Morgunblaðið - 25.08.1996, Síða 20

Morgunblaðið - 25.08.1996, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ GOÐRARVONARHOFÐI - TROLLASKAGI - 3. AFANGI LÍF og fjör ríkir á markaðinum í Lilongve. Það hefur orðið nokkurt hlé á pósti frá íslensku fjölskyldunni sem ekur nú norður Afríku áleiðis til Tröllaskaga fyrir norðan. Við skildum síðast við þau Friðrik Má Jónsson, konu hans Birnu Hauksdóttur og börn þeirra Andra Fannar, Stefán Hauk og Rannveigu hér í sunnudagsblaðinu 7. júlí sl. Þá lá leiðin gegnum Zimbabwe og Zambíu, og Malawi var á næsta leiti. VFIÐ komum til Lilongwe, höfuðborgar Malawi, • seint á föstudagskvöldi og tróðum okkur strax uppá starfsmann Þróunarsam- vinnustofnunar íslands, Ásgerði Kjartansdóttur, sem þar vinnur. Hún tók okkur með kostum og kynjum en segja má að þar höfum við notið sannrar ísfírskrar gest- risni þá fjóra daga sem við stopp- uðum í Lilongwe. Annar íslending- ur vinnur einnig í Lilvongwe,^ en það er vatnalíffræðingurinn Árni Helgason. Þó svo að mikið væri að gera hjá þessum starfsmönnum ÞSSÍ gáfu þau sér samt tíma til að vera okkur innan handar við að skoða borgina. Við m.a. skoðuðum útimarkað- inn í Lilongwe sem er einstök upp- lifun. Mannmergðin þar er yfir- þyrmandi og ægir þar saman öllu milli himins og jarðar, gaggandi hænum, útgengnum skóm, græn- meti og þurrkuðum smáfíski, kóp- eruðum hljóðsnældum o.s.frv. Það virtist vera nóg að menn hefðu nokkra óhijálega tómata til sölu til að teljast hluti af viðskiptalífínu og hafa rétt á sölubás. Þarna voru líka töfralæknar sem buðu fólki bót meina sinna gegn vægu verði. Rannveig hafði verið að kvarta um eymsli í hálsinum en henni batnaði skyndilega þegar móðir hennar bauðst til að kaupa tíma hjá einum doktomum. Varahlutadeildin var einnig kostuleg en ekki þætti íslenskum jeppamönnum traustvekjandi að kaupa þar hjólalegur, sem lágu umbúðalausar í sandinum. Er þar líklega komin skýringin á því hversu algengt er að maður keyri fram á bilaða bíla á þjóðvegum landsins. Skemmtilegt var að skoða blikksmiðjuna á markaðn- um, en þar sátu menn og slógu til ílát af öllum hugsanlegum gerðum, garðkönnur, föt, brúsa og vaska- föt. þar voru engir valsarar notað- ir, aðeins kúluhamarinn og þolin- mæðin. Hjartveikt fólk skal hins- vegar varað við að ganga framhjá tónlistarbásunum þar sem afrísk tónlist ryðst úr rifnum hátölurum af ójarðneskum styrk. Markaðir af þessu tagi setja skemmtilegan svip á mannlífið og gott er að kaupa þar grænmæti og ávexti en kjöt skyldi ekki kaupa þar nema þá að menn séu mjög hugaðir eða þá mjög heimskir. Malawivatn Eftir að hafa slappað af í Lil- ongwe í nokkra daga var kominn fiðringur í mannskapinn og ákveð- ið var að halda niður að Malawi- vatni. Við höfðum fengið afnot af bústað við Monkey Bay og eftir að hafa fengið nákvæmar leiðbein- ingar hjá Arna Helga var lagt af stað. Við ókum eftir mjög góðum vegi (malbikuðum) í fjóra tíma; lið- aðist vegurinn um tilkomumikið landsvæði, hæðótt og skógi vaxið. Alstaðar meðfram veginum voru spildur þar sem maís er ræktaður en hann er uppistaðan í fæðu Malawa eins og fólks um alla sunn- anverða Afríku. Það er betra að vera vel vakandi við stýrið þegar keyrt er í þessu landi, því að mik- ið er um gangandi vegfarendur og menn á reiðhjólum á þjóðveginum en landið er mjög þéttbýlt. Malawi er svipað að stærð og ísland en íbúafjöldi er um 10 millj- ónir. Alstaðar eru sölubásar eða markaðir meðfram