Morgunblaðið - 25.08.1996, Side 34

Morgunblaðið - 25.08.1996, Side 34
34 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur eiginmaður minn, faðir minn, tengdafaðir minn og afi, Dr. Med. STEFÁN HARALDSSON, fyrrverandi yfirlæknir, Laufásvegi 63, Reykjavík, andaðist að heimili sínu þann 18. ágúst. Útför fer fram í Dóm- kirkjunni þann 29. ágúst kl. 13.30. Sveinrún Árnadóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Hjörtur Sigvaldason, Stefán Hjartarson, Andri Hjartarson. t Okkar ástkæri JÓNAS HALLGRÍMSSON vélvirki, Skeiðarvogi 149, er andaðist á öldrunardeild Landspítal- ans, Hátúni 10a, þann 13. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Elín Steinunn Árnadóttir, Magnús Jónasson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Arngrfmur Jónasson, Guðrún Björk Jónasdóttir, Halldór Jónasson, Hallfríður Jónasdóttir, Þórður Björnsson, Árdís Jónasdóttir, Hjörtur Sandholt, barnabörn og langafabarn. t Öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug sinn með blómum, minningar- gjöfum og símtölum, vegna fráfails elskulegrar dóttur minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFÍU GUÐNADÓTTUR, Iðufelli 8, Reykjavík. færum við alúðarþakkir og biðjum Guðs blessunar. Ólafía Sigurðardóttir, Þórður Erlendsson, Þia Luoto, Guðlaug Erlendsdóttir, Vilhjálmur Wiium, Maria Dröfn Erlendsdóttir, Ásgeir Ingólfsson, Hjalti Reynir Ragnarsson, Jóna Guðmunda Ingadóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU JÓHANNESDÓTTUR, Hlíðartúni 8, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir sendum við heima- hjúkrun Mosfellsbæjar fyrir einstaka umhyggju og hjúkrun. Jóhannes Helgi Jónsson, Björg Sigriður Jónsdóttir, Helga Elsa Jónsdóttir, Hrönn Jónsdóttir, Matthildur Jónsdóttir, Marsibil Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Ingibjörg Kristi'n Jónsdóttir, Eli'n Jónsdóttir, Matthi'as Jón Jónsson, Margrét Guttormsdóttir, Jón Guðmundsson. Björn Stefán Bjartmarz, Bolli Þ. Gústavsson, Ferdinand Þ. Ferdinandsson, Jóhanna Sigriður Einarsdóttir, Ingólfur Þ. Hjartarson, Elías B. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Birgir Guð- mundsson fæddist á Bíldudal 26. ágúst 1925. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 26. júní síðastliðinn. Birgir var sonur hjónanna Guðmundar Ara- sonar, verkamanns frá Bjarmi í Gufu- dalssveit og Þor- bjargar Guðmunds- dóttur, ljósmóður, frá Skáleyjum í Breiðafirði. Birgir átti níu systkini og eina uppeldissystur, tvö eru á lífi og uppeldissystir þeirra. Birgir kvæntist Guðrúnu Helgu Finnbogadóttur frá Bol- ungarvík, 17.1. 1953. Hún er f. 25. júní 1929. Eignuðust þau þijá syni. Þeir eru: Sturla Om- ar, f. 23.3. ’52, giftur Sigríði Björg Eiðsdóttur, f. 10.1. ’48. Ég ætla að kveðja tengdaföður minn og minnast hans í örfáum orð- um og þakka honum samfylgdina í þessu lífi. Það er svo skrítið að þeg- ar maður fer að velta fyrir sér hvern- ig maður kynnist fólki þá verður maður oft hissa á hve misjafnan tíma það tekur. Mér finnst eins og ég hafi alltaf þekkt Birgi. Þegar ég Eiga þau fjögur börn og þijú barna- börn. Finnbogi, f. 23.4. ’55, giftur Þórunni Elínu Hall- dórsdóttur, f. 23.4. ’57. Eiga þau þijú börn. Guðmundur, f. 19.11. ’69. Þegar Birgir var 10 ára var hann sendur í fóstur ð Hvallátrum og var hann þar tii 15 ára aldurs. 16 ára gam- all fór hann til sjós. Eftir að hann stofn- aði heimili vann hann ýmis störf bæði til sjós og lands. En frá 1968-1984 var hann á skipum Eimskipafélags íslands. Eftir það vann hann hjá Pósti og síma við dyra- vörslu þar til hann lét af störf- um 1993. Útför Birgis fór fram frá Fossvogskirkju 5. júlí. minnist hans kemur margt gott upp í hugann. Birgir var alveg einstakur maður, alltaf var mjög stutt í góða skapið, ljúfur í umgengni. Hann var fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar, en þó gat hann verið fastur fyrir og þegar hann trúði á eitthvað þá gat enginn fengið hann til að skipta um skoðun. Einnig barðist hann fyrir því sem hann trúði á og fannst skipta máli. Birgir hafði sterka réttlætis- kennd. Það var alveg aðdáunarvert af hve miklu æðruleysi og þolin- mæði hann tók öllu mótlæti og velti sér ekki upp úr hvernig hlutirnir hefðu orðið ef þetta eða hitt hefði gerst heldur sætti hann sig við