Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BILLE August og eiginkona hans, leikkona Pernille August, koma til frumsýningarinnar á „Jerúsalem". Bille Augnst á sjálfstýringu Slóvensk lítilræði NÝJASTA kvikmynd danska leik- stjórans Bille August, „Jerusalem" var frumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Haugasundi í Noregi í vik- unni og fær hún heldur slaka dóma í norsku blöðunum, sem segja hana ófrumlega og fyrirsjáanlega. Aðal- leikararnir, Marie Bonnevie, sem lék í einni mynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, og Pernille August, þykja hins vegar standa sig vel. „Jerusalem" er byggð á sam- nefndri skáldsögu Selmu Lagerlöf sem fjallar um bændur úr Dölunum sem selja allar eigur sínar til að fylgja prédikara eftir til fyrirheitna landsins.„Myndskreyttar sígildar bókmenntir eru fínar, en hvað svo,“ segir í Aftenposten um myndina. „Hin mikla August-vél gengur og gengur, suðar reglubundið og þar með fyrirsjáanlega. Oft á sjálfstýr- ingu. Óskarsverðlaunahafinn og handhafi tveggja Gullpálma hefur gert þetta áður. Og nú sést það. Dregið hefur úr kraftinum, vélin snuðar dálítið, gengur ekki eins jafnt og áður en allt virðist þó ganga af sjálfu sér.“ Gagnrýnandi Dagbladet segir það besta við myndina vera það að hún fái okkur til að líta á sögu- persónurnar, hina heittrúuðu, í réttu samhengi, í stórfengleik sín- um og heimsku. Starfsbróðir hans á Arbeiderbladet er hins vegar lítt hrifinn og segir myndina endalausa póstkosta-frásögn. TONLIST Sigurjónssafn KAMMERTÓNLEIKAR Bach: Gömbusónata nr. 2 í D, P. Ramovs: 5 Bagatele za violo; Hin- demith: Sónata f. einleiksviólu Op. 25 nr. 1; Brahms: Sónata nr. 2 í Es. Svava Bemharðsdóttir, víóla; Krist- inn Örn Kristinsson, pianó. Myndlist- arsafni Siguijóns Ólafssonar, þriðju- daginn 20. ágúst. ÞAÐ væri eiginlega að bera í bakkafullan lækinn að segja, að notaiegastr kammertónleikasalur höfuðborgarsvæðisins hefði enn eina ferðina verið fullskipaður, en þó var það eigi allfjarri sanni, þeg- ar þau Svava Bernharðsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson efndu til tónleika á þriðjudagskvöldið var. Aðeins hálfum mánuði fyrr bar upp á sama stað sömu Gömbusón- ötu Bachs nr. 2 i D-dúr, þá leikna á selló og píanó, og mætti kalla, að víða deilist Ingjaldsfíflið - og jafnframt í flestöðrum útgáfum en hinni upphaflegu fyrir gömbu og sembal. Vilja greinilega margir meðlimir strengjafjölskyldunnar fá að kveða þessa Lilju. Ekki fannst undirrituðum upp- færslan upp um áttund (eða hvað það nú var) fyrir víólu hljóma að öllu leyti sannfærandi. Var þar ekki við flutninginn að sakast, heldur við tónblæ hljóðfærisins, sem, þótt dimmri sé en úr fiðlu, nær samt ekki alveg þeim trega sem sellóið - og sérstaklega hin eina sanna „knéfiðla", violá da gamba - nær í hægu þáttunum. Það var vörumerki gömbunnar að syngja allra strokfæra sárastan blús með ekkasogum, eins og heyra mátti í myndinni um Marais og St. Colombe, Allir heimsins morgn- ar. Sýnist manni Bach hafa tekið mið af þvi, þótt vissulega virðist tónlist hans alla jafna „þola“ um- ritun til jafnvel íjarskyldustu hljóð- færa. Annars lék Svava sónötuna af stakri prýði, að vísu með sér- kennilegri frösun í Andante-þætt- inum, sem