veginum og gerðum við þá skyssu að stoppa við einn slíkan til þess að kaupa í matinn en það hefðum við betur látið ógert. Sölumennirnir þyrptust að bílnum og svo mikill var ákafínn í þeim að nokkrir voru komnir uppá húddið með varninginn sinn. Kálhausum og eggjum var troðið innum gluggana hjá okkur og þeg- ar við loks komumst af stað vorum við með matvæli til fjögurra vikna í bílnum. Þegar um 70 km voru eftir til Monkey Bay keyrðum við ein- hverra hluta vegna útaf kortinu sem Árni hafði dregið upp fyrir okkur og fórum inná skógartroðn- ing. Á mörgum stöðum vantaði slóðann og böggluðumst við þá í gegnum mannhæðarhátt gras og runna. Þessi spotti tók okkur 3 klukkustundir með þeim afleiðing- um að við komum í Monkey Bay í niðamyrkri og áttum í mesta basli að fínna bústaðinn. Hann fannst þó að lokum og reyndist hinn ágætasti kofí alveg við fjöru- borðið. Þegar við gengum til náða heyrðum við lætin í flóðhestunum sem voru að gæða sér á gróðrinum við húsið. Slagur við leðurblöku Einn af þeim fróðleiksmolum sem við fengum í veganesti frá Árna, var hvernig ætti að kljást við leðurblökur sem geta verið æði ónæðissamar á kvöldin. Er skyggja tekur fara þær að flögra um inni í húsunum og getur fólk átt það á hættu að fá þennan ófögnuð í and- litið hreyfi það sig óvarlega. Taldi Árni best að slá þessa dreka niður með pottloki. Og sjá, annað kvöld- ið okkar í Monkey Bay, er við sát- um í mestu makindum í stofunni, fór ein af þessum óvættum nætur- innar að flögra um yfír höfðum okkar. Þó svo að það verði að viður- kennast, hér og nú, að um sauð- meinlausa ávaxtaleðurblöku hafi verið að ræða, þá var nafnið „leður- blaka“ nóg til að okkur rann kalt vatn milli skinns og hörunds og ósjálfrátt sáum við þetta grey fyr- ir okkur sem útsendara greifans blóðþyrsta fra Transylvaníu. í kvöldkyrrðinni heyrðist okkur sem vængjaþytur „blóðsugunnar“ væri allhávær og skugginn frá henni var risavaxinn í skini kerta- ljósanna. Birna, Rannveig og Stef- án létu fara lítið fyrir sér en Frið- rik og Andri þustu inn í vopnabúr eldhússins til að vígbúast fyrir átökin við öfl næturinnar. Geystust þeir síðan fram á vígvöllinn, Frið- rik vopnaður steikarpönnu af þyngstu gerð en Andri hafði kosið sér trésleif fyrir slaginn. Upphófst nú skarkali hinn mesti er þeir fóst- bræður hjuggu ótt og títt á báða bóga en öðrum fjölskyldumeðlim- um svo og innanstokksmunum bústaðarins, var meiri hætta búin af tilburðum þeirra en leðurblök- unni sem ekki fataðist flugið í hringsóli sínu. Eftir að hafa brotið eitthvað áf glösum og einn stól náði Friðrik loksins að betja drek- ann niður með góðu bakhandar- höggi. Þegar Andri ætlaði að veita óvættinum „coupe de grace“ með sleifinni upphófust kröftug mót- mæli frá Birnu og Rannveigu sem ýttu karlpeningnum frá hjálpar- vana leðurblökunni tautandi eitt- hvað um grimmd og ómennsku. Fyrrum hetjur kvöldsins, Friðrik og Andri, voru nú orðnir hinir verstu skúrkar og sármóðgaðir horfðu þeir uppá það að „Drakúla" var hjúkrað til lífsins með köldum bökstrum og sleppt út í öryggi næturinnar. Já, laun heimsins eru vanþakklæti. Næstu nætur lét enginn sem hann sæi leðurblökurnar, þegar þær fóru að flögra um stofuna og þann tíma sem við áttum eftir í Monkey Bay, var þegjandi sam- komulag um að þær hefðu stofuna i. Á LEIÐ til Malawi-vatns. Þarna var vegurinn kominn alveg í sundur. VIÐ Monkey Bay á Malawi-vatni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.