Morgunblaðið - 21.08.1996, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
1 gpi mest seldu fólksbíla- ^ a tegundirnar í Br frá ZJ jan.- jUll 1996 fyrra ári Fjöldi % %
1. Toyota 994 19,5 +13,0
2. Volkswagen 605 11,9 +26,3
3. Nissan 474 9,3 -20,5
4. Hyundai 387 7,6 +4,9
5. Mitsubishi 348 6,8 +80,3
6. Subaru 336 6,6 +65,5
7. Opel 322 6,3 +45,7
8. Suzuki 321 6,3 +139,6
9. Ford 241 4,7 +315,5
10. Renault 217 4,3 +20,6
11 Honda 113 2,2 +121,6
1?. Volvo 101 2,0 -29,4
13. Masda 97 1,9 +14,1
14. Skoda 87 1,7 -25,0
15. Lada 64 1,3 -40,7
Aðrar teg. 380 7,5 -20,6
Samtals 5.087 100,0 +22,7
—
Bifreiða-
innflutn.
í janúar
til júlí
1995 og
1996
VORU-,
SENDI- og
HÓPFERÐA-
BÍLAR, nýir
384
506
1995 1996 1995 1996
Aukning í nýskráningum
Töluverð aukning varð í nýskráningum á fólksbifreiðum í júlí.
Alls voru 775 bifreiðar nýskráðar og er það 30% aukning frá sama
mánuði í fyrra. Hlutfallslega eykst sala á Ford-bílum mest á fyrstu
sjö mánuðum ársins en sala á Lödum dregst mest saman eins og
sést í töflunni hér fyrir ofan. Toyota-bifreiðar eru söluhæstu
bifreiðarnar hér á landi fyrstu sjö mánuði ársins líkt og í fyrra,
en sala þeirra hefur aukist um 13%.
Byggmgavísitala
hækkar áfram
Samstarfsmiðlun í matvælaiðnaði sett á Hótel Loftleiðum
Matvælaframleiðsla
tengist fjórðungi starfa
Morgunblaðið/Ásdís
ÞORKELL Helgason, ráðuneytissfjóri í iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneyti, setti verkefnamiðlunina sem ætluð er fyrir evrópsk
fyrirtæki í matvælaiðnaði á Hótel Loftleiðum í gær.
VÍSITALA byggingarkostnaðar
hækkaði um 0,2% í ágúst sam-
kvæmt útreikningum Hagstofu ís-
lands. Síðastliðna tólf mánuði hef-
ur vísitalan hækkað um 6,3% en
hækkun hennar undanfarna þrjá
mánuði nemur 3,6%, sem samsvar-
í KORTI um hækkanir á gengi
hlutabréfa á Verðbréfaþingi frá
áramótum, sem birtist í Morgun-
blaðinu, var ekki búið að leiðrétta
gengi í nokkrum hlutabréfasjóðum
vegna arðgreiðslna. Þá var heldur
ekki búið að leiðrétta gengi hluta-
bréfa í Þróunarfélagi Islands fyrir
útgáfu jöfnunarhlutabréfa né arð-
greiðslur. Fyrir vikið var hækkun
bréfanna nokkuð vanmetin.
ar um 15,3% verðbólgu á ári.
Launavísitala, miðað við meðal-
laun í júlí, er hins vegar óbreytt frá
fyrri mánuði. Það sem af er þessu
ári hefur vísitalan hækkað um 4,7%
og átti stærstur hluti þeirrar hækk-
unar sér stað á fyrsta ársfjórðungi.
Hækkun á gengi hlutabréfa í
Þróunarfélaginu er þannig 51% að
teknu tilliti til þessara þátta. í
hlutabréfasjóðunum breytist röðun-
in einnig nokkuð þannig að hluta-
bréf í Almenna hlutabréfasjóðnum
hafa hækkað um 36% frá áramót-
um, í íslenska fjársjóðnum hefur
gengi bréfanna hækkað um 34%,
32% í Hlutabréfasjóði Norðurlands
og 31% í Hlutabréfasjóðnum hf.
VIÐ setningu evrópskrar verk-
efnamiðlunar fyrir fyrirtæki í
matvælaiðnaði í gær sagði Þor-
kell Helgason, ráðuneytisstjóri í
iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti,
að matvælaframleiðsla væri einn
af hornsteinum íslensks efna-
hagslífs og fjórða hvert starf á
landinu tengdist matvælafram-
leiðslu.
Gæði framleiðslunnar
eru mikilvægust
í setningarræðunni sagði hann
ennfremur að gæði framleiðsl-
unnar væri það sem skipti mestu
máli. „Norður-Atlandshafsþorsk-
urinn er þekktur fyrir gæði og á
íslandi er útflutningur á matvæl-
um heþsta útflutningsvara þjóðar-
innar. íslensk matvara er náttúru-
legri heldur en víðast annarsstað-
ar í heiminum enda öll aukaefni
bönnuð og sjúkdómar sjaldgæfari
í matvælum hér á landi,“ segir
Þorkell.
Verkefnamiðluninni er ætlað
að aðstoða fyrirtæki og stofnanir
við að kynnast öðrum aðilum sem
hafa áhuga á svipuðum verkefn-
um er varða matvælaþróun fram-
tíðarinnar.
19 þjóðir taka þátt
í verkefnamiðluninni
Guðbjörg Pétursdóttir, verk-
efnisstjóri miðlunarinnar, segir
fundargesti mjög áhugasama og
þátttökuna mikla. Af átta um-
ræðuhópum hafi þátttakan í
þremur þeirra verið áberandi
mest. Þeir tengjast gæðamálum,
framleiðslutækni og nýjungum í
framleiðslu. Þátttakan hefur farið
fram úr björtustu vonum og flest-
ir gestirnir hafa verið á norrænu
matvælaráðstefnunni undanfarna
daga.
Islendingar eru fjölmennastir
en hinar Norðurlandaþjóðirnar
fylgja fast á eftir auk annarra
ríkja en þátttakendurnir koma frá
18 ríkjum. 40% þátttakenda koma
frá háskólum og rannsóknarstof-
um en einungis 20% frá einka-
fyrirtækjum. Aðrir koma frá opin-
berum stofnunum og ráðgjafa-
fyrirtækjum,“ að sögn Guðbjarg-
ar.
Rangtgengi íkorti
Siemens heimilistækin eru rómuö fyrir
stílhreina hönnun og góöa endingu.
Þaö er staðreynd.
Smith & Norland býður mikið úrval
heimilistækja frá Siemens.
Fagleg ráðgjöf og góð þjónusta.
Það er staðreynd.
Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru:
• Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála • Snæfellsbær: Blómsturvellir
• Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavík • Búðardalur: Ásubúð • ísafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni
• Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: Öryggi • Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M.
• Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson
• Höfn í Hornafiröi: Króm og hvítt • Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Hella: Gilsá
• Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Kefiavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði.
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 5113000
XYZETA auglýslngastof