Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 AKUREYRI MORGUN BLAÐIÐ Morgunblaðið/Margrét Þóra Við Pollinn FELAGARNIR Andrés, Bragi og á Pollinn, en þó þeir séu sterkir, Hjörtur voru að leika sér að því strákarnir drógu þeir ekki alveg að kasta steinum sem lengst út út að Torfunesbryggju. Operusöngtónleikar í Deiglunni HÓLMFRÍÐUR Sigrún Benedikts- dóttir sópransöngkona mun ásamt Gerrit Schuil píanóleikara halda tón- leika í Deiglunni í kvöld, miðviku- dagskvöldið 21. ágúst kl. 20.30. Efnisskráin samanstendur af óperuaríum, m.a. eftir tónskáldin Caldara, Hándel, Mozart, Wagner, Donizetti og Verdi. Hólmfríður hefur verið áberandi í tónlistarlífi Norðlendinga síðustu árin, hún nam píanóleik og stund- aði söngnám, en magistersnámi lauk hún frá Indianaháskólanum í Bloomington í Bandaríkjunum. Hún starfar sem söngvari, söng- kennari og kórstjóri á Norðurlandi. Gerrit Schuil er Hollendingur búsettur hér á Iandi en hann hefur getið sér gott orð sem meðleikari og leikið með mörgum helstu söngvurum landsins. Fjögur frábær fyrirtæki 1. Hellusteypa á Suðurlandi. Með verkefni í allan vetur. Verð aðeins kr. 4 milljónir. 2. Landsþekkt tískuverslun í Hafnarfirði. Eigin innflutningur. Verslun fyrir dömur á besta aldri. 3. Vínbar í miðborginni. Gífurlegir möguleikar. Glæsilegur staður Góð kjör. 4. (sverslun á frábærum stað. Sælgætissala. Þekkt verslun með ódýrasta ísinn. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. raTTTTTTTi^TTTTgyiTW SUÐURVERI SIMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. BIRKIHÆÐ-EINB.-GBÆ. Nýkomið í einkasölu þetta glæsil. tvílyft einb. með innb. bílskúr, samtals 308 fm. Á neðri hæð er í dag ágæt 2ja-3ja herb. íb. með sérinng. Ræktaður garður. Heitur pottur. Óvenju stórar svalir. Frábært útsýni og stað setn. Eign í sérfl. Verð 22,9 millj. 42647. Hrísrimi - Rvík - 3ja Nýkomin í einkasölu glæsil. ca 100 fm íb. auk 30 fm sérstæðis í bílskýli. Vandaðar innr. Parket. Flísar. Áhv. 5,1 millj. húsbr. Verð 8,5 millj. Sumarhús - Grímsnesi Glæsil. nýlegt 70 fm sumarhús á góðu eignarlandi (1 ha) auk 30 fm svefnlofts. Vandað hús í sérflokki. Tilval ið fyrir félagasamtök. Verð 6,5 millj. Myndir á skrifstofu. Til leigu skrifstofuhúsn. í Hf. Til leigu skrifstofuhúsn. við Strandgötu í Hf. Um er að ræða gott ca 400 fm húsnæði á 2. hæð þar sem sýslu mannsembættið var áður til húsa. Lyfta verður I hús inu. Næg bílastæði. Frábær staðsetn. I hjarta Hafnarfj. Nánari upplýsingar gefur: Hraunhamar -fasteignasala, sími 565 4511. Skólaskrifstofu Eyþings boðin þjónusta sálfræðinga Fjórfalt meiri kostnað- ur en með fastráðningu JÓN Baldvin Hannesson forstöðu- maður Skólaskrifstofu Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafjarð- ar- og Þingeyjarsýslum, segir að formleg afstaða hafi ekki verið tek- in til tilboðs frá sjálfstætt starfandi sálfræðingum um sálfræðiþjónustu við skrifstofuna. Þijár stöður sálfræðinga eru við Skólaskrifstofuna en ekki hefur tekist að ráða í þær og ekki fyrirsjá- anlegt að það takist. Þrír sálfræð- ingar störfuðu á Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra en starfsemi hennar var lögð niður 1. ágúst síð- astliðinn þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskóianna. Lögum samkvæmt eiga þeir sem störfuðu á fræðsluskrifstofunni rétt á bið- launum, frá 6 og upp í 12 mánuði þegar starf þeirra er lagt niður og nýttu flestir fyrrverandi starfs- menn skrifstofunnar sér þann rétt. Tveir sálfræðinganna sem störf- uðu á skrifstofunni hafa nú ásamt fleiri sálfræðingum víðar um landið stofnað sálfræði- og ráðgjafaþjón- ustu og boðið Skólaskrifstofu Ey- þings þjónustu sína. Fjórfalt hærra verð „Við höfum ekki tekið formlega afstöðu til þess hvort við munum nýta okkur þessa þjónustu sem sálfræðingarnir bjóða okkur,“ sagði Jón Baldvin, en það verð sem greiða þyrfti fyrir þjónustuna sam- kvæmt tilboði sálfræðinganna væri fjórfalt hærra en ef þeir