Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LISTIR Reuter SLASAÐUR frumbyggi er borinn á brott frá átakastaðnum við gamla þinghúsið í Canberra í gær. Um 150 frumbyggjar gerðu árás á lögreglumenn við húsið, kastað var grjóti og öðru lauslegu og lögreglukona er lífshættulega slösuð eftir spörk. Hörð átök í Canberra vegna aðhaldsstefnu stjórnvalda Frumbyggjar brenna ástralska fánann Canberra. Reuter, The Daily Telegraph. HÖRÐ átök brutust út í Canberra, höfuðborg Ástralíu, og víðar í land- inu í gær og fyrradag í tilefni af væntanlegum fjárlagatillögum rík- isstjórnar hægrimanna þar sem kveðið er á um mikinn niðurskurð opinberra útgjalda. Verkalýðsfélög stóðu fyrir skyndiverkföllum í verk- smiðjum, námum og höfnum. Ætl- unin er m.a. minnka mjög útgjöld til málefna svartra frumbyggja og voru fulltrúar þeirra atkvæðamiklir í mótmælunum, nokkrir þeirra brenndu ástralska fánann. Leit að sjó- ræningjum Scilla. Reuter. LÖGREGLAN á Ítalíu leitar nú sjó- ræningja sem réðust til uppgöngu í lystisnekkju sem lá við akkeri undan strönd Ítalíu og neyddu sex franskar konur til að afhenda þeim skartgripi og peninga. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær að hópur manna hefði farið um borð í snekkjuna nokkrum klukku- stundum eftir að hún lagðist við akkeri nálægt þorpinu Seilla. Einn mannanna var vopnaður skamm- byssu og þeir höfðu á brott með sér gjaldeyri fyrir jafnvirði 175.000 króna, auk skartgripa. Konurnar og áhöfn snekkjunnar, sem er skráð í Bretlandi, sakaði ekki. Frumbyggjar mótmæltu einnig í Brisbane og Adelaide. „Komið, allir sem vilja traðka á lögum þeira hvítu, fána þeirra hvítu, traðka á öskunni eins og þeir tröðkuðu á okkar leifum," sagði einn af frum- byggjunum í Canberra. Um þúsund manns tóku þátt í aðgerðum frum- byggja þar í gær og gekk mikið á, um 150 manna hópur réðst á lögregluna og kastaði múrsteinum og glerflöskum í liðsmenn hennar. Sparkað var mörgum sinnum í lög- reglukonu, hún var flutt á sjúkra- hús og var í lífshættu er síðast frétt- ist. Þátttakendur reyndu að bijótast inn í gamla þinghúsið í borgarhlut- anum en óeirðalögregla kom í veg fyrir það. „Allt sem við viljum er réttlæti í okkar eigin landi,“ sagði Charles Perkins, einn af talsmönnum frum- byggja. „Við viljum ekki að ríkisút- gjöld verði skorin niður, það er þeg- ar nógu erfitt að komast af. Auð- legð Astralíu kemur frá löndum frumbyggja. Sýnið okkur réttlæti". Brotist inn í þinghús Á mánudag tóku um 20.000 manns þátt í mótmælaaðgerðum á vegum stéttarfélaganna í Canberra og kom fólkið víða að í langferða- bílum, sagt var að aðgerðirnar væru þær mestu í borginni í tvo áratugi. Um 30 lögreglumenn og fjöldi mótmælenda slasaðist í átökum við húsakynni þingsins og um 20 voru handteknir. Enn meiri harka færð- ist í átökin er um þúsund manna hópur, þ. á m. margir frumbyggjar og háskólanemar, réðst inn í aðal- sal hússins og notaði sporvagn til að bijótast í gegnum sexfalda röð lögreglumanna. Að átökunum loknum voru blóðpollar á marmara- gólfi salarins, auk glerbrota og annars braks. John Howard forsætisráðherra, Kim Beazley, leiðtogi stjórnarand- stöðu Verkamannaflokksins, og nokkrir af æðstu mönnum verka- lýðshreyfingarinnar fordæmdu of- beldið. Sagði Howard stjórnvöld aldrei myndu láta undan hótunum um líkamlegt ofbeldi. Hann neitaði að ræða við fulltrúa stéttarfélaga á fundi sem ákveðinn hafði verið fyrir fram en gekk þess í stað um þingsalinn með sjónvarpsfólki. Einnig var sýnt er Howard þakk- aði lögreglumönnum, sem margir voru með umbúðir um höfuð og rifin einkennisklæði, fyrir frammi- stöðu þeirra. Ríkisstjórn Howards hyggst draga úr fjarlagahalla og erlendum skuldum sem valdið hafa miklum áhyggjum á fjármálamörkuðum. Einnig er ætlunin að skerða mið- stýringarvald stéttarfélaga við kja- rasamninga og líta þau á lögin sem aðför