Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 56
m <x$> AS/400 er... ...þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi cs> NÝHERJI MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bandaríska heilbrigðisstofnunin kostar viðamiklar rannsóknir Vefmiðlurum lokað fyrir P&S 150 millj. til að rannsaka floga- veiki á Islandi Leitað til stjórn- unaraðila alnetsins? BANDARÍSKA heilbrigðisstofnun- in — The National Institute of He- alth veitti nýlega rösklega tveggja milljóna dollara styrk eða nærri 150 milljónir króna til rannsókna á flogaveiki á íslandi. Að rannsókn- inni standa bandarískir og íslenskir aðilar. Milli 1.500 og 2.000 íslend- ----ingar eru með flogaveiki og milli 110 og 120 ný tilfelli eru greind hér árlega. Dr. Allen Hauser, pró- fessor við Columbia háskóla, segir hér einstæða möguleika til að afla upplýsinga um flogaveiki. Af íslands hálfu standa að þess- ari flogaveikirannsókn læknarnir dr. Gunnar Guðmundsson, Elías Olafsson, Pétur Luðvígsson og Ól- afur Kjartansson. Forsvarsmaður bandarísku rannsóknaraðilanna er Dr. Allen Hauser, prófessor við rw_,,jQolumbia háskólann í New York. Að sögn íslensku læknanna er ætl- unin að kanna hér fjölda nýrra til- fella af flogaveiki og áhættuþætti hennar. Einkenni flogaveiki og or- sakir eru margbreytileg. Frumur í heilanum hafa samskipti með raf- boðum og boðefnum. Flog stafa af truflun á þessum boðskiptum. Að- eins er vitað um orsakir flogaveiki í þriðjungi tilvika. Skipt í tvo hópa Óskað hefur verið eftir upplýs- ingum um alla sjúklinga sem leita læknis vegna fýrsta eða annars flogakasts. Þátttakendum í rann- sókninni er skipað í tvo hópa, ann- ars vegar einstaklinga sem leitað hafa læknis vegna flogakasta og hins vegar einstaklinga sem valdir eru úr þjóðskrá og mynda saman- burðarhóp. Þátttaka er algerlega frjáls, neitun kemur hvergi fram og viðkomandi getur hætt þátttöku hvenær sem er. Fyllstu nafnleyndar verður gætt. Rannsóknin tekur fimm ár og unnið verður úr niður- stöðum hennar bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. Að sögn dr. Hausers er nú meðal annars vitað að um 70% þeirra sem greinast með flogaveiki hætta að fá flog. Flestir fá flog í tiltölulega stuttan tíma, tvö til þijú ár, og hægt er með lyfjagjöf að hafa nokkra stjórn á flogum þeirra sem halda áfram að fá flog. Læknarnir dr. Gunnar Guðmundsson og Elías Ólafsson hafa áður rannsakað flogaveiki á íslandi. ■ Ákjósanlegar aðstæður/10-11 Félagsmálaráðherra um vanda Byggingarsjóðs verkamanna FORSTÖÐUMAÐUR Samkeppnis- sviðs Pósts og síma, Haraldur Sig- urðsson, segir koma til greina að leita til alþjóðlegs stjórnunaraðila alnetsins vegna þeirrar ákvörðunar einkarekinna alnetsfyrirtækja að loka vefmiðlurum sínum fyrir alnets- notendum, sem kaupa tengingu af Pósti og síma. Alnetsfyrirtækin saka P&S um brot á samkeppnisreglum í rekstri alnetsþjónustu sinnar. Haraldur segir viðbrögð alnetsfyr- irtækjanna einsdæmi. Mistök við upplýsingagjöf Fram hefur komið misræmi í upp- lýsingum frá Pósti og síma um upp- setningu innhringibúnaðar fyrir al- netsnotendur út um land. Fyrr í mánuðinum kom fram af hálfu P&S að tuttugu „hnútum" hefði verið komið fyrir um allt land, en í þá er hægt að hringja og greiða aðeins staðarsímtalsgjald fyrir notkun á tengingunni. I gær kom hins vegar fram hjá blaðafulltrúa P&S að upp- setningu búnaðarins hefði seinkað og væri notazt við símtalsflutning. „Ég held að þetta hafi verið hrein mistök,“ segir Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, aðspurður um þetta misræmi. „Menn héldu að búið væri að setja þetta upp. Þeir hafa kannski verið einum of fljótir að auglýsa þetta þannig, en tækin eru komin og spurning um daga hvenær þau verða sett upp.