Morgunblaðið - 29.08.1996, Page 15

Morgunblaðið - 29.08.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 15 LANDIÐ Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Friðþjófur á Eskifirði Starfsemi verð- ur allt árið Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson UNNAR Björgólfsson, einn fyrri eigenda Friðþjófs, ræðir við Sigrúnu Þorleifsdóttur, starfsmann fyrirtækisins. ÚTGERÐAR- og fiskvinnslufyrir- tækið Friðþjófur á Eskifírði, sem Samherji á Akureyri keypti í síðustu viku, hefur veitt 20-60 manns að jafnaði atvinnu síðustu ár. Þorsteinn Már Baldvinsson, einn framkvæmda- stjóra Samheija, segir engar áætlan- ir um að fækka starfsfólki. „Við erum að kaupa Friðþjóf til a reka hann og líkt og fyrri eigendur munum við reyna að halda ákveðinni lágmarks- starfsemi allt árið.“ Fyrrum eigendur munu starfa áfram hjá Friðþjófi. Þorsteinn segir að ekki hafi verið tiltekið í kaupsam- komulagi hversu lengi það verði. „Við tókum ákvörðun um það að fara inn í landvinnslu á síld og leituð- um að fyrirtæki sem væri vel stað- sett með tilliti til loðnu og síldar- miða, í rekstri og þar sem þekking væri til staðar. Þetta á við um Frið- þjóf,“ segir Þorsteinn. Unnar Björgólfsson, einn fyrri eig- enda, segist ekki hafa orðið var við að starfsmenn hafi hug á að hætta eftir eigendaskiptin. „Ég vona að nýir eigendur taki á starfsmannamál- um eins og hingað til. Fyrirtækið var selt með öllu sem því fylgir, bæði fjárhagslegum og siðferðislegum skyldum.“ Viðræður um kaup Samhetja á Friðþjófí hófust á vormánuðum. Að sögn Unnars var það algerlega að frumkvæði Samheijamanna. Útgerðarfyrirtækið Friðþjófur var stofnað árið 1968 af femum hjónum á Eskifírði. Þau hafa öll starfað í fyrirtækinu síðan. Unnar segir að fyrirtækið hafi í upphafi aðeins verið í útgerð. „Við áttum ekkert þegar við byijuðum og við karlmennirnir vorum allir á sjó á einum báti. Smám saman fór þetta stækkandi og árið 1973 fórum við að verka físk og byggja hús.“ Starfsmenn Friðþjófs eru nú um tuttugu talsins utan há- annatíma, en flestir á haustin á síld- arvertíð. Fyrirtækið er með 749 þorskígilda kvóta og á einn 256 brúttólesta bát, Sæljónið. Unnar segir það hafa verið erfíða ákvörðun að selja Friðþjóf. „Við erum á misjöfnum aldri og það hlaut að koma að þessu. Börnin okkar eru ekki hér til að taka við þessu. Þau eru flest í Reykjavík og öll í öðrum verkefnum. Ég vona að þetta hafí verið rétt ákvörðun og ég held að Samheijamenn geti gert góða hluti hér. Þeir hafa alla burði til þess og vilja og góðan kvóta. Það hefði í raun verið eigingirni hjá okkar að hanga í þessu lengur." Sæljónið, bátur Friðþjófs, er með um þijú hundruð tonna rækjukvóta. Hann hefur hingað til lagt upp rækj- una hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og meðal annars fengið kvóta á móti. Fulltrúar Samheija hafa rætt við Aðalstein Jónsson, forstjóra Hraðfrystihússins, en að sögn Þor- steins Más Baldvinssonar hefur eng- in ákvörðun verið tekin varðandi áframhaldandi samstarf. ST-900 boðtækið frá SMARTEK á stærð við eldspýtustokk. • Eitt minnsta boðtækið á markaðinum. • 12 skilaboða minni. • Pípir eða titrar. • Innbyggð klukka með vekjara • Næturljós • Varar við þegar rafhlaöa tæmist • Öryggiskeðja með klemmu • Hægt að hafa allt að eitt hundr- að tæki á sama númerinu • Verð kr. 10.900 með vsk. RAFÖGN ehf., Ármúla 32, sími 588 5678 - kjarni málvins! Styttri hringvegur o g betri Húsavík - í sumar hefur verið unn- ið að vegagerð á Hólsfjöllum og nýr vegur lagður á rúmlega 13 km vegarkafla frá Jökulsárbrúnni (efri) á Fjöllum og austur á Bisk- upsás. Nýja vegarstæðið liggur ekki um hlaðið á Grímsstöðum eins og nú því nýi vegurinn er töluvert sunnar í beinni línu frá Jökulsár- brúnni og að Biskupsási. Þegar þessari vegagerð lýkur gæti orðið aðeins eitt byggt ból, Víðidalur, við