Morgunblaðið - 29.08.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.08.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 23 ERLENT HJÓNAVÍGSLU aldarinnar kölluðu fjölmiðlar brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu prins- essu, sem fram fór 1981. Var myndin tekin á svölum Buckingham-hallarinnar að vígslu lokinni. Karl velji milli krún unnar og Camillu Reuter DÍANA prinsessa bar trúlofunar- hring sinn í gær. London. Daily Telegraph. Reuter. SKILNAÐI lafði Díönu og Karls Bretaprins var fullnægt að lögum í gær, rúmum 15 árum eftir glæsi- lega hjónavígslu í Westminster Abbey-kirkjunni sem sýnd var í beinni sjónvarpsútsendingu víða um heim. Er þvi Karli frjálst að taka saman við ástkonu sína Cam- illu Parker Bowles en ný könnun sýnir þó, að meirihluti biskupa og vígðra presta vill að hann velji milli krúnunnar eða hennar. Hvorki Díana né Karl mættu fyrir dómi í London í gær, þar sem endanlega var gengið frá lögskiln- aði þeirra, en þau höfðu verið skil- in að borði og sæng um þriggja ára skeið. Ritari lögfræðings Karls afhenti skilnaðarumsóknina sem var stimpluð á staðnum er hann hafði innt af hendi 20 punda greiðslu. Var það 5.029 skilnaðar- málið sem dómstóllinn gengur frá á þessu ári. Díana var mjög hýr á brá er hún mætti skömmu síðar til hádegis- verðar í höfuðstöðvum enska þjóð- arballettsins í London en hún er verndari hans. Eftir því var tekið að hún hafði á hendi hring þann er Karl gaf henni er þau opinber- uðu trúlofun sína árið 1981. Hermt er að við skilnaðinn hafi Díana hlotið 17 milljóna punda meðgjöf frá Karli, rúmlega 1.700 milljónir króna. Hefur hún áfram afnot af Kensington-höllinni í London sem verður heimili henn- ar. Hins vegar er hún svipt titlin- um „hennar konunglega hátign“ við skilnaðinn sem þýðir sam- kvæmt siðavenjum hirðarinnar, að hún verður að hneigja sig fyrir sonum sínum Vilhjálmi og Harrý, sem er 11 og 14 ára, og öðrum meðlimum konungsfjölskyldunn- ar, Ji. á m. Karli prins. Astir tókust með Karli og Cam- illu Parker Bowles er hann var 21 árs, en skömmu eftir að hann fór til skyldustarfa í breska flotan- um árið 1973 trúlofaðist hún og giftist siðan nánum vini hans, Andrew Parker Bowles. Hermt er að það hafi fengið mjög á Karl. Camilla var honum samt ætíð mjög hjartfólgin og komið hefur í ljós, og hann reyndar játað í sjón- varpsviðtölum, að hjónaband þeirra Díönu var ekki margra ára gamalt er hann og Camilla hófu lautarferðir. Þau eru sögð sam- rýmd og deila sömu áhugamálum, ólíkt því sem átti við um Karl og Díönu. Er Camilla sögð mjög ver- aldlega sinnuð og einna ánægðust að vera í reiðbuxum frá morgni til kvölds. Vinir hennar segja hana það mikla sveitakonu, að hún sé ófeimin við að stökkva af baki og skvera sér í kvöldkjól án þess að faraí bað. Kúariða úr sögunni 2001? London. Reuter. BRESKIR vísindamenn spáðu því í gær að kúariða í nautgripum myndi hverfa á næstu árum og vera úr sögunni árið 2001. Þeir viðurkenndu þó að þeir gætu ekki sagt til um hvort hætta væri á að menn myndu veikjast vegna neyslu á sýktu kjöti. I grein í tímaritinu Nature kemst hópur vísindamanna að þeirri niður- stöðu að varla sé von á því að hægt verði að útrýma kúariðu fyrr nema með mikilli slátrun nautgripa. „Það dregur hratt úr faraldrinum jafnvel þótt nautgripum sé ekki slátrað. Það eru góðu fréttirnar,“ sagði Christl Donelly, tölfræðingur við Oxford-háskóla. Donnelly sagði að núverandi stefna stjórnvalda varðandi slátrun gripa myndi ekki bera mikinn árangur. „Það er einungis verið að fleyta ofan af. Ef gera ætti eitthvað sem bæri verulegan árangur yrði að drepa nánast allt,“ sagði Donn- elly. Vísindamennirnir sögðust einnig vera búnir að slá því föstu hversu mörg dýr hefðu sýkst á sínum tíma. Alls er talið að kjöt af um 446 þúsund nautgripum hafi verið selt áður en sala á sýktum líffærum var bönnuð árið 1989. «VARNERS» ULLARPEYSUR OG JAKKAPEYSUR AÐUR 3980,- 1 980 * ULLARPEYSUR MARGIR LíTíR _ ( bressn * VMANNy HNEPPTAR ULLARPEYSUR 2490,- LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.