“ ■ Símamálastjóri segir/4 Sameining bygg- ingarsjóða skoðuð Vængjum veifað“ „ÉG ER þess mjög fýsandi að sam- spil Byggingarsjóðs verkamanna og Byggingarsjóðs ríkisins, sem er mjög sterkur, verði tekið til skoðunar. Kannski væri einfald- asta leiðin að sameina þessa tvo sjóði. Mér finnst að það komi til greina og það er verið að kanna það,“ segir Páll Pétursson félags- málaráðherra um þann alvarlega fjárhagsvanda sem Byggingarsjóð- ur verkamanna á við að stríða. Halli á rekstri sjóðsins í fyrra nam 1.220 milljónum króna. Páll sagði að Byggingarsjóður verkamanna ætti sér merkilega sögu en tímarnir væru breyttir og verkalýðshreyfingin væri hætt að leggja honum til fé. „Byggingar- sjóður ríkisins þolir að sjálfsögðu að taka á sig meiri skyldur, þann- ig að mér finnst að þetta væri mjög eðlileg leið,“ sagði hann. Ekki lögð til hækkun útlánsvaxta Aðspurður sagði félagsmálaráð- herra að mikill vaxtamunur á inn- og útlánum Byggingarsjóðs verka- manna íþyngdi sjóðnum en hann væri þó ekki með neinar tillögur um að hækka vexti á útlánum sjóðsins. Aðspurður sagði Páll það ekki samrýmast markmiði ríkisstjórnar- innar um hallalaus fjárlög á næsta ári að veita meira fé úr ríkissjóði til Byggingarsjóðs verkamanna. GÆSIRNAR á tjörninni í Grasa- garðinum í Laugardal „veifuðu“ vængjunum til unga fólksins, sem naut veðurblíðunnar á gönguferð um garðinn í liðinni viku. Tíllögur um fækkun minni sjúkrahúsa á landsbyggðinni TILLÖGUR um sparnað og niður- skurð í heilbrigðismálum, einkum í rekstri sjúkrahúsa og vegna kostn- aðar í tryggingakerfinu, eru megin ágreiningsefnin innan ríkisstjórnar- flokkanna við frágang fjárlaga- frumvarpsins, skv. heimildum Morgunblaðsins. Ríkisstjórnin sat á fundi til kl. 2 í fyrrinótt til að ræða fjárlagafrum- varpið. Ekki tókst að ná samkomu- lagi um öll atriði og komu formenn og varaformenn stjórnarflokkanna ásamt heilbrigðisráðherra aftur saman til fundar skömmu fyrir há- degi í gær til að reyna að leysa ágreining um sparnaðartillögur inn- an heilbrigðiskerfisins. Leggja átti fjárlagatillögurnat' fyrir þingflokka stjórnarflokkanna um miðjan dag í gær og var búist við að fundir þeirra stæðu til kvölds en áhersla var lögð á að afgreiða tillögurnar í þing- flokkunum um helgina í öllum aðal- atriðum. 4-500 millj kr. fjárvöntun sjúkrahúsa í Reykjavík Fjárlagaramminn gerir ráð fyrir að framlög til rekstrar sjúkrahúsa á næsta ári verði óbreytt frá yfir- standandi ári. Rætt er um breytta verkaskiptingu milli sjúkrastofn- ana, fækkun minni sjúkrahúsa á landsbyggðinni, sem halda uppi dýrri þjónustu og aukna hagræð- ingu m.a. með því að breyta sjúkra- húsum í langlegustofnanir. Einnig verði gerðar skipulagsbreytingar á heilsugæslustöðvum. Vanda stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík er óleystur en fjárvöntun þeirra á þessu ári er á bilinu 400-500 millj. kr. Hér er um viðkvæma málaflokka að ræða og var fyrirfram búist við töluverðum deilum á þingflokks- fundunum í gær. „Það er eðlilegt að verkaskipting sé til skoðunar á milli sjúkrahúsanna eftir því sem hægt er að koma því við. Ég legg áherslu á að vandræði í sjúkrahús- haldi í Reykjavík mega ekki koma niður á heilbrigðisþjónustu og að- stöðu manna út um land,“ sagði Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar, sagði að taka þyrfti tillit til margra sjónarmiða enda um viðkvæmar þjónustustofnanir að ræða. Skv. heimildum blaðsins er búið að ná samkomulagi um nær öll atriði frumvarpsins sem snúa að öðrum ráðuneytum en heilbrigð- isráðuneytinu. Þær sparnaðartillög- ur sem snerta landbyggðina fyrst og fremst eru, auk sjúkrahúsanna, tillögur um fækkun sýslumannsemb- ætta og breytingar á skattstofum. Hins vegar eru fjárveitingar til vega- mála auknar frá yfírstandandi ári og verða um sjö milljarðar kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.