gegn sér. Störfum hjá opin- berum aðilum hefur þegar verið fækkað um mörg þúsund. Austurríki og Evrópusambandið Klima vill minnka greiðslur Vín. Reuter. VIKTOR Klima, fjármálaráðherra Austurríkis, sagði í blaðaviðtali á mánudag, að Austurríki stefndi að niðurskurði á greiðslum sínum til Evrópusambandsins (ESB), og ekki kæmi til greina undir neinum kring- umstæðum að greiðslurnar yrðu hækkaðar. „Við erum ekki launagreiðendur Evrópusambandsins," segir Klima í viðtalinu, sem birtist í dagblaðinu Kurier, og bætir við að hann geti ekki ímyndað sér að nettógreiðslur Austurríkis verði hækkaðar. Á árinu 1995 borguðu Austurrík- ismenn 9,59 milljarða skildinga, eða hátt í 36 milljarða króna, til hinna sameiginlegu sjóða ESB umfram það sem þeir fengu greitt úr þeim. Klima segir að framlag Austurríkis myndi minnka á næsta ári í kjölfar þrýst- ings frá nokkrum aðildarþjóðum, þ.á.m. Þýzkalands, sem m.a. hefur leitt til niðurskurðar á niðurgreiðsl- um til landbúnaðar. „Þetta er mjög jákvæð þróun,“ segir Klima. Hann ítrekaði, að Aust- urríki væri staðráðið í að vera með- al fyrstu ríkja til að taka þátt í Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu árið 1999, þrátt fyrir að fjárlagahalli og skuldastaða ríkissjóðs væru enn of óhagstæð til að uppfylla Maastricht- skilyrðin svokölluðu. Með nýjum fjárlögum, sem af- greidd voru fyrr á þessu ári og gilda til næstu tveggja ára, er ætlunin að ná fjárlagahallanum niður fyrir sett mörk, sem eru 3% af vergri lands- framleiðslu. „Og umskiptin hvað varðar skuldahlutfallið mun nást á árinu 1997,“ segir fjármálaráðherrann, sem bindur vonir við að einkavæðing og endurskipulagning opinberrar lántöku bæti stöðu ríkissjóðs nægj- anlega vel. 1995 var skuldahlutfall Austur- ríkis um 72% af vergri landsfram- leiðslu, en mörk Maastricht-samn- ingsins liggja við 60%. Er spuni blekking? TONLIST II a II g r í m s k i r k j a ORGELLEIKUR Gunnar Idenstam lék verk eftir J.S. Bach, Marcel Dupré, eigin útsetning- ar og frumsamin verk. Sunnudagur- inn 18. ágúst, 1996. í RAUN er nútíminn ótrúlega fá- tækur af stórum verkum, sem eru bæði krefjandi fyrir flytjendur og áhugaverð fyrir almenna hlustend- ur. Það hefur leitt til þess að eldri stórverk, þar sem gerð er krafa um hefðbundna skala- og hljóma- tækni, hafa sífellt verið leikin, svo að fátt er þar nýtt eða nokkuð sem hægt er að gera betur. Aðeins undraverðir leiknisnillingar geta kallað saman fólk og skiptir þá meira máli hver spilar en hvað er spilað. Oft hefur því verið haldið fram, að framboð flytjenda sé komið langt fram úr framboði frums- amdra verka, auk þess sem meginmagn nýrra verka, sam- kvæmt gamalli reglu, nái ekki athygli hlustenda eða að flutning- ur þeirra sé aðeins bundinn við afmarkaða áhugahópa. Leiklist- armenn, tónlistarfólk og jafnvel dansarar hafa í miklum mæli reynt að skapa sín verk sjálfir og gert margt tæknilega vel, en því miður og oftast, sannast, að góð fagkunnátta veitir ekki sjálfgef- inn aðgang að innviðum listarinn- ar. Þessi leit að einhveiju nýju, hefur oftlega leitt til eins konar fijálslegra endursagna eða jafn- vel skrumskælinga á gömlum verkum og einnig hefur verið reynt að gera sér mat úr dægur- skemmtiefni, sem grunn að stærri verkum. Þessi leit er skiljanleg og leikur magnmikið framboð fjölmiðla stórt hlutverk í útþynn- ingu á innihaldi, því það tekur langan tíma að semja gott verk og góðir listamenn skapa oftlega mjög fá slík en fjölmiðlunin hefur engan tíma eða áhuga á að bíða eftir slíku. Gamalt verður þeim leiðinlegt, nýtt er nýtt og það er enginn tími til að gaumgæfa hvort nýjungin er góð eða slæm. Þessi leit að nýjum viðfangs- efnum hefur á sviði tónlistar tek- ið á sig margvíslegar myndir. Nú er snörun eða spuni í tísku, út- setningar á þjóðlögum, alls konar raftilraunir og tónefni, sem er sótt til ýmissa