Morgunblaðið - 25.08.1996, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
LISTIR
Einkavæðing
bresku konungs-
fjölskyldunnar
VIÐBRÖGÐIN í Bretlandi við þeirri
ákvörðun Elísabetar Bretadrottn-
ingar að taka til endurskoðunar
reglur hirðarinnar, virðast yfirleitt
jákvæð ef marka má breska fjöl-
miðla. Telja menn breytingar á
borð við þá að afnema bann við
því að þjóðhöfðingi gangi að eiga
kaþólikka og að kona geti verið
ríkisarfi, þó að hún eigi yngri bræð-
ur, séu löngu tímabærar.
„Sú staðreynd að konungsfjöl-
skyldan skuli yfirhöfuð íhuga
grundvallarbreytingar [á hirðregl-
um] hlaut stuðning stjórnmála-
manna og fræðimanna. Hins vegar
er það almennt viðurkennt að
margar hugmyndanna sem ræddar
verða, sérstaklega
þær er varða stöðu
þjóðhöfðingjans sem
yfirmanns kirkjunn-
ar, verða ekki teknar
fyrir af fullri alvöru
fyrr en prinsinn af
Wales verður kon-
ungur,“ segir einn
dálkahöfunda Daily
Telegraph.
Blaðið ræðir einnig
við stjórnlagasér-
fræðinga, sem allir
eru á einu máli um
ágæti þess að drottn-
ingin endurskoði reglur hirðarinn-
ar. Blake lávarður og sagnfræðing-
ur segir ekkert athugavert við að
ræða breytingar á hirðreglum en
kveðst þó ekki sjá ástæðu til að
framkvæma allt sem rætt er. í raun
sé ástæðulaust að breyta kerfi sem
hafi þjónað tilgangi sínum vel í
margar kynslóðir.
Vernon Bogdanor, prófessor í
samtímasögu við Lundúnaháskóla,
segir að þetta sé besta leiðin til að
sníða sér eigin stjórnarskrá og dr.
David Starkey sagnfræðingur líkir
hugmyndum drottningar við einka-
væðingu. Hann telur þó að verði
hugmyndir hennar um að ríkið
hætti að greiða árlegt framlag til
hirðarinnar, sem lifi þess í stað af
sjálfaflafé, að veruleika, séu opin-
berar skyldur konungsfjölskyld-
unnar ekki viðurkenndar.
í leiðara Financial Times er
áætlunum drottningar um að
fækka þeim ættingjum drottningar,
sem njóta ýmissa fríðinda á kostn-
að skattborgara, fagnað og bent á
að í Hollandi hafi það gefið góða
raun. Hins vegar líst blaðinu ekki
vel á að hætta alveg íjárframlögum
til konungsfjölskyldunnar. „Vilji
þjóðin búa í konungsríki, verður
hún að vera reiðubúin að greiða
fyrir það,“ segir í leiðaranum. „Og
ef það að hætta opinberum greiðsl-
um til konungsfjölskyldunnar þýðir
að hún fær stærri hluta af fé krún-
unnar, sem nú rennur í ríkissjóð,
er breytingin einungis til mála-
mynda.“
I Independent velta menn fyrir
sér spurningunni um áhrif slíkrar
„einkavæðingar" á sjálfstæði kon-
ungsfjölskyldunnar. Hvort að slíkt
verði til þess að erfiðara verði að
fá meðlimi hennar til að koma fram
opinberlega og hvort að það verði
til þess að fjölskyldan verði óháð-
ari stjórnvöldum? Kemst blaðið að
þeirri niðurstöðu að breytingarnar
verði vart merkjanlegar.
Leiða breytingar til
aðskilnaðar ríkis og kirkju?
Einna mestur stuðningurinn er
talinn við það ákvæði að elsta barn
þjóðhöfðingja sé ríkisarfi, burtséð
frá kyni. Það yrði til þess að Anna
prinsessa færðist fram fyrir yngri
bróður sinn, Andrés, í röðinni til
erfða.
