Morgunblaðið - 25.08.1996, Síða 51

Morgunblaðið - 25.08.1996, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 51, i: I I I I I I I I 1 I I ! í ( i ( ( 1 Verö kr. 1 98.00 stgr. Fegfurcíin á sér ótal form KNATTSPYRNA Suöurlandsbraut 54 - Sími: 568 2866 Bannað að tala í „farsímann“ egar margir af frægustu knattspyrnumönnum heims hafa tyllt niður fæti á Englandi til að láta ljós sitt skína þar í landi skjóta óneitanlega upp kollinum vandamál af ýmsu tagi og þar á meðal tungumálaerfiðleikar þar sem stjörnurnar koma frá mörgum mismunandi þjóðlöndum og mæla því ekki allar á enska tungu. Eins og við er að búast eru knattspyrnukapparnir misfljótir að aðlaga sig þjóðtungu heimamanna en einn er þó sá maður, sem á í nokkrum erfiðleikum með að til- einka sér engilsaxneskuna og heit- ir hann Gianluca Vialli, leikmaður hjá Chelsea. Hollendingurinn Ruud Gullit, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur því brugðið á það ráð að fá að- stoðarmann sinn Graeme Rix, fyrr- um landsliðsmann Englendinga og leikmann Arsenal, til þess að að- stoða Vialli við tungumálanámið og fer hér á eftir brot úr samtali þeirra þegar Rix var að reyna að hugsa upp auðveldustu leiðina fyr- ir Vialli til þess að læra ensku. Rix: „Luca, það hefur enga þýð- ingu fyrir þig að læra setningar eins og „bíllinn minn er rauður“ eða „himinninn er blár“ því þú þarft að læra setningar, sem þú getur notað í daglegu lífí.“ Vialli samþykkir og Rix heldur áfram: „Við skulum reyna að halda uppi samræðum eins og við værum að tala saman í síma,“ segir að- stoðarþjálfarinn um leið og hann styður litla fingri á efri vör og þumalfingri á hægra eyra og þyk- ist vera að tala í símtól. „Ring, Ring,“ segir Rix og Vialli býr til sitt eigið „símtól“ um leið og hann svarar. Þetta æfa þeir félagar nú í nokkra stund, sitjandi hlið við hlið, og spjalla saman um knatt- spyrnu, golf, bifreiðar og margt, margt fleira. Nokkrum dögum síðar eru svo leikmenn Chelsea staddir í lang- ferðabifreið félagsins á leið sinni í norðurátt þar sem þeir eiga að spila æfingaleik gegn ónefndu fé- lagi úr 2. deild. Rix kemur þá auga á Vialli aftarlega í bifreiðinni, ber hönd upp að eyra og kallar: „Ring, ring . . . ring, ring.“ En í stað þess að svara snýr Vialli sér undan og þykist ekki sjá Rix, sem heldur áfram að kalla: „ring, ring“, en Vialli lætur sem fyrr eins og Rix sé hvergi nálæg- ur. Eftir nokkra stund gefst Rix svo upp og öskrar á Vialli: „Hvað er að þér maður, heyrir þú ekki að síminn þinn er að hringja?" Vialli lítur þá upp með hálfgerðan sauðasvip á andlitinu og segir: „Eg má ekki svara.“ „Hvers vegna ekki?“ spyr Rix. „Því það er bann- að að vera með farsíma í rútunni.“ Sögur sem þessi ganga nú fjöll- unum hærra á Englandi um þessar mundir en þótt Vialli hafi verið bannað að tala í „farsímann" sinn í langferðabifreiðinni var það ein- mitt farsími, sem gerði Ruud Gul- lit kleift að semja við félög á ítal- íu og Frakklandi um kaup á þeim Vialli, Roberto Di Matteo og Frank Lebeouf. Enskir leikmenn allt of dýrir „Enskir leikmenn eru allt of dýrir og ef við tökum t.d. Di Matteo sem dæmi mundi hann án efa kosta mun meira væri hann Englending- ur. Ég er ekki tilbúinn til þess að greiða svimandi háar upphæðir fyrir leikmenn einungis vegna þess að þeir eru enskir þegar alveg jafn- góðir leikmenn eru til sölu annars staðar fyrir mun lægri upphæðir,“ sagði Gullit og bætti jafnframt við að hann hafi hringt þr'vsvar sinn- um úr farsímanum sínum í sumar, einu sinni í Vialli, einu sinni í Di Matteo og einu sinni í Lebeouf, og þar með komist að því þeir myndu allir grípa tækifærið fegins hendi byðist þeim að leika á Englandi. „Enginn vissi hver Lebeouf var áður en hann var keyptur til Chelsea og ég var mjög feginn að hann lék ekki með franska landsliðinu í Evrópukeppninni. Þá var heldur enginn á höttunum á eftir Di Matteo,“ sagði Gullit, sem stefnir nú að því að gera Chelsea að einu öflugasta liði í ensku úr- valsdeildinni. Aida sófi Ný námskeiá aá Kefjast - sniáin aá mannlegfum J)örfum Við vitum að það er ekki hægt að móta alla líkama og allra þarfir í eitt form.Við hjá Líkamsrækt JSB höfum unnið með þúsundum kvenna við að byggja upp hreysti og viðhalda góðri heilsu og útliti. Til okkar leita konur með ýmsar væntingar. Við gerum okkar besta til að hjálpa þeim, en árangurinn byggist fyrst og fremst á þeim sjálfum. ViS gerum ekki kraftaverk — en J>ú getur J>að! TOPPITIL TÁAR Námskeið sem Iiefur veitt ótalmörgfum Uonum fráltæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum. sem berjast við aukakílóln. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, -sjö vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglegít með andlegum stuðningi, einskaviðtölum og fyrirlestrum um KORTAKERFIÐ Græn kort: mataræði og hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yflr förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. Frjáls niæting 6 daga vikunnar fyrir konur á öllum aldri. AUir Jxnna JJokk við sitt hœfi hjdJ.S.B. Vetrartajla tekur gildi 4. sept. TOPPITIL TÁAR - f„,nI„U Námskeið fyrir þær sem vilja lialcia áfram í aðlialdi. Tírnar 3x í viku Fundir lx í viku í 7 vikur. Barnapössun fyrir hádegi Lágmúla 9 • Sími 581 3730 MATTUPINM 6 DÝBÐIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.