orð- inn hlut. í veikindum hans kom það berlega í ljós. Einnig var aðdáunar- vert að fylgjast með hve hetjulega hann barðist í veikindum sínum meðan þrek leyfði. Ekki minnist ég þess, að hafa nokkurn tíma heyrt hann kvarta eða bera sig illa, hvern- ig sem honum leið. í öllu hans lífi komu fjölskyldan og heimiiið alltaf fyrst og hafði hann sérstaklega gam- an af þegar fjölskyldan safnaðist saman í kringum hann. Hann hafði ákaflega gaman af því að fá gesti og veitti þeim alltaf af höfðings- skap. Birgir var mikiil tónlistarunn- andi og spilaði sjálfur á harmonikku. Eftir að hann kom í land gat hann sinnt harmonikkunni meira og á tímabili fór hann reglulega og spil- aði fyrir eldri borgara í Kópavogi og hafði hann mjög gaman af því. „Komið til mín allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita ykkur hvíld.“ (Matt. 11,28.) Megi algóður faðir vernda Birgi í kærleika sínum og hjálpa okkur, sem syrgjum, að heiðra af alúð allt það fagra og góða, sem bundið er minningu hans. „Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. (Jóh. 11, 25-26.) Hvíl í friði, elsku tengdafaðir, og hafðu þökk fyrir allt. Þórunn Elín Halldórsdóttir. BIRGIR GUÐMUNDSSON Erfidrykkjur Fjölbreytt úrval af tertum 05 bakkelsi á afar hagstaeðu verði. Gotta kökugerð, sími 565 8040. Fersk blóm og 5 skreytingar við öll tækifæri I O I Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 o 1 fyrir leiði. Minnismerki og hefðbundnir legsteinar úr marmara, graníti og kalksteini Við bjóðum sérstakt tilboðsverð á 'óllum granítsteinum í þessum rnánuði. Verkin eru öll hönnuð af myndhóggvaranum Þóri Barðdal. S ÓLSTEINAR Opið milli kl. 13 og 18. Nýbýlavegi 30 (Dalbrekkumegin), 200 Kópavogi. Sími: 564 3555. Fax: 564 3556 BÁRA BALD URSDÓTTIR + Bára Baldursdóttir fæddist í Reykjavík 4. október 1963. Hún Iést á heimili sínu í Jörfa- bakka 10, Reykjavík, 1. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 9. ág- úst. Fyrr í þessum mánuði, nú þegar sumri er tekið að halla og fagrir haustlitirnir fara að birtast, kvödd- um við hinstu kveðju elskulega vin- konu mína, Báru Baldursdóttur hárgreiðslukonu, er lést langt um aldur fram eftir baráttu við sjúk- dóm sem svo margan leggur að velli. Vinátta okkar Báru hófst á ungl- ingsárunum en báðar ólumst við upp á Hvammstanga og stunduðum síðan nám saman um skeið að Reykjaskóla í Hrútafirði, hún í 9. bekk en ég í 8. bekk. Eins og geng- ur skildu leiðir en vináttubönd okk- ar voru það sterk að þau slitnuðu aldrei, jafnvel þegar ég flutti af landi brott að loknu námi í Mennta- skólanum á Akureyri og settist að í Noregi. Við fylgdumst vel hvor Btónuptofa Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík * Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - cinnig um helgar. með annarri, samglöddumst þegar börnin okkar fæddust og skiptumst á frásögnum um þroskaferli þeirra eftir því sem þau uxu og döfnuðu. Við fráfall vinar leita minning- arnar á hugann, minningar sem ylja um hjartarætur og gefa svo bjarta og fallega mynd af vinkonu minni sem nú er farin til nýrra heimkynna. Fögnuður æskuár- anna, leitandi hugir unglingsár- anna og hamingja fullorðinsár- anna. Allt eru þetta skeið sem við Bára deildum þótt haf skildi okkur síðan að. Eftir að fullorðinsárum var náð hittumst við sjaldnar en þegar við vorum unglingar, en hvert sinn sem við töluðum saman í síma eða hittumst heima á Fróni var eins og enginn tími hefði liðið á milli samverustundanna. Það var eins og við hefðum hist í gær. Fas Báru einkenndist af hlýju, trygg- lyndi og jákvæðu viðhorfi. Aldrei heyrði ég hana halla orði á neinn og tók hún upp hanskann fyrir þann sem átti í vök að veijast. Erfitt er að skilja þau örlög sem kalla unga konu á brott frá elsk- andi eiginmanni og sonum og erfítt er að sætta sig við slíkt. Þótt Bára hafí átt við alvarleg veikindi að stríða um eins árs skeið var vonin um bata hennar ætíð í hjarta mínu. Um leið og ég kveð Báru vin- konu mína með söknuði og þakk- læti fyrir vináttu hennar, óska ég Gunnari, sonum þeirra ungu og fjölskyldunni allri Guðs blessunar og verndar í sorg þeirra. Guðríður Þorsteinsdóttir, Os, Noregi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld f úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.