Morgunblaðið - 25.08.1996, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞAÐ þarf ekki að koma neinum á óvart þó sumir missi hjartað í buxurnar út
af þessu ægilega góðæri sem rekið hefur á fjörur foringjans . . .
Leifar af steinkirkju og landnámsbæ taldar fundnar
Morgunblaðið/Ágúst Þór Bragason
GRAFNAR voru nokkrar könnunarholur við
forathugun á fornleifum á Breiðabólstað.
Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson.
KRISTJÁN Björnsson sóknarprestur við
steinhleðsluna fornu.
„Merkur fundur“
FORKÖNNUN á fornleifum sem
uppgötvuðust nýlega á Breiðaból-
stað í Húnavatnssýslu er lokið og
segir Guðmundur Ólafsson
deildarstjóri á Þjóðminjasafninu,
að um merkan fund sé að ræða.
Við uppsetningu á girðingu
kringum kirkju og garð á Breiða-
bólstað í Vesturhópi, grófu verk-
takar niður á forna steinhleðslu.
Voru þar tilhöggnir steinar og
sumir með öðrum lit en aðrir.
Höfðu þeir samband við Þór
Magnússon, sem kannaði verks-
ummerki ásamt sóknarprestinum,
sr. Kristjáni Björnssyni.
Tilkvaddir voru Guðmundur og
Hjörleifur Stefánsson arkitekt og
létu þeir gera nokkrar holur til
viðbótar. Fundurinn rifjaði upp
sögur þess efnis að á bænum
hafi átt að reisa fyrstu steinkirkju
á íslandi, um miðja 12. öld. Leiða
menn helst getum að því, að þarna
sé fundinn grunnur að stein-
kirkju, sem segir frá í Kristni-
sögu. Þar segir að um árið 1150
hafi Illugi Ingimundarson, dóttur-
sonur Hafliða Mássonar, haft
áform um að reisa steinkirkju á
Breiðabólstað. Hann hafi hins
vegar drukknað á leið frá Nor-
egi, þangað sem hann hafi farið
m.a. til að fá steinlím til bygging-
arinnar. Má vera að hann hafi
þegar lagt grunn að kirkjuskipinu
þegar hann féll frá.
Mjög óvenjulegt
„Síðan var ekkert vitað meira
um kirkjuna eða hvort hún hefði
verið byggð, en þegar þessi steinn
kom upp vaknaði sú hugmynd að
þarna væri um að ræða leifar af
kirkjunni eða því sem búið var
að byggja af henni.
Könnun okkar leiddi í ljós að
hleðslan sem komið var niður á
er hluti af tilhöggvinni garð-
hleðslu, sennilega kirkjugarðs-
veggur, sem er miklu yngri.
Hugsanlegt er að eitthvað af
kirkjunni frá um 1150 hafi verið
notað í garðhleðsluna. í annarri
tilraunaholu sem við grófum
fundum við stóra hellu, og hugs-
anlega er um að ræða gólfhellu
úr kirkjunni frá miðri tólftu öld,“
segir Guðmundur.
Hann segir hins vegar of
snemmt að slá því föstu að um-
rædd kirkja hafi verið byggð og
að minjarnar tilheyri henni. „Við
vitum hins vegar ekki um neina
aðra steinkirkju frá þessum tíma,
og því er þessi fundur mjög
óvenjulegur og ég man ekki eftir
öðru slíku.“
Hann segir þó merkilegast og
óvæntast við fundinn að um hálf-
um metra undir kirkjugarðs-
veggnum komu menn niður á
landnámsbæ, sem „við höfðum
alls ekki átt von á,“ segir Guð-
mundur.
Ekki fjármagn til
„Þessi bær hefur staðið frá
upphafi byggðar á Breiðabólstað
og þá hefur ekki verið nein kirkja
eða kirkjugarður þar, því venjan
var ekki að hafa slíkt að baki
bæjar. Þegar kirkja er síðan
byggð þar, hefur bærinn væntan-
lega verið fluttur upp á hól sem
þar er nærri.“
Hann segir ljóst að að Þjóð-
minjasafn hafi ekki yfir að ráða
fjármagni til frekari rannsókna á
staðnum og því þyrfti að leita til
annarra aðila um fjármögnun. Of
snemmt sé hins vegar að segja
til um niðurstöðu af slíku.
Nýr stjórnandi Fílharmóníu
Þrífst á því
að hafa mikið
fyrir stafni
Bernharður
Wilkinson hefur tek-
ið við starfi aðal-
stjórnanda Söngsveitarinn-
ar Fílharmóníu af Úlrik
Ólasyni sem gegnt hefur
starfinu síðastliðin sjö ár.
Bernharður, sem er fæddur
í Englandi, hefur verið
áberandi í íslensku tónlist-
arlífi í ríflega tvo áratugi
og komið víða við. En
hvernig leggst nýja starfið
í hann?
„Mjög'vel. Ég er alæta
á tónlist og hef nærst á
henni frá blautu bams-
beini. Tónlistarferilinn hóf
ég sem kórdrengur og þetta
form tónlistar hefur því
alltaf skipað veglegan sess
í huga mér. Síðan er alltaf
heillandi að takast á við
verkefni af þessari stærð-
argráðu en Söngsveitin Fílharm-
ónía er rótgróinn kór sem setur
markið hátt.“
- Hver verða helstu verkefni
sveitarínnar í vetur?