stílbrigða í dægur- tónlist, svo nokkuð sé nefnt. Það sem einkenndi tónleika Gunnars Idenstam var þessi leit og aðeins eitt verk var þarna flutt í sinni rituðu gerð, eftir Marcel Dupré. Allt annað efni voru umritanir og spunaverk eftir orgelleikarann. Tónleikarnir hófust á flutningi þriggja þátta úr Die Kunst der Fuge, eftir J.S. Bach, í umritun eftir Idenstam og var þar um að ræða fyrstu fúguna, kanón í átt- und (nr. 12) en kanónstefið er skreytt spegilmynd af aðalstefinu og seinni þrefalda fúgan (nr. 11). Frá hendi J.S. Bach eru ekki til neinar leiðbeiningar um notkum hljóðfæra en í jafn flóknum rit- hætti og í „Fúgulistinni“ verður aðgreining raddanna á orgel ekki sannfærandi. Hjá Bach var annar ritháttur á orgelfúgum en t.d. fyr- ir sembal og að ekki sé talað um kórfúgurnar. Þrátt fyrir mikla hljómborðsleikni hjá Idenstam, var þrefalda fúgan sérstaklega, og einnig sú fyrsta, ákaflega óljós og reyndar „ó-bach-leg“, svo ein- kennilega sem það kann að þykja, en orgelritháttur Bachs var á margan hátt sérstæður og ólíkur því sem hann gerði í verkum fyrir önnur hlóðfæri. Svíta op. 39, eftir Marcel Dupré, er tæknilega vel gerð fyrir orgel og þar fór Idenstam á kostum. Verkið sjálft er mótað af spuna- tækni og notar hann að mestu eitt steffrymi fyrir hvern þátt, rétt eins og barokkmenn gerðu í smærri verkum, en sífelldar endur- tekningar stefjanna mynduðu ekki samfelldan „söguþráð“ og var form verksins oftlega nokkuð slit- rótt og það sem myndaði eina heild var oft nokkuð „hjakk- kennt“. Þriðja verkefnið var syrpa af útsetningum á Norrænum þjóðlög- um eftir Idenstam. Það var margt fallega hljómandi í þessum útsetn- ingum, en sem konsertviðfangs- efni, var þetta eins og endalaus lestur smáljóða. Það var auðheyrt, að síðasta verkið, Dómkirkjutón- list, eftir Idenstam, var, hvað snertir úrvinnslu hugmynda og formskipan, (sem var sérlega los- araleg) er undir áhrifum frá tón- smíðatækni Duprés. Tilraun Id- enstam til að nota „yoyke“ eins og Samar gera í söng sínum, og líkja eftir rappi, var algerlega mis- heppnuð og á ekkert sameiginlegt með nefndum stíltegundum. Þó brá fyrir Metal-rokk stefi í síðasta verkinu, Tökkötu II, sem var af- burða vel fiutt, þó verkið væri ótrúlega laust í formi og farið úr einu í annað. Gunnar Idenstam er frábær orgelleikari, hvað snertir tækni og vald hans yfir orgelinu og eru verk hans að því leyti til sannfær- andi í leik hans en sem tónsmíðar eru þær einkar lausar í formi og þegar ein hugmynd, oftlega spunakennd, hefur verið endurtek- in nokkrum sinnum, tekur önnur við, svo að tónmálið verður röð hugmynda sem því miður mynda ekki samfelldan tónbálk. Sumar hugmyndirnar eru í raun tæknileg- ar útfærslur á hljómum, hönnun á ramma sem í vantar myndina. Það má segja að þessi orgelsnill- ingur sé að leita þess sannleika, sem ekki er til og hvergi að finna og hefði verið fróðlegt að heyra hann leika eitthvað bitastæðara en franska og fransk-stælda spunatónlist. Því má bæta við, að margir eru sammála um að spuni sé blekk- ing, því hann, eins og allt annað sem maðurinn gerir, útheimti æfingu. Erroll Garnder, sem var einn af frumlegustu spunamönn- um á sviði jazz-tónlistar, þvertók fyrir það að verk hans væru spuni, þau væru tónsmíðar sem hann hafi samið og æft. Art Tatum hljóðritaði sum spunaverk sín á 75 snúninga plötur og þegar upp- tökutæknin breyttist með hi-fi tækni og hæggengari plötum, var henn fenginn til að spinna yfir gömlu lögin aftur og kom þá í ljós, að spuninn var nótu fyrir nótu sá sami og á gömlu upptök- unum. Til eru margfalt fleiri dæmi um rugling á þessu sviði og ef menn vilja kalla það spuna, að fara í gömul fingraför, þá það, en eins og spakur maður sagði einu sinni, þá er spuni það sama og semja hratt, en að semja er að spinna hægt. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.