Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.09.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 37 FJOLA NIELSEN + Fjóla Nielsen fæddist 29. ág- úst 1917. Hún lést í Hornslet í Dan- mörku 29. ágúst síðastliðinn, eftir að hafa búið þar um árabil. Hún var gift Niels Holm Christ- iansen en hann lést fyrir nokkrum árum. Þau hjón bjuggu lengi á Bar- ónsstíg 12 í Reykja- vík en þar ráku þau einnig verslunina Vinnufatakjallar- ann. Sonur Fjólu er Karl Jó- hannsson, en hann er kvæntur Utför september. Unni Óskarsdóttur. Synir þeirra Karls og Unnar eru: Karl Ómar, sem kvæntur er Margréti Eygló Karlsdóttur og eiga þau eina dóttur, Unni Ingu, og Jón, en sambýliskona hans er Kristín Ein- arsdóttir. Fóstur- dóttir Fjólu og Niels er Helga Kolbrún, sem gpft er Ole Ped- ersen. Þeirra börn eru: Maline, Maja og Mads. Fjólu fór fram 2. Elskuleg frænka mín, Fjóla Ni- elsen, er látin. Það var ævinlega gott að koma til þeirra hjóna á Barónsstíg 12. Við stjórnvölinn í búðinni var Niels og þeir voru margir sem komu við, gjarnan í kaffítímanum sínum, eða á leið úr vinnu og leystu brýnustu þjóðmálin meðan þeir fengu sér kók og prins. Niels var einstaklega hæglátur og elskulegur maður og allra hugljúfí. Einhvern veginn fínnst mér í minn- ingunni sem tíminn hafí ávallt stað- ið í stað þarna í versluninni þeirra, í það minnsta var aldrei neinn að fiýta sér. Það voru margir sem komu við hjá þeim hjónum. Það þótti öllum sjálfsagt, þegar farið var í bæinn, að koma við á Barónsstígnum og fá kaffi hjá Fjólu og kannski brauð- sneið með lifrarkæfu líka. Þegar maður fór í bæinn í þá daga, þýddi það að Laugavegurinn var þræddur upp eða niður og þá passaði nátt- úrulega mjög vel að koma við á Barónsstígnum í leiðinni. Fjóla var ávallt létt í lund og það var aldrei nein lognmolla í kringum hana. Hún vildi hafa líf og ijör í kringum sig og fannst ástæðulaust að taka sig allt of alvarlega. Hún var ófeimin að kalla hlutina sínum réttu nöfnum á vel kryddaðri ís- lensku og gilti þá einu hvort við- mælandinn var Jón eða séra Jón. MINNINGAR Þegar þau hjón tóku sig upp og fluttu til Danmerkur, var þeirra sárt saknað. Þar ráku þau lengi vel veitingastað áður en þau sett- ust í helgan stein. Nilli dó fyrir nokkrum árum og var það Fjólu ákaflega erfitt. Þau höfðu jú alla tíð verið saman í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og það reynd- ist henni frænku minni erfítt að venjast því að vakna ein á morgn- ana. Fjóla kom nokkrum sinnum í heimsókn til Íslands og alltaf var jafn gaman að hitta hana. Einhvern veginn var tilveran skemmtilegri í nærveru hennar. Ekki síst höfðu börnin gaman af að umgangast hana. Nú er gott sumar að kveðja og haustið að ganga í garð með yndis- legum litum náttúrunnar. Sumarið hennar Fjólu hafði um margt verið býsna gott, en farið var að hausta í lífi hennar líka og ég held að hún hafi verið tilbúin að kveðja þessa tilveru og ganga mót nýrri. Megi hún eiga góða heimkomu og hitta Nilla sinn. Guð blessi minningu Fjólu Nielsen og þökk sé henni fyrir allt gott mér og mínum til handa. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvildinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Helga Rósa. HERMANN KJARTANSSON + Hermann Kjart- ansson fæddist í Reykjavík 17. maí 1930. Hann lést 15. ágúst síðastliðinn á ferðalagi í Alaska. Foreldrar hans voru Sigríður Jó- hanna Hermanns- dóttir, f. 23. apríl 1908, d. 21. febrúar 1988, og Kjartan Guðmundsson, f. 27. október 1910, d. 26. ágúst 1992. Systkini Hermanns eru Adolf Birgir, f. 4. apríl 1929; Jóna, f. 7. júlí 1935, maki Sigurður Sigurðs- son; Auður Jóhanna, f. 3. nóv- ember 1943, maki Gunnar Kr. Finnbogason; Guðmundur, f. 11. apríl 1947; Bryndís, f. 23. janúar 1949, maki Pete Vane; og Kristján, f. 26. ágúst 1952. Hermann kvæntist Frið- björgu Guðmundsdóttur og eignuðust þau eina dóttur, Sigríði, maki hennar er Ómar Jóhannsson og eiga þau fimm börn, Hermann, Friðbjörn, Kristínu Rut, Ómar Andra og óskírðan dreng. Hermann og Frið- björg skildu. Her- mann eignaðist með Ólafíu Kristínu Kristófersdóttur eina dóttur, Önnu Dagbjörtu, maki Þorvarður Arni Þorvarðarson og eiga þau eina dóttur, Magneu Kristinu. Hermann kvæntist Hildi Wium Kristinsdóttur og eiga þau þrjár dætur, Mörtu, Söru og Rut. Sara á eina dóttur, Karenu. Utför Hermanns fór fram frá Fossvogskirkju 2. septem- ber. Hinn sextánda ágúst síðastliðinn var fagur morgunn og sólin skein sínum fegurstu geislum, en þegar dóttir vinar okkar Hermanns Kjart- anssonar tjáði okkur að hann væri látinn var eins og dimmdi yfír morgunfegurðinni. Hermanni kynntumst við fyrir u.