Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heilsugæslulæknar hafa snúið til starfa HEILSUGÆSLULÆKNAR samþykktu í gær að snúa aftur til starfa eftir að samkomulag tókst milli lækna og starfandi heilbrigðisráð- herra um rekstur heilsugæslustöðvarinnar í Lágmúla. Vegna óvissu um starfsöryggi þeirra fimm lækna sem starfa á heilsugæslustöðinni í Lágmúla var samþykkt á fundi stjórnar Fé- lags heimilislækna og samninganefndar í fyrrakvöld að læknar snéru ekki til starfa strax. Læknarnir reka stöðina sjálfir en fá til þess fjárveitingu frá ríkinu. Ríkið á húsnæði og tæki stöðvarinnar. Fyrr á þessu ári hafði verið unnið að gerð samnings milli læknanna og stjórnar Heilsu- gæslunnar í Reykjavík. Ekki tókst að ljúka samningunum m.a. vegna kjaradeilu heilsu- gæslulækna og ríkisins. Stjórn Heilsugæsl- unnar og læknarnir sátu á fundi í gær um samningmn. Eftir að læknar höfðu rætt við Halldór Ásgrímsson, starfandi heilbrigðisráð- herra, náðist samkomulag um að þeir snéru strax til starfa. Stefnt er að því að ganga frá samningi við læknana sem starfa í Lágmúla í dag eða á morgun. Halldór sagði að heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki uppi áform um að breyta rekstri heilsu- gæslustöðvarinnar í Lágmúla. Hann sagði að af hálfu ráðuneytisins og lækna yrði lögð áhersla á að ljúka gerð samnings milli lækn- anna og stjórnar Heilsugæslunnar í Reykjavík. Samkomulag um rekstur heilsugæslunnar í Lágmúla „Við treystum þeim yfirlýsingum sem kom- ið hafa frá heilbrigðisráðuneytinu um að lækn- ar verði endurráðnir. Það býst enginn við því að heilbrigðisyfirvöld, hvorki ráðuneytið né stjórnir heilsugæslustöðvanna, fari að nýta sér þetta tækifæri til að koma á einhveijum breytingum í þjónustunni. Það væri óeðlilegt og fallið til þess að spilla þeim friði sem menn hafa reynt að ná um kjaramál lækna,“ sagði Katrín Fjeldsted, formaður Félags heimilis- lækna. Katrín sagði að það myndi líklega taka nokkra daga að koma heilsugæslunni í eðli- legt horf á ný. Læknar myndu leggja sig fram um að leysa þau vandamál sem upp kæmu næstu daga. Læknar í Félagi heimilislækna ræddu sam- an um nýgerðan kjarasamning á fundi í Kópa- vogi í gær. Forystumenn félagsins svöruðu spurningum um efni hans og áhrif á kjör lækna. Skiptar skoðanir voru á fundinum um ágæti samningsins. Katrín sagðist meta það svo að læknar væru í meginatriðum ánægðir með það sem náðist fram í samningunum. Katrín sagði mikilvægt að kynna samninginn vel fyrir læknum. Það yrði gert og síðan yrðu greidd atkvæði um hann. Atkvæða- greiðslan þarf að eiga sér stað innan tveggja vikna. Vilji til að endurráða lækna „Við getum ekki gefið tryggingu fyrir endurráðningu þeirra lækna sem sögðu upp störfum. Okkur er ekki heimilt, samkvæmt íslenskum lögum, að lofa slíku. Það er hins vegar fullur vilji fyrir því að endurráða lækna í sín störf. Enda er okkur mikið í mun að heilsugæslan komist sem fyrst í eðlilegt horf. Það verður að sjálfsögðu ekki gert nema með því starfsfólki sem þar þekkir best til“, sagði Halldór Ásgrímsson, starfandi heilbrigðisráð- herra. „Ég held að það hafi margir haldið að það væri einfaldara að ganga frá ráðningarmálum en raun ber vitni. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem beita úrræðum sem þessu; að segja upp störfum sínum, að átta sig á að um það gilda ákveðnar reglur sem framkvæmdavald- inu ber að fara eftir. í nýjum lögum um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna er að finna ákvæði um hvernig skuli fara að við ráðningu starfsmanna. Jafnframt hafa nýlega verið sett stjórnsýslulög sem eru ætluð til þess að tryggja réttindi borgaranna. Þessi störf hafa verið auglýst og það verður að sjálf- sögðu að fjalla um þau á grundvelli auglýsing- anna“, sagði Halldór. Korsíku- fararnir lentir JÓN M. Haraldsson flugmaður og föruneyti hans, Elíeser Jóns- son og