varð fyrir vikið örlítið órólegur, en með góðri sveiflu í hröðu þáttunum. Píanóleikurinn var alilipur, þrátt fyrir einstaka „loftnótu“ á hröðustu stöðum. Hinn íjörugi slóvenski öldungur, Primos Ramovs (f. 1921), sem hleypur reglulega á íjöll enn hátt á áttræðisaldri, er sagður eitt af- kastamesta tónskáld þessa núver- andi búsetulands víóluleikarans. Bagatellur hans fyrir víólu án undirleiks frá 1954 voru ef að lík- um lætur frumfluttar utan Slóve- níu þetta kvöld og báru með sér, að Júgóslavía Títós var síður en svo í jafn mikilli menningarein- angrun og ísland á sama tíma, sem þá átti varla nema 2 „módernísk" tónskáld auk Jóns Leifs. Enda þótt raðtæknivinna í anda Vinarskólans seinni hafi ekki virzt mjög áber- andi, var verkið í heild hressilega ómstrítt og hrynrænt tilþrifamikið innan hins þrönga tímaramma, því fæstir þættir stóðu Iengur en 1-2 mínútur. Svava hélt vel utan um verkið, séstaklega hinn bogatre- móló-skotna Largo-lokaþátt; lék af natni og töluverðum skaphita, en hefði mátt gæta sín ögn betur á tónhæð nokkurra efstu nótna í þessari kreijandi míníatúru-svítu. Fingurbijótum fjölgaði til muna í Sónötu Pauls Hindemiths fyrir einleiksvíólu Op. 25 nr. 1 frá 1922. Hindemith vissi vel hvað hann söng, því þá þegar var hann meðal fremstu víóluleikara álfunnar, bæði sem kvartettspilari og einleik- ari, og vissi upp á hár hvað mátti bjóða hljóðfærinu. Þetta var í lok espressjóníska sköpunarskeiðs hans, þar sem hann komst einna næst atónalli framúrstefnu Schön- bergs, án þess þó að gefa sig hinu flæðandi rúbatói espressjónistanna algerlega á vald á kostnað púlsryt- mans. Svava komst nokkuð vel frá þessu gríðarlega erfiða verki, þar sem kennir margra og ólíkra stíl- grasa, m.a.s. frá jassi á einum stað eða tveimur. Sem fyrr vildu að vísu nokkrar efstu nótur skjöplast i inntónun, en að öðru leyti var leikið af yfirvegun og sérstaklega góðri bogatækni. 4. þátturinn, þar sem yfirskriftin segir spilaranum að hirða minna um tónfegurð en ákefð, þaut hjá með miklu neista- flugi, og hinn espressífi lokaþáttur hlaut, eins og stóð í forskrift, hæga og mikla tjáningu. Brahms varð hins vegar að hálf- gerðri hádeyðu á annars þokkaleg- um tónleikum, ef svo mætti snara „antiklimaks". Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan G-dúr sónata hans fyrir fiðlu og píanó hljómaði undurfagurt í þessum sama sal í meðförum Halldórs Haraldssonar og frú Zeuthen Schneiders. Varla hafði flygillinn náð að versna að marki síðan þá, svo það hlýtur að mega kenna spilamennskunni um, hvað hendingar Brahms fyrir slag- hörpu voru nú allt í einu orðnar gijótharðar, og stundum jafnvel slitróttar, sérstaklega í sterkum leik. Þegar veikt var spilað, hljóm- aði sumt ágætlega, en í heild „sat“ píanóið ekki nógu vel. Hendingarn- ar náðu ekki að fljóta („eins og olía“, líkt og Mozart hefði senni- lega farið fram á). Svava lék nokk- uð misjafnlega; sumar hendingar mjög fallega, aðrar miður, en í aðalatriðum virtist gilda það sama og hjá'Kristni, að svo miklu leyti sem aðgreina mátti víóluna frá samspilsþætti píanóleiksins, að Brahms væri ekki hennar maður þetta kvöld. Ríkarður Ö. Pálsson 12-vikna námskeið fyrir unglinga sem vilja ná kjörþyngd. Námskeiðið byggist á góðum æfingum við