„Það liggur ekki fyrir enda hef-
ur mér ekki enn gefist tækifæri
til að heyra hljóðið í mannskapn-
um. Jólatónleikarnir, sem verða
þeir fyrstu sem ég stjóma, verða
þó örugglega með hefðbundnu
sniði - það er nýtt og gamalt efni
sem fólk vill heyra á jólum. Þá er
frágengið að einsöngvari með
kórnum verður Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, Diddú. Með nýjum stjórn-
anda koma hins vegar nýir siðir,
þannig að kórfélagar þurfa eflaust
tíma til að aðlagast mér og öfugt.
Verkefni vorsins verða því vænt-
anlega sniðin í samræmi við það
hvernig samstarfið þróast.“
- Óhætt er að segja að þú haf-
ir haft mörgjám í eldinum á liðn-
um misserum. Þú ert flautuleikari
í SÍ, félagi í Blásarakvintett
Reykjavíkur og aðalstjórnandi
sönghópsins Hljómeykis, auk þess
sem þú hefur fengist við kennslu.
Hvernig gengur að samræma öll
þessi störf?
„Það hefur gengið ágætlega að
samræma þetta enda hef ég tamið
mér þann íslenska sið að vinna
mikið. Ég þrífst. eiginlega á því
að hafa mikið fyrir stafni, einkum
á veturna þegar myrkrið ræður
ríkjum. Á sumrin reyni ég yfirleitt
að slappa svolítið af.“
- En verðurekki eitthvað undan
að láta nú?
„Jú, ég hef ákveðið að minnka
við mig kennslu til að geta sinnt
starfi mínu hjá Söngsveitinni Fíl-
harmóníu sem skyldi. Ég mun hins
vegar halda áfram með Hljómeyki
og Blásarakvintettinum
enda er sú starfsemi
ekki eins tímafrek;
þessir hópar vinna í
skorpum þegar verkefni
liggja fyrir, yfirleitt
nokkrum sinnum á ári. Síðan má
ekki gleyma því að ég á afar skiln-
ingsríka konu.“
- Þú hefur í seinni tíð verið sí-
fellt meira áberandi sem stjóm-
andi, hefur meðal annars stjómað
SÍ við nokkur tækifæri. Ertu að
leggja flautuna á hilluna?
„Hver veit? Kjami málsins er
hins vegar sá að tónlistarmenn eiga
á hættu að staðna þegar þeir eru
famir að gera sömu hlutina ár eft-
ir ár. Metnaðurinn getur horfið.
Mín aðferð til að komast hjá þessu
er að leita stöðugt uppi nýjar áskor-
anir til að halda mér ferskum.“
Óhætt er að fullyrða að tónlistin
sé Bemharði í blóð borin en fjöl-
Bernharður Wilkinson
►Bernharður Wilkinson fædd-
ist í Hitchin í Englandi 14.
mars 1951. Hann stundaði nám
við Westminster Abbey Choir
School og Repton School og
lauk prófi frá Royal Northern
College of Music í Manchester
1973. Bernharður flutti til ís-
lands árið 1975 og hefur allar
götur síðan verið flautuleikari
í Sinfóniuhljómsveit Islands.
Að auki hefur hann starfað
sem tónlistarkennari frá árinu
1976 og verið félagi í Blásara-
kvintett Reykjavíkur frá 1981
og leiðbeinandi Sinfóníuhljóm-
sveitar æskunnar frá 1980.
Árið 1994 gerðist hann aðal-
stjórnandi sönghópsins Hljóm-
eykis. Bernharður er kvæntur
Ágústu Jónsdóttur tónlistar-
manni og eiga þau tvö börn,
Stefán Jón og Onnu Sigrúnu.
skylda hans er afar tónelsk. Faðir
hans, Stephen Wilkinson, er virtur
kórstjóri í Englandi sem kom hing-
að til lands á liðnu ári til að stjóma
Hljómeyki á tónleikum. Þá em flest
systkini hans viðriðin tónlist á einn
eða annan hátt.
- Kom aldrei annað til greina
en að þú legðir tónlistina fyrir þig?
„I raun og veru ekki. Mér leist
reyndar ekki á blikuna þegar ég
hóf nám í gagnfræðaskóla, því þar
voru ailir strákar sem stunduðu
tónlistamám lagðir í einelti, þar
sem tónlistin þótti ekki nógu karl-
mannlegt fag. Ég var hins vegar
fljótur að hlaupa og góður í fót-
bolta og var því fljótlega tekinn í
sátt. Sem betur fer held ég að þetta
sé liðin tíð.“
Bemharður er giftur
Ágústu Jónsdóttur fiðlu-
leikara í Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands og eru böm
__________ þeirra bæði við tónlist-
arnám. Sonurinn Stefán
Jón er að læra á hom og dóttirin
Anna Sigrún á píanó. En skyldi
vera rætt um eitthvað annað en
tónlist á heimilinu?
„Já, mikil ósköp. Við fylgjumst
mikið með íþróttum, ekki síst ensku
knattspymunni. Síðan erum við
mikið fyrir góðan mat og drykk,
en ég á svolítið af eðalvíni í vínkjall-
aranum, auk þess sem við stundum
útivist, sérstaklega á sumrin. Þá
höfum við gaman af kvikmyndum.
Við höfum að vísu engan tíma til
að fara í bíó en bætum okkur það
upp eftir tónleika með því að leigja
myndimar sem við höftim misst af
á myndbandi - til að ná okkur
niður.“
Tónlistarferil-
inn hóf ég sem
kórdrengur