veginn frá Reykjahlíð og í Skjöl- dólfsstaði, sem nú er um 130 km leið, en styttist eitthvað með nýjum vegi. Fer í eyði Að Víðidal búa systkinin Aðal- björg Esther og Guðmundur Þor- steinsbörn, sem þar eru fædd og eru nú nokkuð við aldur og hafa ætíð átt heima þar. Þau sögðu fréttaritara blaðsins þegar hann átti leið um, að þau teldu að þegar þau yfírgefí jörðina muni hún fara í eyði, enda séu húsakynnin það léleg að vart sé við þau búandi. En þau ætla að vera þarna á með- an þau telja sér vært. Húsmóðirin, Aðalbjörg Esther, segir að hún muni hvergi kunna við sig annars staðar en í einverunni á Fjöllunum. Hún segir að hvinurinn, sem fylgdi umferðinni um verslunarmanna- helgina hafi verið verri en nokkur veðrahamur. Esther segir að oft hafi vegfar- endur barið þar að dyrum af ýmsum ástæðum; bíllinn bilaður eða fastur í snjó, fólk hafi verið bensínlaust, viljað komast í síma og jafnvel aðeins til að spyija, hvar það sé Morgunblaðið/Silli VÍÐIDALSSYSTKININ við gamlan hverfistein sem Guðmundur segist vera hættur að nota því nú sé lítið slegið með orfi og ljá. statt og hvort það sé á réttri leið. Þægindi eru ekki mikil. Sjón- varp sést illa, vatn er sjálfrenn- andi, rafmagn hafa þau frá mót- orrafstöð sem Rafmagnsveitur rík- isins reka og þau greiða fyrir raf- magnsnot eftir niæli, eins og aðrir notendur. En Esther segir þau ekki láta rafstöðina ganga nema þörf sé fyrir rafmagnið og ræsir hún rafstöðina þegar hún fer að hita kaffið handa gestkomandi. Hún segir að alltof lítil hagsýni sé viðhöfð hjá þjóðinni nú, það sé eytt í vitleysu og mikið um efni fram. Hún segir að þau fái póst þrisvar í viku, en það væri nóg að fá hann á föstudögum, því þá fái þau með ferðinni mjólk og það sem þau vantar úr versluninni. Víðidalssystkinin eru nokkuð við aldur, hún að komast á sjötugs- aldurinn og hann að verða sjötíu og fimm ára. Ekki er víst að þau búi í Víðidal, þegar vegalagningu verður lokið milli Norður- og Austurlands. Það gæti þá orðið svo að enginn byggð yrði við hringveg- inn frá Reykjahlíð við Mývatn og til Skjöldólfsstaða á Jökuldal. ákostakjörain Verðffáaðeins Ixis Cactus 6. uóv. 31 dagur 39.365 kr.l á rnann m.v. 2 fullorðna og tvö böm á Los Cactus, ef greitt er fyrir 20. sept. Ef grcitt er eftír 20. sepL 46.86 S kr. á mann, m.v. 2 fullorðna ogtvöböm. Verðfráaðeins Jardin EI Atlantieo 6. uóv. 31 dagur 62.300 kr' |á mann m.v. 2 fullorðna á Jardin E1 Atíantíco í 31 dag, ef greitt er fyrir 20. sepL Ef greittereftír 20.sept. 72.300 kr. á mami m.v. 2 fullorðna. Kolaports- stemmning í Ólafsvík Ólafsvík - Nokkrar ungar og hressar konur tóku sig saman til að hressa upp á bæjarbraginn og héldu sölumarkað í fiskverk- uninni Valafelli hf. Var marg^ á boðstólum; fatn- aður, grænmeti og að sjálfsögðu fiskur. Boðið var upp á smakk á fiskréttum sem vakti mikla hrifn- ingu gesta. Sigríður Sigurðardóttir dans- kennari sá um danssýningu þar sem konur á ýmsum aldri döns- uðu nýja kúrekadansinn. I>ótti þessi markaður takast mjög vel og taldist forráðamönnum hans að hátt í 500 manns hafi koinið og skemmt sér hið besta. Morgunblaðið/Alfons ÞAÐ voru konur á öllum aldri sem sýndu kúrekadans á sölumarkaðinum í Ólafsvík. las Camclias 7. desember, 14 dagar Verðfrá 56.900 kr. ámaimm.v. 2 fullorðna í 14 daga á Las Camelias. Nýi Kíiiiaríeyjabæklingiirinn liggur frammi á söluskrifstofuin Flugleiða í dag. Betía úrval gististaða eu áður og þar á meðal tveir nýir gistísLiðir. Las Camelias II, smáhýsi mcð góðum garöi og simdlaug, og íbúðaliótelið Los Cactus. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, cða söludcild Fluglciöa í síma 50 50 100 (mánud. - föstud. kl. 8-19 og á laugard. kl. 8 -16). FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi 'Vjs/'in nvsotsvoiminnv nsnns)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.