væru starf- andi inni á Skólaskrifstofunni. „Ég á von á því að í einhverjum neyðart- ilvikum, sem reyndar er erfitt að skilgreina hver eru, þyrftum við að kaupa slíka þjónustu, en al- mennt höfum við ekki ráð á því. Við höfum engin fjárráð til þess og værum þess utan að tryggja að sálfræðingar kæmu ekki til starfa inn á skrifstofuna í framtíðinni." Sálfræðingarnir Kristján Magn- ússon, Már Magnússon og Arnar Sverrisson á Akureyri ásamt Ara Bergsteinssyni, Selfossi, og Ásþór Magnússyni, Borgarnesi, hafa stofnað félagið Reyni, sálfræði- og ráðgjafaþjónustu, og sagði Krist- ján, að fyrirhugað væri að efna til námskeiða og bjóða upp á verk- takaþjónustu af ýmsu tagi um land allt. Kristján segir ekki skrýtið að Skólaskrifstofan á Akureyri eigi í vandræðum vegna skorts á sál- fræðingum, forsvarsmenn hennar hefðu ekki viljað ræða við þá sái- fræðinga sem störfuðu hjá fræðslu- skrifstofunni um laun og kjör. Vís- að hefði verið til þess að launa- nefnd á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og sálfræðingafé- lagsins væru að fjalla um kjðrin og að sennilega yrði ekki niður- staða í málinu fyrr en um næstu áramót. Fáránleg starfsmannastefna „Ég var ekki tilbúinn að gefa biðlaun upp á bátinn upp á það að fá kannski einhvern tíma að fá að vita á hvaða kjörum maður hefur ráðið sig á nýjan stað,“ sagði Kristján. Að hans mati er starfs- mannastefna ríkisins í málum af þessum toga fáránleg og hún skemmi fyrir sveitarfélögunum. Starfsfólk ávinni sér rétt til bið- launa, en taki það önnur störf fell- ur sá réttur niður. „Ríkið er að segja við okkur: Það er alveg sama hvað þið eru reyndir, hvað þið hafið gert og hvernig þið hafið staðið ykkur, haldið ykkur bara burtu frá öllu starfi, því ef þið gerið það ekki, refsum við ykkur með því að taka af ykkur biðlaun- in. Það er í raun verið að segja okkur að halda okkur heima á bið- launum og gera ekki neitt.“ Hann benti á að í ýmsum öðrum löndum, m.a. Englandi, væri stefn- an sú við svipaðar aðstæður að biðlaun sem menn hefðu unnið sér rétt til væru greidd út í einu lagi og fólki síðan í sjálfsvald sett hvað það gerði. Morgunblaðið/Margrét Þóra rrn ■*1 rn rrn 1Q7n iárusþ.valoimaiisson, framkvæmoastjúri UUL I I ÖU'OOL | u / U ÞÚRBUR H. SUEINSSON HDL.r LÖeeiLTUR FftSTEIBNASALI Til sýnis og sölu m.a. eigna: Góð rishæð í Hlíðunum Vel með farin, rúmgóð 3ja herb. rishæð, mikið yngri en húsið. Þak endurbætt. Langt.lán um 3,5 millj. Gott föndurherb. fylgir. Tilboð - óskast. Öll eins og ný — lækkað verð Ekki stór 2ja til 3ja herb. íbúð I gamla góða austurbænum. Sérinn- gangur. Langt.lán um 3 millj. Lítil skiptanleg útborgun. Nánar á skrif- stofunni. Fyrir smið eða laghenta Meðal annars nokkrar 3ja herb. íbúðir á vinsælum stöðum í borg inni. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Einbýlishús — raðhús — sérhæðir óskast fyrir fjársterka kaupendur, nokkra með mjög miklar útborganir. Ennfremur óskast 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir með bílskúrum. Fjöldi góðra eigna á skrá. Hagstæð eignaskipti. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. • • • Opið í dag kl. 10-14. Einbýiishús óskast í Smá- íbúðahverfi og sérhæðir við Safamýri - nágrenni. ALMENNA FASTEIGNASALAN UUGAVEG118 S. 5521150-5521370 Skóla- töskumar skoðaðar STARFSEMI grunnskólanna á Akureyri hefst eftir tæpan hálf- an mánuð, eða 2. september næstkomandi. Alls verða rúm- lega 2.400 börn í grunnskólunum í bænum næsta vetur sem er svipaður fjöldi og verið hefur síðustu ár. Vinkonurnar Erla, Ásdís og Eva, sem stunda nám í Oddeyrarskóla, voru á ferð í miðbænum í gær og spáðu þá svolítið í skólatöskur, en þær ætla að kaupa sér nýjar töskur fyrir næsta vetur og leist lang- best á leðurbakpokana. Þær skemmtu sér hins vegar konung- lega við að máta skrautlegar skólatöskur, en fannst þær helst til of barnalegar fyrir sig. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.