skemmtilega tónlist ásamt fræðslu um holla lífshætti. Fylgst er með árangri þátttakenda allt námskeiðið. Tökum á málinu áður en það verður aðvandamáli. Láttu skrá þig strax! Námskeiðið hefst 2. sept. mlmaíM RGÚSTU fr HRRFNS Holl hreyfing! SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533-3355 ■■■ Tekist á um ítalskt 17. aldar málverk Skotar og Getty taka höndum saman SKOSKA listasafninu, The National Gallery of Scotland, hefur með að- stoð auðkýfingsins John Paul Getty yngri tekist að safna nægilegu fé til að koma í veg fyrir að 17. aldar verk frá Ítalíu fari frá Bretlandi. Getty-safnið í Kaliforníu, sem faðir Gettys og alnafni stofnaði, hafði fest kaup á verkinu. Málverkið, „Ermina fínnur hinn særða Tancred", er eftir Giovanni Francesco Barbieri, sem var þekktur undir nafninu Guercino, mun því prýða veggi safnsins í Edinborg. Verkið var í eigu Castle-fjölskyld- unnar bresku, sem seldi það fyrr á þessu ári til Getty-safnsins fyrir rúm- ar 350 milljónir ísl. kr. Stjórn skoska listasafnsins brá við hart og hóf þeg- ar herferð til að koma í veg fyrir að verkið hyrfi úr landi. Féllust bresk yfirvöld á að fresta því að veita leyfi til að selja verkið úr landi, á meðan listasafnið freistaði þess að safna nægilegu fé til að kaupa það, rúmum 200 milljónum þegar skattar höfðu verið dregnir frá. Um 150 milljónir úr opinberum listasjóði runnu til kaupanna, Getty lagði um 10 milljón- ir fram og óþekktur listunnandi síð- ustu tvær milljónirnar en um tíma var tvísýnt um að safninu tækist að afla fjárins. Fjölskylduerjur? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi staða kemur upp en fyrir tveim- ur árum hugðist Getty yngri leggja fram um 100 milljónir ísl. kr. til aðstoðar skoska listasafninu þegar það reyndi að hindra sölu á „Þokka- gyðjunum þremur" eftir Canova, til Getty-listasafnsins. Getty dró fjár- framlag sitt hins vegar til baka eftir að forstjóri skoska listasafnsins lét að því liggja að gjafmildi Gettys yngri tengdist ósætti hans við föður- inn. Getty sá sig þó um hönd eftir að forstjórinn hafði beðist afsökunar á ummælum sínum. Málverkið umdeilda var málað fyr- ir erkihertogaynjuna af Mantua og var verkið á Ítalíu fram til ársins 1711. Þá keypti jarlinn af Carlisle það og flutti til Castle-setursins, sem margir sjónvarpsáhorfendur þekkja úr „Brideshead Revisited“-þáttunum. Ný tímarit NÝJASTA hefti spænska leikhúss- tímaritsins ADE-teatro (Tímarits samtaka spænskra leikstjóra) sem er eitt útbreiddasta leikhústímarit spænskumælandi heimsins er að hluta til helgað íslensku leikhúsi. Sveinn Einarsson skrifar yfirlits- grein um íslenskt leikhús fyrr og nú og birtur er einþáttungurinn Eintal eftir Hrafnhildi Hagalín Guð- mundsdóttur, en hann birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar í upphafi þess árs. Þessi kynning ADE-teatro er hluti af vaxandi samstarfi Tímarits Máls og menningar að undanförnu við erlend menningartímarit, en með- al annars efnis sem birst hefur er- lendis eru greinar eftir Torfa H. Tulinius og Erling E. Halldórsson sem nýverið hlaut heiðursorðu Frönsku Akademíunnar fyrir þýð- ingar sínar á verkum Rabelais í franska tímaritinu l’Atelier du ro- man.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.