Sara Vöggsdóttir, lentu á Reykjavíkurflugvelli í gær- kvöldi, einum degi fyrr en áætl- að var, eftir 6.500 kílómetra ferðalag til Korsíku á eins hreyf- ils flugvél. Rigning var og alskýj- að þegar lent var og sagði Jón að veðrið hefði hvergi verið verra á leiðinni en við heimkom- una. Sterkur mótvindur tafði förina nokkuð og Jón millilenti til öryggis í Færeyjum til að taka eldsneyti. Samferðamenn Jóns létu vel af ferðalaginu. Elíeser er sjálfur flugmaður ekki óreyndur í lang- ferðum, hefur meðal annars flogið yfir Nepal, Afríku, Kanada og Spán. Hann sagði að Jón hefði flogið prýðilega. Jón sagði að þegar væri farið að ræða um að skipuleggja aðra langa flugferð. Hvert hún yrði farin vildi hann þó ekki láta uppi. Morgunblaðið/Halldór JÓN M. Haraldsson stígur úr vélinni eftir vel heppnað flug yfir meginland Evrópu til Korsíku. Fjölmenni var á Reykjavíkurflugvelli til að taka á móti ferðalöngunum og boðið var upp á tertu. Fram- kvæmdir í Þórsmörk VEGAGERÐIN stóð fyrir fram- kvæmdum í Þórsmörk fyrir skömmu til að auðvelda umferð yfir Hvanná. Miklar leysingar höfðu verið í ánni og gróf hún sig mjög niður og var því ófært yfir hana á tímabili. Ákveðið var því að búa til stíflu í ánni til að minnka strauminn fyrir neðan. Að sögn Vilhelms Gunnarssonar landvarðar verður tekið á móti gestum í Þórsmörk fram í fyrstu vikuna í október og því brýnt að ferðalangar komist klakklaust leiðar sinnar. Morgunblaðið/Vilhelm Norræna ráð- herranefndin Soren Christen- sen nýr aðalritari DANINN Soren Christensen tekur við starfi aðalritara Nor- rænu ráðherranefndarinnar af Pár Stenbáck. Norrænu sam- starfsráðherrarnir tóku ákvörðun um þetta í gær, fimmtudag. Soren Christensen, sem er lögfræðingur að mennt, á að baki langan feril sem yfirmaður innan danska stjórnsýslukerfis- ins. Hann er þekktur á vett- vangi norræns samstarfs vegna starfa sinna sem formaður vinnuhóps sem falið var að gera úttekt á öllum samnor- rænu stofnununum og leggja fram tillögur um hagræðingu í rekstri þeirra. Úttektin leiddi til umfangsmikillar endur- skipulagningar þessara stofn- ana. Soren Christensen hefur m.a. verið borgarstjóri í Rand- ers og ráðuneytisstjóri í danska fjármálaráðuneytinu frá árinu 1986 til ársins 1994. Hann er nú stiftamtmaður í Kaupmannahafnaramti. Tilkynntu sig eftir að leit var hafin HAFIN var leit á Vestfjarðamiðum að tveimur smábátum í eftirmiðdag- inn í gær eftir að ljóst var að þeir höfðu ekki tilkynnt sig. Tvær flug- vélar fóru í loftið og skip svipuðust um eftir bátunum. Bátarnir til- kynntu sig á níunda tímanum í gærkvöldi og amaði ekkert að hjá þeim. Voru þeir þá á heimleið. Tveir menn voru um borð í öðrum bátnum og einn eða tveir í hinum, en báðir eru bátarnir innan við átta tonn. Samkvæmt upplýsingum Til- kynningaskyldunnar er ástæðan fyrir því að tilkynningar bárust ekki frá bátunum sú að skilyrði eru mjög slæm fyrir smábáta á ákveðn- um miðum langt frá landi og næst I ekki samband hvorki um örbylgju né farsíma. Bátarnir hafi látið vita af sér strax og það hafi verið mögu- legt, en þeir voru þá á leið inn til ísafjarðar eða Bolungarvíkur. ♦ ♦ ♦---- Nýr meirihluti í Borgarbyggð Viðræður að hefjast GUÐMUNDUR Guðmarsson forseti bæjarstjórnar í Borgarbyggð segir að viðræður um nýjan meirihluta í . bæjarstjórninni muni hefjast um ' helgina en slitnað hefur upp úr samstarfi meirihluta Framsóknar- I flokks og Alþýðubandalags. Bæjarstjórnina skipa fjórir full- ; trúar Framsóknarflokks, þrír full- trúar Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur eru með sinn fulltrúann hvort. Að sögn Guð- | mundar hefur engin ákvörðun verið tekin meðal framsóknarmanna um hvert verður leitað um myndun nýs j meirihluta. „Við þurfum áð afgreiða ' ákveðin mál í næstu viku og þá verður áframhaldið að vera komið | á hreint," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.