Þá gætir sáralítillar andstöðu við
fyrirætlanir drottningar um að af-
létta banni við það að ríkisarfi gift-
ist kaþólikka. Þar sem kaþólska
kirkjan hefur slakað á kröfum sín-
um, er ekkert því til fyrirstöðu að
ríkisarfi, fæddur í blönduðu hjóna-
bandi, verði yfírmaður ensku bisk-
upakirkjunnar. Slíkt kynni þó að
vekja upp spurningar um aðskilnað
ríkis og kirkju en talið er að fáir
hafí áhuga á að ræða slík mál sem
stendur.
Breytingar hjá aðlinum
Ekki er ljóst hver áhrifin verða
ef reglum hirðarinnar verður
breytt. Þó er talið að ákvörðun um
að auka rétt kvenna til ríkiserfða,
kunni að hafa mikil
áhrif innan breska
aðalsins. Verði
ákveðið að elsta
barn þjóðhöfðingja
verði ríkisarfi, burt-
séð frá kyni, breytir
það ekki sjálfkrafa
reglum um það
hvernig titlar erfast
hjá aðlinum. Engu
að síður er búist við
að þær muni breyt-
ast í samræmi við
það sem gerist hjá
konungsfjölskyld-
unni og það mun hafa miklar breyt-
ingar í för með sér.
Örfáir titlar geta nú erfst í kven-
legg. Breytist þetta mun fjöldi
kvenna öðlast rétt til setu í lávarða-
deildinni bresku. Þá munu færri
aðalstignir deyja út, þar sem ekki
þarf að fæðast drengur til að við-
halda ættinni. Þá munu nöfn ein-
hverra ætta breytast, þar sem
dæturnar sem erfa tignarheitin
hafa í mörgum tilvikum tekið upp
nöfn eiginmannanna.
Nefnd drottningar
Drottningin er sögð hafa sett á
laggirnar nefnd til að móta stefnu
konungsdæmisins árið 1992,
„hryllingsárið“ svokallaða. Þá
sættu fjármál konungsfjölskyld-
unnar mikilli gagnrýni og var
ákveðið að drottning myndi greiða
skatta.
í kjölfarið var nefndin skipuð og
fyrsti fundurinn var haldinn árið
1994 í Balmoral-kastala þar sem
nefndin heldur sumarfundi en á
veturna er fundað í Sandringham-
höll. Fundirnir eru skipulagðir með
löngum fyrirvara, enda er dagskrá
meðlima konungsfjölskyldunnar
þéttskipuð. Eru fundirnir sagðir
langir og óformlegir.
Sæti í nefndinni eiga drottning-
in, Filippus drottningarmaður, Karl
prins, Andrés prins, Anna prinsessa
og Játvarður prins, auk fjögurra
háttsettra embættismanna.
Þeir eru jarlinn af Airlie, sem
ber ábyrgð á daglegum rekstri,
heimilishaldi, skipulagningu at-
hafna og skipun háttsettra starfs-
manna. Hann er einnig persónuleg-
ur vinur drottningar og Filippusar.
Sir Robert Fellowes er einkaritari
drottningar en hann hafði áður
umsjón með samskiptum hennar
og ríkisstjórna Bretlands og ann-
arra samveldislanda. Robin Janvrin
gengur næst Fellowes að völdum.
Hann starfaði lengi í utanríkisþjón-
ustunni og var m.a. samningamað-
ur í hatrammri skilnaðardeilu
prinsins og prinsessunnar af Wa-
les. Síðastan er að telja Richard
Aylard sjóliðsforingja, sem er nán-
asti samstarfsmaður Karls prins.
Talið er víst að fullur vilji sé
innan konungsfjölskyldunnar til að
gera breytingar á reglum hirðar-
innar. Hins vegar hefur nefndin
ekki sett sér nein tímamörk.
Hugmyndum
Bretadrottn-
ingar um
breytingar á
reglum hirðar-
innar hefur
verið vel tekið
Geislaplötuútgáfan Skref heldur starfi sínu áfram
Fjórar til fimm
plötur fyrir jólin
GEISLAPLÖTUÚTGÁFAN Skref
gefur að líkindum út þijár til fjór-
ar geislaplötur með nýhljóðrituðu
efni fyrir jólin, að sögn Ólafs Elías-
sonar stjórnanda útgáfunnar, og
eina í nýjum flokki sem hann kall-
ar sögulegar upptökur.
Fimm aðilar hafa reyndar verið
að taka upp efni á vegum útgáf-
unnar í sumar en Ólafur gerir
ekki ráð fyrir að þeir
láti allir slag standa.