þ.b. sex árum, en á ekki lengri tíma mynduðust ótrúlega sterk vináttubönd. Þau ár sem við unn- um saman á verkstæðinu hverfa okkur aldrei úr minni. Hermann var mjög vandvirkur og góður verkmaður á alla hluti, og var sama á hveiju gekk, alltaf hélt hann ró sinni og gaf okkur ekkert eftir þó svo að við værum yngri en hann. Hermann var að eðlisfari mjög kappsfullur og ósérhlífínn, það var gaman að vinna með honum. Hann vildi hafa allt fullkomið og gott betur. Hemmi tjáði sig aldrei um sínar innri tilfínningar, en þó fund- um við að til barna sinna og barna- barna bar hann mjög sterkar til- finningar. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar litið er aftur í tímann. Þær eru ófáar stundirnar sem við sátum yfir kaffíbolla og ræddum um lífið og tilveruna því Hemmi var með mjög ákveðnar skoðanir á öllum hlutum enda vel að sér og ræðinn. Við félagarnir munum sakna Hermanns um ókomna tíð. Við viljum biðja algóðan guð að varðveita þig, Hemmi minn, að ei- lífu og styrkja börn þín og fjöl- skyldu í sorg þeirra. Guð leiði ykkur öll á ljóssins braut og láti ykkur ætíð finna. Að bæði gegnum gleði og þraut hann gætir ávallt sinna. Nói Benediktsson, Matthías Sverrisson. SÓLEY SIG URJÓNSDÓTTIR + Sóley Sigurjónsdóttir fæddist í Keflavík 17. ágúst 1925. Hún lést á Landspítalan- um 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kefla- víkurkirkju 23. ágúst. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. „ . (Hof. ok.) Síminn hringir og Margeir sonur Sollu æskuvinkonu minnar tilkynn- ir mér lát hennar. Við hittumst síðast nokkrum dögum áður en Solla fór á spítal- ann. Þá var hún full bjartsýni, en hafði á orði þegar talið barst að veikindum hennar: „Þetta er bara svoria, Bára mín.“ Á þeirri stundu átti ég ekki von á því að þetta yrðu okkar síðustu samverustundir. Við Solla vorum æskuvinkonur og áttum saman margar skemmti- legar minningar frá æskuárum okkar á melnum, þar sem við lékum okkur á háhæluðum skóm með spýtudúkkuvagnana, tuskudúkk- urnar og þóttumst vera heldur bet- ur góðar mömmur. Aldrei kom upp ósætti milli okk- ar, enda hélst góð vinátta með okkur alla tíð. Þegar horft er til baka fínnst mér þetta stuttur tími, en endur- minningarnar geymi ég um góða vinkonu sem sárt er saknað. Ég þakka henni samfylgdina og bið góðan guð að leiða hana á nýj- um vegum. Ég sendi börnunum hennar, Margeiri, Katrínu og Ingiberg og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Þín vinkona, Bára Guðmundsdóttir. t Ástkær móðir okkar, MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, Hagamel 53, Reykjavík, andaðist 12. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Magnús Leopoldsson, Hallur Leopoldsson, Elvar Steinn Þorkelsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÁSMUNDSSON trésmíðameistari, Langagerði 78, Reykjavík, lést 12. september sl. á gjörgæsludeild Landspítalans. Fyrir hönd aðstandenda, Auður Magnúsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför bróður okkar, ÆGIS JÓAKIMSSONAR frá Siglufirði. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Jóakimsson, Marfa Jóakimsdóttir. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, GYÐU JÓHANNSDÓTTUR, Hólmgarði 50, Reykjavík. Dóra Camilla Kristjánsdóttir, Ari Karlsson, Magnús Már Kristjánsson, Isabelle de Bisschop, Maria Björg Kristjánsdóttir, Loftur Ólafsson, barnabörn, Anna Sigurðardóttir. + Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda sam- úð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og dóttur, ESTHERAR JÓNSDÓTTUR, Haðalandi 9, Reykjavík. Sérstaklega þökkum við Heimahlynn- ingu Krabbameinsfélags íslands fyrir einstaka umhyggju og hjálpsemi. Ari Einarsson, Kristín Aradóttir, Sigurpáll Guðjónsson, Guðrún Aradóttir, Ragnheiður Aradóttir, Jón S. Þórðarson, barnabörn og Anna Maack. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GYÐRÍÐAR STEINSDÓTTUR (GÍGJU), Glaðheimum 8, (áður Heiðargerði 62), Reykjavik. Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkrunarfólki deildar 32A á Land- spítala fyrir góða umönnun, svo og séra Halldóri Gröndal og söngfólki Grensáskirkju. Jónas K. Guðbrandsson, Dóra S. Jónasdóttir, Bragi Sigurðsson, Guðbrandur K. Jónasson, Guðný Halldórsdóttir, Jóhanna G. Jónasdóttir, Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson, Þuríður Helga Jónasdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.