænast að mann- skepnunni, trúa henni og treysta. Það er ekki öll vitleysan eins. Flipp- er fjallar einmitt um samskipti manna og höfrunga, byggð á kunn- um sjónvarpsþáttum samnefndum. Sandy (Elijah Wood), stórborgar- táningi, er komið fyrir í sumardvöl hjá Porter frænda (Paul Hogan) niður á Florida Keys eyjaklasanum. Porter er óheflaður og óvenjulegur sjóari og eru samskipti hans og borgarbarnsins heldur stirð til að bytja með. Það er ekki fyrr en höfr- ungurinn Flipper kemur til sögunn- ar að sambúðin fer að lagast, en saman bjarga þeir þessu skynsama sjávardýri undan kúlnaregni ill- mennisins Moran (Jonathan Banks). Ást og eiturúrgangur krydda þessa litlausu en ekki ónotalegu fjölskyldumynd sem vissulega minnir óþyrmilega á margar aðrar sem gerðar hafa verið gegnum tíðina um samskipti barna og dýra. Gott ef sú síðasta hét ekki Andre, og var í meginatriðum öðruvísi að því leytinu að hún snerist um vináttu drengs og sæljóns. Þótt þessar myndir allar séu keimlíkar hafa þær engu að síður talsvert uppeldislegt gildi, ekki síst borgarbörnum, sem mörg eru naskari á bílategundir en dýr merkurinnar, að ekki sé minnst á íbúa hafsins. Flipper telst sómasamleg barna- og fjöl- skylduskemmtun. Þó frumleikinn flækist ekki fyrir Saphiro og fé- lögum og leikurinn sé heldur drumbslegur hjá mannfólkinu. Höfrungarnir eru því glæstari, þroskasaga stráksins slarkfær, neðansjávarmyndatakan fín og endalokin raunsæ - þó slitleg séu. Sæbjörn Valdimarsson Landslag og klipp MYNDLIST Gallcrí Grcip MÁLVERK Ingimar Ólafson Waage. Opið frá 14-18 alla daga. Lokað mánudaga. Til 25. ágúst. Aðgangur ókeypis. ÍSLENZKT landslag er ofarlega í huga Ingimars Ólafssonar Waage, sem að sögn hefur lengi gengið um landið og langt farið. Og þegar hann málar kveðst hann vera í fjall- göngu; hver pensilstroka sé sem skref í gönguferð. Og honum finnst ferðalagið verða að hafa tilgang og sögu sem geymir spor h.ans, og málverkið er hátturinn að skjalfesta það. Ingimar hefur kynnst flestum ásjónum íslenzkrar náttúru, belj- andi slagveðursrigningum á háum fjöllum og vatnsföllum í örum vexti. Logni, hitasvækju og frosthörku vetrarins. Öllu þessu nema eldgos- um, sem hann hefur einungis séð í sjónvarpi, í litprentaðri bók um Surtseyjargosið, og af málverki sem amma hans málaði af Kötlugosinu 1918, og hreif ungan dreng upp úr skónum. Spurningin hvort hið íslenzka landslagsmálverk sé með öllu úrelt, eða hvort það eigi ennþá erindi til okkar er listspírunni hugleikin, og því mundar hann pentskúfinn ótt og títt því til vegsemdar, og það í bókstaflegri merkingu. Myndirnar eru nefnilega flestar hratt unnar og víða bregður fyrir óformlegum vinnubrögðum. Það segir okkur að hann máli frjálst út frá ákveðnum myndefnum, láti hughrifin ráða ferðinni og þá mun frekar en sann- verðugar útlínur og tilbrigði lands- lagsins. Á stundum staðsetur Ingimar hreinar og sjónrænar súrrealistísk- ar vísanir og tákn inn í myndheild- irnar, sbr. olíumyndimar „Hekla“ (4) og „Hver reykir pípu“ (6), og þá ganga hlutimir helst upp. Mun síður er hann hnikar ímyndunarafli skoðandans eingöngu með fárán- legum nafngiftum, svo sem „Lagar- fljótsormurinn gleypti Mónu Lísu“ (9). Málverkið er líkast kynjalands- lagi og fer best að bjóða skoðandan- um að gerast hér landkönnuður og lesa það sem honum hugnast út úr myndinni, sem er hin efnisríkasta á sýningunni og fjörlega máluð. Vatnslitamyndin „Við Hólmsár- lón“ (11) í kjallara, sker sig úr fyr- ir það hve hreint og afdráttarlaust hún er máluð, og hina upphöfnu gegnumgangandi birtu. Nei, landslagsmálverkið úreldist aldrei, frekar en ferskleikinn í and- rúminu og alhyggð alls sem er, það eru einungis vond málverk og mál- ararnir sem úreldast. Listhús Ófcigs KLIPP Katrin Elvarsdóttir. Opið virka daga frá 10-18, laugardaga 11-18, lokað sunnudaga. Til 24. ágúst. Aðgangur ókeypis. „COLLAGE & Polaroidþrykk" nefnir hin unga Katrín Elvarsdóttir myndir sínar, en ferlið er að hún klippir niður svart-hvítar silfur- gelatín og sepía tónaðar ljósmyndir, sem eru teknar á Polaroid 669 filmu, þrykktar á vatnslitapappír og handmálaðar, svo sem segir í skrá. Síðan virðist hún rissa í mynd- irnar, hafi hún ekki gert það áður á sjálfa filmuna. Hver mynd telst svo vera einstök. Katrín er fyrst og fremst ljós- myndari og er með BFA gráðu í ljósmyndun frá Art Institute of Boston (1993). Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar í Boston og tekið þátt í samsýningum í Boston og New York. Hún hefur haldið eina sýningu á svart-hvítum ljós- myndum hér heima í G15 Gallerí (1992), er nú nefnist Pyrit G 15. Myndefnið er nokkurs konar lest- ur í umhverfið, hvunndaginn og til- veruna, speglun sjálfsímyndarinnar og umheimsins. Frá því „Collage“, eða klippimyndir, eins og við nefn- um fyrirbærið yfirleitt á íslenzku, var innleitt af þeim Braque og Pic- asso kringum 191, hefur það geng- ið í gegnum margþætta þróun. Dadaistarnir og Súrrealistarnir þró- uðu tæknina áfram út 5 ljósmynda- klipp „Photocollage" og fjölþættari tegundir af efnislegri dýpt „As- semblage“ og loks blandaða tækni þ.e. málverk og klipp. Loks er það niðurrifscollage „Décollage", sem Wolf Vostell og fleiri komu fram með á sjötta áratugnum, en sjálft nafnið ætti að skýra athöfnina. Það sem Katrín telst vera að fást við er nokkurs konar angi af Ijósmyndaklippi með ýmsum nýjum forsendum tæknilega séð. Myndirn- ar eru nokkuð hráar í útfærslu og í flestum þeirra telst tjámátturinn fjarri því að vera sannfærandi auk þess að þær virka nokkuð innihalds- lausar og óhreinar og hafa svip af því sem nefnt er „makulatur" á grafískum verkstæðum. Litur hefur þá farið útaf jaðrinum og eintakið telst gallað um leið. Það er að mínu mati í hreint og klárt unnum myndum eins og „Eft- irvænting,„Flying Gasoline" og „Gasoline“ að Katrín sannar helst að hún eigi erindi inn á j)etta svið... Bragi Ásgeirsson J'J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.