„Ástæðan fyrir því að
ég fer varlega í að
fullyrða hve margar
plötur koma út er sú
að við vöndum til
þessa verkefnis og
gefum því ekkert út
fyrr en listamennirnir
eru orðnir fullkomlega
sáttir við árangurinn.“
Þeir sem unnið hafa
að upptökum á vegum
Skrefs í sumar eru
Páll Eyjólfsson, gítar-
leikari, og Laufey Sigurðardóttir,
fiðluleikari, Nína Margrét Gríms-
dóttir, píanóleikari, Björn Steinar
Sólbergsson, orgelleikari, Kristinn
Örn Kristinsson, píanóleikari, og
Signý Sæmundsdóttir, söngkona,
og Þóra Fríða Sæmundsdóttir,
píanóleikari.
Ein plata er jafnframt væntan-
leg á markað í nýjum flokki sem
Ólafur kallar sögulegar upptökur.
Er þar um að ræða upptöku sem
Ríkisútvarpið gerði í kringum
1950 með píanóleik Ragnars
Björnssonar. „Það er virkilega
gaman að geta gefíð út upptökur
af þessu tagi og við reiknum fast-
lega með að fleiri plötur komi í
kjölfarið,“ segir Ólafur.
Ólafur hleypti Skrefi af
stokkunum á liðnu ári og hafa sex
geislaplötur komið út á vegum
útgáfunnar til þessa. Markmið
Skrefs er að styðja við bakið á
íslensku tónlistarfólki með því að
bjóða því upp á útgáfu á geisla-
plötum þar sem kostnaði er haldið
í lágmarki, þótt
ýtrustu kröfum um
hljómgæði og vand-
aða framleiðslu sé
fullnægt. Þátttak-
endur sameinast um
flesta kostnaðarliði,
svo sem upptökur,
hönnun, fjölföldun,
sem fram fer í Bret-
landi, og flutnings-
kostnað.
Ólafur kveðst
hæstánægður með
starfið og nefnir sér-
staklega í því sam-
hengi þá þróun sem
átt hefur sér stað frá því útgáfan
var sett á laggirnar. „Á síðasta
ári tókst samstarf við Halldór
Víkingsson upptökumann sem
tekur upp flestar plöturnar fyrir
okkur. Tækjakosturinn sem hann
hefur yfir að ráða er ákaflega
fullkominn og hefur það skipt
sköpum fyrir starfsemi Skrefs.
Allt efni er tekið upp í 20 bita
stafrænu kerfi, Sony SBM (Super
Bit Mapping), auk þess sem Hall-
dór á mikinn fjölda af hljóðnemum
í hæsta gæðaflokki frá Neumann
og Sennheiser. Persónulega er ég
virkilega ánægður með árang-
urinn og geri fastlega ráð fyrir
að hljómgæðin eigi eftir að koma
mörgum í opna skjöldu þegar þeir
heyra nýju plöturnar."
Aðstaðan sífellt
að batna
Ólafur segir að aðstaðan til
geislaplötuupptöku á íslandi sé
sífellt að batna og það sé því ein-
ungis tímaspursmál hvenær ís-
lenskir tónlistarmeríh, sem margir
hverjir séu miklum hæfíleikum
gæddir, hasli sér völl á alþjóðleg-
um plötumarkaði. Bendir hann á
jákvæða gagnrýni sem aðilar á
borð við Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, Blásarakvintett Reykjavík-
ur og Guðný Guðmundsdóttir,
fiðluleikari, hafi fengið fyrir plötur
sínar í erlendum fjölmiðlum.
„Sjálfur hef ég haft mikla ánægju
af því að taka þátt í þessu upp-
byggingarstarfi sem átt hefur sér
stað í þessum geira að undan-
förnu."
Ólafur er bjartsýnn á framhald-
ið en undirstrikar að Skref sé lang-
tímaverkefni. „Þó svo við séum á
réttri leið verður maður ekki virki-
lega ánægður fyrr en íslenskir
listamenn verða farnir að selja
plötur sínar í tugþúsundum ein-
taka erlendis.“
Um þessar mundir á hann í við-
ræðum við dreifingaraðila í Bret-
landi um samstarf en ítrekar að
þær séu á frumstigi. „Starf Skrefs
verður fyrst og fremst þróað með
hliðsjón af hinum alþjóðlega mark-
aði enda mun íslenskur markaður
aldrei standa undir útgáfu á klass-
ískri tónlist. Svo mikið er víst.“
Ólafur Elíasson
Picasso ekki á
F eneyjahátíðina
London. The Daily Telegraph.
„AÐ LIFA Picasso af“, kvikmynd
byggð á ævisögu spænska málar-
ans Pablo Picassos, verður ekki
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
Feneyjum, eins og ætlunin var.
Gerð myndarinnar hefur valdið
miklum deilum en fjölskylda hans
hefur barist gegn henni með öllum
ráðum.
Framleiðendur
myndarinnar eru eng-
ir aðrir en Merchant
og Ivory og með hlut-
verk Picassos fer
Anthony Hopkins.
Það hefur hins vegar
ekki komið í veg fyrir
andstöðu ástkonu Pic-
assos og tveggja
bama þeirra, sem
reyndu að koma í veg
fyrir gerð myndarinn-
ar. Það tókst ekki en
mæðginunum tókst
hins vegar að koma í veg fyrir að
nokkurt verka Picassos sjáist í
myndinni.
Til stóð að frumsýna myndina
á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum
sem hefst á föstudag en dóm-
nefndin hefur nú hætt við það.
Engin skýring hefur verið gefin á
ákvörðuninni. Ónefndir heimildar-
menn hafa hins vegar fullyrt að
ástæðan sé sú að nefndin hafí ein-
faldiega talið myndina lélega.
Segja þeir að engum dómnefndar-
manna hafí fallið myndin í geð og
að minnsta kosti einum hafí þótt
hún hræðileg. Einn af þeim sem
standa að framieiðslu myndarinn-
ar, David Wolpers, vísar þessari
skýringu á bug og segir framleið-
endur sjálfa hafa tekið ákvörðun
um að sýna myndina ekki í Fen-
eyjum. Tilkynnt verði á næstu
dögum hvar standi til að frumsýna
hana.
Myndin fjallar um
ástarsamband Picass-
os og Francoise Gilot,
sem stóð í fimmtán ár.
Þau hittust í Frakk-
landi árið 1943 en hún
var þá 21 árs en mál-
arinn fjörutíu árum
eldri. Þau eignuðust
saman tvö börn, son-
inn Claude, sem er
ljósmyndari, og dótt-
urina Palomu, sem er
hönnuður. Gilot er
afar ósátt við þá mynd
sem dregin er upp af henni í mynd-
inni en handritið skrifaði Ruth
Prawer Jhabvala, sem m.a. hefur
unnið til Booker-verðlauna. Segir
Gilot að hún sé sýnd sem bjargar-
laust fórnarlamb harðstjóra. Það
sé fjarri sanni, hún hafi ætið hald-
ið sjálfstæði sínu og hafi reyndar
verið eina konan sem yfirgaf Pic-
asso. „Merchant Ivory hafa gert
líf mitt að sápuóperu,“ segir hún
og kveður það greinilegt að dóm-
nefndin hafi verið sammála sér
um að handritið hafi ekki verið
nógu gott.
David Pizarro
Pizarro
við orgelið
BANDARÍSKI orgelleikarinn David
Pizarro leikur á sjöundu tónleikum
Hallgrímskirkju í röðinni Sumar-
kvöld við orgelið í kvöld, sunnu-
dagskvöld. Efnisskrá Pizarros hefst
á hefðbundinni spænskri Ballötu frá
17. öld eftir prestinn Antonio Mart-
in y Coll og síðan koma tvö volunt-
ary eftir breska organistann John
Stanley. Að þeim loknum leikur
Pizarro Sónötu nr. 4 eftir Bach og
umritun á síðasta kafla h-moll
messunnar Dona nobis pacem. Eftir
Matthison-Hansen leikur Pizarro
dæmigerðan orgelkonsert en inn á
milli má heyra sálmaforleikinn Jes-
us Christus unser Heiland eftir
Martin Radeck og umritanir á for-
leik að mótettunni Ave verum corp-
us eftir Mozart og Adagio eftir
Haydn.
Pizarro er fæddur og uppalinn í
New York og á að baki langan tón-
leikaferil um víða veröld.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Picasso